Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992
Morgunblaðið/Einar Falur
MALÞING UM MYNDLIST
Vel sótt óing um öreytt viðhorf í íslenskri myndlist síðustu ára
FYRIR skömmu efndi Menningarmiðstöðin Gerðuberg til mál-
þings um stöðu íslenskrar myndlistar, og var sjónum beint að
breyttum viðhorfum til aðferða og hugsunarháttar í myndlist
eftir 1970. Þingið var mjög vet sótt, ekki síst af myndlistarmönn-
um, og reyndu framsögumennirnir Hannes Lárusson, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Rúrí og Þorvaldur Þorsteinsson að gera
grein fyrir nokkrum af þeim forsendum sem myndlistarmenn
hafa lagt til grundvallar í verkum sínum á tímabilinu, og á eft-
ir urðu líflegar umræður um nokkur þau atriði sem fram komu
í erindunum.
Frummælendurriir. Þorvaldur Þorsteinssön er lengst til vinstri, Hannes
Lárusson í pontu og þá koma Helgi Þorgils Friðjónsson og Rúrí.
Hannes Lárusson:
Glímt við tungumálið
Hannes Lárusson var umsjón-
armaður málþingsins og opnaði það
með erindi sínu. Hann varpaði
myndum á tjald og reyndi þar að
draga upp mörg þau einkenni sem
hann taldi mest áberandi og lýsandi
fyrir síðustu áratugi og nútímann
í myndlist. Hann talaði fyrst um
goðsögur í myndlist síðustu tuttugu
ára, póst-módernískri myndlist, og
sýndi síðan mynd af merki Reykja-
víkur og sagði að þar væri atriði
sem sér þætti mjög mikilvægt.
„Þarna erum við með táknmynd
sem byggir ekki á tilvísun til ytri
eða innri veruleika, heldur er þetta
mynd sem hefur eingöngu merk-
ingu út frá samkomulagi. Við sem
hér erum vitum að þetta eiga að
vera öndvegissúlur Ingólfs Arnars-
. onar, en annars hefur myndin enga
merkingu og vísar ekki til neins
nema að við þekkjum bakgrunn
hennar og höfum gert samkomulag
um merkinguna.
Það sem við getum sagt að ein-
kenni póst-módemíska myndlist, er
fyrst og fremst tungumálið. í þeirri
myndlist er ekki verið að gera eftir-
mynd af einhveijum sameiginlegum
veruleika sem menn sjá, það er
heldur ekki verið að tjá innri víddir
mannshugans, heldur er verið að
glíma við tungumálið.“ Þegar
Hannes útskýrði þetta nánar þá
sagði hann meðal annars að í mynd-
list síðustu tuttugu ára væri mikið
fengist við að gera þekkingu sýni-
lega. '
Eftir spjali um helstu einkenni
módemismans og þróun hans, kom
Hannes aftur að póst-módernism-
anum og tók dæmi úr íslenskum
arkitektúr, sýndi mynd af Húsi
verslunarinnar. „Hér sjáum við verk
eftir Ingimund Sveinsson. Kannski
getum við kallað þetta íslenskan
póst-módernisma, því hér sýnist
mér vera komið stuðlabergið í nýrri
útgáfu. Það má segja að landslags-
arfurinn sé mjög sterkur í íslenskri
myndlist og ef að hann komi ekki
til þá vefjist íslendingum tunga um
tönn, varðandi það hvað gæti verið
íslenskt séreinkenni. Ég held við
sjáum þetta mjög oft þegar talað
er um íslenska myndlist erlendis.
Menn hamra á íslensku landslagi
sem einhverskonar séreigind, og ef
það dugar ekki til þá koma menn
með íslenska birtu inn í það. En
hér erum við komin með stuðlaberg
í bygginguna, og kannski er þetta
eitt besta dæmið um íslenskan póst-
módernisma, ef hann gæti verið til
í arkitektúrnum."
Þá ræddi Hannes um samfélagið:
„Við lifum ekki lengur í iðnaðar-
samfélagi sem byggir á framförum,
við lifum í einhveiju sem heitir
neyslu- og upþlýsingasamfélag, og
það er líka ein breytingin sem menn
hafa þóst sjá, og ein af þeim breyt-
ingum sem gerir að verkum að við
getum ekki lengur talað um mód-
ernískt samfélag. Framfarahyggjan
sem var þungamiðja í hugmynd.a-
fræði módernismans er ekki lengur
fyrir hendi.“ Og þessu til stuðnings
sýnir Hannes mynd eftír listakon-
una Barböru Krúger, á henni stend-
ur: I SHOP - THEREFORE I AM
(Ég kaupi - og er þessvegna til).
„Myndlistin er að reyna að nálgast
•þetta ástand. Hún reynir að hanga
í þeim samfélagsbreytingum sem
verða, og reynir að skapa sér að-
stöðu til að geta túlkað samfélagið."
„Annað sjónarmið sem hefur ver-
ið varpað fram í sambandi við póst-
módernismann, er að amerískir
neysluhættir séu orðnir alþjóðlegir.
Kannski er það skilgreiningin á
póstmódemismanum, kannski er
það þetta sem við erum að fást við
í myndlistinni; að bregðast við því
að heimurinn er allur orðinn eytt
neyslusvæði, undir amerískum for-
merkjum. Þá geta menn spurt:
Hvað með íslenska listamenn? Jú,
íslenskir listamenn eru inni í þessu
að einhveiju leyti. Mörg einkenni á
íslenskri myndlist eru oft þau sömu
og erlendis.“
Helgi Þorgils:
Norðurlöndin eiga að hafa
sérstöðu
Helgi Þorgils Friðjónsson
fjallaði um íslenska myndlist í víð-
um skilningi og minntist á skilin
sem urðu með poppi og annarri list
upp úr 1960. „Þar fór myndlistin
að nota kits-hluti og fleira sem var
og er flokkað undir lágmenningu.
Jafnframt var erlend list notuð sem
tilvitnun eða hugmynd. Þarna verð-
ur í heildarstefnu til eitthvað sem
ég kalla hugmyndalíkingu, en það
er tengt því tungumáli sem Hannes
talaði um, þ.e. formræn bygging
verks getur staðið á hugmyndinni
einni, eða röðum hugmynda, tilvitn-
ana eða leikja."
Helgi Þorgils talaði um að lítið
rými væri fyrir meira en eina list-
stefnu hér í einu, þannig hefði SUM
verið allsráðandi þegar hann hóf
nám við Myndlista- og handíðaskól-
ann á sínum tíma. „Maður tók þessu
athugasemdarlaust og vegna upp-
lýsingaleysis var allt frumlegt og
fínt. Einkennandi var að menn vildu
helst ekki kannast við eldri list,
nema fáeina listamenn, þar á meðal
Duchamp. Gallinn við slíka einsýni
er að sjónarhornið er ekki rétt mið-
að við það sem gerist erlendis.
Þannig uggðu menn ekki að sér
þegar póst-módernisminn birtist.
Utlendingar sem ég hef talað við
og þekkja nokkuð til íslenskrar list-
ar síðari ára, nefna helst stikkorð
eins og þessi þegar þeir reyna að
verajákvæðir: Ijóðræn, skrýtin, frá-
sagnarkennd, laus við hefðir, und-
arleg birta og svo framvegis. Þetta
er allt einhvernveginn mjög opið,
en þó óstærðfræðilegt eða óheim-
spekilegt. Flestir eru sammála um
að hér sé ekki mikið um frumlega
list, í þess orðs fyllstu merkingu,
en hér verður til ágæt list.“
Helgi segir að sú list sem hann
kynntist hvað mest á námsárum
sínum í Hollandi á árunum 1976
til 1979 hafi verið lítt kynnt hér
heima, og gagnrýnendur hafí
greinilega verið illa upplýstir um
þær hræringar. „Þetta sýnir því
miður oft stöðu mála varðandi
gagnrýni hér, gagnrýnendur vita
ekki hvað um er að vera og ein-
hvernveginn giska á hvað er á
seyði."
Og Helgi Þorgils talaði um póst-
módernismann: „Margir andstæð-
ingar hans hafa haldið því fram að
ekkert nýtt hafi gerst á þessum
tíma. Það hlýtur þó að teljast rangt,
þótt ekki væri miðað við annað en
tímann, og varla hefði þetta vakið
jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni
ef einungis hefði verið um eftir-
myndir að ræða. Eftirmyndir eru
nefnilega gerðar á öllum tímum.
Tíminn gerir það að verkum að það
sem er nýtt, öðlast nýja merkingu.
Segja má að suman frumleika
sjái maður ekki vegna þekkingar-
skorts, og annað áh'tur maður vera
frumlegt vegna þekkingarskorts.
Ég hef í sjálfu sér ótrú á endan-
legri niðurstöðu.
Um og upp úr 1980 voru menn
hér enn óviðbúnir hugsunarhætti
póst-módernismans. Þeir fáu sem
voru farnir að veita þessari hreyf-
ingu eftirtekt urðu mest varir við
eina hreyfingu af bylgjunni, eins
og fyrri daginn, og fyrir valinu urðu
Berlínarmálararnir sem máluðu ex-
pressjónískt og fígúratíft. Úti í
heimi voru þetta hinsvegar margir
óiíkir hópar formrænt séð. Allir stíl-
ar þessarar aldar voru notaðir sem
einhverskonar tungumál, en með
tungumálinu myndast þessi hug-
myndalega myndbygging sem ég
drap á áður.
Það er tiifinningalegt samspil
með efni og form, frekar en rök-
fræðilegar niðurstöður sem ráða
ríkjum hér á landi - það næst viss
mögnun þegar vel gengur, en virk-
ar oft frekar hjáróma vegna þess
að útlitslegu áhrifin eru sótt í
heimslistina. Þetta er sú sýn sem
margir menn sunnar í álfu tala um,
og hún hefur fengið á sig stimpil
fyrir að vera sveitó og skorta sjálfs-
traust. Þessi sýn nær yfir Norður-
löndin öll.“
Helgi segist ekki hafa neinar
áhyggjur af því hvort myndlist hafi
eitthvert „heimsútlit" eða sæki ein-
kenni til heimalandsins, en hinsveg-
ar finnst honum að Norðurlöndin