Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992 5 Forsætisráð- herra fer í opinbera heimsókn til Israels DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hefur þegið boð Itzhaks Shamirs forsætisráðherra ísra- els um að koma í opinbera heimsókn dagana 17. til 20. fe- brúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að forsætisráð- herra muni í för sinni eiga viðræð- ur við helstu ráðamenn í Israel, þ.á m. við forseta landsins hr. Chaim Herzog, hr. Dov Shilansky forseta þjóðþingsins Knesset, hr. David Levy utanríkisráðherra, hr. Ben-Elissar formann utanríkis- málanefndar þingsins, hr. Teddy Kollek borgarstjórann í Jerúsalem og leiðtoga stjórnarandstöðunnar hr. Shimon Peres. A heimleið mun forsætisráð- herra hafa viðdvöl í Lundúnum og eiga viðræður m.a. við hr. Douglas Hurd utanríkisráðherra Bretlands og frú Margaret Thatcher þing- mann og fv. forsætisráðherra. í för með forsætisráðherra verða Ólafur Davíðsson, ráðuneyt- isstjóri í forsætisráðuneytinu, Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og sendiherra íslands í ísrael, Ingvi S. Ingvars- son. íslenska vatnsfé- lagið hf.: Borgin eyk- ur hlutafé um 4 millj- ónir króna BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu veitustjórnar um að borgin taki þátt í hlutafjár- aukningu íslenska vatnsfélags- ins hf. og leggi fram 4 milljón- ir króna í samræmi við 20% eignarhlut. í bókun stjórnar veitustofnana kemur fram, að stjórnin líti á þátt- töku Vatnsveitu Reykjavíkur í fé- laginu sem frumkvöðlastarf og að stefnt sé að sölu á hlutabréfum Vatnsveitunnar í fyrirtækinu þeg- ar uppbygging félagsins er lokið og rekstur kominn á framtíðar- grunn. „Stjórn veitustofnana lýsir yfir, að það er hennar skoðun, að vatnsöflun á vegum Vatnsveitu Reykjavíkur á vatni til útflutnings standi öllum til boða.“ í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur segir, að vatnsútflutnigur sé afar áhugaverður fyrir íslendinga og mikilvægt að það takist vel. „Fyr- ir ári var ákveðið að stofna fyrir- tækið íslenska vatnsfélagið hf., þar eigum við 20% hlut á móti 80% eignarhlut Vífilfells hf. og Hag- kaupa. Ég samþykkti þá stofnun fyrirtækisins, þó að ég gagnrýndi hvernig stofnun þess bar að. Sam- kvæmt fundargerðum VR voru það forsvarsmenn Sólar hf., sem fyrstir óskuðu eftir kaupum á vatni til útflutnings árið 1987.“ Síðar kemur fram að Sigrún sam- þykkti aukafjárveitinguna en treysti þeim öflugu fyrirtækjum sem eiga Islenska vatnsfélagið til að sjá um markaðsmálin erlendis, það væri ekki í verkahring borgar- innar. Láttu okkur halda þeim gangandi. Sérhæfð þjónusta við alla skóeigendur sem vilja eiga vel hirta og fallega skó. Þrír afgreiðslustaðir okkar eru ávallt í leiðinni. Allar skóviðgerðir Gerum við meðan beðið er ! Póstkröfuþjónusta fyrir landsbyggðina. Töskuviðgerðir Tökum að okkur allar almennar töskuviðgerðir. O H cn Lyklasmíði. Smíðum alla algengustu hús- og bíllyklana. Allt til skóviðhalds. Eitt mesta úrval landsins af skóáburði, reimum, skóburstum og öðru því sem til þarf við umhirðu á skóm. A >♦♦♦♦< ,>♦♦♦♦♦♦< Z7------- MMHM—M E3 í Reykjavík E3 í Kópavogi £3 í Haftiarfirði Grettisgötu 3 Móttaka, Hamraborg 1 Reykjavíkuivegi 68 S. 91-21785 S. 91-46512 S. 91-651722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.