Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK siMnuíjágupí I. maí 1992
8
___________
IT\ \ er sunnudagur 3. maí, 124. dagur ársins
-L'-ÉVvJ 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 6.36 og
síðdegisflóð kl. 18.54. Fjara kl. 0.32 og kl. 12.45. Sólarupp-
rás í Rvík kl. 4.52 og sólarlag kl. 21.59. Myrkur kl. 23.13.
Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.25 og tunglið er í suðri
kl. 14.04. (Almanak Háskóla íslands.)
Enginn er sem Guð Jesjúrúns, er ekur yfir himininn til
að hjálpa þér og á skýjunum í tign sinni.
ÁRNAÐ HEILLA
Q pT ára afmæli. Á morgún,
í/U 4. þ.m., er 95 ára
Bjarni Ándrésson frá
Hrappsey á Breiðafirði,
Vesturgötu 12, Rvík. Hann
er fyrrum skipstjóri og út-
gerðarmaður. Kona hans er
Karen Andrésson.
/\ára afmæli. Á morgun,
t) U 4. maí, er fimmtugur
Eiríkur Hans Sigurðsson
frá ísafirði, Brekkutanga
28, Mosfellsbæ. Hann hefur
starfað mikið að félagsmál-
um. Hin síðari ár einkum að
málefnum tengdum Rotary-
hreyfingunni, var umdæmis-
stjóri hreyfingarinnar á Is-
landi 1990-1991. Kona hans
er Sigrún Árnadóttir. Þau
taka á móti gestum í Hlé-
garði í Mosfellsbæ, í dag,
sunnudaginn 3. maí, kl.
16-18.
l\ára afmæli. Hinn 5.
I \/ maí er sjötug Ólafía
Guðbjörnsdóttir, Mýrar-
götu 2, Hafnarfirði. Eigin-
maður hennar er Móses Guð-
mundsson. Þau taka á móti
gestum í veitingastofunni
Gafl-Inn í dag, sunnudaginn
3. maí, kl. 15-18.
FRÉTTIR
I DAG er Krossmessa á
vori., „Haldin í niinningu
þess að kross Krists hafi
fundist þennan dag á þeim
degi árið 326“, segir I
Stjörnufræði/Rímfræði.
SAMTÖK tungumálakenn-
ara á Islandi halda fræðslu-
fund í Norræna húsinu nk.
þriðjudag kl. 20.30. Fyrirlest-
ur flytur Jacquelin Friðriks-
dóttir: Tungumálakennsla í
Evrópu nútímans. Karl Krist-
jánsson, menntamálaráðu-
neytinu, fjallar um Nordplus
fyrir nemendur á framhalds-
skólastigi.
FÉLAGIÐ Svæðameðferð
heldur aðalfund á morgun,
mánudag, kl. 20 í Holiday Inn
veitingahúsinu.
FÉLAG eldri borgara. Fé-
lagsvist í dag í Risinu kl. 14.
Dansað í kvöld kl. 20 í Goð-
heimum. Opið hús mánudag
kl. 13-17. Lögfræðingur fé-
lagsins er til viðtals á þriðju-
dögum.
LÁRÉTT: - 1 óþokka, 5
stækka, 8 sýður, 9 fleyg
ófreskja, 11 halda föstu, 14
mjó, 15 hundruð ára, 16
ákveð, 17 leðja, 19 andvari,
21 flyt sönglag, 22 blómun-
um, 25 sefi, 26 erfiði, 27 pen-
ingur.
LÓÐRÉTT: - 2 ástfólginn,
3 óþétt, 4 klífa, 5 neitar, 6
heiður, 7 hreysi, 9 svallar, 10
eldspýtur, 12 renna fram, 13
ríkur, 18 sæla, 20 kyrrð, 21
einkennisstafir, 23 leit, 24
óþekktur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 óhæfa, 5 ólæst, 8 áræði, 9 hæpið, 10 ang-
an, 14 ill, 15 vanin, 16 ilina, 17 náð, 19 rann, 21 munn,
22 gýgurin, 25 kýs, 26 ára, 27 ger.
LÓÐRÉTT: - 2 hræ, 3 fái, 4 arðinn, 5 óðalið, 6 lin, 7 sóa,
9 hæversk, 10 penings, 12 griðung, 13 nóarnir, 18 áður,
20 ný, 21 mi, 23 gá, 24 Ra.
Nei, nei, Guð. Okkur vantar ekki tyggjó. Bara atvinnu ...
FRÍKIRKJAN í Reykjavík.
Kvenfélagið heldur fund 5.
maí í safnaðarheimilinu. Spil-
að bingó. Kaffiveitingar.
VÍÐISTAÐASÓKN. Árlegur
hattafundur kvenfélagsins er
annað kvöld í safnaðarheimil-
inu kl. 20.30. Gestir félagsins
verða konur úr Seljasókn.
FÉLAG austfirskra kvenna
heldur fund á Hallveigarstöð-
um á mánudagskvöld kl. 20.
Myndasýning og rætt verður
um sumarferðalagið.
ITC-deildin Ýr heldur fund
í Síðumúla 17 kl. 20.30 á
mánudagskvöld. Fundurinn
er öllum opinn. Nánari uppl.
veita Elsa, s. 71507, og Krist-
in, s. 24159.
KVENFÉLAGIÐ Fjallkon-
urnar heldur síðasta fundinn
á þessu starfsári þriðjudags-
kvöldið kemur í safnaðar-
heimili Fella- og Hólakirkju
kl. 20.30. Gestir fundarins
verða konur úr Kvenfélagi
Langholtssóknar.
VESTURGATA 7, þjónustu
og félagsmiðstöð aldraðra.
I sambandi við fyrirhugaða
leikhúsferð í Þjóðleikhúsið 15.
þ.m. á „Elín Helga Guðríður"
koma leikararnir Ólafía
Hrönn Jónsdóttir og Pálmi
Gestsson á mánudag kl. 15
til að kynna leikritið ásamt
leikstjóranum, Þórunni Sig-
urðardóttur.
SELTJARNARNES. Orlof
húsmæðra. Dagana 30. maí
til 6. júní verður dvalið á
Hvanneyri í Borgarfirði. Ekki
verður farið að Laugarvatni
að þessu sumri. Nánari uppl.
hjá Ingveldi Viggósdóttur, s.
619003, og Gunnfríði'Ólafs-
dóttur s. 612006.
BARNADEILD Heilsu-
verndarstöðvarinnar við
Barónsstíg. Opið hús fyrir
foreldra ungra barna á þriðju-
daginn kl. 15-16 og verður
rætt um mataræði barna.
KVENFÉLAG Keflavíkur
heldur fund á mánudags-
kvöldið í Kirkjulundi og verð-
ur þar tískusýning.
LAUGARNESSÓKN. Fund-
ur verður í kvenfélagi sóknar-
innar í safnaðarheimilinu
mánudagskvöld kl. 20.
FÉLAG breiðfirskra
kvenna heldur fund mánu-
dagskvöld kl. 20.30 í Breið-
firðingabúð í Faxafeni.
NÝ DÖGUN, Samtök um
sorg og sorgarviðbrögð stend-
ur fyrir fræðslukvöldi í safn-
aðarheimili Laugarneskirkju
á þriðjudagskvöldið 5. þ.m.
kl. 20.30. Sr. Ólöf Ólafsdóttir
í umönnunar- og hjúkrunar-
heimilinu Skjóli, fjallar úm
efnið „Missir á eftirlauna-
aldri“.
GARÐABÆR, Kvenfélagið
heldur fund í Garðaholti nk.
þriðjudagskvöld kl. 19. Þetta
er hatta- og matarfundur.
Skemmtiatriði.
SELJASÓKN. í dag er
kirkjudagur kvenfélagsins og
annast kvenfélagskonur
guðsþjónustuna í dag kl. 14.
Kór félagsins, „Syngjandi
seljur“, syngur. Að messu
lokinni verður kaffisala í
kirkjumiðstöðinni og þar læt-
ur kórinn líka til sín heyra.
Næstkomandi þriðjudags-
kvöld er vorfundur félagsins
í kirkjumiðstöðinni kl. 20.30
og verður m.a. spilað bingó
o.fl.
BRJÓSTAGJÖF, ráðgjöf
fyrir mjólkandi mæður.
Hjálparmaeður „Barnamáls"
eru: Aðalheiður, s. 43442,
Dagný, s: 680718, Fanney,
s: 43188, Guðlaug, s: 43939,
Guðrún, s. 641451, Hulda
Lína, s: 45740, Margrét, s:
18797, og Sesselja, s.
680458.
GRAFARVOGSSÓKN.
Safnaðarfélagið heldur fund
á mánudagskvöld kl. 20.30 í
Hamraskóla. Lára Jónsdóttir
garðyrkjufræðingur ætlar að
tala um vorverkin í garðinum.
Kaffiveitingar.
KIRKJUSTARF
REYKJAVÍKURPRÓ-
FASTSDÆMI: Hádegisverð-
arfundur presta í eystra- og
vestra prófastsdæmum verð-
ur í Bústaðakirkju mánudag-
inn 4. maí kl. 12.
ÁRBÆJARKIRKJA: Vor-
ferðalag barnastarfs kirkj-
unnar til Grindavíkur verður
sunnudaginn 3. maí. Lagt
verður af stað frá kirkjunni
kl. 13. Heimkoma um kl. 17.
Foreldramorgunn þriðjudag
kl. 10.-12.
FELLA- og Hólakirkja:
Starf fyrir 11-12 ára börn
kl. 18 mánudag. Fundur í
æskulýðsfélaginu kl. 20.30.
Söngur, leikir, helgistund.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Mömmumorgunn í safnaðar-
heimilinu Borgum, þriðjudag
ki. 10-12.
SELJAKIRKJA. Fundur hjá
Æskulýðsfélaginu SELA
mánudag kl. 20, helgistund.
SKIPIN
REYKJAVÍKURHÖFN.
í gær fóru á ströndina Kistu-
fell, Selfoss, Stapafell og
Arnarfell. Á mánudag koma
að utan Laxfoss og Valur.
Pétur Jónsson kom inn í gær
af rækjumiðunum og danska
eftirlitsskipið Beskytteren
kom inn.
ÞESSAR ungu dömur, sem eiga heima á Siglufirði, efndu
til hlutaveltu til að safna peningum til kaupa á sjúkrabíl
fyrir bæjarbúa. Þær söfnuðu 6.300 kr. Þær heita Svala
Júlía Ólafsdóttir, Katrin Kristinsdóttir, Sigi’íður Ósk Sal-
mannsdóttir og Þórunn Jóhannesdóttir.
ÞESSAR hnátur héldu hlutaveltu til ágóða fyrir hjálpar-
sjóð Rauða krossins og söfnuðu 948 krónum. Þær heita
Harpa Hannesdóttir, Jóna Björk Bjarnadóttir og Sólborg
Ösp Bjarnadóttir.