Morgunblaðið - 14.04.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI ffl?ÞRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992
B 5
IÞROTTIR FATLAÐRA / ISLANDSMOTIÐ
Ég barðist
fyrir mömmu
- sagði Elsa Stefánsdóttir, sem sigraði
ífjórum greinum í borðtennis
ELSA Stefánsdóttir, ÍFR, kom sá og sigraði á íslandsmóti fatl-
aðra, sem fór f ram um helgina. Elsa, sem er 51 s árs, sigraði í
öllum fjórum greinum borðtenniskeppni kvenna og fór heim með
fjóra bikar í safnið, sem var mikið fyrir. „Ég átti alls ekki von á
þessu, en það var kominn tími til að bæta sig,“ sagði Elsa við
Morgunblaðið. Aðspurð um hvað nú tæki við sagði meistarinn:
„Komin á þennan aldur er ég auðvitað hálfdauð eftir keppnina.
Þetta er í fyrsta og eina sinn, sem ég fæ fjögur gull í sömu
keppni, en ég veit ekki hvað ég geri í ellinni!"
Fyrsta íslandsmótið var haldið
1979, en þetta mót var það
fjölmennasta frá byijun, 257 þátt-
takendur frá 21 félagi. Keppt var
í borðtennis, boccia, bogfimi og lyft-
ingum og var mikil barátta á mörg-
um vígstöðvum.
Elsa keppti í flokki hreyfihaml-
aðra í borðtennis, sigraði í sitjandi
og standandi flokki, opnum flokki
kvenna og opnum flokki í tvíliðaleik
ásamt Guðrúnu Guðmundsdóttur.
„Ég hef lengi vel verið amman
í hópnum, en félagi minn í tvíliða-
leiknum er eldri. Flestir hinna eru
um og yfir tvítugt og auðvitað verða
þeir spældir, þegar kerlingin vinnur
þá. En þetta er gaman og það er
fyrir öllu. Maður verður að hafa
gaman af þessu, en íþróttin gefur
manni mikið. Ég er með sykursýki
og kransæðastíflu og því er mér
lífsnauðsynlegt að hreyfa mig, en
það geri ég í þessari íþrótt.“
Elsa byijaði að æfa, þegar félag-
Þröstur Steinþórsson sigraði í ið var stofnað 1974 og hefur verið
opnum flokki í bogfimi. sigursæl síðan. „Við æfum tvisvar
Morgunblaðiö/Biarni
Morgunblaðið/Bjarni
Elsa Stefánsdóttir hafði mikla yfirburði í borðtennis og er hér á leiðinni
að gullinu. Til hliðar er Elma Finnbogadóttif, sem sigraði í 1. deild í boccia.
í viku og mér hefur gengið vel á
mótum. Nú er vorið að koma og
þá fer ég að dútla í garðinum, en
held æfingunum einnig áfram. En
þetta var skemmtilegt og ég barð-
ist fyrst og síðast fyrir mömmu, sem
er á elliheimilinu Grund.“
Samhliða íslandsmótinu í bog-
fími var haldið opið mót, þar sem
ófatlaðir einstaklingar, karlar, kon-
ur og unglingar, tóku þátt ásamt
fötluðum bogfimiskyttum.
Bocciakeppnin var deildarskipt
og var mikil spenna í öllum deild-
um, en keppnin í 1. deild vakti
mikla athygli.
í lyftingum var keppt í tveimur
flokkum, flokki hreyfihamlaðara og
þroskaheftra.
■ Úrslit / B10
JÚDÓ / OPNA BRESKA MEISTARAMÓTIÐ || KÖRFUKNATTLEIKUR
Sigurður
Berg-
manní
ffjórða
sætinu
SIGURÐUR Bergmann júdó-
kappi varð ífjórða sæti á Opna
breska meistaramótinu sem
fram fór um helgina. Bjarni
Friðriksson varð í sjöunda sæti
en aðrir íslenskir keppendur
komu minna við sögu.
Sigurði Bergmann gekk vel,
vann tvær fyrstu glímurnar á
ippon og mætti síðan Elvis Gordon
frá Bretlandi. Þá tapaðj hann og
Gordon glímdi síðan til úrslita og
sigraði. Sigurður glímdi hins vegar
við Múller frá Þýskalandi um þriðja
sætið og tapaði þeirri viðureign.
„Þetta gekk svona sæmilega hjá
mér, en ég er langt frá því að vera
ánægður,“ sagði Bjarni Friðriksson
við Morgunblaðið eftir mótið. „Ég
fann mig vel fyrir mótið en síðan
gekk ekkert þegar í glímurnar var
komið. Ég komst aldrei í gang og
þetta var greinilega ekki minn dag-
ur,“ sagði Bjarni sem vann þijár
glímur en tapaði tveimur.
Bjarni hefur tekið þátt í þessu
móti í mörg ár en aldrei tekist að
sigra. Hann hefur verið í öðru til
þriðja sæti síðustu fjögur til fimm
árin. „Ég ætlaði að vinna þetta ein-
hvern tíma og það hefði verið gott
að gera það núna, en það gengur
ekki allt eins og ætlað er,“ sagði
hann.
Sigurði Bergmann gekk vel á Opna breska meistaramótinu.
ÍRmeðfarseð-
ilinn í augsýn
Verði liðinjöfn ræðurstigamunur
„ÞETTA var erfitt en hafðist
með góðum stigamun. Seinni
leikurinn verður erfiður því
Kaninn þeirra verður með en
við vinnum þá samt,“ sagði
Björn Steffensen, fyrirliði ÍR,
eftir 85:64 sigur á Snæfelli í
fyrri leik liðanna um sæti í úr-
valsdeild. Gæði leiksins voru
lítil en baráttan þess meiri.
Aðeins eru leiknir tveir leikir
og stigamunur látinn ráða ef
hvort lið vinnur einn leik.
Snæfellingar ætluðu að taka
leikinn strax í sínar hendur
og byijuðu með miklum látum sem
■■■■■■ bom heimamönnum
Stefán alveg í ojina sköldu.
Stefánsson Það tók IR hins veg-
skrifar ar aðejns þrjár mín-
útur að ná sér á
strik, ná forystunni og halda henni
til leiksloka.
ívar Webster var góður og hirti
fráköst grimmt. Róðurinn gæti hins
vegar orðið erfiður þegar hann
mætir Tim Harvey í Stykkishólmi.
Hilmar Gunnarsson, Gunnar Þor-
steinsson og Björn Bollason stóðu
sig nokkuð vel. Liðið lék ekki vel
en strákarnir eru háir og setja alla
baráttuna í leikinn, og það skilaði
sér.
Snæfellinga vantaði illilega Tim
Harvey sem var í leikbanni. Þeir
náðu aldrei að sýna sitt besta,
röfluðu þess meira í dómurunum
sem voru að vísu ekki góðir en
mótmælin skiluðu engu. Bárður
Eyþórsson, Hreinn Þorkelsson og
Rúnar Guðjónsson voru ágætir.
Liðin mætast aftur í Stykkis-
hólmi í kvöld.
KNATTSPYRNA / FRKKLAND
Arnor og samherjar náðu settu marki
Arnór Guðjohnsen og samhetjar
í Bordeaux unnu St. Seurin
3:0 á laugardaginn og endurheimtu
þar með sætið í 1. deild frönsku
knattspyrnunnar. Strasbourg, sem
tapaði 4:2 fyrir Istres, er þremur
stigum á eftir, en síðasta umferðin
verður um næstu helgi.
„Óhætt er að segja að þungu
fargi sé af okkur létt,“ sagði Arnór
við Morgunblaðið. „Við lékum einn
besta heimaleik okkar á tímabilinu
og stemmningin var frábær. Reglu-
lega var sagt frá stöðunni hjá
Strasbourg og hafði það góð áhrif.“
Arnór fiskaði eina vítaspyrnu, en
Þjóðveijinn Rainer Ernst gerði öll
mörk heimamanna úr vítaspyrnum.
Arnór, sem er samningsbundinn
Bordeaux út tímabilið 1994, sagði
að ljóst væri að styrkja þyrfti liðið
fyrir næsta tímabil. „Við náðum
settu marki að þessu sinni og ég
verð sennilega hérna næsta vetur.
en félagið verður að kaupa þijá til
fjóra menn fyrir baráttuna í 1. deild
næsta ár.“
Bordeaux fer í æfingaferð til
Suður-Ameríku í byijun maí, en
Arnór sagði að ekkert ætti að koma
í veg fyrir að hann gæti verið með
íslandi gegn Grikklandi 13. maí.