Morgunblaðið - 14.04.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓI I IRþRIÐJUDAGUR 14. APRÍL 1992
B 7
■ TÓMAS Holton þjálfari og'leik-
maður Vals fékk dæmda á sig
ásetningsvillu eftir aðeins þriggja
mínútna leik. Keflvíkingar breyttu
stöðunni í þeirri sókn úr 2:6 í 5:6.
■ SVALI Björgvinsson fékk
einnig ásetningsvillu í leiknum. Það
var þegar 13 mínútur voru eftir af
síðari hálfleik og staðan var 40:43
fyrir Val. ÍBK skoraði sex stig í
þeirri sókn og komst 46:43 yfir.
■ VALSARAR lentu í talsverðum
villuvandræðum í leiknum. Bræð-
urnir Magnús og Matthías Matthí-
assynir fengu sínar fjórðu villur
þegar um 13 mínútur voru til leiks-
loka og einnig Svali Björgvinsson.
■ JON Kr. Gíslason þjálfari og
leikmaður ÍBK tók af skarið þegar
rúmar sjö mínútur voru til leiksloka
og allt í járnum. Jón tók sig þá til
og gerði tvær þriggja stiga körfur
í röð af löngu færi.
■ KRISTINN Fríðriksson fékk
dæmda á sig tæknivillu þegar íjórar
mínútur voru eftir af leiknum og
staðan 63:60. Franc Booker skor-
aði ekki úr skotunum sem hann
fékk og því nýttist tækifærið illa.
■ ELLERT Eiríksson bæjar-
stjóri í Keflavík afhenti leikmönn-
um Vals glæsilega blómvendi eftir
leikinn með kveðju frá íbúum bæjar-
ins og þakklæti fyrir drengilega
keppni.
Reuter
Fred Couples tekur hér við hamingjuóskum frá fyrrum meistara, Ian Woos-
nam, sem bregður á leik til að vera jafnstór Couples.
Couples bestur
Morgunblaðið/Einar Falur
in var í höfn. Hér sjást nokkrir leikmenn fagna ógurlega.
FRED Couples, 32 ára gamall
kylfingurfrá Bandaríkjunum,
sigraði á Bandaríska meistara-
mótinu (US Masters) i golfi
sem lauk í Augusta um helg-
ina. Þetta var fyrsti sigur Coup-
les á risamóti en menn hafa
lengi beðið eftir því að hann
næði þessum áfanga enda hef-
ur hann verið talinn einn efni-
legasti kylfingur heimsins um
nokkurt skeið. Nú tókst það
hjá honum og hann sannaði að
hann er ekki lengur efnilegur,
hann er orðinn góður — trúlega
sá besti.
Það var ekki sama spennan yfir
þessu móti og síðustu meist-
aramótum. Couples náði tveggja
högga forskoti á 13. holu og lék
það sem eftir var á pari. Þar með
batt hann endi á fjögurra ára einok-
un Evrópumanna á hinum eftirsótta
græna jakka. Hann var reyndar
nókkrum sinnum nærri því að koma
sér í verulegt klandur en tókst með
smá heppni og sterkum taugum að
bjarga sér.
Sem dæmi um heppnina og um
leið færni hans má nefna 12. hol-
una, sem er ein erfiðasta hola vall-
arins. Hún er um 140 metra löng
og vatn er rétt hjá flotinni. Couples
húkkaði aðeins, ienti í slakkanum
milli vatnsins og flatarinnar og það
munaði ekki nema nokkrum senti-
metrum að boltinn færi í vatnið. Á
einhvern óskiljanlegan hátt rann
boltinn ekki niður hallann og í vatn-
ið og Couples gekk að, tók fley-
gjárn og laggði boltann upp við
pinna.
„Það sást ef til vill ekki, en ég
var alveg ferlega taugaveiklaður
þegar ég kom á teiginn á 12. holu.
Það er kraftaverk að boltinn rann
ekki í vantið, en það er líka krafta-
‘verk að vinna Meistarmótið," sagði
Couples.
Mikill vinur Couples og einn fjöl-
margra sem hefur leiðbeint lionum
í golfinu í gegnum árin, Raymond
Floyd, lék ágætlega og varð í öðru
sæti, ellefu höggum undir pari og
tveimur höggum á eftir Couples.
„Ég er ekki svekktur. Ég spáð
Freddie [Fred Couples] sigri og það
gekk eftir. „Augusta völlurinn er
sniðinn fyrir Couples og hann á að
geta fyllt heilan fataskáp með
grænum jökkum. Hann leikurþann-
ig að hann á eftir að skáka Nick-
laus og Palmer," sagði Floyd en
þeir félagar hafa samtals sigrað tíu
sinnum í þessu móti. Floyd sigraði
sjálfur í mótinu 1976 og tapaði í
bráðabana fyrir Nick Faldo fyrir
tveimur árum.
Gekk á ýmsu
Það gekk á ýmsu á meðan á
mótinu stóð. Á laugardaginn, sem
var þriðji dagur keppninnar, varð
að fresta leik vegna rigningar í
tæpar þijár klukkustundir. Þegar
loks stytti upp var orðið það dimmt
að ekki var hægt að leika. Sex
kylfingar urðu því að hefja leik kl.
sex á sunnudagsmorguninn og
ljúka því sem eftir var af þriðja
hring. Meðal þeirra sem það gerðu
var meistarinn sjálfur, sem átti fjór-
ar holur eftir þegar frestað var.
Árangur kylfinganna var misjafn
eins og gengur. Couples sigraði á
275 höggum, lék á 69-67-69-70,
og varð fystur til að komast í gegn-
um keppnina án þess að leika hring-
inn á yfir 70 höggum.
Severino Ballisteros vili örugg-
lega gleyma síðasta deginum sem
fyrst, og ef til vill allri keppninni.
Hann lék á 294 höggum, þriðja
dagin iék hann á 70 höggum en
síðasta daginn fór allt úrskeiðis sem
farið gat og hann kom inn á 81
höggi! Það voru hæstu tölur sem
sáust á skorkortunum þann daginn.
Besti kylfingurinn?
Árangur Couples er glæsilegui
og kórónar frábæran árangur hans
að undanförnu. Síðustu tíu mánuði
hefur hann leikið 40 hringi af 43
undir pari og er 135 höggum undir
pari á þessu ári. Ekki slæmur
árangur og auk þess hefur hann
unnið sér inn rúmlega eina milljón
dollara, um 58 milljónir ÍSK, það
sem af er árinu.
naður meistaranna
„Það er mjög erfitt að gæta hans, og
hann er einn sá erfiðasti sem ég hef
leikið á móti. Hann er fljótur, getur skot-
ið hvar sem er og svo verður að stíga
hann út líka því hann er sterkur í sókn-
arfráköstunum. Hann er mjög góður
leikmaður og það eina sem má setja útá
er varnarleikurinn hjá honum.
Fimmti úrslitaleikur ^
islandsmótsins i körfuknattleik i
íþróttahúsinu i Keflavík 11. apríl 1992
Þessi leikur gat dottið á báða vegu
og það gætu alveg eins verið Valsmenn
sem væru að fagna, en ekki við. Þeir
eru búnir að leika mjög vel að undan-
förnu og það var alls ekki heppni að
þeir skyldu ná svona langt. Það eru ekki
mörg iið sem leggja Njarðvíkinga á
heimavelli tvisvar í röð,“ sagði Albert.
■ KARLA og kvennalið ÍBK urðu
bæði íslandsmeistarar í körfuknatt-
leik. Leikmönnum liðanna og mök-
um þeirra ásamt stjórn körfuknatt-
leiksráðs var boðið að snæða á veit-
ingahúsinu Þotunni á laugardags-
kvöldið.
■ LEIKMENN karlaliðsins voru
orðnir dálítið loðnir um liöfuðið í
síðasta leiknum. Eftir leikinn gátu
þeir snyrt hár sitt og skegg með
góðri samvisku.
■ KEFL VÍKINGAR voru að von-
um ánægðir með sigur sinna manna
og strax að leik loknum vat' víða
flaggað í bænum.
■ KRISTJÁN Möller og Leifur
Garðarsson ætla ekki að reyna við
FIBA-dómararéttindin í ár. Prófið
er á þeim tíma sem þeir eru í próf-
um og því komast þeir ekki.
■ SIGURÐUR Valgeirsson var
alveg viss þegar yalur og ÍBK léku
íjórða leikinn að ÍBK yrði meistari.
„Ég á hann þennan,“ sagði hann
um leið og hann tók íslandsbikarinn
traustataki.
Morgunblaðið/Einar Falur
ús Matthíasson og Sigurður Ingimundarson vefja hér knöttinn örmum með aðstoð
GOLF / MEISTARAMOTIÐ
SœvarKarl Ólason
Bankastræt i 9 ,
38/26 Víti 12/6
13/3 3ja stiga 14/4
24 Fráköst 42
11 (varnar) 23
13 (sóknar) 19
7 Bolta náð 18
17 Bolta tapað 5
17 Stoðsendingar 10