Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 12
 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! VIÐSKIFTIMVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Iðnaður Umh verfismál áberandi á ársfundi Iðnlánasjóðs HAGVÖXTUR og umhverfisvernd eru vel samræmanleg markmið eft- ir því sem Jens Kampmann, forstjóri Invest Miljo A/S í Danmörku segir. Kampmann, sem lengi hefur unnið að umhverfismálum þar í landi, var gestur ársfundar Iðnlánasjóðs á þriðjudag þar sem hann flutti erindi um þessi mál. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, kom einn- ig inn á umhverfismál í ávarpi sínu. Hann sagði m.a. að mikilvægasta verkefnið framundan væri að gera viðskipti og framleiðslustarfsemi samþýðanleg umhverfisvernd þar sem næsta hagvaxtarskeið myndi byggjast á þessu viðfangsefni. í ávarpi Geirs A. Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Iðnlánasjóðs, kom fram að á síðustu misserum hefur sérstök áhersia verið lögð á fjár- mögnun framkvæmda vegna um- hverfisverndar, framkvæmda til end- urbóta vegna öryggis á vinnustað og mengunarvarna bæði á vegum atvinnufyrirtækja og bæjar- og sveit- arfélaga. Iðnlánasjóður býður upp á lán til fyrirtækja og sveitarfélaga vegna umhverfís og mengunarmála og fjárfestingar til öryggis á vinnu- stöðum. Jens Kampmann sagði að það væri almennt viðurkennt að aukin framleiðni og þar með aukinn hag- vöxtur væru eftirsóknarverð mark- mið, en menn væru þó sífellt að gera sér betur grein fyrir því að ekki dygði að auka hana á kostnað umhverfís- ins. „Til skamms tíma var álitið að eina leiðin til að að draga úr mengun væri að minnka framleiðni," sagði Kampmann. „Sem betur fer hefur þetta breyst og í dag er það viður- kennt æ víðar að sterk tengsl þess- ara tveggja þátta eru ekki óumflýjan- leg. Markmiðin um aukinn hagvöxt og umhverfisvernd þurfa ekki að vinna hvort gegn öðru. Umhverfis- vemd hefur yfírleitt í för með sér bætta nýtingu hráefna og skilar auknum hagnaði.“ Kampmann benti á að með því að breyta tæknilegum aðferðum fram- leiðslunnar í kjölfar tækniframfara mætti draga verulega mengun án þess að framleiðni minnkaði. Tækni- framfarir leiddu einnig af sér betri nýtingu hráefna og endingarbetri framleiðslu. Slíkar breytingar væru ljárfrekar og því væri nauðsynlegt að fá fjársterka aðila til að leggja fé í mengunarvaldandi framleiðslu til að snúa mætti dæminu við. Þá væri mikilvægi endurvinnslu sífellt að aukast. Allir þessir þættir stuðluðu að því að draga úr mengun án þess að leiða af sér minni framleiðni. Loks væri mikilvægt að skattlagning og styrkir yrðu notaðir til að færa starf- semi frá umhverfisspillandi starfsemi til þeiirar sem væri hlutlaus eða umhverfisverndandi. Japanir með stefnumótun í umhverfismálum Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði að á ráðstefnu sem hann sótti nýlega um framtíðannarkaðsþróun í Evrópu og fjallaði um leiðir til að samræma iðnþróun, hagvöxt og umhverfisvemd, hefði komið fram að Japanir virtust vera einna fyrstir til að átta sig á mikilvægi þess að samræma umhverfisvemd og fram- leiðslustarfsemi enda myndi næsta hagvaxtarskeið byggjast á þessu við- fangsefni. Að sögn Jóns kom fram að jap- anskur iðnaður undir forystu Sam- taka iðnaðar og ráðuneytis þess hefði nýlega mótað langtímastefnu þar sem lagt væri fyrir þarlend fyrirtæki að miða langtímastefnumótun sína við umhverfísvemd. Það sjónarmið hefði komið fram á umræddri ráð- stefnu að iðnaður á Vesturlöndum yrði að taka þessa japönsku stefnu- mótun alvarlega. Á það var bent að tækist Japönum að ná forskoti á Morgunblaðið/Árni Sæberg UMHVERFISMÁL — Umhverfismál voru mikið rædd á ársfundi Iðnlánasjóðs í vikunni. Jón Sigurðsson, iðnað- arráðherra, sagði m.a. í ávarpi sínu að Japanir hefðu riðið á vaðið með langtímastefnumótun fyrirtækja í umhverfisvernd. þessu sviði myndu þeir ná undirtök- unum í næstu stóru bylgju útflutn- ingsmöguleika í heimlnum sem nú væri í sjónmáli og myndi tengjast umhverfismálum. „Þeir sem ekki halda vöku sinni í þessum málum hljóta að dragast aft- ur úr,“ sagði iðnaðarráðherra. „Það er því mikilvægt að lánastofnanir atvinnuveganna snúi sér að því að kanna hvemig þeir geti búið íslensk- an iðnað undir slíka framtíðarþróun og taki íjárfestingu í umhverfíssinn- uðum fyrirtækjum með opnum huga.“ ð Fólk Grafít fær liðsauka MANNA Sigríður Guðmunds- dóttir gekk til liðs við auglýsinga- sþpfuna Grafít hf. 1. apríl sl. Hún mun hafa þar yfir- umsjón með texta- vinnu og áætlana- gerð auk þess að sinna verkefnum á sviði þjónustu og samskipta við við- skiptavini. Anna Sigríður er fædd 28.08.1959 og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1978. Hún var við nám í dönsku og íslenskú í Háskóla íslands 1984-1987, en hóf þá störf á aug- lýsingastofunni Svona gerum við. Þaðan fór hún til íslensku auglýs- ingastofunnar þar sem hún hefur unnið fram að þessu við textagerð og verkefnaumsjón. Anna Sigríður sat í stjórn íslensku auglýsinga- stofunnar. Hún mun verða einn 5 hiuthafa í Grafít og taka sæti í stjórn félagsins. Markaðsfulltrúi hjá AUK hf: MKRISTINN Ólafsson hefur verið ráðinn markaðsfulltrúi hjá AUK hf., Auglýsingastofu Kristínar. Hann er stúdent frá Menntaskól- anum við Hamra- hlíð og útskrifað- ist sem viðskipta- fræðingur frá Yið- skiptaháskó- lanum í Osló 1991 með markaðsfræði sem aðalgrein. Kristinn starfaði hjá Islensku um- boðssölunni hf. 1980-1984 við útflutning á físki. Næstu þijú ár á eftir vann hann hjá Landssambandi Hjálparsveita skáta við sölu- og markaðssmál og 1991-1992 hjá Nesskip hf. í flutn- ingadeil. Eiginkona Kristins er Laufey E. Gissurardóttir, þroska- þjálfi, og eiga þau tvö börn. Nýr markaðs- sljóri til leigu ■S/IF M. Schalin hóf um síðustu mánaðarmót störf hjá Utflutnings- ráði Islands sem „markaðsstjóri til leigu.“ Siw út- skrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Svenska handelshögsko- len í Helsinki, Finnlandi árið 1987 og lauk MBA prófí frá Univers- ity of Western Ontario, London (Ont.), Kanada 1989. Siw Tiefur unnið sem viðskiptafræðingur við landbúnaðarráðuneytið í Kanada og hjá Ríkisbókhaldi íslands og sem markaðsfulltrúi við Wartsila skipasmíðastöðina í Finnlandi. Einnig hefur hún unnið við hag- deild Eimskips hf, en árin 1989- 1992 var hún forstöðumaður vef- deildar Foldu hf./Álafoss hf. Nýr starfskraft- ur til Ráðgarðs MÞÓRUNN Elva Guðjohnsen hefur verið ráðin til starfa hjá Ráð- garði hf. Fyrirtækið hefur nýlega gerst umboðsaðili á Islandi fyrir bandaríska ráð- gjafafyrirtækið „The Human To- ueh Consulting, Inc.“ og mun Þór- unn Elva sjá um alla starfsemi á þeirra vegum hér Þórunn Elva á landi. Starfsem- in felst í þjónustuörvun og rekstrar- ráðgjöf. Þórunn Elva útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur frá H.í. árið 1988. Hún starfaði á tæknisviði Arnarflugs hf. í eitt ár. Einnig hefur hún starfað hjá STG Rafeinda- og stýritækni við hönn- un hátalarakerfa. Eiginmaður hennar er Hafsteinn Eggertsson tannlæknir og eiga þau hjón tvo syni. Anna Sigríður Skattlagning sparifjár yf irvofandi NEFND um skattlagningu eigna og eignatekna hefur nú tekið til við að semja frumvarp í samræmi við tillögur sínar sem hún kynnti fyrir skömmu. Við fyrstu sýn virð- ast tillögurnar kalla á afar flóka útreikninga á skattstofni eigna- tekjuskatts, en það var hins vegar ætlunin með starfi nefndarinnar að hverfa frá hinum ýmsu flækjum núverandi kerfis. Þannig má ætla að við útfærslu á skattlagningu eignatekna verði það haft að leið- arljósi að eyðublöð og útreikningur skattsins verði með eins einföldum hætti og mögulegt er. Lítið hefur örlað á umræðu meðal almennings um eignatekju- skattinn frá því hugmyndir nefnd- arinnar voru kynntar. Það kom þó berlega í Ijós á rabbfundi í stofu Verðbréfamarkaðs íslandsbanka í síðustu viku að margir sparifjáreig- endur eru uggandi um hag sinn vegna skattsins. Á fundinum rakti Sveinn Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans, helstu til- lögur nefndarinnnar og fjallaði um þær á gagnrýninn hátt. Var að heyra á fundarmönnum að þeir hefðu takmarkaðar upplýsingar um innihald tillagnanna en þeir vildu gjarnan fá vitneskju um hvernig hægt væri að komast und- an skattinum. Heyrðust spurning- ar á borð við þá hvort eina leiðin væri að flytja allt sitt sparifé til útlanda. Þau svör var ein hægt að gefa að einu gilti hvort vaxtatekjur kæmu af innlendu eða erlendu sparifé. Skattur væri lagður á allar vaxtatekjur. Sveinn Jónsson rakti í byrjun meginmarkmið með starfi nefndar- innar um skattlagningu eigna og eignatekna. í erindisbréfi nefndar- innar kemur fram að henni er ætl- að að samræma skattlagningu eigna- og eignatekna. í því sam- bandi er bent á að núverandi kerfi sé óviðunandi þar sem í því felist há eignarskattshlutföll, fjölmargar undanþágur og flóknar álagningar- reglur. Talið er nauðsynlegt að samræma skattlagningu við önnur lönd, afnema eignarskatta fyrir- tækja og fella niður sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunar- húsnæði. Þegar komið var að því að meta afleiðingar eignatekjuskattsins fór fundarmönnum ekki að lítast á þlik- una. Sveinn taldi niðurstöðu af skattlagningunni geta orðið til- komu nýs skattabagga upp á tæpa 3 milljarða en að núverandi skattar yrðu óbreyttir. Verulegar nýjar flækjur kæmu til sögunnar í álagn- ingarreglum og samræmi næðist ekki við önnur lönd> Þá væri ekki tekið á eignarskatti félaga. Loks benti Sveinn á að hugsanlega gæti skatturinn haft mjög óhag- stæð áhrif á vexti og sparnað og jafnvel væri hætta á fjárflótta úr landi. * Forstöðumenn verðbréfafyrir- tækja hafa ennfremur látið í Ijós áhyggjur sínar vegna hins nýja skatts. í samtölum við Morgun- blaðið benda þeir á að upptaka samræmds eignatekjuskatts sam- kvæmt hugmyndum nefndar fjár- málaráðherra muni draga úr sparnaði og leiða til hækkunar vaxta, að minnsta kosti fyrst í stað. Telja margir tfmasetninguna slæma því á sama tíma og hug- myndin sé að setja á fjármagns- tekjuskatt verði fjárfesting íslend- inga gefin algerlega frjáls og hætta geti verið á að menn flýi með fjár- magn úr landi. Þá vekja sérstaka athygli um- mæli Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VÍB úm hlut- verk fjármálafyrirtækja. „Við mun- um hér, og ég er viss um að önn- ur fjármálafyrirtækí geri það líka leita allra leiða til að þessi nýi skattur komi sem minnst við við- skiptavini okkar. Þannig er raunin erlendis, ávöxtun sparifjár snýst að verulegu leyti um að leita að hagkvæmustu skattalegu leiðun- um. Vegna þess að vextir hafa verið lægri síðustu tvö til þrjú árin en áður var og eignarskatturinn hefur hækkað, hefur ráðgjöf við einstaklinga í vaxandi mæli snúist um að finna bestu leiðirnar í skatt- alegu tilliti. Núna verða skattamál- in margfalt flóknari og þess vegna mun fólk þurfa í vaxandi mæli að leita sér ráðgjafar á því sviði." Við þetta má svo bæta að líklega mun að sama skapi aukast þörf fyrir ráðgjöf endurskoðenda í skatt- framtölum. Það virðist því Ijóst að fjölmarg- ir skattgreiðendur munu á næst- unni þurfa að huga að því hvernig best sé að ráðstafa sínu sparifé með hliðsjón af skattinum. Mjög stór hópur mun þó væntanlega sleppa við skattinn vegna frítekju- marksins sem lagt er til að nemi 100-150 þús. kr. fyrir einstakiing og tvöfalt hærri upphæð.fyrir hjón. Þá verður að hafa í huga áð skatt- lagningunni'er ekki ætlað að afla viðbótartekna en ef af líkum lætur munu stjórnvöld eiga erfitt með að standast þá freistingu. KB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.