Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.1992, Blaðsíða 1
adidas ••• annað ekki ■ ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL HANDKNATTLEIKUR * - iviorgunoiaoio öjarni Urslitakeppnin um Islandsmeistaratitilinn í handknattleik hófst í gærkvöldi. Hér sjást leikstjórnendur landsliðsins, Gunnar Gunnarsson, Víkingi og Gunnar Andrésson, Fram - eigast við í Víkinni, þar sem Víkingar fóru með sigur af hólmi, 26:21. Allt um leikina í úrslitakeppninni: B2, B3, BIO, B12. FRJALSIÞROTTIR Vésteinn aftur yfir lágmarkinu Vésteinn Hafsteinsson, kringlu- kastari, kastaði 63,02 metra á móti í Bandaríkjunum um helgina og er þetta í annað sinn á tveimur vikum sem hann nær Ólympíulág- markinu. 011 sex köstin mældust yfir 60 metrar og segist Vésteinn nokkuð ánægður með árangurinn sem dugði honum í annað sætið. Ég var búinn að koma hlutunum þannig fyrir að ég færi i lyfjapróf ef ég næði að kasta 63,20 eins og ég hélt að Ólympíulágmarkið væri. Ég hafði samband við bandaríska sambandið og þeir tóku vel í að taka mig í lyfjapróf, en til þess kom ekki þar sem ég hélt að ég hefði ekki náð lágmarkinu. Þegar ég náði sambandi við formann FRI fékk ég að vita að íslenska lágmark- ið er 63 metrar sléttir og því hefði ég getað farið í próf. Ég fer í lyfja- próf á mánudaginn, og vona að það verði tekið gilt,“ sagði Vésteinn á sunnudagskvöldið. Vésteinn sagði að köstin hefðu verið jöfn og öll yfir 60 metra. „Fyrst kastaði ég 61,88, þá 60,96, 62,30, 63,02, 62,96 og 61,36 í síð- asta kasti. Þetta er svipað og um síðustu helgi þegar ég náði lág- markinu. Köstin voru öll gild og jöfn þannig að ég er ánægður með hvernig tímabilið byrjar hjá mér,“ sagði Vésteinn. KNATTSPYRNA Liverpool á Wembley Liverpool tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley 9. maí, þar sem félagið mætir Sunderland, tneð því að leggja Portsmouth, 3:1, í víta- spyrnukeppni á Villa Park í gær- kvöldi. Liverpool leikur sinn fjórða bikarúrslitaleik á Wembley á sjö árum. Ef Portsmouth hefði unnið hefði tvö lið úr 2. deild leikið til úrslita - í fyrsta skipti í 120 ára sögu ensku bikarkeppninnar. Leikmenn Portsmouth veittu leikmönnum Liverpool harða keppni og áttu þeir þversláarskot rétt fyrir leikslok, en leiknum lauk með jafn- tefli, 0:0, eftir framlengingu. Colin Clark hjá Poitsmouth handleggs- brotnaði á 73. mín. 40.077 áhorfendur sáu Martin Kuhl, fyrirliða Portsmouth, misnota fyrstu vítaspymuna - skaut fram- hjá, en John Bames skoraði, 1:0, fyrir Liverpool. Symons jafnaði, 1:1, en Ian Rush skoraði, 2:1. Bruce Grobbelaar varði vítaspymu frá Warren Neill, en síðan skoraði Dean Saunders, 3:1. John Beresford mis- notaði fjórðu spyrnu Poitsmouth - skaut framhjá, þannig að leikmenn Liverpool fögnuðu. Jan Mölby tók stöðu Ray Houg- ton í leiknum og var sagt að Gra- eme Souness, framkvæmdastjóri Liverpool, hafi valið lið sitt frá sjúkrahúsi því sem hann er á eftir að hafa gengið undir hjartaþræð- ingu. Middlesbrough tapaði heima, 0:1, fyrir Barnsley í 2. deild. SUIMD: SEXISLANDSMET FELLUIEYJUM / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.