Morgunblaðið - 25.04.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.04.1992, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Morgunblaðið/Emilía LIFANDI GLERIÐ Margrét Zóphóníasdóttir sýnir glermálverk á Kjarvalsstöðum „Gler er lifandi efni. Það er óstýrilátt en um leið ögrandi og spennandi. Reyndar eru allir þættir sköpunarferils- ins lifandi — glerið, litirnir, brennslan. Skapanornirnar þurfa að haldast í hendur til að þetta takist. Maður fer í rauninni ekkert með glerið, það er sjálfstæð vera,“ segir Margrét Zóphóníasdóttir sem opnar í dag sýningu á svokölluðum glermálverkum í vestur-forsal Kjarvals- staða. Við erum vön steindu gleri í kirkjugluggum og tengj- um það vanalega trúar- legri reynslu. „Jafnvel fírrt og trúlaus nútíma- manneskja getur fundið þar frið og sáluhjálp," skrifar Margrét í sýningarskrá sína. En verk hennar eru af öðrum toga, þótt eflaust geti áhorfendur orðið fyrir ákveð- inni hugljómun frammi fyrir gler- inu hennar, ekki síst ef sólin skín, þá lifna þau öll og ljóma, eins og Margrét bendir blaðamanni á þegar sólin glennir sig sem snöggvast. Það er því trúlega best að velja sæmilega bjartan dag til að koma í vestur-forsal Kjarvalsstaða. Reyndar gætu menn líka skoðað verkin utan frá, en þá eru þau allt öðruvísi en séð innan frá, þaðan sem ætlast er til að þau séu skoð- uð. Það skiptir líka miklu máli hvert sjónarhomið er, ný blæbrigði geta komið í Ijós ef horft er á ská á myndflötinn. Þannig eru þessi verk margföld í glerinu og líklegast að engir tveir gestir sjái sömu sýning- una. Margrét segist hafa unnið verkin á glerverkstæði Frese og sona í Kaupmannahöfn í janúar og febr- úar síðastliðnum. Fyrir tilstilli vinar síns hafi hún komist á snoðir um þetta verkstæði og heillast. Þar glímdi hún í tvo mánuði við að mála með „eitruðum litum“ á gler- ið og segist aldrei hafa vitað ná- kvæmlega hvað mundi koma út úr ofninum, en glerið er brennt við 620 gráða hita í fjora daga þegar búið er að mála á það. „Svo heyrð- ist allt í einu brak og brestir og ég vissi ekki hvað hefði sprungið," segir Margrét og hefur ekki orðið óbarinn biskup. „Það var mikið mál að blanda litinn. Ég varð að vinna eftir númerum og liturinn var ekki réttur á, guli liturinn var til dæmis brúnn þegar ég bar hann á. Ef liturinn varð of þunnur var ekkert við því að gera, það var ekki hægt að mála yfir. Þá var ekki um annað að ræða en að þvo myndina og byrja upp á nýtt.“ Sökum þessara takmarkana varð Margrét líka að breyta form- um málverkanna og leggja skissur sínar til hliðar. „Ég ætlaði að hafa meiri form, byijaði með skip og fleiri einföld form, en það bara passaði ekki,“ segir Margrét. „Ég gat ekki fangað einfaldleikann með því móti.“ Svo hún fór meira út í abstrakt-myndir, en segist þó hafa reynt að undirstrika ákveðin form ef þau bönkuðu upp á. Margrét telur að glermálverkin séu þrátt fyrir allt rökrétt fram- hald af því sem hún hefur verið að gera áður og vinnulag að sumu leyti svipað, t.d. hvað varðar virkj- un skyndihugdettunnar. Margrét útskrifaðist úr grafíkdeild frá Sko- len for Brugskunst í Kaupmanna- höfn árið 1981, en tók síðar til við að mála. „Mér fannst ég vera svo stíf í grafíkinni, fannst ég þurfa að fá nýja vídd inn í hana,“ segir hún. Glerið er ný vídd í verkum Margrétar, því eins og hún bendir á í sýningarskrá hefur það þann eiginleika umfram önnur efni að vera gegnsætt „sem gerir það að verkum að þegar Ijósið fellur í gegn virðist uppspretta þess falin inni í glerinu sjálfu". Sýning Margrétar stendur til 10. maí. -rhv Ljóí lífsreyn Jóhann Árelíuz Morgunblaðið/Einar Falur JOHANN ARELIUZ SEGIR FRA VER0LAUNAB0K SINNI, ÁST OG RÓMANTÍK, SKÁLDSKAP í SVÍÞJÓÐ 0G ÝMSU FLEIRU TEHÚS ágústmánans nefn- ist ný ljóðabók eftir Jóhann Árelíuz, en fyrir handritið hlaut hann fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni Al- menna bókafélagsins. Tehús ágústmánans er þriðja ljóða- bók Jóhanns, sú fyrsta, Blátt áfram, kom út árið 1983 og Söngleikur fyrir fiska kom út 1987. Jóhann Árelíuz er ættaður úr Vopnafirði, ólst upp á Akureyri, en hefur síðustu sautján árin verið búsettur í Svíþjóð þar sem hann var við nám og hefur unnið að ýmsu sem til hefur fallið, en þó alltaf fyrst og fremst að skáldskapnum. Jóhann Árelíuz segir að um það leyti sem hann flutti til Sví- þjóðar, um miðjan áttunda áratuginn, hafi verið mikið um félagslegt raunsæi í skáldskap, skáld reyndu að setja fram boðskap og þetta var tími hins opna ljóðs. „Sjálfsút- gáfan stóð í blóma, og fólk hljóp í burtu ef það sá skáld álengdar,“ segir hann og hlær; „sumir voru mjög kraftmiklir í sölunni og gáfu oft og mikið út. En mér fannst þetta allt saman frekar leiðinlegt, svo ekki sé meira sagt. Það var ekki í tísku á þessum tíma að vera rómantíker, og það er aldrei hægt að markaðssetja rómantík. Það er ekki hægt að setjast við tölvuna sína og ætla að yrkja rómantísk og miðleitin ljóð, ljóð sem í sjálfu sér eru ekki um neitt, en eru samt um það sem öll ljóðlist hefur snúist um frá upphafi: ástina, lífið og dauðans óvissa tíma. Það er út í hött að tala um hlutverk ljóðsins, en það er hægt að athuga þau ljóð sem lifa; í þeim er þessi elegíski tónn sem ekki er hægt að finna upp.“ — Ert þú rómantískt skáld? „Mér leiðast svona skilgreiningar mjög, en rómantíker... jú jú. Það er sjálfsagt ekki hægt að vetja sig al- veg gegn því, ég er frekar innblásið skáld. Ef það er rómantík að bíða eftir innblæstri, í staðinn fyrir að ijúka af stað og skrifa hvern and- skotann sem manni dettur í hug, eða án þess að manni detti nokkuð í hug, þá er ég rómantíker." Fagur er dalur vina vind mér bláþráð hvíta Ijóssins þú yndið heitt ástin þú. toppur þessarar stjörnu ég kýs mér grænan reit í hjarta þínu — Ástin er áberandi þáttur í Ijóð- um þínum. „Ástin ætti að vera hvetjum manni eitthvað sjálfsagt og sjálf- gefið, menn ættu að vera ástfangn- ir helst allan sólarhringinn. Jú, ég er örugglega ástarskáld og er ánægður með það. Eg held að rómantíkin sé á upp- leið. Það er eitthvað sem liggur í tíðinni, þessi kalda markaðshyggja hefur farið gandreið ansi lengi: tölvuvæðing, markaðssetning, þjón- usta og ráðgjöf, verðbólga og allt annað. Hraðinn og stressið er lífs- vandi sem við að sumu leyti búum okkur til sjálf, en ég held að fólk sé búið að fá alveg nóg af þessu og sé farið að Ieita að einhveiju öðru — leita kannski bara að sjálfu sér. Málin verða ekkert leyst á út- varpsrásunum, þó þar sé verið að tala um alla hluti og ekki neitt frá morgni til kvölds. Það er mikið ráð- leysi og hraði hér á íslandi, sem er miður, því það er annars hvergi betra að vera. Hér er fagur fiskur i sjó — þrátt fyrir kvóta — fjöllin fagurblá, og ég veit ekki hvað og hvað. Fólk þarf að hyggja að fleiru en umbúðunum.“ LÍFSVERK í LJÓÐ — Situr þú meira og minna við skriftir og bíður eftir innblæstrin- um? „Ég hef ekki átt þess kost að sinna ristörfum í þeim mæli sem ég hefði kosið, en aðstæðurnar hafa þó orðið mér hagstæðari hin seinni ár og nú síðasta árið hef ég verið eingöngu við ritstörf. Allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur verið aukageta til að geta skrifað. Annað hefur ekki vakað fyrir mér. Sem ljóðskáld er prýðilegt að hafa reynt bæði eitt og annað, og það á við um allan skáldskap. Fátt er blóðlausara en framleiðsla þeirra sem fara þessa beinu línu: grunn- skóli, menntaskóli, háskóli, og bytja síðan að skrifa eins og lífsreyndir menn.“ — Finnst þér þú ekki vera langt frá útgáfunni þar sem þú situr í Stokkhólmi og skrifar? „Jú, ég var mjög langt frá útgáf- unni“, svarar Jóhann brosandi. „Mér datt ekki í hug að leita að útgefanda fyrir fyrri bækurnar, ég vildi bara að þær kæmu út. Ég hef heyrt það margar sögur af því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í útgáfumálunum hér. Það er skömm að því að stóru forlögin skuli ekki sjá sóma sinn í því að gefa út fleiri ljóðabækur. Þau forlög sem gefa út svokallaðar fagurbókmenntir þyrftu að gera meira af því að efna til samkeppna, það er eina leiðin til að komast fram hjá niðurdrep- andi kunningsskap. Það er náttúrlega ekki peninga- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 B 5 gróði í að gefa út ljóðabækur, en með tækni dagsins í dag kostar það heldur ekki mikið.“ Jóhann segir að Tehús ágúst- mánans sé nokkurskonar lífsverk sitt í ljóði. „Þessi bók er ekki samin fyrir hádegi og heldur ekki eftir kvöldmat. Eg er búinn að vera að þessu sólarhringum saman í tutt- ugu ár. Ég skilaði handritinu á Bindindisdaginn í fyrra og um þær mundir átti ég tuttugu ára afmæli sem skáld. Fyrsta ljóðið sem birtist eftir mig, birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1973 í ritstjóratíð Sigfúsar Daðasonar. Það ljóð orti ég 1971. Það hefur hinsvegar ekki farið mikið fyrir mér hérlendis. Fiest ljóð þessarar bókar eru ort á síðustu fimm árum, en sumt er unnið upp ur gömlum hugmyndum og allt að því ósjálfráðri skrift frá Sturm und Drang-árum mínum! Þannig er víða komið við í tíma og rúmi.“ SJALDAN HÆGT AÐ YRKJA BÓK Á EINU ÁRI — Tuttugu ár og þrjár bækur, eru það mátuleg afköst? „Það er sjaldan hægt að yrkja bók á einu ári. Það er einhver vit- leysa sem hefur verið fundin upp nýlega hér á landi. Að yrkja ljóð í akkorði er ekkert fyrir mig. Mér finnst það undarlegt þegar allir eru að gefa út skáldsögur eitt árið og ljóðabækur það næsta. Og menn geta verið allt í einu: leikritaskáld, ljóðskáld, skáldsagnahöfundar, rit- arar ævisagna, íþróttafréttaritarar! Ég skil þetta ekki, og kannski ekki nema von, því ég er bara eitt í einu. Ég held það sé hvergi nema á ís- landi sem allir eru svo óskaplega fjölþæfir. Ég hef skrifað ýmislegt og á eitt og annað í handraðanum, en mér fínnast þessar þijár bækur bara alls ekkert lítil afköst. Skáld eins og Tomas Tranströmer gefur kannski út fimmtán ljóð á fjögurra ára fresti. Það er fáranlegt að tala um afköst í ljóðagerð.“ — Þú hefur ekkert verið að yrkja á sænsku? „Nei, mér þætti það raunalegt ef íslenskt skáld kæmi til Svíþjóðar og færi að yrkja á sænsku. Það stendur allavega ekki til hjá mér. Maður skiptir ekkert úr íslensku yfir á sænska tungu, nema þá bara til að skrifa eitthvað um þjóðfélags- ástand. Mér þykir vænt um sænsku sem slíka, og margt hefur verið ort fallegt á sænsku, af mönnum eins og Ekelöf og Tranströmer. Ef ég færi að yrkja um einhver mín hjart- ans mál á þeirri tungu, væri ég að sýna þeim mönnum lítilsvirðingu, og sjálfum mér um leið. íslenskan er hálmstráið, það hafa verið mínar ær og kýr að skrifa á íslensku, fjarri minni heimabyggð. Það hefur ekki verið neinn leikur, og er ekki enn. Ég drakk íslenskuna í mig með móðurmjólkinni en sænskan er fóstra mín. Hinsvegar held ég að mörg þess- arra ljóða hefðu ekki getað verið ort á Islandi, það er mikill hiti, sól og fjarlægð í þeim. Sænskt sumar getur verið alveg dásamlegt. En ég er alltaf einhverskonar gestur í Svíþjóð. Og það er langt síðan ég varð gestur hér.“ — En í bókinni eru líka nokkrar mjög íslenskar stemmningar, eins og í Undir Smjörfjöllum: þegar sólin þenur væng sinn stór og rjóð yfir löt skínandi vötn (dýrð íslands í júmj ilmar þú fegurð blíðu og ró þögull reikar þanki minn frá blástrái til blástrás 6 íslenzka jörð og sveit! þegar sólin þenur væng sinn feit og gul „Þetta er í sveitinni, þetta er Vopna- fjörður. Þau gerast ekki öllu fal- legri veðrin á íslandi en í Vopna- firði á góðum degi. Kannski er þetta ljóð eins og blanda af gömlu róman- tíkerunum, það gæti verið einhver Jónasarlegur Heine í þessu, og svo bara Pink Floyd. Þessi feita og gula sól.“ SVESKJURNAR í SÓLARLAGINU Jóhann fékk ungur áhuga á skáldskap. „Ég er úr sveit, á rætur í Vopnafirði, er af bændum og prestum kominn. Skáldskapargáf- una hef ég sjálfsagt úr móðurætt- inni, móðir mín er alltaf syngjandi, kann heilu bækurnar utanað, svo ég tali ekki um móðurömmu mína sem hreinlega kunni ókjörin öll. Öll þessi alþýðuviska rann mér í merg og bein. Það er varla maður með viti fyrir austan sem ekki getur ort eins og eina vísu. Og það var föðurbróðir minn sem kveikti fyrst hjá mér áhuga á atóm- skáldunum. Þau voru lengi ákaflega óvinsæl meðal almennings, og þeg- ar ég var í sveitinni 1963 eða 64, þá man ég eftir fögru ágústkvöldi þegar föðurbróðir minn sagði að það væri nú ekki mikill vandi að yrkja atómljóð. Og svo byijaði hann að tala um sveskjurnar í sólarlag- inu! Þessi ljóðagerð hans fannst mér samt miklu betri en ferskeytl- urnar sem hann var að hnoða sam- an. Hafi tilgangur hans verið sá ' að fæla mig frá þessu, þá virkaði það alveg öfugt. Það var svo ekki fyrr en 1968, þegar ég var í skóla á Blönduósi, að ég sökkti mér ofan í atómskáld- in og nútímabókmenntir; Stein, Jón úr Vör og bókmenntasögu Kristins E. Andréssonar, en það er merkileg bók þótt hún sé lituð. Þá leit ég hvorki í dönsku né reikningsbók, ég fór alveg í þetta.“ — Eru einhver skáld sem þú last meira en önnur þegar þú varst að byija, skáld sem hafa fylgt þér? „Ég hef það sem reglu að nefna helst aldrei skáld nema þau séu orðin sjötug. En þar sem hin eigin- legu atómskáld eru komin á þann aldur vil ég leyfa mér að nefna þau öll: Jón Óskar, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason og Stefán Hörð. Það er annars algjör óþarfi að vera alltaf að spyrða þessa menn saman, þeir eru allir skáld, hver fyrir sig. En ég hreifst mjög mikið af verkum þeirra, og ég hef lesið allt sem frá þeim hefur komið, út og inn. Sér- staklega vil ég minnast á ljóðaþýð- ingar Jóns Óskars úr frönsku. Einn- ig má nefna íslenska nútíumaljóðl- ist, bók sem Jóhann Hjálmarsson tók saman árið 1971, hún kom út á allra besta tíma fyrir mig og er mjög læsileg. Annars ætla ég að vona að ég hafi lesið öll helstu skáld þjóðarinnar.“ Jóhann Árelíus talar að lokum um að endurskoða þurfi hugmyndir manna um hvað sé ljóð: „Ljóð getur ekki verið hvaða samsetningur sem er, bara með misjafnlega löngum línum. Hér ríkir þessi stórkostlegi misskilningur á því hvað er ljóð. Eða skynjunarskortur öllu heldur. Fyrir mér verður að vera litur og líf í ljóði, taktur og tónn. Maður lifir nefnilega ljóð, þau eru lituð reynslu. Hótfyndni, kaldhæðni, að vera töff og röff í ljóði getur geng- ið sem réttur dagsins, jafnvél árs- ins, en það lifir aldrei. Þetta hefur verið mikið í tísku, en það má aldr- ei gleyma því sem er mystík í ljóði.“ VIÐTAL: EINAR FALUR INGÓLFSSON „Hrimgerður“. Myndin er unnin með bland- oðri tækni á árunum 1989-1990 og er 200x 150 sm að stærð. Baltasar með einkasýn- ingu í Bandaríkjunum - SÝNIIR 24 MÁLVERK AF G00SÖGNUM ÚR SN0RRA-EDDU í LISTASAFNINU Newp- ort í Rhode Island stendur nú yfir einkasýning á verk- um Baltasars. Sýningin var opnuð í gær og stendur til 15. júní næstkomandi. Á sýningunni eru 24 verk undir þemanu „Völuspá“, en tvö þeirra eru í eigu spænsku konungshjón- anna. Baltasar fæddist í Barcel- ona á Spáni 1938, en flutti til íslands 1961 eftir að hafa lokið námi í Escola Superior de Belles Arts de Sant Jordi de I’ Universitat de Barce- lona. Hann hélt síðar til Banda- ríkjanna í framhaldsnám og not- aði þá einnig tækifærið til að ferðast um Mexíkó í þeim til- gangi að kynna sér freskutækni þeirra. í inngangi sýningarbækl- ings listasafnsins í Rhode Island skrifar Aðalsteinn Ingólfsson meðal annars um listamanninn: „Á þeim 30 árum sem hann hefur búið á íslandi hefur hann nýtt sér hið suðræna tilfinninga- ríka næmi fyrir harðgerri náttúru íslands, og brotið til mergjar goðsagnir landsins og bókmenntir þess, án þess þó að gleyma uppruna sínum eða sann- færingu.“ Bæklingurinn sem safnið gef- ur út í tilefni sýningarinnar er hinn veglegasti, 56 síður í stóru broti með litmyndum af öllum málverkunum. Auk greinarinnar um Baltasar er grein í bæklingn- um eftir Pamelu Sanders um Snorra-Eddu. Hún segir meðal annars: „Til að fyrirbyggja allan misskilning skal þess getið að „Loki í Valsham". Myndin er gerð á þessu ári, með blandaðri tækni, og er 229 x 172 sm að stærð. myndir Baltasars af goðsögnum Eddu eru ekki hugsaðar sem myndskreytingar við texta. Uppruni hans, menning og heim- speki var sían sem persónulegar vangaveltur og túlkun fóru í gegnum áður en listaverkin voru unnin, en þannig verða einmitt sönn listaverk til.“ BT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.