Morgunblaðið - 05.04.1992, Page 2

Morgunblaðið - 05.04.1992, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDÁGUR 5. APRÍL 1992 Miliill áhugi á makaskiptum leiga var þama mjög lág fyrir nokkrum árum. Þar er að verki vaxandi eftirspurn, því að þarna sem annars staðar er það framboð og eftirspurn, sem ræður verðinu. Frjálst tramtak auglýsir sió- ustu lóöimar í Siiiáialivaiumi — ÁHUGI á makaskiptum á fast- eignum er alltaf fyrir hendi en kannski meiri nú en ella vegna samdráttarins í þjóð- félaginu. Við viljum ná til þess fólks, sem óar ef til vill við því að fara beint út á fasteigna- markaðinn með eignir sínar en er hugsanlega reiðubúið til að skipta, því að þá slær það tvær flugur í einu höggi og selur bæði og kaupir um leið. Við erum með margar eignir á skrá, sem fást einungis í makaskipt- um. annig komst Jón Kristinsson, sölumaður í fasteignasölunni Húsafell að orði í viðtaii við Morg- unblaðið, en sú fasteignasala aug- lýsti makaskipti á eignum sérstak- lega sem valkost nú í vikunni. — Við auglýsum líka eftir því, sem viðkomandi aðila vantar á móti eða er að sækjast eftir. Þetta hefur þegar haft nokkur áhrif úti á mark- aðnum, því að það er talsvert um fyrirspurnir hjá okkur nú um hug- sanleg makaskipti. Jón sagði, að góð hreyfing hefði verið á fasteignamarkaðnum í fyrri viku, en bætti við: — Um leið og þau tíðindi bárust sl. sunnudag, að slitnað hefði upp úr samitingaviðræðum, þá þagnaði síminn. Á sunnudögum hringja hingað að jafnaði 60-70 manns, en á sunnudaginn var hringdu að- eins 17. manns. Auðvitað gæti handboltaleikurinn Ísland-Sviss hafa skipt þarna máli, því að hann fór fram á sama tíma. En vikan .hefur samt verið mjög róleg en þó ekki afleit. Jón kvaðst álíta, að fólk væri að bíða eftir því, að vextir lækki og afföllin af húsbréfunum um leið. Fólk væri líka að velta því fyrir sér, hvort verðbólgudraugurinn yrði vakinn upp'. Á meðan héldi fólk að sér höndum. Jón Kristinsson sagði að lokum, að töluverður áhugi væri nú á at- vinnuhúsnæði. — Það er búin að vera mjög góð eftirspurn eftir verzlunarhúsnæði í Skeifunni og við Fenin og nýju húsunum, sem standa þar við Suðurlandsbraut. Leiga hefur rokið upp úr öllu valdi á verzlunarhæðunum þar, en húsa- Fijálst framtak hf. hefur nú selt 85% af því landi sem fyrir- tækið keypti árið 1988 og eru einungis eftir fjórar lóðir í at- vinnuhverfi við Reykjanesbraut. Skýrði Hallgrímur T. Ragnars- son, framkvæmda stjóri Fijáls framtaks frá þessu í vikunni. Land það sem Fijálst framtak hf. keypti var tvískipt, land undir atvinnuhverfi og íbúðahverfi. í íbúðahverfinu voru skipulögð fjöl- býlishús með samtals um 500 íbúð- um. Þær lóðir voru allar seldar árið 1990 til ýmissa verktakafyrirtækja. Þar er uppbygging hafin og má reikna með að fyrstu íbúðirnar verði tilbunar í haust og vetur. Árið 1988 samdi Frjálst framtak hf. við Hagvirki hf. um að annast alla gatnagerð í Smárahvammi. Sagði Hallgrímur, að þeirri gatna- gerð væri nú lokið. Þær lóðir, sem eftir væri að selja, væru allar í fyrir- huguðu atvinnuhverfi, en það væri einkum ætlað undir þjónustu, versl- un, skrifstofur og léttan iðnað. — Við skipulag hverfisins hefur hag- kvæmnissjónarmiða verið gætt í hvívetna, sagði Hallgrímur. — Þar að auki er hugað að fjölmörgum öðrum þáttum sem til nýmæla mætti telja, m.a. hefur lágmark sólarálags verið haft að leiðarljósi og hámark auglýsingamöguleika frá Reykjnesbraut svo dæmi séu tekin. Hagkaup, IKEA og BYKO keyptu jafnframt land í Smára- hvammi og eru að teikna og hanna stóra verslunarmiðstöð, sem þar á að rísa. Sagði Hallgrímur, að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun hvenær framkvæmdir við hana myndu heíjast. Á Nónhæð, sem er næsta hverfi vestan við atvinnuhverfið í Smára- hvammi, stendur yfir gatnagerð. — Þar hefur nær öllum lóðum verið úthlutað og má reikna með að fram- kvæmdir hefjist á næstu mánuðum, sagði Hallgrímur T. Ragnarsson. SMIÐJAN ílidy ■<iliiir«>ir EFTIRTEKTARVERT er hve útidyrahurðirnar eru ávallt fallegar og vel hirtar á sumum húsum. Að koma að slíkri vel hirtri hurð gefur fyrirheit um að í því húsi ráði ríkjum vandvirkni og góður heimilisbragur. Fyrir allmörgum árum var algengt að fægð látúns- skilti pi-ýddu margar útihurðir. Húnaskilti og húnar voru ræki- lega fægð og einnig bréfalokurnar. Sennilega er tíminn talinn of dýr nú orðið til að nota hann til þess að fægja málmskilti á þenn- an hátt, a.m.k. hefur dregið úr því svo að fáséðir eru fægðir látúnshúnar og skilti. að geta einnig verið aðrar skýr- ingar á þvi. Fólk kaupir fallega húna á dyr sínar sem líta út sem látúnshúnar, en brátt tekur húð að mást af þeim og í ljós kemur að húnamir eru s.teyptir úr hvítum léttmálmi og hafa verið sprautaðir með gylltu lakki, sem síðan máist af þar sem snert- ing á sér oftast stað. Móti veðri Það er mikill munur á því til hverrar áttar útidyrnar vísa. Hér syðra eru erfiðar veðrunaráttir austan-, sunnan- og vestanátt. En það má vel veija inngang húsa og þar með útidyrahurðir með því að byggja dálítið skjól fyrir veðri. Víða hafa hönnuðir húsa verið svo for- sjálir að láta útidyrahurðir standa nokkru innar en útveggur. Hurðir í þeim húsum haldast lengur falleg- ar og veðrast mun hægar en í hús- um þar sem ekki er neitt slíkt skjól. Það getur kostað nokkurra daga vinnu að pússa og gera upp útidyra- hurð svo að hún verði falleg sem ný væri. Þegar lokið er við slíka vinnu vilja flestir auðvitað að nokk- ur ár geti liðið áður en aftur þarf að pússa hurðina upp. Því vaknar spurning um skjól við innganginn. Er hægt að byggja skjólvegg við útidyrahurð þína? Getur hurðin orðið falleg? Þannig kunna margir að spyija, er þeir virða fyrir sér gráleitan við- inn og alla Ijótu bléttina sem mynd- ast hafa á hurð þeirra. Spurningu þessari má næstum ávallt svara játandi. Það fer eftir efniviði hurð- arinnar til hvaða ráða skuii grípa svo að hurðin verði aftur falleg og til sóma. Við skulum kanna fáein atriði fyrst: 1. Er hurðin úr gegnheilum eða massífum viði? 2. Sé svo, hvaða viður er þá í hurðinni? 3. Er hurðin e.t.v. spónlögð eða klædd að utan með krossviði? Lítum á 1. spurningu. Sé hurðin smíðuð úr massífum viði, þá er fyrst að ganga úr skugga um hvort hún er smíðuð úr tekk-viði. Tekk er tal- ið vera vel fallið til að smíða úr því útidyrahurðir af því að það breytir sér lítið við mismunandi rakastig, vindur sig ekki og þolir veðrun all- vel. Til þess að draga úr áhrifum veðrunar eru hurðir úr þessum viði ýmist lakkaðar með veðurþolnu lakki eða að viðurinn er vel og vand- ■lega olíuborinn. Þrátt fyrir þessar varnaraðgerðir eta myndast ljósir og gráleitir lettir á hurðinni eftir fáein ár. Tímalengdin fer mjög eftir því hve oft og vel hefur verið borið á viðinn. Þau ráð sem ég vil gefa til að hreinsa upp og pússa hurð undir olíu eða lökkun, eiga að mestu leyti við hurðir úr öðrum viðartegundum einnig. Málningaruppleysir Til þess að ná af gamalli lakkhúð eða olíu getur verið nauðsynlegt að bera málningaruppleysir á yfigborð hurðarinnar í upphafi verksins. Uppleysirinn fæst í þeim verslunum sem selja málningarvöi’ur. Sökum þess hve sterk efni eru notuð í þenn- an uppleysir er nauðsynlegt að við- hafa fulla gát við notkun hans. Best er að hafa gúmmíhanska eða einnota hanska á höndunum og gæta verður þess vandlega að uppleysirinn snerti ekki húð okkar því hann brennir og sá sem er að vinna með uppleysirinn má ekki fara með hendi eða fingur upp í andlit sitt eða augu. Sterkur sódi er notaður í uppleysirinn. Hæfilegt er að nota 50 mm breið- an ódýran pensil við að bera upp- leysirinn á hurðina, skal bera nokk- uð þykkt á fletina. Að liðnum 15-20 Velhirt útidyrahurð. mínútum er hæfilegt að skafa upp- leysinn af hurðinni með góðum kíttispaða eða annarskonar sköfu. Vera má að smyija þurfi tvisvar til þrisvar sinnum á suma fletina og í horn eða kverkar. Þegar lokið er við að skafa brott lakk og upp- leysir þarf að þvo hurðina vandlega úr hreinu volgu vatni og þarf hún að þorna vel eftir þvottinn. Þegar hurðin er orðin vel þurr þarf að pússa hana vel með sand- pappír. Ef þess er kostur að nota litla pússvéi, annaðhvort með sand- pappírsbelti eða juðara. Hæfilegt er að nota sandpappír að grófleika nr. 80 til 120. Lægri númerin eru grófari og getur verið að sumstaðar þurfi að nota sandpappír nr. 60. Vel má vera að þörf sé á að hefla með pússhefli/stutthefli einhveija hluta hurðarinnar, en hefillinn verð- ur að vera vel brýndur. Einnig kem- ur til greina að skafa með eggjárni yfir erfiða bletti, t.d. með beittu sporjárni eða stálplötu sem sikling- ur nefnist. Ójafn litur Þegar lokið er við að hreinsa hurðina og pússa allan viðinn mjög vel svo að hann er nú orðinn silki- mjúkur að strjúka yfir hann, er komið að því að velja hvaða efni skuli nú bera aftur á hurðina. Ég Hér gefur að líta hurð sem stend- ur djúpt inni í dyraopi og fær nokkurt skjól af veggjunum. geri ráð fyrir að nú sé hurðin í heild nokkuð föl á litinn og vígindi viðarins dauf, auk þess getur verið að heildarflötur hurðarinnar sé tölu- vert misdökkur. Til þess að bæta úr því er gott ráð að kaupa sér gott fúavarnarefni og bera það á hurðina áður en hún verður lökkuð eða olíuborin. Þá er rétt að bera fyrst litlaust efni á flöt- inn, þ.e. grunnefnið, síðan má velja fúavarnarefni með lit, þ.e. einskon- ar bæs og er hægt að velja ýmsa viðarliti, svo sem tekk-lit, oregon- furu, eikarlit o.s.frv. eftir því sem við á. Þegar náð er þeim lit sem óskað er þarf að gefa hurðinni nokkrar yfirferðir af góðu útilakki, helst ekki færri en fjórum sinnum svo að ending verði viðunandi. Sumir óska eftir að olíubera tekk- húrðir fremur en að lakka þær. Rökin eru þau að þannig sé auðveld- ara að halda viðnum fallegum, minna verk sé að hreinsa hurðina og bera megi olíu á hana árlega. Þetta er rétt, olían endist að vísu ekki eins lengi og lakk, en auðveld- ara er að ber.g á hurðina öðru hvoru. Málaðar hurðir Algengt er að útidyrahurðir séu málaðar. Oftast er þá um furuhurð- ir að ræða, en stundum harðviðar- Þessi svalahurð er óvenju ljót og illa leikin eftir slagviðri. Spjaldið þyrfti að'málast en ramininn að verða pússaður og lakkaður. hurðir sem hafa verið mikið farnar að láta á sjá, flísað úr þeim, marin för eftir högg o.s.frv. Segja má að það geti verið skemmtilegra að sumu leyti að mála útidyrahurðina. Sé litaval rétt fer það vel við húsið og glugga þess. Ef þér sýnist máln- f ingin vera orðin of þykk á hurðinni má vel nota uppleysir til að leysa málninguna af, eins og ég lýsti hér ; að framan. Ég varpaði einnig fram 3. spurn- ingu hér framar um hvort hurðin væri spónlögð eða klædd að utan með krossviði. Við slíkar hurðir má : viðhafa svipuð vinnubrögð og ég hefi lýst, þó verður að gæta þess : þegar gripið er til pússvélar eða ’ stutthefils að hefla ekki rié pússa í gegnum hinn þunna spón. Undir- ; spónninn hefur allt annan lit og aðra áferð. Látúnsskilti Að lokum vil ég geta þess að I hægt er að kaupa sérstaka taupúða í vélaverslunum og má setja púða ; þessa í borvél. Þar fást einnig efni, sem nefnast slípimassi. Sé borvél : látin snúa taupúðanum við slípi- . massann og síðan við látúnsskilti ! sem fægja skal mun ekki líða löng stund þar til málmurinn fer að skína, þótt hann hafi áður verið mattur og grágrænn. eftir Bjorna Ólafsson i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.