Morgunblaðið - 05.02.1992, Page 29

Morgunblaðið - 05.02.1992, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992 29 Bima Bjömsdóttir, Brimnesi - Minning Fædd 11. september 1924 Dáin 27. janúar 1992 í dag er lögð til hinstu hvíldar kær frænka mín og vinkona Birna Björnsdóttir ljósmóðir. Fráfall hennar bar að með skjótum hætti, því þótt hún um áraraðir hefði átt í baráttu við erfíðan sjúkdóm var hún alltaf svo hugrökk og dugleg að maður gerði sér tæplega ljóst hvernig heilsu hennar var komið, lífsviljinn og baráttuþrekið voru þar í fyrirrúmi. Birna fæddist 11. sept. 1924 að Felli í Breiðdal, dóttir hjónanna Guðlaugar Þorgrímsdóttur ljósmóð- ur og Árna Björns Guðmundssonar, en hann var látinn þegar hún fædd- ist. Fjögurra vikna fór hún í fóstur að Brimnesi í Fáskrúðsfirði til móð- urbróður síns Guðmundar Þor- grímssonar og Sólveigar Eiríksdótt- ur og ólst þar upp á þeirra heimili. Það var ekki auðvelt að flytja komabarn á milli byggðarlaga á þessum árum, þá var ekki sest upp í bíl og ekið á milli á lítilli stundu. Að þessari fyrstu ferð Birnu var þannig staðið að um hana var búið í þar til gerðum kassa, sem síðan var vandlega bundinn um herðar Stefáns föðurbróður hennar og þannig var hún reidd yfir skriður og fjallveg til Fáskrúðsfjarðar þar sem hún lifði og starfaði í rúm 67 ár. Eftir lát fósturforeldranna ann- aðist Birna heimilið ásamt Þorgeiri, eldri syni þeirra, en börn þeirra Sólveigar og Guðmundar eru fimm. Birna eignaðist tvö börn, Jó- hönnu, f. 1944, og Guðmund, f. 1956. Sambýliskona hans er Kol- brún Einarsdóttir og eiga þau 2 börn, Þorgrím 7 ára og Bergdísi Ýr 5 ára, og á milli þeirra og ömmu var mikill kærleikur og vinátta. Jóhanna hefur átt heimili á Brim- nesi allt frá frumbernsku og hefur notið einstakrar umhyggju móður sinar og fjölskyldunnar allrar svo að til fyrirmyndar er. Birna lærði til ljósmóður og tók við því starfi hér á Fáskrúðsfirði árið 1953 og starfaði óslitið þar til hún lét af störfum sl. sumar, hin síðari ár vann hún við heilsugæslu- stöðvarnar bæði hér og á Stöðvar- firði. Birna var farsæl í starfi. Hún var gædd þeim hæfileika að eiga gott með að ná til þeirra sem hún annaðist hverju sinni, hún átti auð- velt með að gefa og einnig að þiggja. Þetta létti henni starfíð og skóp nánari tengsl við hinar verð- andi mæður. Ég hygg að nú á kveðjustundinni muni hugur okkar hvarfla í hljóðri þökk til þeirra stunda er hún veitti aðstoð sína. Það var gott að hafa hana nálægt sér, það stafaði frá henni ró og öryggi. Hún gladdist með glöðum og hún átti ótakmarkaða hlýju og samúð með þeim, sem sorgin sótti heim. Ég og fjölskylda mín kveðjum Birnu frænku okkar með söknuði, hún átti svo stórt.rúm í okkar til- veru. Ástvinum hennar öllum vott- um við innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs um alla fram- tíð. Aðalbjörg Magnúsdóttir. Mig langar til að minnast vin- konu minnar, Birnu Björnsdóttur frá Brimnesi í Fáskrúðsfírði, sem lést 27. janúar sl. Kynni okkar Birnu hófust haustið 1988 er ég hóf störf í Fáskrúðsíjarðarlæknis- héraði, en þar hafði Birna stundað ljósmóðurstörf um áratuga skeið. Birna var þá farin að reskjast auk þess sem erfiðir sjúkdómar höfðu sett á hana mark sitt. Ávallt var Friðrik I. Baldvins son - Kveðjuorð Fæddur 28. apríl 1924 Dáinn 27. janúar 1992 Skáldið Davíð Stefánsson lýkur ljóði sínu Moldin angar með þessum orðum: Og dagar, ár og aldir koma og dvína, en aldrei hættir dauðans stjama að skína. Já dauðinn vinnur ár og síð og alla tíð. Hann er samofinn mannlíf- inu og óumflýjanlegur. Hraði hans. vex með vaxandi aldri. Þeir sem ná háum aldri verða að vera við því búnir að sjá á bak mörgum þeim, sem við höfum kynnst á lífs- ins leið, allar götur frá æskuárum. Friðrik Lunddal er allur. Hann lést úr hjartasjúkdómi í gjörgæslu- deild Landspítalans mánudaginn 27. janúar, tæpra 68 ára. Þrívegis gekkst hann undir hjartaskurð og blásningu að auki. Stundin var komin. Hin líknandi hönd dauðans veitti honum friðinn og eilífðarb- lundinn. Friðrik Lunddal fæddist í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Baldvin R.S. Helgason prentari og Magnea D. Oddfreðsdóttir. Hann gekk í barnaskóla í bænum. Síðar stundaði hann nám á Laugarvatni. Haustið 1943 lagði hann leið sína að Reykja- skóla í Hrútafirði. Þar hittumst við og áttum samleið til vors, einnig tvo mánuði veturinn eftir (nóv.- des). Hann lauk námi frá þessum skóla vorið 1945. Hófst þá sjálft ævistarfið, sem var aðallega sölu- mennska, allt til þess að hann varð að leggja árar í bát fyrir þremur árum vegna sjúkleika. Á Reykjaskóla söng Friðrik Lunddal í kvartett, sem skipuðu, auk hans þeir Þorsteinn Jónsson sögkennari, frá Gili í Svartárdal og Matthías Jónsson leikfimikennari, frá Kollafjarðarnesi. Þeir skemmtu á kvöldvökum í skólanum og vakti list þeirra mikinn fögnuð. Allir voru þeir góðir söngmenn. Lundda! hafði háa tenórrödd. Ungur hóf hann að syngja. Var aðeins sjö ára í barna- kór er hét Sólskinsdeildin og marg- ir minnast. Hann söng lengi í Karla- kórnum Fóstbræðrum, Tónlistarfé- lagskórnum og í Samkór Kópavogs. Síðast söng hann þar orðinn sjúkur maður. Söng lærði Lunddal hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara. Hann lærði leiklist hjá Lárusi Páls- syni og lék í þremur leikritum í Iðnó. Sést af þessu að Lunddal var maður listhneigður og listfengur. Hefði vafalítið getað orðið einn okkar fremstu óperusöngvara, hefði hann helgað sig söng að fullu eins og mér fannst sjálfsagt að yrði, þegar við vorum samtíða á Reykja- skóla. Þorsteinn söngkennari sagði við Lunddal að hann gengi með gull í hálsinum, og átti þá við með- fædda tenórrödd hans. Vera má raunar að söngurinn hafí veitt þess- um látna vini mínum og félaga á Reykjaskóla næga unun þar sem hann var honum áhugamál, en ekki brauðstrit. Margs konar list veitir fólki ómældan unað sem tómstund- aiðja. Friðrik Lunddal var maður hár vexti með mikið ljóst hár. Sópaði að honum hvar sem hann fór. Á Reykjaskóla bar hann höfuð og herðar yfir hópinn. Á ungum aldri var Lunddal á báti frá Vestmannaeyjum á haust- vertíð. Þá missti hann einn fingur annarrar handar. Gátum við sem honum vorum samtíða á Reykja- skóla, ekki annað en veitt því at- hygli. Eigi mun þetta hafa verið honum til ama. Friðrik Lunddal kvæntist eftirlif- andi konu sinni Margréti Sölvadótt- ur árið 1948. Mörg síðustu_ árin bjuggu þau í sambýlishúsinu Álfta- mýri 38. Þar heimsótti ég þau sum- arið 1971, er ég gekk milli skóla- systkina minna frá Reykjum, þegar safnað var fyrir bijóstmynd af Guð- mundi Gíslasyni skólastjóra á Reykjum. Var bijóstmyndin afhjúp- uð á Reykjum á Jónsmessu 1972 af ekkju Guðmundar, Hlíf Böðvars- dóttur frá Laugarvatni. Lunddal bar ætíð hlýjan hug til Reykjaskóla, þess ágæta menntaseturs er Guð- mundur stýrði af röggsemi um langt árabil. Böm eignuðust þau Lunddal og Margrét þrjú, tvær dætur og einn son. Barnabörnin eru orðin níu. Líf- ið heldur áfram sem betur fer. Ég, sem þessar línur rita, hitti Friðrik Lunddal við og við. Hann lét nokkuð snemma á sjá, vegna heilsubrests. Hann þurfti mikið að líða, áður en lauk. Samt sem áður var hann gæfumaður. Hann átti góða eiginkonu og efnileg börn. Líf hans bar vissulega ávöxt. í afkom- endum okkar flytjast fram eigindir allar. Við erum ekki endanlega dá- in, þegar kistunni er lokað og henni sökkt í djúpa gröf. Friðrik Lunddal er einn af eftir- minnilegustu mönnum sem ég hefi kynnst. Ég þakka honum liðnar stundir. Samúðarkveðjur aðstandendum. Auðunn Bragi Sveinsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. hún þó glöð í fasi og sinnti starfí sínu af trúmennsku sem henni var eiginleg. Með okkur Birnu tókst strax gott samstarf og vinátta sem aldrei síðar bar nokkurn skugga á. Ætterni og uppruna Birnu hygg ég að aðrir muni gera skil, en af samtölum okkar þóttist ég merkja að líf hennar hefði ekki alltaf verið dans á rósum, þó margmálli væri hún um það ánægjulega og jákvæða sem á daga hennar hafði drifið. Minnisstæðar eru Stöðvarfjarðar- ferðirnar þar sem við ferðuðumst saman í embættiserindum og var þá mikið rætt um liðna og breytta tíma. Ómetanlegt var fyrir ungan lækni, nýkominn utan úr hinum stóra heimi, að fá þannig innsýn í sögu byggðar og mannlífs sem á fáum áratugum hafði tekið algjör- um stakkaskiptum. Birna var ung að árum er hún fór til ljósmæðranáms í Reykjavík og mun hún hafa verið styrkt til fararinnar af hreppsfélaginu, enda hélt hún aftur heim að námi loknu þrátt fyrir gylliboð um störf á Landspítalanum. Þá háttaði þannig til að konur fæddu börn sín nær undantekningarlaust í heimahúsum auk þess sem samgöngur voru frumstæðar og erfiðar til sjós og lands. Má nærri geta að ljósmóður- störfin hafi oft verið annasöm, með löngum yfirsetum og erfiðum ferða- lögum hvemig sem viðraði. Barns- fæðingar eru þess eðlis að ekki fer alltaf eins og best verður á kosið. Öllum sem ég hef rætt við ber sam- an um að mikil farsæld hafi fylgt Birnu í starfi og sjálfur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að taka óvænt á móti litlum dreng ásamt henni einn bjartan -vórdag árið 1989. Þarna var Birna í essinu sínu, handtökin örugg og snör! Á síðari árum hafa ljósmóður- störf í hinum dreifðari byggðum landsins breyst mikið, börn fæðast yfirleitt á sjúkrahúsum og starf ljós- mæðra hefur aðallega beinst að mæðraskoðun og fyrirbyggjandi þáttum. Þessum störfum sinnti Birna af sömu kostgæfni og barns- fæðingum áður fyrr en oft fannst mér sem hún saknaði þess tíma er meira var að gera og í hveiju koti voru börn sem hún hafði hjálpað í heiminn. Síðastliðið haust lét Birna af störfum sakir aldurs og heilsu- brests. Þann 27. janúar sl. veiktist hún skyndilega og síðar sama dag var hún öll. Mikil kjarnakona sem skilað hefur dijúgu dagsverki er horfín á braut. Við Ásdís vottum ættingjum Birnu og þá sérstaklega börnum hennar, Jóhönnu og Guð- mundi, einlæga samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Sigurður V. Guðjónsson t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDURSÁRNASONAR, Torfastöðum, Fljótshlíð. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ELÍASAR WEIHE, Framnesi, Vestmannaeyjum. Guðjón Weihe, Erla Snorradóttir, Helena Weihe, Egill Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, unnusta og bróður, ÓLAFS HJARTAR STEFÁNSSONAR, sem lést 18. janúar sl. Sérstakar þakkir sendum við læknum og öðru starfsfólki Barnaspítala Hringsins, deild 12-E, fyrir einstaka umönnun í veikindum hans. Jóhanna Guðbrandsdóttir, Stefán Ólafsson, Særún Sigurðardóttir og systkini hins látna. t Innilegustu þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR, Hafnarbúðum, áður Ásvallagötu 35. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 1A Landakoti og starfsfólki Hafnarbúða, sem sýndu henni kær- leiksríka umönnum og vináttu. Ástvaldur Kristmundsson, Sveinn Ástvaldsson, Kristrún Ástvaldsdóttir, Halldóra Halldórsdóttir, Hafsteinn Halldórsson, Ellen Sveinsdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir Guðrún Ástvaldsdóttir, Jóhannes Halldórsson, Kristmundur Halldórsson, Ingibjörg Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.