Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 7
MÖRGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992
B 7
haldið hópinn allt síðan og mynduðu
með sér fjárfestingarfélagið Aramót.
Heimildir Morgunblaðsins innan fé-
lagsins benda hins vegar ekki til
þess að Áramót sem slíkt sé í hlutaf-
járkaupahugleiðingum nú. Aftur á
móti er ekki tekið fyrir það að ein-
stakir aðilar í hópnum séu á þessum
buxunum og eru Hekiu-bræður eink-
um nefndir til sögunnar. Þetta fæst
þó ekki staðfest.
Góður árangur í rekstri á
sl. ári
Óhætt er að fullyrða að góður
árangur hafi náðst í rekstri íslenska
útvarpsfélagsins á sl. ári. Hagnaður
nam um 104 milljónum sem er um
8% af 1.338 milljóna veltu saman-
borið við röskar 19 milljóna hagnað
árið áður. Þennan bata í rekstrinum
má rekja til þess að á sama tíma
og heildartekjur jukust um 131 millj-
ón eða tæp 11% frá árinu á undan
jpkust rekstrargjöld einungis um 2%.
Á tekjuhliðinni munar mest um
auknar áskriftartekjur að Ijárhæð
126 milijónir en einnig jukust aug-
lýsingatekjur um rúmar 40 milljónir.
Áð hluta má rekja tekjuaukninguna
til 8% hækkunar á áskriftargjöldum
þann 1. september. Að sögn Páls
Magnússonar, útvarpsstjóra, jókst
einnig fjöldi áskrifenda verulega og
voru virkir áskrifendur um 43 þús-
und talsins í desember sem er nýtt
met. Aðrar tekjur voru alls 26 millj-
ónir og lækkuðu úr 62 milljónum
m.a. vegna lækkunar á framlagi úr
Menningarsjóði útvarpsstöðva.
Gjaldamegin má sjá að beinn út-
sendingarkostnaður jókst einungis
um tæp 3% á milli ára en hann er
í raun heildarkostnaður við dagskrá
auk kostnaðar við tæknideild. Að-
spurður segir Páll Magnússon að
þrátt fyrir aðhald í rekstri hafi sömu
innkaupastefnu á sjónvarpsefni verið
fylgt eins og áður. Því eigi sparnað-
urinn ekki að hafa bitnað á gæðum
eða framboði erlends sjónvarpsefnis.
Aftur á móti hafi sparnaðurinn kom-
ið niður á innlendri dagsskrárgerð,
einkum vegna greiðslna í
Menningarsjóð útvarpsstöðva. Sífellt
minna fé komi til baka af því fé sem
greitt sé í sjóðinn.
Af öðrum gjaldaliðum má nefna
sölu- og markaðskostnað sem lækk-
aði um tæp 26% og sömuleiðis lækk-
aði skrifstofu- og stjórnunar-
kostnaður um 2,2%. Veigamikill lið-
ur í sparnaðaraðgerðum og hagræð-
ingu hjá Islenska útvarpsfélaginu
hefur falist í fækkun starfsmanna.
Þannig voru á sl. ári 169 starfsmenn
hjá félaginu samanborið við 188
starfsmenn árið áður þannig að
fækkað hefur um 29 starfsmenn eða
tæp 16%. Fækkunin varð einkum í
tæknideild, dagskrárdeild og hjá
Bylgjunni.
Hagnaður áætlaður 150
millj. á þessu ári
í ársskýrslu íslenska útvarpsfé-
lagsins er birt fimm ára yfirlit yfir
ýmsar kennitölur sem sýnir glöggt
þá jákvæðu þróun sem átt hefur sér
stað í rekstrinum frá árinu 1989.
Það ár var fjárhagsstaðan og rekst-
urinn algjörlega í molum eins og
sést á meðfylgjandi yfirliti. Tap nam
alls um 278 milljónum og eiginfjár-
staðan var neikvæð um 403 milljón-
ir í lok ársins miðað við verðlag árs-
ins 1991. Þá var útsendingarkostn-
aður um 71,4% af veltu og hlutfall
sölu- og markaðskostnaðar nam
12,2%. Tapinu hefur nú verið snúið
í hagnað eins og áður segir og
eiginfjárstaðan batnað en hún var
neikvæð um 165 milljónir um síð-
ustu áramót. Á sl. ári batnaði eiginij-
árstaðan um 66 milljónir og rýrði
það nokkuð batann að félagið keypti
hlutabréf í sjálfu sér fyrir 24 milljón-
ir. Áætlanir fyrir yfirstandandi ár
gera ráð fyrir að eiginfjárstaðan
verði komin upp fyrir núllið í árslok
og er stefnt að því að hagnaður
nemi ríflega 150 milljónum eða rúm-
lega 10% af áætlaðri veltu. Þá nam
hlutfall útsendingarkostnaðar á sl.
ári 45,8% og hlutfall sölu- og mark-
aðskostnaðar um 6,3% af veltu.
íslenska úrvarpsfélagið er þó enn
mjög fjárhagslega veikt þó stefnt
hafi í rétta átt í þeim efnum. Heildar-
skuldir námu alls um 1.291 milljón
í árslok en þar af námu skammtíma-
skuldir 839 milljónum. í ræðu sinni
á aðalfundi félagsins benti Jóhann
J. Olafsson, stjórnarformaður, að
vanskil væru nú að mestu horfin,
staðið væri við allar skuldbindingar
og verið væri að semja um betri
dreifingu langtímaskulda sem
FILMA Á GLUGGANA
0G ÞAÐ VERÐUR ALLT ANNAÐ LÍFINNANDYRA
• 3M "Scotchtint" sólarfilma endurkastar allt að 80% af hitageislun sólarinnar, en
■ hleypir samt nær allri birtunni í gegn. Fólki Ifður betur og vinnuafköst aukast.
• "Scotchtint" filman endurkastar allt að 99% af UV geislum sólarinnar. Hún kemur
þvf (veg fyrir að munir upplitist í sýningargluggum verslana.
• "Scotchtint" filman er einnig til sem öryggisfilma. Ef rúðan brotnar, heldur filman
glerinu saman.
• Þeir sem hafa sett “Schotchtint" filmuna á gluggana sjá ekki eftir þvf. "Scotchtint"
i filman er seld ákomin. Verðtilboð og allar frekari upplýsingar veitir:
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 68 72 22 • TELEFAX 68 72 95
myndu liðka ennfrekar fyrir rekstri
félagsins.
En líkingamál Páls Magnússonar
í ræðu hans á aðalfundinum lýsir
e.t.v. betur ástandinu í ijármálum
fyrirtækisins um þessar mundir:
„Sjúklingurinn er úr lífshættu, þrátt
fyrir talsverða „ekonomiska“ fæð-
ingargalla, og þarf því ekki lengur
að vera tengdur við hjarta- og
lungnavél — líffærin starfa nú af
eigin afli. Hann hefur verið fluttur
af gjörgæsludeild yfir í endurhæf-
ingu og virðist braggast bærilega.
Ekki verður annað séð en að hann
nái fullri heilsu innan skamms.“
...vel aðeins það
besta“
SœvarKarl Ólason
Bankastræti 9,
s í m i 1 3 4 7 0
/
A tímum
aðhalds í rekstri
...er nauðsynlegt að hafa rekstrarafkomuna á hreinu.
Bústjóri er viðskiptahugbúnaður sem gefur þér í sjónhendingu allar upplýsingar
um gang mála í rekstrinum.
Þessar upplýsingar eru settar fram í gluggum á auðskilinn og einfaldan hátt.
Bústjóri er kjörið vopn í harðnandi samkeppni og á vaxandi markaði. Hann
er öflugt stjómtæki sem býður upp á heildarlausn í rekstri fyrirtækja í öllum
geirum atvinnulífsins.
Notkunarmöguleikamir em óþrjótandi, en Bústjóra má móta eftir þörfum og
kröfum hvers notanda:
Almennt
bókhald
Útvegsbankinn
Útflutningskerfi
Innflutningskerfi
Innheimtukerfi
Launakerfi
EDI samsldpti
Tíma- og verkbókhald
Sveitarfélagakerfi
Framleiðslukerfi
Viðhaldscftiriit
BAR-tenging
Gírókerfi
Uppskriftakerfi
Dreifingarkerfi
Verslanakerfi
Skýrslugjafi
Fjárhags- viðsldpta- og lánadrottnabókhald,
innkaupa-, sölu- og birgðabókhald.
Fiskviimsia og útgerð.
Útflutningsfyrirtæki.
Heildsalar. Smásalar.
Lögfræðingar.
Launagreiðslur. Hentar einnig í útgerð- og fiskvinnslu.
Skjalalaus samskipti. Ný lausn í viðsldptum.
Fyrir verktaka og þjónustufyrirtæki.
Alla sem selja út túna- eða verk.
Aðlögun Bústjóra að bókhalds og reikningsskiluni sveitarfélaga.
Framleiðslufyrirtæki.
Ætlað fyrirtækjum með tækjakost.
Ædað rikisfyrirtækjum.
Innheimtuskil fyrirtækja.
Eýrir framleiðslufyrirtæki.
Fyrir útgáfúfyrirtæid og framleiðendur.
Smásöluverslun og þjónusta. (Sjóðvélakerfi)
Hönnun útskrifta.
Bústjóri er ömggur og hraðvirkur. Hann er lipurt stjómtæki í rekstrinum.
Sýniútgáfur (Demo), persónuleg ráðgjöf og glæsilegar handbækur gera
væntanlegum notendum kleift að skilgreina nákvæmlega hvemig þeir vilja hafa
sitt Bústjórakerfi.
Bústjóri skilar strax árangri sökum þess hve einfaldur og lipur hann er í notkun.
Notendaskil em þau sömu í öllum kerfum þannig að notandi í einu kerfi nær
strax tökum á öðmm.
Bústjóri er hagkvæmur kostur sem er í takt við kröliir nútúnans. Hann er
tilbúinn að mæta síbreytilegum rekstrarskilyrðuni sökum sveigjanleikans sem
á ekld sinn líkan.
Bústjóri____________
- sveigjanlegur í samstarfi
STRENGUR
verk- og kerfisfrceðistoía
Stórhöföa 15 • 112 Reykjavík
Sími 91-685130 • Fax 91-680628
Strengur er samstafsaðili IBM
4