Morgunblaðið - 09.04.1992, Side 1

Morgunblaðið - 09.04.1992, Side 1
FJÖLMIÐLAR Stríösvindar blása um Stöö 2 /6-7 VERSLUN: Erlent lánsfjármagn til bjargar Asiaco? /8 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 Sjávarútvegur Stjórnun veiða skilargóðum hagnaði hjá Þormóði ramma RÚMLEGA 85 milijóna króna hagnaður varð á rekstri Þormóðs ramma hf. á Siglufirði á síðasta ári á móti 58 milljóna króna hagn- aði árið áður. Eigendur tveggja fyrirtækja á Siglufirði keyptu ineiri- hluta hlutabréfa í fyrirtækinu af ríkissjóði og tóku við rekstrinum í ársbyijun 1991. Á aðalfundi félagsins sem haldinn verður síðar í mánuðinum áformar stjórnin að óska eftir heimild til aukningar hlutafjár til sölu á almennum hlutabréfamarkaði og skráningu hluta- bréfanna hjá verðbréfafyrirtækjum. Þormóður rammi hf. er sjávarút- vegsfyrirtæki á Siglufirði, það gerir út tvo ísfisktogara (Stálvík og Sigluvík) og rekur frystihús, rækju- verksmiðju og reykhús. Rekstrar- tekjur félagsins á síðasta ári voru 888 milljónir kr. og rekstrargjöld 688 milljónir þannig að hagnaður án afskrifta og fjár'magnskostnaðar var 200 milljónir kr. eða 22,5% af tekjum. Árið 1990 var hagnaður SÖLUGENG! ÐOLLARS Síðustu fjórar vikur 61.00 kr. r.nnn\iT-> F v VlA 59,50 59,00 58,50 00,10 58,00 57,50 11.april 18. 25. 1. apríl 8. án afskrifta og fjármagriskostnaðar 117 milljónir kr. sem er 11,5% af tekjum þess árs. Á síðasta ári var hagnaður eftir að afskriftir og fjár- magnsgjöld höfðu verið dregnar frá 85,5 milljónir kr. á móti 58,3 millj- ónum árið áður. Bókfært eigið fé var um áramót 365 milljónir kr., þar af 240 milljónir hlutafé. í upphafi síðasta árs keyptu eig- endur rækjuverksmiðjunnar Drafn- ar og reykhússins Egilssíldar meiri- hluta hlutabréfa í Þormóði ramma. Síðan voru þessi þijú fyrirtæki sam- einuð og voru á síðasta ári rekin sem ein heild. Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að á síðasta ári hefði tekist að reka fyrirtækið eftir þeim áætlunum sem gerðar voru við eigendaskiptin. Þar skipti mestu fyrir útkomuna að fyrirtækið hefði einbeitt sér að þeirri framleiðslu sem það næði bestum árangri í burtséð frá því hvernig kvóti skipa félagsins væri samansettur eftir tegundum. Því hefði verið skipt á kvóta við fyrirtæki sem náð hefðu góðum árangri í vinnslu annarra tegunda eins og til dæmis karfa og grálúðu og fengið þorsk, ýsu og ufsa í staðinn. „Til þess að þetta sé hægt þarf að vera markviss stjórnun á veiðum skipanna. Þau mega aðeins sækja í þann fisk sem gefur fyrirtækinu í heild bestu framlegð. Það getur stundum verið erfitt, til dæmis þegar miklar afla- hrotur í öðrum tegundum koma,“ sagði Róbert. Eftir eigendaskiptin í fyrra var hlutafé félagsins aukið um 40 millj- ónir kr. sem skilaði 77 milljónum kr. inn í félagið og sagði Róbert að það gefði breytt rekstrinum. Það hefði til dæmis gjörbreytt aðstæð- um til stjórnunar, nú væri hægt að einbeita sér að framleiðniskapandi verkefnum í stað fjárútvegunar til að greiða laun og önnur útgjöld. Hann bætti því við að með nýju eigendunum hefði komið nýr kraft- ur inn í fyrirtækið. „Við vissum að til þess að öðlast traust á almenna hlutabréfamarkaðnum yrðum við að sanna okkur og því hefur verið unnið af miklu kappi,“ sagði Róbert. Nýju eigendurnir eiga nú um 60% hlutafjár, ríkissjóður á 20% og aðr- ir aðilar, meðal annars_ verðbréfa- sjóðir, eiga um 20%. Á aðalfundi félagsins mun stjórnin leggja til að greiddur verði 10% arður. Þormóður rammi hefur nú keypt frystitogarann Sunnu.-sem áður hét Vaka og var gerð út frá Reyðar- firði. Fjárfesting félagsins vegna þessa er 440 milljónir. Róbert sagði að skipið yrði gert út á rækjufryst- ingu en hugmyndin væri að reyna síðar fyrir sér með djúpkarfaveiðar. Sagði hann að skipið myndi standa sjálft undir fjárfestingunni en þörf væri á auknu rekstrarfé til þess að halda sterkri lausafjárstöðu og því væri stefnt að því að bjóða út hlut- afé. í byijun þessa árs var togarinn Stapavík seldur á 46 milljónir. BLAÐ S Islenski lífeyrissjóðurinn - Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa hf. öilum íslendingum ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki verða lögum samkvæmt að vera í ákveðnum lífeyrissjóði, geta greitt allt framlag sitt í íslenska lífeyrissjóðinn. Allir einstaklingar, sem samkvæmt lögum greiða í aðra lífeyrissjóði, geta greitt viðbótariðgjald í sjóðinn. Framlag hvers sjóðfélaga og mótframlag atvinnurekenda, auk vaxta og verðbóta, er séreign hans og nýtist honum einum eða erfingjum hans. Árið 1991 skilaði sjóðurinn 8,11% ávöxtun umfram iánskjaravísitölu. Sótt er um aðild að íslenska lífeyrissjóðnum á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi hjá Landsbréfum og umboðsmönnum Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF H.F. Lcindsbankinn stendurmeð okkur Sudurlandsbraixt 24, 108 Roykjavík. sími 91-679200, fax 91-678598 LöggiJt verðbréfnfyrirtæki. Aðili Qð Verðbréfaþingj íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.