Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 12

Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 12
12 D MORGUNBLAÐJÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Mælaborðið er einfalt en bíll- inn er rúmgóð- ur að innan. um á verði sem nær allt frá 1,5 upp í 2,2 milljóna króna. CL bíllinn fæst tveggja eða íjögurra hurða og er íjögurra hurða útgáfan sem við skoðum með samlæsingu. Samlæsingin er með öryggisvöm þannig að þegar bflnum er læst með lyklin- um verður að opna hann á ný með lykli, þ.e. sé brotist inn í hann með því að bijóta rúðú getur þjófurinn ekki opnað með því að taka upp takkann. Hann yrði að skríða inn um brotna rúðuna. Annar búnaður er vökvastýri, mengunarvöm og útispeglar stillanlegir innan frá. Golfinn er 4,02 metra langur, 1,69 m breiður og 1,42 m hár. Hann vegur 1.030 kg, ber 505 kg, þolir að draga 750 kg þunga og setja má 75 kg á toppinn. Farangursrýmið mælist 330 lítra en 1.162 lítra sé aftursætisbak BUNAÐUR Vél: 1800 rúmsenti- metrar, fjögxirra stroklta, 75 hestöfl. Vökvastýri. Útispeglar stillanlegir innan frá. Dag\j ósabú naður. Mengunarvöm. Öryggiskerfi. Samlæsing. Verð: 1.125 þús. kr. Umboð: Heklahf. ■ Hljóðlótur Mjúkur Rúmgóður Mjóbuks- stuðningur lítill lagt niður. í CL útgáfunni verður að leggja allt bakið niður en í GL er það skiptanlegt. Hjólhafið er hið sama og á eldri gerð af Golf eða 2,47 metr- ar en sporvíddin er meiri. Hún er 4,9 cm meiri að framan og 3,8 cm meiri að aftan. Stór bíll Það finnst engin smábílatil- fínning við akstur á Golf. Hafi hún verið áður þá er hún ekki fyrir hendi hér og virðist öku- manni fremur að hér sé um stærri bíl að ræða. Það sem ýtir undir þá tilfinningu er mýkt fjöðrunar, hæfilega létt vökva- stýrið og hljóðlát vél þrátt fyrir að hún gefi allgott viðbragð ef á þarf að halda. Þessi tilfinning finnst eiginlega strax og sest er inn í bílinn því þar finnur öku- maður sig strax vel heima, rým- ið er gott og sérstaklega höfuð- rýmið. Takið á stýrinu er gott og það sama má segja um fimm gíra handskiptinguna, hún er þægileg og rennur mjúklega milli gíra. Viðbragð og vinnsla eru þokkaleg en sá sem kýs heldur snarpari viðbrögð myndi hiklaust velja GL útgáfuna með 90 hest- afla vélinni en hann þarf þá að greiða rúmlega 100 þúsund krónum meira. Golfínn er mjúkur og liggur vel á sléttum sem ósléttum vegum. Sé hranalega ekið má fínna dálítinn slátt upp í stýrið en þess verður ekki vart í venjulegri meðferð. Sem borg- arbíll er Golfinn lipur og það er þægilegt að meðhöndla hann og umgangast. Farangursrýmið er sæmilegt og þar er að finna minni háttar varahjól. Kostar um 1.10O þúsund krónur Tveggja hurða Golf CL kostar í staðgreiðslu kr. 1.035.840 með verksmiðjuryðvörn en án skrán- ingar. Sé hann tekinn fjögurra hurða og með samlæsingu er verðið um 1.125 þúsund krónur. Fyrir sjálfskiptingu þarf að greiða 98.000 til viðbótar. Þetta er í sjálfu sér ekki íkja hátt verð fyrir eigulegan bíl sem þennan og má hiklaust fullyrða að þarna fá menn mikið fyrir fjárútlátin. ■ Jóhannes Tómasson Trufla auglýsingaskilti ökumann? FYRIR einu og hálfu ári voru settar reglur til að sporna við að auglýsingaskilti væru sett við götur og fjölfama vegi. Síðan þá hefur auglýsingaskiltum við fjölfarin gatnamót fjölgað mik- ið. Nýjasta og stærsta skiltið er við gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Gatnamótin við Vesturlandsveg og Höfðabakka eru ein fjölfömustu gatnamótin í Reykjavík og hafa löngum verið talin með þeim hættulegri. Stórt auglýsingaskilti er nú risið þar og blasir við öllum sem þar fara um. Hjá embætti byggingafulltrúa Reykjavíkur, en þangað þarf að sækja um leyfí fyrir slíku skilti, fengust þær upp- lýsingar að fyrmefndar reglur væru í endurskoðun. Skiltum við fjölfarin gatnamót hefur fjölgað gífurlega síðan regl- urnar voru settar og því er talin þörf á að endurskoða þau. Auglýs- ingaskiltið á þaki hússins sem kennt er við Nýjabíó við Lækjar- torg, skiltið á Kringlunni og fleiri hafa verið sett upp eftir að reglum- ar vora settar. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfírlögrelguþjónn, segir að margir hafí verið tvístígandi í Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýja auglýsingaskiltið á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlands- vegar er stórt og mikið. Þar eru ökumenn m.a. hvattir til að aka varlega. fyrstu varðandi þessi skilti og talið þau trafla ökumenn. „Við gerðum könnun á gat.namótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar skömmu eftir að skiltið var sett á Kringluna. Við spurðum þá sem lentu í árekstri við gatnamótin um ástæður árekstursins og það var aðeins í einu tilviki sem ökumað-' ur, sem lenti í aftanákeyrslu, sagð- ist hafa verið að horfa á auglýs- ingaskiltið. Ég held að fyrst í stað horfí menn talsvert á þessi skilti en síðan hætta þeir að taka eftir þeim og þá trafla þau ekki öku- menn,“ sagði Ómar Smári. ■ TT7 m Golfinn er lipur Golfinn nýi sver sig í ættina þrátt fyrir nýtt útlit. - rúmgódur og eigulegur ÞÁ ER hann kominn til landsins, nýi Golfinn, sem kynntur var í Þýskalandi á liðnu sumri. Umboðið, Hekla hf., sýndi bílinn gestum í Perlunni í gær og verður hann sýndur um helgina í húsnæði fyrirtækisins við Láugaveg. Enn á ný koma Volkswagen verksmiðjurnar með vandaðan bíl, enn eina kynslóðina af hinum framdrifna metsöIubU Golf, sem selst hefur til þessa í 12,7 milljónum eintaka. Nýi Golfinn er með nýju útliti, nýjum vélum, fjöðrunarbúnaði og nýju yfirbragði innan stokks og hann er fáanlegur á verði frá um 1.050 þúsund krónur og upp í um 1.600 þúsund eða jafn- vel 2,2 miiyónir ef menn kjósa GTi útgáfur með tveggja lítra vélum og þaðan af stærri. En við höldum okkur við grunn- gerðina, skoðum í dag Golf CL, bíll með nýjungum sem bygg- ir á traustum grunni. Golf ber svip af fyrirrennara sínum en er þó í raun gjör- breyttur hið ytra. Hann virkar stærri útlits, er allur ávalur, luktir orðnar stærri og stuðarar efnismeiri. Hann er nokkuð niður- byggður að framan og mjókkar að aftan. Framrúð- an er stór og hliðarrúður einnig, sú aftari þó minni og þar fyrir aftan er nokkuð breiður kantur áður en kem- ur að afturrúðu. Hún virðist í minna lagi en kemur ekki að sök í akstri. Golf er rennilegur vagn þótt hann sé nokkuð breiðleitur og að mínu viti hinn fallegasti bíll. Ekki í kot vísað Það er ekki í kot vísað þegar inní hann kemur. Bæði fram- og aftursætin era stíf og góð og búin hefðbundnum stillingum. Hæðarstilling er á framsætum í GL gerðunum. Þótt sætin séu stíf og góð vantaði samt nokkuð á betri stuðning við mjóbakið. Klæðning er áferðarfalleg og frágangur að innan virkar allur sannfærandi. Mælaborðið er miklu líkara því sem gerist í stærri bílum, það er vel búið með snúningshraðamæli, hraðamæli, nauðsynlegum viðvöranarljósum en rofar era þó vart aðrir en fyrir aðalljós, stefnuljós, hita á afturrúðu pg lýsingu í mæla- borði, auk miðstöðvarrofa. Hillan ofan á mælaborði og að framrúðu er nokkuð stór, næstum of stór, en allt ber þetta þó vott um gott rými. Hanskahólf er ágætt og smáhólf í hurðum og í stokki framan við gírstöng. Vélin í Golf CL er 1800 rúms- entimetrar, fjögurra strokka og 75 hestafla, Bíllinn nær 164 km hámarkshraða, er 14 sekúndur (A að ná 100 km hraða úr kyrr- stöðu, er talinn eyða tæpum 10 lítram í borgaramferð en um 6 til 7 lítram á jöfnum þjóðvega- akstri. Auk þessarar vélar er fáanleg 90 hestafla vél og síðan tveggja lítra vélar sem þá era orðnar 115 eða 143 hestöfl og 2,8 lítra 174 hestafla vél en þá eram við komin að GTi útgáfun- Volkswagen Golf er nú kominn í nýrri mynd, rúmgóður og eigulegur bíll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.