Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 2

Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐ.JUDAGUR 14. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR Öruggt Frábærstemmning íKA-húsinu þar sem Eyjamenn voru lagðiraðvelli Skapti Hallgrimsson skrifarfrá Akureyri KA vann sanngjarnan sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrsli- takeppninni á Akureyri í gær- kvöldi, 28:21. IMorðanmenn höfðu undirtökin allan tímann, og sigurinn var í raun aldrei í hættu, en það mega Eyjamenn eiga að þeir gáfust ekki upp fyrr en endanlega var Ijóst að leikurinn var tapaður. Leikur- inn var stórskemmtilegur og stemmningin í KA-húsinu aldeilis frábær. Lið KA byijaði af miklum krafti, sóknin var öguð og vörnin geysilega sterk; samheldin og hreyfanleg, þannig að skyttur Eyja- manna áttu mjög erfitt uppdráttar. KA-menn beittu 5/1 vörn þar sem Pétur Bjarnason var fyrir framan varnarlínuna og trufl- aði sóknaraðgerðir Eyjamanna, og hinir fimm tóku vel á móti þegar gestirnir náiguðust. Hinum megin má segja að vörnin hafi verið hrip- lek, það var sama hvað Sigurður Gunnarsson og lærisveinar hans reyndu, ekkert gekk upp. Þeir komu jafnvel langt út á völl með hálf- gerða 3/3 vörn, en þá gengu KA- menn í gegn og gerðu fjögur mörk eftir gegnumbrot fyrir hlé, og alls átta mörk í leiknum, en ÍBV aðeins éitt, sem segir meira en mörg orð um varnaraðgerðir liðanna. Staðan í hálfleik var 13:9, og fljótlega eftir hlé juku KA-menn forskotið í sex mörk. En hin gríðar- lega barátta Eyjamanna skilaði sér, og þegar tæpar tíu mín. voru búnar af hálfleiknum höfðu þeir minnkað muninn í tvö mörk. Þá tók Alfreð Gíslason af skarið, eftir að KA hafði ekki gert mark í nokkrar mín., og skoraði eftir gegnumbrot. Munur- inn varð fljótlega fímm mörk á ný, en þá kom enn góður kafli ÍBV, sem gerði þrjú mörk í röð. En þá fór heimaliðið í gang á ný, náði loks að hrista Eyjamenn endanlega af sér og sigurinn var öruggur þegar upp var staðið. Liðsheild KA var geysisterk sem fyrr segir. Vörnin frábær á köflum - þó ef til vill full gróf á stundum, þar sem óþarfa bakhrindingar kost- uðu brottvísanir - og sóknin í góðu lagi. Erlingur Kristjánsson og Al- freð voru bestu menn varnarinnar, geysilega sterkir og það reyndist Gylfa Birgissyni og öðrum aðal skyttum Eyjamanna erfitt að bijót- ast fram hjá þeim. í sókninni voru Stefán og Sigurpáll Árni í aðalhlut- verkinu, auk Erlings og Alfreðs sem voru dijúgir. Þá var Árni línumaður Stefánsson duglegur við að opna skyttunum leið. Lið ÍBV getur mun meira en það sýndi í gær. Vörnin og markvarslan voru slök og sóknaraðgerðir liðsins ómarkvissar. Það er hætt við að Eyjamenn ætli sér að taka „vel“ á móti KA-mönnum í Eyjum á morg- un, og óhætt er að reikna með gríð- arlegum baráttuleik tveggja sterkra liða - og ekki síður einvígi stuðn- ingsmanna liðanna, sem var skemmtilegt í gærkvöldi og verður eflaust aftur. Markaskor- un / B10 Morgunblaöið/Rúnar Þór Stefán Kristjánsson á auðum sjó og þá var ekki að sökum að spyija - knötturinn hafnaði í netinu hjá Eyjamönnum. Morgunblaöiö/Rúnar Þór Erlingur Kristjánsson er búinn að bijótast í gegnum vörn Eyjamanna og skorar framhjá Sigmari Þresti Óskarssyni. Þannig vörðu þeir Hér er listi yfir varin skot hjá markvörðum (innan sviga skot sem fóru aftur til mórtheija): Axel Stefánsson, KA - 12 (7 langskot, 5 úr hornum). Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV - 6 (4 langskot, 1 af línu, 1 úr horni). Ingólfur Arnarson, ÍBV - 3 (2 gegnumbrot, 1 langskot). Hrafn Margeirsson, Víkingi - 8(4) (4(1) langskot, 2(2) úr horni, 1(1) gegnumbrot, 1 af línu). Reynir Þ. Reynisson, Víkingi - 6(1) (4 langskot, 1(1) gegnum- brot, 1(1) úr horni). Sigtryggur Albertsson, Fram - 5(1) (3(1) langskot, 1 úr horni, 1 af línu). Einar Þorvarðarson, Selfossi - 12(5) (7(2) langskot, 2(1) úr horni, 2(2) hraðaupphlaup, 1 af línu). Gílsi Felix Bjarnason, Selfossi - 9(1) (6(1) langskot, 2 úr horni, 1 af línu). Magnús Óskarsson, Haukum - 8 (3 langskot, 3 gégnumbrot, 2 úr horni). Þorlákur Kjartansson, Haukum - 1 (1 hraðaupphiaup). Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 14(7) (8(1) langskot, 3(3) úr horni, 1(1) af línu, 1(1) vítakast, 1(1) hraðaupphlaup). Brynjar Kvaran, Stjörnunni - 5 (5 langskot). Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni - 10(3) (4(1) langskot, 4(1) úr horni, 2(1) af línu). SUND Kom til að taka titlana - sagði Ragnheiður Runólfsdóttir, sem keppti í síðasta sinn á íslandsmótinu Kærkominn slgur liðsheildarinnar sagði Alfreð Gíslason KA-maður Ragnheiður Runólfsdóttir, íþróttamaður ársins 1991, kom gagngert til íslands til að setja punktinn yfir i-ið hvað þátttöku á Islandsmóti í sundi innanhúss varð- ar. Hún kvaddi með glæsibrag, sigr- aði í öllum greinum sínum og varð stigahæst kvenna á mótinu j Vest- mannaéyjum um helgina. „Ég kom bara til að taka titlana," sagði sund- drottningin við Morgunblaðið. Ragnheiður hefur æft stíft að undanförnu, en átti að vera í fríi þessa dagana. „Ég vildi s'amt Ijúka keppni hérna heima á viðeigandi hátt og kom því til að sigra en ekki til að setja met. Álagið hefur verið mikið að undanförnu og til dæmis synti ég 14 kílómetra mið- vikudaginn fyrir mótið — því var ég mjög þung í vatninu. Svo fékk ég 40 stiga hita á fyrsta keppnis- degi og með þetta í huga er ég nokkuð ánægð með árangurinn." Ragnheiður útskrifast sem lífeðl- isfræðingur í byijun maí og sagðist því vera önnum kafin, en undirbún- ingurinn fyrir Ólympíuleikana í Barcelona væri samkvæmt áætlun. „Ég geri ráð fyrir að far á sterkt Morgunblaöið/Sigfús G. G. Ragnheiður Runúlfsdóttir á ferð- inni í Eyjum. mót í Flórída í lok maí og svo verð ég í æfingabúðum í Ekvador í júní.“ Eg er mjög ánægður með úrslitin og leikinn. Við lékum sem heild - þetta fór aldrei út í vitleysu hjá okkur þó þeir næðu að gera þijú mörk í röð í seinni hálfleiknum og draga á okkur. Þetta var kær- kominn sigur liðsheildarinnar," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA, eftir sigurinn á ÍBV. „Þetta var sá fyrsti af þremur," bætti Alfreð við, og sagðist þar með reikna með að liðin þyrftu að mætast þriðja sinni á Akureyri á laugardag, enda lið ÍBV erfítt heima að sækja. „Annars finnst mér alltaf gaman að spila í Eyjum - þeir eru með næst bestu áhang- endur á landinu þar!“ Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, tók tapinu vel. „Ég bjóst við þessu í fyrsta leik. Úrslit- in koma mér því ekki á óvart og ég hlakka til að mæta KA hér á laugardaginn.“ Hann sagði ekki meiri pressu á Jeikmönnum ÍBV en KA-mönnum, þó þeir þyrftu að vinna á heimavelli á morgun, til að fá möguleika á þriðja leik. „Við getum ekki spilað verr en í kvöld - hefðum örugglega tapað fyrir hvaða liði sem er með svona franunistöðu. Þeir (KA-menn) voru ekki að spila neinn stjörnuhandbolta heldur vor- um við mjög slakir, bæði í sókn og vörn, og mistökin allt of mörg.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.