Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL Í992
LEIÐIN TIL LANDSINS
SEM EKKIERTIL
Rætt við Hjörð P. Njarðvík um nýútkomna jryöingu hans á úrvali Ijóöa eftlr Edith Södergran
Fótgangandi
mátti ég fara gegnum sólkerfm,
áður en ég fann fyrsta þráðinn í rauðu klæði mínu.
Nú skynja ég sjálfa mig óljóst.
Einhvers staðar í geimnum hangir hjaita mitt,
neistar streyma frá því svo loftið nötrar -
til annarra taumlausra hjartna
Edith Södergran 1905
Tvær gyðjur
Er þú leist ásýnd gæfunnar, gripu þig vonbrigði:
þessi svefnpurka með máttvana ásýnd,
er það hún sem allir tilbiðja og oftast nefna,
sú sem fæstir þekkja af öllum gyðjum,
hún sem ríkir á lognkyrrum höfum,
blómstrandi görðum, eilífum sólskinsdögum,
og þú ákvaðst að þjóna henni aldrei.
Aftur nálgast þig kvölin með hyldýpi í augum,
hún sem aldrei er ákölluð,
sú sem flestir þekkja en fæstir skilja af öllum gyðjum,
hún sem ríkir á stormúfnum höfum og sökkvandi skipum,
yfir lífstíðarföngum,
og þeirr þungu bölvun sem hvílir á börnum í mæðranna skauti.
ær eru stórar, ástríðurnar, í
ljóðum finnsk—sænsku skáld-
konunnar Edith Södergran.
Ljóð hennar eru fijáls og sterk,
full af litum: Litum vonar, litum
ótta, litum lífs og litum dauða, sem
allir eru málaðir á rautt klæði ástar-
innar, orkunnar og reiðinnar. Sjálf
sagði Edith um ljóð sín: „Ég yrki
ekki ljóð, heldur skapa ég sjálfa
mig, og ljóðin eru leiðin til sjálfrar
mín.“ Og víst er að þegar maður
les. Landið sem ekki er til,“ bók
með úrvali ljóða eftir Edith Söder-
gran,“ er það ekki eins og að lesa
ljóð, heldur eins og að flytja inn í
aðra persónu, eða endurlifa gamlan
sársauka, gamla von, gamla gleði;
allar þessar tilfinningar sem eru
þarna ónotaðar.
„Landið sem ekki er til,“ kom
nýlega út hjá Bókaútgáfunni UrtUj
í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. I
bókinni eru valin ljóð úr þeim fimm
bókum sem komu út eftir Edith
Södergran: Dikter, Septemberlyr-
an, Rosenaltaret, Framtidens
skugga og Landet som icke ar.“
Edith Södergran fæddist í Sankti
Pétursborg, 4. apríl 1892, en hún
var ekki nema þriggja mánaða göm-
ul þegar fjölskylda hennar fluttist
aftur til Finnlands, til þorpsins
Raivola á Kitjálaheiði, þar sem fað-
ir hennar stundaði viðskipti. Hún
hóf snemma að yrkja, og varðveitt
eru um 240 ljóð frá árunum 1907—
1909. Mestur hluti þeirra er á
þýsku, fáein á frönsku, en sænsku
beitir hún ekki í ljóðagerð fyrr en
síðari hluta árs 1908.
Ekki er talið að Edith hafi notið
mikillar hamingju í æsku. Foreldr-
um hennar mun hafa komið illa
saman, og hún tengdist móður sinni
ákaflega sterkum tilfinningabönd-
um. En hún var einmana barn, sem
umgekkst nær eingöngu fullorðið
fólk og dvaldist langdvölum í eigin
hugarheimi. Hún missti föður sinn
úr berklum 1907, og ári síðar veikt-
ist hún af sama sjúkdómi aðeins
16 ára gömul. Hún dvaldist fyrst á
heilsuhæli í heimalandi sínu, en
1911 fór hún ásamt móður sinni
til Sviss til að leita sér frekari lækn-
inga. Þar annaðist hana dr. Muralt
í Davos og varð mikill áhrifavaldur
í lífi hennar. Heim til Raivola sneri
hún aftur 1913, og hafði nú að
minnsta kosti að nokkru leyti öðlast
trú á lífið, þótt óttinn við berklana
hafi trúlega aldrei horfið henni með
öllu. Úr jarðvegi þessara ára eru
sprottin ljóðin í fyrstu bók hennar
Dikter, sem kom út árið 1916.
Eftir daga Runebergs hefur ekk-
ert Ijóðskáld sem yrkir á finnlands-
sænsku haft eins mikil áhrif og
Edith Södergran. Hún er helsti
brautryðjandi módernismans á
Norðurlöndum og nafni hennar
tengist aðdáun, dýrkun, næstum
geislabaugur. Sjálf naut hún þess
í engu á meðan hún lifði, því að
ævi hennar má heita samfelld bar-
átta við sjúkleika, fátækt og ein-
angrun — og vanskilning flestra er
ljóð hennar sáu. Með nokkrum rétti
má segja að ljóðagerðin hafi verið
aðferð Södergran til að hefja sig
yfir jarðneskt hlutskipti sitt; hinn
innri veruleiki varð að veita henni
það sem ytri aðstæður bönnuðu.
I „Landið sem ekki er til,“ eru
59 ljóð, sem gefa mjög ákveðna
mynd af þessari konu, sem „skap-
aði sjálfa sig“ með orðum sem hún
hafði snillivald yfir; konu sem hafði
ferðast gegnum eldinn, niður í
dýpstu myrkur þjáningar og kvalar
og þekkti sína leyndustu afkima,
konu sem tjáði lífinu ást sína í ljóð-
um, konu sem lærði að unna dauð-
anum og sameinaðist honum aðeins
31 árs að aldri.
Eflaust hafa margir ljóðaunnend-
ur beðið þýðinganna með óþreyju
og til að fá gleggri mynd af þeim
verkum sem í bókinni birtast, bað
ég þýðandann, Njörð P. Njarðvík,
að segja mér hvernig hann hefði
valið úr ljóðum Edith Södergran.
„Það þarf þrennt að koma til,
Edith Södergran
þegar valin eru svona ljóð: í fyrsta
lagi, að manni finnist ljóðin falleg.
í öðru lagi, að þau séu einkennandi
fyrir skáldið; að úrvalið sýni við-
fangsefni hennar — sgm breytist
frá einni bók til annarrar. Hvað er
það sem hugur hennar er upptekinn
af? í þriðja lagi, verð ég að halda
að ég geti þýtt ljóðin sem ég vel.
í þessari bók eru 59 ljóð, en ætli
ég hafi ekki þýtt um eitt hundrað.
Þau ljóð sem ég birti ekki, eru hins-
vegar þannig, að mér fannst ég
ekki hafa náð þeim. Það eru stund-
um einhver atriði í ljóðum þannig,
að mér finnst ekki hægt að þýða
þau; atriðin skila sér ekki í mínum
höndum á íslensku.
Það geta til dæmis verið atriði
af því tagi að orð í sænsku hafi
fleiri en eina merkingu — en orðið
í íslensku hafi ekki slíka marg-
ræðni. Þá neyðist maður til að taka
afstöðu, sem skáldið hefur greini-
lega ekki viljað taka.
Svo veistu náttúrulega að það
er vonlaust verk að þýða ljóð, því
ein skilgreining á ljóðlist er sú að
hún sé einmitt það sem glatast í
þýðingu, því ljóðið er í eðli sínu svo
nákomið tungumálinu og er alltaf
einhvers konar leikur sem reynir á
þanþol tungunnar, eins og Halldór
Laxness sagði í Kvæðasafni sínu.
Hinsvegar vona ég að þessi 59
ljóð í úrvali úr ljóðum Södergran,
gefi lesandanum einhverja mynd
af viðfangsefni hennar og skáldþró-
un.“
Edith Södergran sá ekkert at-
hugavert við að fórna háttbundnum
eigindum brags og ríms til að ná
beinskeyttari áhrifamætti. En þótt
heilsa hennar væri ekki í bráðri
hættu um 1916, þá er íhugunin um
þjáninguna aldrei langt undan í
ljóðum hennar. „En hugsaðu þér
ef þessi kona hefði ekki verið
skáld,“ bætir Njörður við. „Hún nær
sér í lífslöngunina í skáldskap. Ef
hægt er að tala um skáldskap sem
lífsnauðsyn, þá er það í tilfelli þess-
arar konu.
Af þessum sökum er óvenju skýr
samsvörun milli örlaga skáldkon-
unnar og yrkisefna hennar. Ég
þekki ekkert svona skýrt dæmi
nema Sonatorrek Egils Skalla-
grímssonar, þar sem hann segist
nota skáldskapinn til að komast
yfir sorg sína.
Ef við tölum um yrkisaðferð Söd-
ergran, þá má kannski segja að það
sé að því leyti öðruvísi að þýða
hana en önnur skáld, að hún notar
tiltölulega fijálst form — þótt form
sé auðvitað aldrei fijálst — og hún
notar þá aðferð að fanga ákveðna
hugsun með snöggum, skyldum til-
Jún BenediRtsson sýnlr súúlplúra í FIM-salnum:
ÁNÆGJAN ER
AÐAL TAKMARKIÐ
GRIMUR og augu, hendur, fætur og fuglar, eru meðal þess sem
birtist í eirskúlptúrum sem Jón Benediktsson sýnir þessa dagana í
FIM-salnum í Garðastræti, en skúlptúrana hefur hann unnið á síð-
ustu misserum. Jón er fæddur 1916 og tilheyrir annarri kynslóð
íslenskra abstrakt myndhöggvara. Hann var nemandi Ásmundar
Sveinssonar og á því að baki langan og litríkan feril sem myndhöggv-
ari. Jón lærði einnig húsgagnasmíði og vann síðar lengi við Þjóðleik-
húsið, en nú er hann kominn á eftirlaun, kveðst vera frjálsari og
vinnur við listina eins og hann getur.
Eg nefni verkin ekki, kalla þau
bara skúlptúra," segir Jón. „Ég
vinn yfirleitt beint í efnið, og
hef oft enga fastmótaða hugmynd
áður en ég byija að vinna. En þó
má segja að í mörgum verkanna
birtist viss aðvörun til heimsins, mér
finnst að mennirnir sýni ekki nægi-
lega aðgát. Hér eru til dæmis ein-
hverskonar fuglar," segir hann og
bendir á einn skúlptúrinn, „og þeir
gæta einhvers sem getur verið fjö- eitt alsjándi auga. Eins og sjá má
reggið. Og í þessum koma aftur er þetta auga á nokkrum verkanna,
fuglar fyrir, en meira abstrakt, og auga sem horfir á veröldina. Stund-
Jón Benediktsson
Morgunbladið/Einar Falur