Morgunblaðið - 05.04.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992
B 17
Starfsmenn Bása hf., en þeir eru jafnframt eigendur fyrirtækisins. Talið frá vinstri: Þorsteinn Runólfs-
son húsasmíðameistari, Bárður Auðunsson skipasmíðameistari, Ragnar Runólfsson húsasmiður og Þor-
steinn Sigurðsson smiður. Mynd þessi er tekin í smíðastöð Bása hf. við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði.
I baksýn má sjá tvo sumarbústaði í smíðum.
Mynd þessi er tekin inni í einum af bústöðum Bása hf. Þeir eru úr furu og smíðaðir á stálgrind, sem
fylgir þeim og tryggir, að þeir liðast ekki til í flutningum. Þar að auki eykur stálgrindin styrk þeirra.
lagt okkur fram við að sinna þess-
um markaði og sendum lista til sem
flestra starfsmannafélaga, verka-
lýðsfélaga og fagfélaga. Það hefur
orðið mikil breyting á sumarhúsum
frá því sem var. Þetta eru yfirleitt
orðin mun vandaðri hús en áður.
Nú erum við að auglýsa tvo sumar-
bústaði á Flúðum á 6,5 millj. kr
hvorn. Þeir eru 60 fermetrar með
25 fermetra baðstofulofti. Það er
einkum félagasamtök, sem hafa
áhuga á bústöðum sem þessum og
búast má við tilboðum fljótlega.
Algengasta verð á sumarhúsum
nú er annars 3-4 millj. kr.
Elías sagði það orðið miklu al-
gengara nú, að sumarbústaðir
væru heils árs hús með rafmagni,
sjónvarpi, hita, sturtubaði og ýmsu
öðru t. d. heitum pottum. — Sum-
ir fara í bústaðinn sinn um flestar
helgar árið í kring og þá eru þetta
ekki lengur bara sumarhús. Að
vetrarlagi taka þeir með sér
gönguskíði og vélsleða. Hjá öðrum
er nýtingin líka orðin miklu meiri.
Þeir byrja að stunda sumarbústað-
inn sinn miklu fyrr á vorin en áður
og nota hann lengur fram á haust-
ið. En þeir eru vissulega til, sem
nota sumarbústaðinn lítið.
Að sögn Elíasr eru eftirsóttustu
svæðin Flúðir og Grímsnes. Þá er
Svarfliólsskógur í Borgarfirði orð-
inn mjög vinsæll og góðir bústaðir
þar fljótir að fara, ef þeir koma í
sölu. Elías kvaðst álíta, að bættir
vegir hefðu orðið til þess að auka
sumarhúsaáhuga fólks verulega.
Segja mætti, að allir góðir staðir,
sem væru innan eins og hálfs tíma
aksturslengdar frá höfuðborgar-
svæðinu væru eftirsóttir og seldust
vel. Þegar aksturstíminn væri orð-
in lengri, færi eftirspurnin minnk-
andi og verðið um leið lækkandi.
Að sjálfsögðu skiptir sumarbú-
staðalandið sjálft miklu máli t. d.
hvott þar er vatn eða gróður eins
og skógarkjarr og hvort góðir
möguleikar eru fyrir hendi til skóg-
ræktar.
En bústaðirnir mega ekki held-
ur vera of nærri. — Ahugi á bústöð-
um í næsta nágrenni við höfuð-
borgarsvæðið er ekki tiltakanlega
mikill, miðað við hvað það er stutt
og þægilegt að komast til þeirra,
sagði Elías. — Það er eins og fólk
vilji fara aðeins lengra til þess að
skipta um umhverfi. Þar við bæt-
ist, að margir af þessum bústöðum
eru orðnit' gamlir og komnir að
miklu viðhaldi. Þessi sumarhúsa-
hverfi er ekki heldur eins heil-
steypt og sumarhúsahverfin ann-
ars staðar, sem eru gjarnan miklu
nýrri.
Elías kvaðst ekki verða var við
það, að útlendingar væru farnir
að sækjast eftir sumarhúsum hér
á landi. Að vísu kæmu af og til
fyrirspurnir frá útlendingum í jarð-
ir en þá væru gjarnan til staðar
einhver tengsl við landið, makinn
t. d. íslenzkur. Það væri hins vegar
alls ekki óalgengt, að flugmenn
eða veiðifélagar hér innanlands
spyrðust fýrir um kaup á heilum
jörðum fyrir áhugamál sitt. Það
væru þá yfirleitt jarðir með engum
fullvirðisrétti, en væri hann til
staðar, þá mætti auðvitað selja
hann frá jörðinni. Oft hefðu starfs-
mannafélög líka áhuga á heilu
jörðunum til þess þá að geta byggt
sín sumarhúsasvæði upp sjálf. En
það væri líka fyrir hendi mikil eftir-
spurn eftir jörðum til búskapar.
Ef góð jörð með miklum mjólkurk-
vóta kæmi í sölu, væri nrikið um
fyrirspurnir.
Engar verðhækkanir
Elías sagði að lokum, að verð á
sumarhúsum hefði frekar staðið í
stað og greiðslur væru þar með
öðrum hætti en í venjulegum
íbúðakaupum. — Það er ekki hægt
að stofna til húsbréfa út af sumar-
húsakaupum, en það er auðvitað
hægt að nota húsbréf sem
gjaldmiðil þar líkt og önnur skulda-
bréf. Það er lítið um að nýir bústað-
ir séu keyptir á teikningum. Fólk
vill fá þá tilbúna og komna á stað-
inn. Algengast er að borga unt
helming kaupverðs á árinu og af-
ganginn rneð veðskuldbréfi til ein-
livers tíma. Annars eru alls konar
eignaskipti til og bílar jafnvel tekn-
ir upp í kaupverðið. En auðvitað
koma betri tilboð í bústaðina eftir
því, sem þeir eru nýrri og beztu
bústaðirnir eru borgaðir ’út á
skömmum tíma. Þegar um 10 til
15 ára gömul hús er að ræða eða
þaðan af eldri eru greiðslukjörin
sveigjanlegri.
Hárgreiðslustofa til sölu
Til sölu er á Stór-Reykjavíkursvæðinu hárgreiðslustofa
í verslunarmiðstöð.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 12. apríl merkt: „Hár - 11876“.
V 1
BÚSETI
ENDURSÖLUÍBÚÐIR TIL
ÚTHLUTUNAR í APRÍL1992:
Staður: Stærð: m2 Hæð: Laus í:
Frostafold 20, Reykjovík 4ra 88,0 7 maí '92
Frostafold 20, Reykjavík 4ra 88,0 6 maí '92
Frostafold 20, Reykjavík 3ja 78,0 7 júní '92
Frostafold 20, Reykjavik 3ja 78,0 3 feb. '93
Trönuhjalli 17, Kópavogi 3ja 87,0 2 maí '92
Trönuhjalli 17, Kópavogi 3ja 87,0 3 maí '92
NÝJAR ÍBÚÐIR TIL
ÚTHLUTUNAR í APRÍL1992:
Staður: Stærð: m2 Hæð: Laus í:
Eiðismýri 26, Seltjarnarnesi 4ra 96,7 3 maí '92
Berjarimi l, Reykjavik 2ja 68,4 l ógúst '92
Upplýsingar um þessar. íbúðir veitir Guðríður í síma 25788 milli
kl. 14 og 16.
UMSÓKNIR ÞURFA AÐ BERAST
FYRIR 15. APRÍL '92
Aðeins tekið við umsóknum á tímabilinu
1.-15. hvers mánaðar, þá eru veittar upplýsingar
um skoðunardaga íbúða.
Hvernlg sótt er um íbúð:
Umsóknir um íbúðir þurfa að berast skrifstofu félagsins fyrir 15.
hvers mánaðar á eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi.
Félagsmaður, sem sækir um nú og fær ekki íbúð, veröur að sækja um
á ný.
Til að umsókn sé gild, þarf umsækjandi að fá staðfesta yfirlýsingu
skattstjóra síns umdæmis á þar til gert eyðublað (bakhlið á umsókn)
um eignir og tekjur sl. þriggja skattára. Fái viðkomandi umsækjandi
ekki úthlutað nú, mun skrifstofa Búseta geyma yfirlýsingu skatt-
stofu þar til næsta skattár byrjar, eða til 1. ágúst 1992.
ATHUGIÐ
UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 15. APRÍL ’92.
• Allir félagsmenn Búseta geta sótt um íbúð.
• Farið verður eftir númeraröð við úthlutun.
• Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Búseta, einnig upp-
lýsingar um skoðunardag íbúða.
Umsjón með kaupum og sölu hefur Guðríður Haraldsdóttir.
Munið félagsgjöldin.
Athygli er vakin á því, að þeir, sem ekki greiða
féiagsgjöldin, geta fallið út af félagaskrá Bú-
seta og hafa þá ekki rétt á því að sækja um
íbúð hjá félaginu, nema ganga í félagið á nýjan
leik. Þá fara viðkomandi aftast í röðina.
BÚSETI
Laufásvegi I7, 101 Reykjavík, simi 91-25788.
BÚSETI
Mosfellsbæ
Búseti er að byggja 6 íbúðir í Miðholti 13, Mosfellsbæ.
Ein íbúð 4 herb. 107 fm.
Tvær íbúðir 3ja herb. 95,5 fm.
Ein íbúð 3ja herb. 94 fm.
Tvær íbúðir 2ja herb. 80,10 fm.
Afhendingartími í október 1992
Umsóknir þurfa að berast fyrir 20. apríl nk. á eyðublöð-
um sem fást á skrifstofu félagsins.
Farið verður eftir númeraröð félagsmanna við úthlutun.
Félagsmenn: Ef þurfa þykir mun verða auglýst í fasteigna-
blaði Morgunblaðsins fyrsta sunnudag hvers mánaðar.
BÚSETI
Búseti, Mosfellsbæ, Miðholti 9,270 Varmá.
Sími 666870 (simsvari).
Skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00-19.00.