Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/ATVrWWlJLlF .FtMMTURAGUR 9..APRÍL 1992 TÖLVUR Marinó G. Njálsson Nýjungar hjá Microsoft Hugbúnaðarrisinn bætir enn við skrautfjöður Vor COMDEX tölvusýningin í Bandaríkjunum er að jafnaði tími frumsýningar á nýjum tölvubún- aði. Sýningin, sem nú stendur yfir, er engin undantekning á því hvað Microsoft tölvufýrirtækið varðar. Þegar þessi grein er skrifuð á fyrsta degi sýningarinnar ber hæst ný útgáfa af Windows notenda- skilanna. Flestir sem fylgst hafa með hugbúnaðarrisanum hafa lengi vitað af þessari nýju útgáfu, en nú er hún loksins komin. Allt frá því að Windows 3.0 kom á markaðinn á vordögum 1990 hefur verið talað um að Windows 3.1 kæmi næst. Microsoft lofaði strax að útgáfa 3.1 mundi bæta úr mörgum af þeim atriðum, sem þótti ábótavant í útgáfu 3.0. Og við fyrstu sýn virðist það ætla að ganga á eftir. Windows umhverfið er fyrir löngu orðið staðall fyrir tölvur byggða á Intel-örgjörvunum, þannig að nú er lengur talað um IBM- samhæfðar tölvur heldur Windows-samhæfðar tölvur. (Það er kannski tími til kominn að menn hætti að tala um IBM-sam- hæfðar tölvur, því IBM er löngu hætt að framleiða þær. PS-línan er allt öðru vísi upp byggð.) Þegar Windows 3.0 kom út sögðu margir að nú hefði Micros- oft loksins komið með notenda- skil, sem gerðu gluggavinnslu jafn sjálfsagða á Pésum eins og hún er á Mökkum. Og það gekk eftir. Með Windows 3.0 ruddi Microsoft veginn fyrir hugbúnaðarfyrirtæki að koma með staðlað gluggaum- hverfi. Umhverfi, sem allir gætu sætt sig við og vissu að mundi ná nægilegri útbreiðslu til að það borgaði sig að aðlaga hugbúnað sinn að. Nú er svo komið að allir helstu framleiðendur hugbúnaðar hafa annað hvort þegar komið með Windows-útgáfur af forritum sín- um eða eru að koma með þær. Sum þessarra fyrirtækja hafa ein- mitt verið að bíða eftir Windows 3.1, sem mun víst gera það auð- veldara að breyta forritum yfir í gluggaumhverfíð. Meðal nýjunga í Windows 3.1, eru: - kerfið er einfaldara í uppsetn- ingu, - sérstakt kennsluforrit fylgir fyrir nýja notendur, - endurbætur hafa verið gerðar á stjómborðinu, - hljóð og nýjar leturgerðir eru innbyggð, - útprentun hefur verið endur- bætt svo og skráastjórnun. Microsoft hefur lagt mikið upp úr því að Windows 3.1 nái til sem flestra og að það sé laust við vill- ur. Þess vegna setti fyrirtækið í gang mikið prófunarátak vorið 1991 og fékk um 15.000 aðila utan fyrirtækisins til að reynslu- keyra forritið. Jafnframt tryggði það flestum framleiðendum vin- sælla hugbúnaðarpakka góðan aðgang að upplýsingum um kerfið, svo vinsælir pakkar yrðu sem fyrst eftir útgáfu Winows 3.1 komnir með nýjar og endurbættar útgáfur af sínum hugbúnaði. Þannig munu Lotus, Borland og WordPerfect öll vera að senda frá sér nýjar útgáf- ur af sínum hugbúnaði næstu daga og vikur. Aðrar nýjungar Microsoft lætur ekki staðar numið þó Windows 3.1 sé komið á markaðinn. Næsta útgáfa, Windows 4.0, er væntanleg um mitt næsta ár og líka stýrikerfisút- gáfa af forritinu, sem nefnd hefur verið Windows NT. Raunar er sú nýjung á Windows 3.1 pakkanum, að forritið er sagt vera stýrikerfi. Með þessu er Microsoft bara að staðfesta grun undirritaðs, að Windows32 (eldra þróunarnafn á Windows NT) væri ætlað að koma í staðinn fyrir gamla DOSið og fullkomna þar með færsluna úr stýrikerfi, sem notendur elskuðu að hata, yfír í kerfi sem jafnvel Hillukerfi Heildarlausn fyrir lagerinn Fljótlegt og einfalt í uppsetningu. Fáanlegt í mörgum stæröum með mismunandi þyngdarþol. Stækkar í takt við vökst fyrirtækisins Hentugt kerfí á hagstædu verdi | Leitið upplýsinga! UMBODS-OGHEHDVEfíStJUNIN 5 BtioSHófÐA iesiuisfnu mteFAxsrsseo hörðustu gagnrýnendur PC-tölva geta verið ánægðir með. Nú hugsa margir en Apple gerði þetta fyrir 8 árum. Og vissulega er það satt að Microsoft stefnir að því að gera á næstu árum það sama og Apple gerði fyrir langa löngu. Windows NT er byggt á OS/2 3.0 stýrikerfinu, sem Micros- oft og IBM unnu að í sameiningu áður en slitnaði upp úr. Því er ætlað að keppa ekki bara við DOS heldur líka UNIX, VMS og Pat- hWorks og mun koma í þremur megin útgáfum. Eina fyrir 386- og 486-örgjörva, aðra fyrir RISC- örgjörva og þá þriðju fyrir fjöl- gjörva tölvur. Fleiri nýjungar eru væntanlegar og má þar nefna nýjar SQL teng- ingar, Microsoft Project útgáfa 3.0 fyrir Windows og hjálparforrit fyr- ir Visual Basic svo eitthvað sé nefnt. Ef spáð er í framtíðina má reikna með Excel 4.0 og nýrri útgáfu af Word fyrir Windows. Gagnagrunnur bætist við Microsoft hefur lengi vel vantað nothæfan gagnagrunn til að geta keppt á öllum vígstöðum og þar með boðið viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn fyrir viðskipta- umhverfið. Hafir þú verið að bíða er biðin á enda. í síðustu viku til- kynntu Microsoft og Fox Software Inc. ásetning fyrirtækjanna að s.ameinast. Með sameiningunni lokar Microsoft hringnum og tryggir sér um leið afbragðs gagnagrunn. Microsoft hefur verið að vinna að gagnagrunni fyrir Windows, sem gekk undir nafninu Cirrus, en nú getur fyrirtækið nýtt sér þá þekk- ingu og vinnu sem starfsmenn Fox hafa þegar unnið. FoxPro gagnagrunnurinn hefur Tölvur Lucy Baney, markaðsstjóri hjá IBM, sem reyndar er af íslensku bergi brotin, sagði að hvatningin væri í því fólgin að starfsmenn yrðu verðlaunaðir í samræmi við þá áherslu sem þeir legðu á sölu- mennskuna. Að sögn Lucy verða verðlaunin allt frá viðurkenningar- skjölum upp í tölvubúnað og reiðufé. Starfsfólkinu er þannig ætlað að lofsyngja OS/2 í eyru nágranna, í foreldrafélaginu í skól- anum, við tannlækninn sinn og hreinlega sem allra flesta. Ennfremur ætlar IBM að draga úr öllum hömlum í auglýsingakostn- aði og verðlagningu. Með þessu móti vonast IBM til að hafa betur í því sem væntanlega verður ein- hver alharðasta markaðsbarátta sem orðið hefur í einkatölvugeiran- um. Fyrirfram hafði verið við því búist að auglýsingaherferð IBM yrði með árásargjarnasta móti. Nýlega kom þó fram hjá forsvars- mönnum markaðsdeildar IBM að MlCROSOFT. WlNDOWS. OperatingSystem Version 3.1 verið í nokkur ár á markaðnum og þegar sannað sig. Hann hefur veitt Paradox og dBase gagna- grunnunum frá Borland (og áður líka Aston-Tate) harða keppni, en hefur mátt sín lítils vegna smæðar Fox Software Inc. Sameining Mic- rosoft og Fox kemur til með að blása eld í glæðurnar og fyrirsjá- anlegt er að baráttan um fyrsta sætið á gagnagrunnsmarkaðnum verður jafn hatrömm og baráttan milli WordPerfect og Word á rit- vinnslumarkaðnum og Lotus 1-2-3, Quattro Pro og Excel á tölfureiknamarkaðnum. Verður fróðlegt að fylgjast með, því varla lætur Borland þessu ósvarað. Breytt stjórnun Hvað sem öllu öðru líður getur Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður í heimi, haldið áfram að brosa. Hann hefur náð að byggja upp hugbúnaðarrisa, sem á ekki sinn líka. En það er vandasamt að halda svona fyrir- tæki gangandi. Nýlega ákvað Gat- es að láta daglega stjórn fyrirtæk- isins í hendur þriggja manna, sem starfað hafa með honum um ára- bil. Verkefni þeirra verður að reka Microsoft á meðan Gates einbeitir sér að framtíðarverkefnum. Höfundur er tölvunarfræðingur. öllu meiri áhersla yrði lögð á upplýs- andi auglýsingar. Það þýðir þó ekki að á Windows verði tekið með ein- hveijum silkihönskum, þvert á móti má búast við að auglýsingastyijöld- in sem líklega hefst í byijun apríl verði hörð og óvægin. í baráttunni mun IBM leggja mikla áherslu á verðlagningu. Margir sem eiga eldri gerðir af OS/2 munu fá nýju gerðina ókeyp- is, jafnvel sumir sem hafa Windows frá Microsoft. Ljóst er að IBM ætl- ar að sætta sig við allnokkuð tap af sölu OS/2 til að byija með, en markið er sett hátt. Markmiðið er að selja milljónir eintaka þegar í ár, en í ljósi þess að innan við millj- ón eintök hafa selst þau fímm ár sem OS/2 hefur verið á markaðnum verður að teljast hæpið að það tak- ist. Til lengri tíma er ætlunin að selja fleiri eintök en Windows, en sérfræðingar áætla sölu Windows tíu til tólf milljónir eintaka á þessu ári, og allt að 17 milljónir á því næsta. UÍLUdMteiWÍ ÍLlliLUJWIÁ í erílsömu viðskiptalífí, þar sem áreiðanleiki oggæði þuría að skila sér til viðtakenda bréfasendinga, er Canon myndrítinn það sem þú getur treyst á. Hann notar venjulegan A4 pappír, er tölvutengjanlegur og einfaldur í notkun. Einnig tekur bann á móti og sendir samtímis. Kynnist Canon myndrítanum af eigin raun. Veríð velkomin. SKRIFVELIN HF SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI 91-685277 Söluátak hjá IBM vegna OS/2 IBM undirbýr nú gífurlegt söluátak til að kynna hið nýja stýrikerfi OS/2 sem ætlað er að keppa við Windows frá Microsoft. Aðferð IBM er óvenjuleg að því leyti að allir starfsmenn eru hvattir til að taka beinan þátt í söluherferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.