Morgunblaðið - 25.04.1992, Page 2

Morgunblaðið - 25.04.1992, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Gaman að fást við óviðráðanleg verkefni Morgunblaðið/Einar Falur SIGURÐUR A. MAGNÚSSON HEFUR ÞÝTT FYRRI HLUTA ULYSSES EFTIR JOYCE OG ERAÐ LEGGJA LOKAHÖND Á BÓK UM GRIKKLAND SIGURÐUR A. Magnússon rit- höfundur keppist þessar vikurn- ar við að leggja lokahönd á tvær bækur sem væntanlegar eru frá hans hendi með haustinu. Önnur er um Grikkland, um helstu sögu- staði, land og þjóð, en um þessar mundir eru fjórir áratugir liðnir frá því að Sigurður steig fyrst fæti á gríska grund. Hann hefur oft komið þangað síðan og lagt dijúgt af mörkum við að kynna Grikkland og gríska menningu fyrir Islendingum; hann hefur ritað bók um landið, þýtt sögur og Ijóð, og leitt hópa ferðamanna um söguslóðir. Hin bókin sem Sigurður hefur verið að glíma við, er þýðing á einu helsta stór- virki bókmenntanna, Ulysses eft- ir James Joyce, en væntanlegt er að fyrri hluti sögunnar komi út í haust. Irinn James Joyce er einn frægasti rithöfundur þessarar aldar. Hann sendi frá sér sjö bækur; tvö ljóðasöfn, eitt leikrit, smásagnasafnið / Dyflinni, sem Sigurður þýddi fyrir nokkrum árum, og þijár skáldsögur. Frægust þeirra er sjálfsagt Ulysses, verk upp á tæpar þúsund blaðsíður, og talið eitt höfuðverk módernismans í bók- menntum. í Ulysses, sem kom fyrst út í París árið 1922 - útgáfa henn- ar var bönnuð í enskumælandi lönd- um í á annan áratug - segir Joyce frá degi í lífi Stephens Dedalus og Leopolds Blooms, og er sá síðar- nefndi eiginleg „söguhetja". Allt er tínt til, öllu lýst, og einstakt þykir hvemig Joyce vinnur með tungu- málið og skynjanir fólksins í sög- unni. Síðustu misserin hefur Sigurður A. Magnússon setið við að þýða fyrri hluta þessa mikla verks, hann ! skrifar á næturnar, segist hafa i byijað á þvi þegar hann var í blaða- j mennskunni á sínum tíma; hann fái í sér göngutúr, syndi og hitti fólk á | daginn, en þegar aðrir fara að sofa j hefjast átökin við Joyce. „Þeir hjá Máii og menningu buðu mér þetta verkefni, að þýða Ulyss- es, og ég sló til,“ segir Sigurður. „Mér fínnst alltaf gaman að fást við allt að því óviðráðanleg verk- efni. Og þetta hefur verið afskap- lega spennandi. Að vísu stundum niðursallandi og þreytandi - þegar maður hefur kannski staðið upp eftir tíu tíma og ekki búinn með nema þijár síður! En samt hefur það alltaf verið jafn spennandi þeg- ar ég hef vaknað næsta dag, og strax byijað að velta fyrir mér hvemig muni ganga með næsta kafla. Þetta er búin að vera þræla- vinna, en skemmtileg engu að síður. Það er svo mikið fyrirtæki að ' þýða þessa bók að ég hélt hún ‘ væri kannski þýdd á ein tíu eða Sigurður A. Magnússon tólf mál, en nei takk, annað var mér sagt hjá Joyce-stofnuninni í Dublin. Hún er komin út á einum 127 málum! Ég býst við að hún komist bara næst Marx og Bibl- íunni!“ Sigurður segir að málið á bókinni sé mjög erfítt, en það hjálpi mikið að til eru nákvæmar útlistanir fræð- imanna á hinum smæstu atriðum textans. Sumar þýðingar séu mor- andi í villum, þá hafa þýðendumir ekki lagt sig eftir þessum skýring- um, og sumir hafa einfaldlega sleppt jtví sem þeir réðu alls ekki við. „Ég viðurkenni fúslega að ég kvíði fyrir því að byija á seinni hlut- anum í sumar. Þar er fyrstur fyórt- ándi kaflinn, og sá erfíðasti; saga enskrar tungu. Það fer sennilega allt sumarið í þennan kafla, því okkar málsaga er svo allt öðruvísi, okkur vantar orð og hugtök yfír ýmislegt sem má fínna í enskunni." — Hvað ætlarðu að kalla Ulysses á íslensku? „Ódysseif, alveg hiklaust. Þessi bók er vísun í Ódysseifskviðu, Joyce sækir strúktúrinn í hana, og við þekkjum Ódysseif frá Hómer. Nafn- ið Ódysseifur hefur sömu vísanir á íslensku og Ulysses hefur á ensku." ítarlegasta lýsing á einstaklingi sem til er Sigurður segir að Ulysses muni vera ítarlegasta lýsing á einum ein- staklingi sem til er í heimsbók- menntunum. „Bókin er um einn dag í lífí manns og allt er tekið með, hvort sem það eru samræður eða þegar hann fer á kamarinn. Aðal- persónan er sennilega ein af fyrstu andhetjum í bókmenntunum, og fræg er þessi tækni sem Joyce beit- ir, hugflæði, eða „stream of conscio- usness". Sú tækni gerir bókina mjög erfíða í þýðingu, því maður veit oft ekki nákvæmlega hver er að hugsa hvað, eða hvaðan næsta setning kemur. Þetta er eitt risa- stórt púsluspil. Sagan er könnun á sálarlífi þessa manns og líka sjálfri borginni; hin raunverulega aðalhetja er kannski írska borgin Dublin. Lýsingarnar á henni eru alveg ótrúlegar. Joyce sagði nú líka sjálfur að ef gerð yrði loftárás á borgina, þá væri hægt að byggja hana aftur, stein fyrir stein, eftir bókinni! Þetta eru ýkjur, en þó nokkuð til í því engu að síð- ur. Og ég held að Dublin sé eina borgin þar sem maður kemur að húsi sem á er plata sem segir eitt- hvað þessu líkt: Hér bjó Leopold Bloom, skáldsagnapersóna!" Leopold þessi er aðalpersóna bókarinnar, gyðingur, og Sigurður segist halda að Joyce kljúfi sjálfan s>g og ýmislegt af honum sjálfum sé að fínna í unga manninum Step- en, meðan Leopold sé hann á þeim tíma sem hann er að skrifa bókina. „Joyce velur sér gyðing sem per- sónu, utangarðsmann, en sjálfur var Joyce flóttamaður frá írlandi, búsettur á Ítalíu, í Sviss og Frakk- landi, og gat fyrir vikið horft á þetta írska samfélag með hlutlæg- um augum utangarðsmannsins." — Hefur þú ekki heimsótt borg- ina sjálfur? „Jú jú, við fórum þangað í píla- grímsferð Einar Kárason, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar og ég. Þar fengum við systurson Joyce sem leiðsögu- mann.“ Sigurður er með myndir úr ferðinni og á einni er leiðsögumað- urinn við styttu af James Joyce. „Þetta er eina styttan af karlinum og ekki voru það borgaryfirvöld sem settu hana upp, heldur höfðu kaup- menn vit á því. Joyce hefur heldur aldrei verið gefinn út í Dublin, og bækur hans voru ekki seldar þar fyrr en eftir 1970! Samt byggir all- ur túrismi í borginni á Joyce. Og leiðsögumaðurinn sagði mér alveg hryllilegar sögur um tvær ógiftar systur Joyce. Þær unnu á símstöð en þorðu annars ekki út úr húsi, þær voru svo hræddar um að gert yrði at í þeim út af bróðurnum, sem var hreinlega úthrópaður sem per- vert. Já, þeir eru ótrúlega viðkvæmir írarnir, fyrir sér og sínu. Og af því sú mynd sem Joyce dregur upp af þeim er svo sönn hittir hún beint i hjartastað." í Dublin er í dag starfrækt Joyce- miðstöð og búið að gera turninn sem fyrsti kafli Ulysses gerist í, að safni sem fjöldi gesta sækir. Fræðimenn um allan heim eru að rannsaka skrif Joyce og Sigurður segir að nú nýlega hafi dagbækur hans ver- ið opinberaðar, en nú er fimmtíu og eitt ár liðið frá dauða hans. Dagbækurnar leiðá eflaust ýmislegt í ljós. „Þar er náttúrlega heill fjár- sjóður. Enda sagði Joyce að hann ætlaði að skrifa þannig að fræði- menn hefðu nóg að rannsaka næstu aldirnar." Sigurður talar um hversu mögn- uð Ulysses sé, og hvernig menn heillist af henni: „Þessi bók fer svo undarlega í mann, það kemur ein- hvernveginn allt fram í henni sem mögulegt er að láta koma fram, og miklu meira en það. Það er líka þessi frábæra tækni sem Joyce beit- ir, hann hefur þetta allt á valdi sínu, alla stíla jafnt, og hann veit allt. Þessi aðferð í skáldsögu er alla jafna yfírgengileg, en hann heldur þessu öllu saman, í einhveiju af- mörkuðu formi. Og svo fellir hann allt inn í þann ramma sem Ódys- seifskviða er. Joyce var þó ekki nema sjö ár að skrifa þessa bók, sem er ekki mikið í ljósi þess að hann var tutt- ugu ár með Finnegans Wake, sína síðustu bók, og um leið þá lang torræðustu." Þýðing ekkert minni sköpun Síðustu þijú, fjögur árin hefur Sigurður þýtt mikið; tvær bækur eftir egypska Nóbelsskáldið Mahf- úz, eina eftir Ishiguro, aðra eftir John Fowles og svo nú fyrri hluta Ódysseifs. „Það er kostur við þýð- ingar að maður fær greitt strax fyrir þær,“ segir Sigurður, „maður verður jú að vinna fyrir sér. En annars er það gífurlega lærdóms- ríkt að glíma við texta annars manns og reyna að koma honum á íslensku. Svo er þýðing, ef hún er vel gerð, náttúrlega sköpun. Ég tel til dæmis að Helgi Hálfdanarson sé ekkert minna skáld eða skapari þótt hann sé ekki að yrkja frá sjálf- um sér, sé að endurskapa. Það er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.