Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 3

Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Ð 3 læknir eru á staðnum. Auk þess verða Evrópuferðir áfram með skip- ulagðar ferðir til Madeira. Urval-Útsýn verður áfram með skipulagðar ferðir til Portúgals og í sumar verður flogið vikulega í beinu leiguflugi þangað. Gististaðir verða í Algarve, Albufeira/Monteehoro og Troia. Barnaklúbbur er í Albu- feira/Montechoro á vegum ferða- skrifstofunnar og er þátttökugjald í hann 1.200 krónur. Verð fyrir tveggja vikna ferð í ágúst, miðað við tvo í íbúð er á bilinu 64-84 þús- und krónur og eru föst aukagjöld þá reiknuð með. íslenskir fararstjór- ar eru á staðnum. Grikkland Korfu heitir nýr áfangastaður hjá Samvinnuferðum-Landsýn. í sumar verður reglulegt leiguflug til þessar- ar grísku eyju, sem hingað til hefur fyrst og fremst verið sótt af breskum o g ítölskum ferðamönnum auk frænda okkar frá hinum Norðurlönd- unum. Um það bil klukkustund tek- ur að sigla til meginlandsins, en ein af þeim skoðunarferðum sem í boði eru, er einmitt um nærliggjandi eyja og meginlandsins. Tveggja vikna ferð í ágúst, miðað við tvo í íbúð, kostar um 70 þúsund krónur á mann. Annars er verð á bilinu 58-91 þús- und eða þar um bil og eru föst auka- gjöld þá reiknuð með. íslenskir far- arstjórar eru á staðnum. Borgir í Evrópu Ferðaskrifstofan Sólarflug fjölgar áfangastöðum sínum í leiguflugi til borga í Evrópu. Nú bætast Amsterd- am og Glasgow við fyrri áfangastaði sem voru London og Kaupmanna- höfn. Leiguflug þessi eru á tímabil- inu 1. maí til 30. september. Nú eru farseðlar til Amsterdam og til baka seldir á 19.300 krónur, en verðið mun hækka um næstu mánaðamót að sögn starfsmanns ferðaskrifstof- unnar. Verð þetta er háð því að dvalið sé í minnst eina viku og mest einn mánuð. Auk þess heldur Sólar- flug áfram leiguflugi til Mallorea, en enn hefur verðskrá ekki verið gefin út fyrir þær ferðir. Erlendar ferðaskrifstofur Ferðaskrifstofa Reykjavíkur held- ur áfram ferðum með beinu leigu- flugi til Benidorm, en auk þess hefur hún í boði ferðir í samfloti við hol- lensku ferðaskrifstofuna Arke Reiz- en, sem skipuleggur hópferðir til nánast allra heimshluta. Dæmi um verð á tveggja vikna ferð til Benid- orm í ágúst, miðað við að tveir dvelji í íbúð, er um 71.000 krónur og eru föst aukagjöld þá reiknuð með. Far- þegar í ferðum Arke Reizen byija á að fljúga til Amsterdam og fara þaðan á áfangastað. Hollenskir leið- sögumenn eru á viðkomandi stöðum, en dæmi um áfangastaði eru Portúg- al, Grikkland, Kýpur, Ibiza og Tyrk- land. Flugleiðir hafa einnig tekið upp ámóta nýjung og selja ferðir í sam- floti við dönsku ferðaskrifstofuna Fritidsreiser. Áfangastaðirnir eru nánast hvarvetna í heiminum og danskir leiðsögumenn á hverjum stað. Flogið er í gegnum Kaup- mannahöfn, og misjafnt eftir áfang- astöðum hvort hægt er að halda áfram ferðalaginu samdægurs eða hvort gista þarf í Kaupmannahöfn. Meðal áfangastaða Fritidsreiser eru Ítalía, Tyrkland og Grikkland. ■ Kámskeiö í svæöisbund- inni leiösögn nm AustinM NÁMSKEIÐ í svæðisbundinni leiðsögn hefur staðið yflr í vetur á Austurlandi á vegum Ferða- málasamtakanna þar og Far- skóla Austurlands. Þrjátiu manns víða af svæðinu taka þátt í námskeiðinu, sem lýkur í maí. Að sögn Karenar Erlu Erlingsdótt- ur, ferðamálafulltrúa á Austur- landi, hittast nemendur eina helgi í mánuði á einhveijum staðanna á svæðinu sem nær allt frá Gunnólfs- víkurfjalli að Skeiðarársandi. Til dæmis var byijað á Egilsstöðum, svo haldið til Seyðisfjarðar og þvi næst til Breiðdalsvíkur. „Við fáum fyrirlesara á hveijum stað, bæði úr röðum fróðra heima- manna og annarra. Helstu náms- greinamar em saga, gróður- og dýralíf, þjóðsögur og Islendinga- sögur, jarðfræði og svo mannleg samskipti. Við eram ekki með tungumálakennslu, en gerð er krafa um að þátttakendur hafi að minnsta kosti eitt erlent mál á valdi sínu. Þetta er brautryðjenda- starf, en okkur hefur þótt það tak- ast vel og þessi notkun á Farskól- anum virðist vera skynsamleg lausn fyrir námskeið í ferðaþjón- ustu,“ segir Karen Erla. Nám- skeiðið veitir réttindi til leiðsagnar fyrir ferðamenn sem sækja Aust- urland heim. ■ Toyota Camry er glæsilegur bíll. Nýr Toyota Camry sýndur um helgina NÝ OG gjörbreytt Toyota Camry verður sýnd um helgina þjá P. Samóelssyni í Kópavogi. Camry er mikið breyttur, bæði hvað varðar búnað og útlit. Bíllinn er að miklu leyti unnin upp úr Lexus, en það er flaggskip Toyota í fólksbflaflotanum. Mikil áhersla er lögð á að hafa bílinn hljóðlátan og með það í huga er mótorinn m.a. á vökvapúðum. Bílinn verður hægt að fá í tveimur útgáfum. Ódýrari útgáfan er með fjögurra strokka, 136 hest- afla vél og kostar 2.190 þúsund krónur. Dýrari útgáfan er „einn með öllu“, eins og þeir hjá umboð- inu orðuðu það. Hann er með V-6 vél, 188 hestafla og allur klæddur leðri að innan. Báðar útgáfumar eru með læsivörðum hemlum, ABS, og í dýrari útgáfunni er full- komin hljómflutningstæki, m.a. geislaspilari og sex hátalarar. Dýrari bfllinn kostar 3.250 þúsund krónur. Camry verður til sýnis á laugar- daginn frá 10-17 og á sunnudag- inn opna sýningarsalimir í Kópa- vogi kl. 13 og opið verður til kl. 17. ■ Skandia ís- land opnar tjónaskoðun SKANDIA ísland opnar um helg- ina tjónaskoðunarstöð í Reykjavík og verið er að senya við fyrirtæki á landsbyggðinni um að taka að gerast tjónafulltrúar fyrirtækis- ins. Tjónaskoðunarstöðin sem verið er að opna í Reykjavík er til húsa í Skeifunni 9, á sama stað og Bfla- leiga Akureyrar. Hvað landsbyggð- ina varðar þá mun fyrirtækið ekki koma sér upp umboðsaðilum heldur er ætlunin að semja við ýmis fyrir- tæki, og þá aðallega verkstæði, um að þau verði tjónafulltrúar. Þá getur fólk fengið tjón metið á viðkomandi verkstæðum. ■ Viper vinsæll vestra HINN nýi sportbíll frá Dodge, Viper, virðist heldur betur ætla að slá í gegn í Bandaríkjunum ef marka má dóma um bílinn í erlendum blöðum. Menn eiga ekki til orð til að lýsa ánægju sinni með hann enda mjög til hans vandað i alla staði. „Ég gat ekki annað en starað á hann þegar ég sá hann fyrst á bílasýningu í Detroit. Ég gerði lítið annað en ganga í kringum hann þann tíma sem sýningin var. Eftir að hafa ekið bílnum get ég fullyrt að hann er eins þægilegur í akstri og hann er fallegur á að horfa,“ segir bílasérfræðingur Fast Lane bflablaðsins. „Það þýðir ekkert að skrúfa hlið- arrúðumar upp — því það em eng- ar slíkar. Það era ekki heldur nein hurðarhandföng að utan. Lítil vöm gegn veðri og vindum því það er aðeins þunn blæja sem hægt er að nota sem þak. En það sem er í Viper er tíu strokka vél sem gefur 400 hestöfl. Þegar þú ekur greitt og finriur vindinn þjóta um eyrun þá hugsar þú ekki um hliðarrúður, hand- föng eða neitt ann- að. Viper er mest spennandi farar- tæki sem komið hefur fram síðan Ben Húr uppgötvaði rómverska tvíþjóla stríðsvagninn," segir bíl- asérfræðingur Car And Driver. Viper er enginn venjulegur bíll. Hann er með stóra og mikla vél sem gengur að hluta til inn í far- þegarýmið. „Mér fannst kúplingin helst til stíf fyrst þegar ég settist undir stýri, en uppgötvaði síðan Viper er óneitanlega glæsilegur Hér má sjá þegar verið er að prófa bílinn áður en yfirbyggingin er sett á grindina. Mælaborðið er glæsilegt. Hvítir mælar og grátt og hrjúft yfirborð. að þetta var bremsan en ekki kúpl- ingin sem ég steig á. Vegna stærð- ar vélarinnar eru kúplingin, brems- an og bensíngjöfin færð talsvert til vinstri," segir í dómi um bflinn. Af framansögðu má ljóst vera að bflasérfræðingar eiga erfítt með að lýsa bílnum og oft verða þeir mjög háfleygir. „Þeir sem kaupa svona bíl og eiga hann í Iangan tíma munu aldrei teygja sig fram til að setja bflinn í gang án þess að fínna fyrir ákveðinni eftirvænt- ingu,“ segir einn þeirra. Til að gefa lesendum aðeins hugmynd um hvers konar bíl er um að ræða skal það áréttað að Dodge gerði hann til að keppa við Corvette ZR-1 frá Chevrolet. Viper er kraftmeiri, hann er með sex gíra áfram og krafturinn og „tork- ið“ er svo mikið að hægt er að spóla bflnum áfram í öllum gíram á malbiki. í reynsluakstri erlendra blaða er hann um 4,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.