Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 4

Morgunblaðið - 14.04.1992, Page 4
 4 B MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. APRIL 1992 SUND / MEISTARAMOT ISLANDS INNANHUSS Sex íslandsmet féllu í Eyjum SEX Islandsmet féllu á Meist- aramóti ísiands í sundi innan- húss sem fór fram í Vest- mannaeyjum um helgina. Keppt var í 32 greinum og árangur ágætur, sérstaklega þegar haft er i huga að þrjá af okkar sterkustu sundmönn- um vantaði, Eðvarð Þór Eð- varðsson, Magnús Már Ólafs- son og Arnþór Ragnarsson, en þeir hvíldu fyrir mót sem fram fer í Edinborg um næstu helgi. Stigahæstu sundmenn mótsins urðu Arnar Freyr Ólafsson og Ragnheiður Runólfsdóttir. Arnar Freyr hlaut 885 stig Sigfús Gunnar fyrir 4x100 metra Guðmundsson flórsund og Ragn- skrifar frá heiður 848 stig fyrir Eyjum 200 metra bringu- sund. Sundsveit SFS komst best frá mótinu, sigraði í 13 greinum af 32 en sundsveit Ægis kom næst með 10 vinninga. Ingibjörg Arnardóttir næidi sér í fern gull í einstaklings- greinum og ein gullverðlaun með boðsundssveit Ægis. Gunnar Ársælsson SFS setti ís- landsmet í 50 metra flugsundi þeg- ar hann synti á 26,39 sek. Eldra ymetið var komið til ára sinna en það setti Eðvarð Þór árið 1986, 26,62. Þetta var millitími Gunnars í 100 metra flugsundi sem hann synti á 59,75. Arnar Freyr Ólafsson setti ís- landsmet í 400 metra ijórsundi, synti á 4:25,21. Eldra metið var 4:28,34. Þetta var einnig undir lág- markinu fyrir Edinborgarmótið sem er 4:31,90 en Ólympíulágmarkið í 50 metra laug sem Arnar Freyr mun reyna við er 4:33,03. A-kvennasveit SFS setti íslands- met í 4x100 metra fjórsundi, syntu á 4:29,44. Ægir átti metið sem var 4:33,76. Sveitina skipa þær Eydís Konráðsdóttir, Berglind Daðadóttir, Elín Sigurðardóttir og Bryndís Ól- afsdóttir. A-kvennasveit Ægis sló botninn í mótið í síðustu grein þegar þær settu glæsilegt íslandsmet í 4x200 metra skriðsundi. Stúlkurnar bættu metið um hvorki meira né minna en 13,95 sekúndur, syntu á 8:49,26. Eldra metið var 9:03,21. Sveitina skipa þær Ingibjörg ísaksen, Krist- gerður Garðarsdóttir, Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir og Ingibjörg Arn- ardóttir. Ólafur Eiríksson KR setti ís- lands- og Norðurlandamet í 100 metra flugsundi í flokki hreyfihaml- aðra, synti á 1:04,22. Eldra metið var 1:04,43. Hann setti svo og met í 2Ó0 metra flugsundi, synti á 2:26,04. Halldór S. Guðbergsson KR setti íslandsmet í flokki sjónskertra þeg- ar hann synti 200 metra fjórsund á 2:38,52 og bætti eldra metið rétt um 7 sekúndui'. Hann tvíbætti einn- ig metið í 100 metra flugsundi, synti fyrst í undanrásum á 1:10,35 Ingibjörn Arnardóttir, Ægi, krækti sér í fimm gullpeninga í Eyjum um helgina. Morgunblaöið/Sigfús og í úrslitum á 1:09,86. Rut Sverrisdóttir Óðni tvíbætti metið í 200 metra baksundi í flokki sjónskertra þegar hún synti á 2:57,26 og í úrslitum á 2:54,87 en metið ar 2:59,66. Hún bætti síðan metið í 100 metra baksundi er hún synti á 1:20,33. Birkir Rúnar Gunnarsson UBK setti met í flokki blindra í 100 metra bringusundi, synti á 1:28,5$ en metið var 1:29,34. Hann bætti metið í 50 metra skriðsundi, synti á 334,96 en metið var 34,33 og hann lét ekki þar við sitja heldur bætti einnig metið í 200 metra bringusundi, synti á 3:08,39. Eydís Konráðsdóttir setti telpna- og stúlknamet þegar hún synti 200 metra baksund á 2:27,44 en metið var 2;29,60. Þegar hún synti fyrsta sprettinn fyrir SFS í 4x100 metra fjórsundi setti hún telpnamet í 100 metra baksundi, synti á 1:08,32 en metið var 1:09,26. Hún bætti síðan um betur í 100 metra baksundinu og bætti metið aftur, synti nú á 1:07,87. Magnús Konráðsson SFS, bróðir Eydísar, lét sitt heldur ekki eftir liggja á mótinu. Hann setti piltamet í 200 metra bringusundi þegar hann synti á 2:27,16. Óskar Örn Guð- brandsson átti eldra metið sem var 2:27,93. Þetta er undir lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga í Leeds sem fram fer í ágúst. B-sveit Ægis skipuð þeim Söru B. Guðbrandsdóttur, Evu Þorgeirs- dóttur, Hildi B. Kristjánsdóttur og Sigríði Valdimarsdóttur, tvíbætti stúlknametið í 4x200 metra skrið- sundi, synti fyrst í undanrásum á 9:21,50 og í úrslitum á 9:17,85. Logi Jes Kristjánsson gerði ógilt í 200 metra baksundi karla en þar fékk hann tímann 2:05,14 og var þar vel á undan Ævari Erni Jóns- syni sem synti á 2:09,57 og þar með missti Logi af sínum þriðja íslandsmeistaratitli. En Ævar sýndi mikinn íþróttaanda þegar hann fór og færði Loga gullpeninginn eftir afhendinguna og viðurkenndi þar með að Logi hefði synt best. Sveit SFS var lang fyrst í 4x200 metra skriðsundi en þeir voru dæmdir úr leik þar sem einn úr sveitinni stakk sér til sunds eftir að þeir voru búnir að ljúka sundinu en hinar sveitirnar sem kepptu til úrslita höfðu ekki lokið sínu sundi og SFS var því dæmt úr leik. Urslit/BIO Arnar Freyr stigahæstur ARNAR Freyr Olafsson var stigahæsti sundmaðurinn í flokki karla á íslandsmeistara- mótinu í sundi innanhúss, sem fórfram íVestmannaeyjum um helgina. Arnar sigraði ífjórum greinum og vann besta afrek mótsins í 4x100 metra fjór- sundi, en fyrir það fékk hann 885 stig. Arnar Freyr sagði við Morgun- blaðið að takmarkið hefði ver- ið að synda undir lágmörkum fyrir mótið í Edinborg um næstu helgi. Morgunblaöið/Sigfús Þau efnilegustu. Sara B. Guðbrandsdóttir, Ægi og Ómar Þorsteinn Árna- son, Óðni. Bjóst ekki við að verða valin efnilegust - sagði sú efnilegasta, Sara Björg Guðbrandsdóttir m Jjjg trúi þessu varla. Ég bjóst við að Eydís Konráðs, sem mér finnst langefnilegust í dag, yrði valin en hún var að vísu valin í fyrra. Þetta er annað innanhúss- meistaramótið mitt. Ég tók einnig þátt í því í fyrra. Nú tók ég þátt í 200, 400 og 600 metra skriðsundi og gekk mjög vel í 800 og 400 GIOKGIO \R\I \M FÓT Sœvar Kcirl Olason Bankastræti 9. S í m i 1 3 4 7 0 metrum en náði ekki í úrslit í 200 metrunum. Aðalgreinin mín er 800 metra skriðsund. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort og hvenær ég næ Ingibjörgu Arnardóttur í 800 metrunum en hún er búin að vera. í þessu í mörg ár og er gríðarlega sterk. Takmarkið hjá mér nú er að komast á Evrópumeistaramótið í Leeds en ég á eftir að ná lágmörk- um fyrir það en það er gott að hafa sér eitthvert takmark. Þá get- ur maður einbeitt sér. betur. Laugin hérna er alveg frábær. Það vantar fleiri laugar með svona saltblöndu og alveg nauðsynlegt fyrir sundíþróttina að við fáum svona 50 metra laug,“ sagði Sara Björg og var varla enn búin að ná því að hafa verið valin efnilegust. „Þetta kom mér ekkert frekar á óvart,“ sagði Ómar Þorsteinn Árna- son sem kjörinn var efnilegasti pilt- urinn í sundinu. „Eg var í úrslitum í fimm sundgreinum, sleppti reynd- ar einni þeirra en varð í fjórða sæti í þremur. Aðaláhersluna legg ég á 100 metra flugsund en nú varð ég í fjórða sæti í því sundi. Stefnan er að komast á verðlaunapall í þessu sundi á næsta innanhússmeistara- móti,. Ég hef æft sund núna í rúmlega 6 ár og þetta er í annað sinn sem ég keppi á þessu móti. Nú á næst- unni er stefnan að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í Leeds á Englandi i ágúst og halda áfram að bæta mig. Svo væri óskandi að sá draumur rættíst að komast á Ólympíuleikana eftir 4 ár.“ Arnar Freyr Olafsson „Ég stefndi fyrst og fremst að því og mér tókst að ná settu marki. Nú set ég stefnuna á að synda undir ólympíulágmörkunum, en það er stutt á milli móta go það getur haft áhrif til hins verra.“ Arnar Freyr sagðist hafa hvílt í tvær vikur fyrir mótið í Eyjum og því verið vel upplagður. „Eg hvíli áfram fram að keppninni í Edin- borg, en ef dæmið gengur ekki upp þar verð ég að reyna við lágmörkin í sumar." Naudsynlegt að fá 50 m innilaug - segir formaður Sundsambands íslands Mótið tókst ágætlega. Margir hafa bætt sig hjá félögun- um, mikið er af ungu sundfólki að gera góða hluti. Það vantar Eðvarð, Magnús Má og Arnþór, okkar sterkustu sundmenn, en samt eru slegin mörg met. Það er mikið af nýju fólki sem er að sýna hvað í þeim býr og eftir eitt ár þegar allir verða búnir að hvíla fyrir mót verða mörg met slegin. Þeir átta bestu sem eru að .reyna við Ólympíulágmörkin hvíla fyrir Edinborgarmótið um næstu helgi en hvíldu ekki fyrir þetta mót svo sem þau Arnar Freyr, Bryndís Ólafs og Ingibjörg Arnardóttir. Ekki er hægt að segja annað en framtíðina sé björt. Maður var ekkert rosalega bjartsýnn fyrir stuttu en það hefur sýnt sig að þau félög sem hafa verið að ráða sér þjálfara í fullu stari'i hafa sýnt að það borgar sig með bættum árangri. Eydís slær til að mynda met í hvert skipti sem hún skellir sér í laugina í baksundi sem er náttúrlega mjög gott og Sara B. Guðbrandsdóttir er að bæta sig mikið. Til að mynda um 20 sek. í 800 metra skriðsundi. Það er nauðsynlegt fyrir sund- íþróttina að við eignumst góða 50 metra innilaug. Það er ætlast til þess að við náum ÓL-lágmörkum í 50 metra laug og sundlaugin í Laugardal er ekki boðleg. Það er komið að okkur að halda Smáþjóð- aleikana 1997 en þar höfum við ávallt verið framarlega og unnum meðal annars I Andorra. Það er hálf neyðarlegt að ekki er meira hugsað um sundið. Okkur hefur oft verið lofað 50 metra innilaug en lítið verið um efndir. íþróttafor- ystan og bæjarféiög verða að fara ákveða hvort við höldum Smáþjóð- aleikana sem stórþjóð meðal smá- þjóða eða hvort við höldum þetta sem kotungar," sagði Guðfínnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.