Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992
B 3
Sparisjóðir:
Heildarinnlán SPRONjuk-
ust um 11,5% á síðasta ári
INNLÁN Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis jukust úr 4.320 millj-
ónum kr. í 4.765 milljónir á siðasta ári, eða um 10,3%. Ef verðbréf-
aútgáfu er bætt við innlán nema þau samtals 5.462 milljónum kr.
og hafa hækkað um 564 milljónir eða 11,5% á árinu. Hlutdeild SPRON
i heildarinnlánum innlánsstofnana er nú 3,3% en var 2,2% fyrir ára-
tug. Þetta kom fram á aðalfundi Sparisjóðsins sem haldinn var á
Hótel Sögu síðastliðinn föstudag.
Á fundinum flutti formaður
SPRON, Jón G. Tómasson, skýrslu
um starfsemi sjóðsins á árinu 1991
og Baldvin Tryggvason sparisjóðs-
stjóri skýrði reikninga sjóðsins og
rekstur. Fram kom hjá þeim að
heildarútlán sparisjóðsins voru í
árslok 1991, án afskriftareiknings
útlána, 4.896 milljónir kr. og jukust
um 17% á árinu. Stærsti hluti útlán-
anna er sem fyrr til einstaklinga.
Rekstrarhagnaður SPRON fyrir
skatta var 86,5 milljónir kr. á móti
tæplega 80 milljónum kr. árið áð-
ur. Hagnaðurinn hafði því aukist
um 8,3% milli ára. Áætlað er að
tekju- og eignarskattur verði 36
milljónir og rekstrarhagnaður eftir
skatta því 50,5 milljónir kr. í lok
síðasta árs var eigið fé sparisjóðsins
583 milljónir kr., 89 milljónum eða
18,1% hærra en árið áður. Hækkun-
in er 9,7% umfram hækkun láns-
kjaravísitölu, samkvæmt upplýsing-
um SPRON. Eiginíjárhlutfall sjóðs-
ins samkvæmt lögum um sparisjóði
var um 11,2%, eða rúmlega tvöfalt
áskilið lágmark.
Stöðugildi við sparisjóðinn voru
í lok ársins 88. Á aðalfundinum kom
fram að umsvif sparisjóðsins hafa
aukist mjög undanfarin þrjú ár en
á þeim tíma hafi stöðugildum aðeins
Qölgað um 3. Sem dæmi um aukin
umsvif var nefnt að niðurstöðutölur
efnahagsreiknings auk ábyrgða
hafa hækkað um 2,3 milljarða kr.
á þessum árum, eða um 52,9% og
færslumagn sparisjóðsins í Reikni-
stofu bankanna vaxið um 64,6%.
Þá hefði eigið fé aukist um 237
milljónir kr. að raungildi á sama
tímabili eða 68,7%.
í ræðu formanns kom meðal ann-
ars fram að SPRON verður 60 ára
á þessu ári og að þann 28. apríl
verður haldið hátíðlega upp á af-
mælið en þann dag verða liðin 60
ár frá því sparisjóðurinn opnaði
fyrstu afgreiðslu sína á Hverfisgötu
21.
Á aðalfundinum voru Jón G.
Tómasson, Hjalti G. Kristgeirsson
og Gunnlaugur Snædal endurkosnir
í stjórn. Þá var tilkynnt um að borg-
arstjórn Reykjavíkur hefði kosið
Hildi Petersen og Siguijón Péturs-
son sem sína fulltrúa í stjórnina.
Skoðunarmenn sjóðsins voru kjörnir
Tryggvi Jónsson og Ingi Ú. Magn-
ússon. Sparisjóðsstjóri er Baldvin
Tryggvason og aðstoðarsparisjóðs-
stjórar Benedikt Geirsson og Ólafur
Haraldsson.
SPRON er með fimm afgreiðslu-
staði, á Skólavörðustíg 11, Hátúni
2b, Álfabakka 14, Kringlunni 5 og
Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.
SPRON — Nokkrir stofnfjáreigendur á aðalfundi Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis.
K Y N N I N G
Publisher
fyrir Windows
í dag kl.13 á 2. hæb.
—....... i , í
-----,--4--
EINAR J.SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, Sími 63 3000
Um allan heim með
Samvinnuferðum - Landsýn
NY FYRIRTÆKJADEILD
Ný fyrirtækjadeild Samvinnuferða - Landsýnar hefur á að skipa færustu
sérfræðingum á sviði viðskiptaferða innanlands og utan. Reynsla þeirra og
þekking skilar sér beint til viðskiptavina okkar í lágu verði og besta mögulega
ferðamáta hvert sem er í heiminum. Aðal áherslan er á að sinna þörfum
hvers og eins með því hugarfari að „afgreiða" ekki viðskiptavinina - heldur
þjóna þeim.
Samvinnuferðir- Landsýn er samstarfsaðili hinnar heimsþekktu Thomas
Cook ferðaskrifstofu sem starfar út um allan heim. Ótrúlega hagstæðir
samningar við hótelkeðjur, bílaleigur og flugfélög eru m.a. ávöxtur þess
samstarfs. Njóttu þess!
Kynnið ykkur þessi dœmi:
Við sjáum um viðskiptaferðir erlendis.
SumarleyfisfargjöliT
Kaupmannahöfn, Gautaborg, Osló,
Amsterdam 20.900 kr.
Stokkhólmur, Helsinki, París, Zurich,
Frankfurt, Munchen, Hamborg,
Vínarborg, Salzburg 24.200 kr.
London 20.100 kr.
Glasgow 15.900 kr.
Luxemborg 22.900 kr.
‘Skemmst sjö dagar/lengst mánuður.
Sölutími út apríl. Miða þarf að bóka
einum mánuði fyrir brottför. Gildir fyrir
ferðir til 30. september. Barnaafsláttur
er 20%.
Egilsstaöir
Ef þú kaupir viðskiptaferð
Samvinnuferða - Landsýnar til
Egilstaða:
Flugfar, flugvallarskattur, bílaleigubíll
með 100 km. akstri, skatti og
kaskótryggingu 15.930 kr.
Flugfar 15.390 kr.
Kynnið ykkur sambærileg tilboð til
ísafjarðar, Akureyrar og Vestmannaeyja.
Skipuleggjum ráðstefnur og fundi fyrir
fyrirtæki og félög.
F.v.: Elín Eiríksdóttir, Auður Björnsdóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Ása Baldvinsdóttir,
Margrét Helgadóttir, Unnur Helgadóttir. Fremri röð, f.v.: Sigríður Einarsdóttir og Harpa Gunnarsdóttir.
Á myndina vantar Guðbjörgu Stephensen.
Söluskrifstofa Hótel Sögu:
F.v.: Ágústa Árnadóttir,
Gyða Sveindóttir og
Inga Erlingsdóttir.
mmm R/lakaafsláttur á
Nyjung!,,Jokerfargjöld"**B Saga - Class
Kaupmannahöfn, Gautaborg, Osló,
Stokkhólmur, Bergen, Norrköping,
Stavangur, Kristiansand, Vaxjö,
Vesteras 29.000 kr.
Hamborg, Hannover 38.300 kr.
Stuttgart 43.000 kr. Búdapest,
Munchen, Prag, Riga.Tallin, Vínarborg,
Vilnius,
Varsjá 47.600 kr.
Aþena, Róm, Istanbul,
Madrid 56.900 kr.
** Bóka þarf 7-14 dögum fyrir brottför.
Lágmarksdvöl: Aðfararnótt sunnudags.
Hámarksdvöl: Einn mánuður.
Barnaafsláttur er 50% að 18 ára aldri.
100% á öllum leiðum Flugleiða utan
Norðurlandanna og 90% til
Norðurlandanna. Farseðillinn gildirtil
31.05. Hjón verða að ferðast saman.
Innanlandsferðir:
F.v.: Þóra Hallgrímsson,
Hildur Jónsdóttir,
Úlfar Antonsson,
Sigríður Gunnarsdóttir,
Ragnheiður Aradóttir og
Kalla Björg Karlsdóttir.
FLUGLEIÐIR
-ve&i ijzipl
Saininimtei'ðir-Laiulsi/n
Reykjavik: Austurstræti 12- S. 91 - 6910 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Sfmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 2 40 87