Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 11
Gætt sé grundvallarreglna. um
mannréttindi og mannúð við með-
ferð fanga. Þó svo að refsivist sé
ekki vænleg til að byggja upp af-
brotamanninn þá beri hinu opin-
bera að skapa skilyrði til þess eins
og unnt sé.
Ur niðurbrotsáhrifum refsivist-
ar skuli dregið með markvissri
uppbyggingu til að breytinga megi
vænta á lífsstíl afbrotamanna
þannig að þeir séu eftir megni
undir það búnir að verða nýtir
þjóðfélagsþegnar, jafnframt því
sem það hljóti að vera markmið
að draga úr líkum fyrir áframhald-
andi afbrotum og að koma í veg
fyrir endurkomur í fangelsi. Að-
staða og aðbúnaður þurfi að vera
með þeim hætti að unnt sé að
vinna að þessum markmiðum.
Vanda þurfi val starfsfólks og
menntun þess og starfsþjálfun
VPK(i;,l:N'P»l.AI:)II) S.lVVNl.UAGt Ji
notað til vistunar langtímafanga
sem geta og vilja vinna eða stunda
nám. Eftir breytingar sem felist í
því, meðal annars, að hætt verði
að vista fanga í elstu byggingunni
og hún skipulögð fyrir aðstöðu
fanga og starfsfólks, verði fangar
á Litla-Hrauni 28 en ekki 52 eins
og nú og fangelsinu skipt í fjórar
deildir.
Breytingar verði gerðar á Kvía-
bryggju sem geri kleift að fjölga
föngum þar úr 11 í 14 og fangels-
inu í Kópavogi verði breytt í opið
fangelsi. Þar vistist eingöngu af-
plánunarfangar sem heimilað sé
að stunda nám eða vinnu utan
fangelsis.
Áhugaleysi og seinvirkni hefur
einkennt kerfið
Fangelsismálanefnd leggur til
að starfsemi Fangelsismálastofn-
unar verði efld verulega og stofn-
u
unin byggð upp til að sinna betur
verkefnum sinum og framtíðar-
hlutverki. Fram kemur að dóms-
málaráðuneyti hafi ekki falið
stofnuninni öll þau ver^cefni sem
hún á að sinna og bera ábyrgð' á
samkvæmt iögum. Ágreiningur sé
um valdsvið stofnunarinnar, boð-
leiðir kerfisins séu óljósar og
flóknar. Skapast hafi togstreita
og jafnvel árekstrar sem bitnað -
hafi á starfsemi fangelsiskerfisins.
Engin efnisleg rök hafi komið
fram fyrir því að lögin séu fram-
kvæmd með þeim hætti.
Afleiðing þessa sé meðal annars
að stefnumörkun í fangelsismálum
hafi ekki verið sinnt. Áhugaleysi,
skortur á frumkvæði og seinvirkni
hafi um of einkennt æðstu yfir-
stjórn fangelsismála.
í skýrslunni segir að óforsvar-
anlegt sé og gegn anda löggjafar
um fangelsi og fangavist og gegn
Um Síðumúla-
fangelsið, sem
upphaflega var
ætlað sem bíla-
geymsla og -þvott-
astöð fyrir lögregl-
una í Reykjavík,
segir í skýrslunni
að öll aðstaða þar
beri því upphafi
vitni.
þurfi að sníða að fyrrgreindum
markmiðum.
Þær breytingar sem fram kem-
ur í stefnumörkun fangelsismála-
nefndar að æskilegt sé að gera á
skipan fangelsismála fyrir árið
1996 í því skyni að þoka fangelsis-
málum í átt að nútímalegu vest-
rænu fangelsiskerfi, varða breyt-
ingar á fangelsum, starfsemi og
aðbúnaði, stjórnskipulagi fangels-
ismála, fjármálum og menntun
starfsfólks en síðastnefnda atriðið
telst þó til' stefnumörkunar til
lengri tíma.
Nefndin vill að húsnæðismálum
fangelsa verði komið í mannsæm-
andi og lögmælt horf, en fyrr var
tæpt á nokkur atriði úr lýsingu
hennar á ástandinu nú. Fanga-
plássum á landinu fjölgi úr 117 í
139. Fangelsum verði skipt í deild-
ir og þeim fækkað úr sex í fjög-
ur, eftir að nýtt fangelsi hefur
verið reist á höfuðborgarsvæðinu.
Það verði deildaskipt og rúmi
alls 85 fanga, 65 afplánunarfanga,
þar á meðal konur og þá sem af-
plána vararefsingu fésekta, og
einnig 20 gæsluvarðhalds- og
geymslufanga og fanga sem hætta
stafar af. í fangelsinu verði gert
ráð fyrir sjúkradeild og aðstöðu
tannlæknis og þjóni sú starfsemi
öllum fangelsunum, auk þess sem
þar verði aðstaða meðal annars
fyrir heimsóknir, tómstundir,
vinnu og nám. Leggja beri áherslu
á vinnu fanga og nám, bæði innan
fangelsis og utan og tekin verði
upp skipulögð fræðsla og vímu-
efnameðferð fyrir fanga. Eins og
fyrr segir á bygging þessa fangels-
is að mati nefndarinnar að vera
forgangsverkefni og það á að taka
í notkun eigi síðar en í árslok 1996.
Fram að þeim tíma verði fang-
elsin á höfuðborgarsvæðinu áfram
starfrækt með óhjákvæmilegum
lagfæringum en þegar nýtt fang-
elsi verði tekið í notkun verði
Hegningarhúsið, Síðumúlafang-
elsið og ríkisfangelsisdeildin í lög-
reglustöðinni á Akureyri aflögð
og fangelsinu á Litla-Hrauni
breytt samhliða byggingu nýja
fangelsins þannig að það uppfylli
nútímakröfur um aðbúnað og ör-
yggi varðandi fanga og starfsfólk.
Litla-Hraun verði í framtíðinni
HEIMSKLUBBUR Skipulag og fararstjórn: B Ingólfur Guðbrandsson
INGÓLFS KYNNIR
LISTA, ÓPERU OG SÆLKERAFERÐ - ÞAÐ BEZTA Á ÍTALÍU
ÍTALÍAIHEIMSREISUSTÍL
2ja vikna listskodun oglífsnautn í fegurstu héruöum og horgum Italíu. Brottför 17. ágúst.
FERÐAMÁTI: Flug til MÍLANÓ og til baka frá Róm.
Akstur um Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna.
GISTING: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum, sérvöldum með
tilliti til gæða og staðsetningar. Hlaðborðsmorgunverður.
HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR:
1. MÍLANÓ, m.a. LA SCALA-óperan, dómkirkjan, BRARI-
safnið og Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci
í Santa Maria delle Grazie. Gisting: BAGLIONE DORIA.
2. VERONA, hin heillandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu
og óperan AIDA í ARENUNNI með frægustu söngvurum
heimsins. Gist á splunkunýju glæsihóteli, LEON D’ORO.
3. GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum
SIRMIONE, BARDOLINO, GARDA, TORBOLE, RIVA.
Siglt á vatninu.
4. Listir og líf í FENEYJUM. Þar sem gist verður á HOTEL
LUNA við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG
til að upplifa töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi.
5. ítalska hjartað - listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er
3 nætur á BERNINI PALACE, mitt í heimslistinni til að
sjá með eigin augum snilld endurreisnarinnar, mestu
listfjársjóði veraldar í söfnunum UFFIZI og PITTI.
6. PISA, SIENA OG ASSISI, borgirnar, sem eru sjálfar
eins og undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en
orð fá lýst. Gist á PERUGIA PLAZA.
7. RÓM, borgin eilífa, fyrrum miðpunktur heimsins, hefur
engu tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið
hefur að ferðamenn fá öllum heimshornum í 2000 ár.
Gist 4 nætur á REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa
VIA VENETO.
Ef listir, saga og fegurð höfða til þín, er þetta ferð sem
þú mátt ekki missa af. Allur viðurgerningur, matur og vín
eins og bezt gerist í gósenlandi sælkera.
ENDURTEKIIM, ENDURBÆTT FRÁ í FYRRA.
Margarferðir
HEIMS-
KLÚBBSINS
í ár eru
uppseldar.
REYNSLA FARÞEGA:
„Fyrir öllu hafði vcrið hugsað af slíkri kunnáttu, útsjónarscmi og
snickkvísi, að ferðin var óblandin ánægja og draunti líkust. Það var scm
við fcrðuðumst um í landslagsmálverki, og nutum alls hins besta sem
Ítalía hefur aö bjóða. Hvílík stemmning og lífsnautn! Listin og lífið allt
fá annað samhengi við reynslu af þessi tagi. Þaö cr list að gera ferðir
svona úr garði og á fárra færi. Mér fannst hún nokkuð dýr í fyrstu en
komst að raun um að líklega væri hún ódýrasta ferðin að raungildi, sem
ég hef nokkurntima fariö, ég heyröi feröafélagana taka í sama streng.
Eg vil þakka fyrir mig, og hlýt að ráóleggja þeim, sem vilja kynnast
því besta að velja sér fcrð með Heimsklúbbnum.“
Ur lesendabréfi Morgunblaðsins, sept. 1991.
Athygli er vakin á að hámarksfjöldi þátttakenda í þessari ferð er 40.
Fá sæti óseld. Vinsamlega staðfestið strax.
^ r«a at
FERÐAKYninillUG^
sunnudag 3. maf.kl.ie.
Aogangur ókeypjs.
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
AUSTURSTR&T111, 4. hxi 101 REYKJAVÍR.SÍMI 620400.FAX 626564