Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGI BJARNASON
Tuttugu smábátar sokkið eða hlekkst á frá ársbyriun í fyrra:
Flest óhöppin má rekja
til mannlegra mistaka
TUTTUGU smábátar hafa farist eða hlekkst svo alvarlega á að
áhöfnin hefur þurft að yfirgefa þá á síðasta ári og það sem af er
þessu. Þar af hafa 14 sokkið eða strandað í vetur. Er þetta veru-
leg aukning frá því sem verið hefur. A þessum tuttugu bátum
voru 28 menn, 2 fórust en 26 var bjargað, mörgum naumlega af
nærstöddum bátum. í mörgum tilvikum hefur ekki tekist að skýra
óhöppin með fullnægjandi hætti. Algengast er að skipverjar telji
sig hafa brotið gat á bátana með því að sigla á trjádrumba. Páll
Hjartarson siglingamálastjóri segir að flest slysin megi rekja til
mannlegra mistaka. Kristinn Ingólfsson slysaskráningamaður hjá
Siglingamálastofnun segir að eigendur smábáta ofmætu stundum
sjóhæfni þeirra. Orn Pálsson framkvæmdasljóri Landssambands
smábátaeigenda sagði að samtökin hafi verulegar áhyggjur af fjölg-
un óhappa, ekki síst þar sem rannsóknaraðilum hefði ekki tekist
að leiða í ljós viðhlítandi skýringar.
Fimm tilvik af þeim tuttugu
óhöppum með smábáta sem talin
eru upp hér á síðunni eru rakin
til þess að siglt hafi verið á rekald
í sjónum, tijádrumba eða annað. í
fæstum tilvikum er hægt að sann-
reyna hvað gerst hefur þar sem
erfitt er að ná bátunum upp og
skoða þá. Hjá Siglingamálastofnun
er sú skoðun uppi að í sumum til-
vikum geti verið að menn hafí
ekki lent á rekaldi heldur steytt á
skeijum. Bent er á nýlegt dæmi
um skipstjóra sem dottaði á heim-
leið úr róðri og strandaði báti sín-
um. A þessum hraðskreiðu bátum
þurfi menn ekki að gleyma sér
nema örfáar mínútur til að lenda
uppi í skeijum. I nokkrum tilvikum
hefur rannsókn í sjóprófum leitt í
ljós galla eða slæman frágang á
bátum og tækjabúnaði sem leiddi
til þess að sjór komst í þá.
Fjölgun smábáta
Smábátum hefur fjölgað mjög á
undanförnum árum. Um 1.700
lögðu upp afla á síðasta ári en
talið er að bátar undir 10 tonna
stærð séu yfir 2.000. Þar er bæði
um að ræða opna báta og þilfars-
báta.
Páll Hjartarson siglingamála-
stjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ekki væri óeðlilegt að
slysum og óhöppum fjölgaði í takt
við stækkun smábátaflotans, en
það væri þó allt of mikið um að
smábátar sykkju eða þeim hlekkt-
ist alvarlega á. „Við erum alla
daga að vinna að því að tryggja
öryggi báta og sjófarenda en ár-
angurinn er ekki betri en þetta,“
sagði Páli. Hann sagðist ekki geta
séð hvað stofnunin gæti gert til
að draga úr slysunum, umfram það
sem starfsmenn hennar væru að
gera á hveijum degi.
Páll sagði að mannleg yfirsjón
ætti í flestum tilvikum þátt í
óhöppunum. Reynt væri að ná tii
manna með ráðstefnum og með
því að tala við þá en erfitt væri
að ná athygli þeirra.
Örn Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda
sagði að samtökin hefðu verulegar
áhyggjur af fjölgun óhappa, ekki
síst þar sem rannsóknaraðilum
hefði ekki tekist að leiða í Ijós við-
hlítandi skýringar. Þetta væri sér-
staklega slæmt ef galli á bátunum
væri ástæða slysa og þar af leið-
andi ekki hægt að lagfæra hann.
Örn sagði brýnt að kanna nánar
ástæður þess að sjór kæmist í bát-
ana, svo hægt sé að bæta úr. Þá
þyrftu eigendur bátanna að halda
þeim í góðu lagi og huga sérstak-
lega að hlutum sem þessum óhöpp-
um hafa valdið.
Örn sagði að meira væri um það
en áður að trillukarlar væru einir
á bátunum. Það stafaði af kvótas-
amdrættinum, afkoman leyfði ekki
að þeir hefðu menn með sér. Það
drægi úr örygginu, því betur sæu
augu en auga.
Bátar ofhlaðnir?
I sumum þeirra tilvika sem bát-
ar hafa sokkið hefur leikið grunur
á að bátarnir væru ofhlaðnir en
ekki hefur sannast að það hafi
valdið slysinu. Kristinn Ingólfsson
sem annast slysaskráningu hjá
Siglingamálastofnun sagði í gær
að hætt væri við að eigendur smá-
báta ofmætu sjóhæfni þeirra. Það
kæmi kapp í menn í góðu fiskiríi
og erfitt að hætta en menn yrðu
að gera sér grein fyrir því að bát-
arnir bæru ekki nema það sem
þeir væru gefnir upp fyrir. Sjó-
mennirnir kæmu stundum af stór-
um skipum og teldu sig geta yfir-
fært eiginleika stóru skipanna yfir
á þá litlu. Núna væri til dæmis
farið á sjó í miklu verra veðri en
eldri trillukarlarnir hefðu treyst sér
til. Örn Pálsson sagði að menn
vissu vel hvað þeir mættu hlaða
bátana og færu almennt eftir því.
Það væri vissulega freisting að
hlaða bátana eitthvað meira í mikl-
um afla en menn yrðu þá að taka
tillit til aðstæðna. Hann sagðist
ekki vita nein dæmi um það frá
undanförnum árum að komið hefði
í ljós að ofhleðsla hafi valdið slysi.
Ekki hefur sannast í neinum
málum á undanförnu ári að eig-
andi smábáts hafi viljandi sökkt
honum til að bjarga sér út úr íjár-
hagsörðugleikum. Örn sagði að
menn sem misstu báta sína fengju
gjarnan að heyra þessar ásakanir
en hann sagðist engar vísbending-
ar hafa um að eitthvað væri hæft
í þessum orðrómi. „Það er engin
ástæða til að ætla að menn séu
að leika sér þannig með líf sitt,“
sagði Örn og bætti því við að þeir
sem yrðu fyrir því að missa báta
sína töpuðu alltaf á því.
SOKKNIR SMABATAR
HÉR á eftir fer yfirlit yfir þá smábáta sem farist hafa á síð-
asta ári og því sem af er þessu. Sumum bátanna hefur tekist
að bjarga eftir að skipverjar hafa yfirgefið þá og eru þau at-
vik tekin með. Upplýsingarnar eru fengnar hjá slysakráningu
Siglingamálastofnunar ríkisins og úr fréttum Morgunblaðsins.
Tölurnar vísa í meðfylgjandi kort.
1991
1) Eyfell ÞH 62 strandaði utarlega i' Eyjafirði 20. janúar. Einn
maður var á bátnum og fórst hann. I sjóprófunum kom fram að
hann hafði átt í vandræðum með siglingatækin í þessum róðri.
2) Þröstur GK 88 brann í Grindavíkurhöfn 25. febrúar.
3) Gummi í Nesi SH 231 sigldi á rekald og sökk skammt út
af Barðanum við mynni Dýraijarðar 6. maí. Tveir menn voru á
bátnum. Komust þeir í gúmbjörgunarbát og var bjargað í Hafdísi
ÍS 25.
4) Trausti SH 372 sigldi á rekald og sökk á Breiðafirði 30.
maí. Eigandinn, sem var einn um borð, komst í gúmmítuðru og var
bjargað um borð í Gust eftir tólf tíma volk.
5) Fáfnir VE 181 sigldi á rekadrumb og sökk vestur af Vest-
mannaeyjum 3. júní. Einn maður var um borð og var honum bjarg-
að um borð í Gauja gamla.
6) Már SH 71 strandaði við Snæfellsnes 14. júní. Eigandinn bjarg-
aðist.
7) Ragnar GK 233 fylltist af sjó út af Reykjanestá 5. septem-
ber. Skipverjinn komst í gúmbjörgunarbát og var bjargað um borð
í Borgar GK 76. Botnstykki fyrir hraða- og hitamælingu fór úr og
þannig komst leki að-bátnum.
8) Hornstrendingur HF 117 sigldi á rekald og sökk út af Drit-
víkurtöngum á Snæfellsnesi 9. september. Skipveijinn komst í gúm-
björgunarbát og var bjargað um borð í Auðbjörgu SH 197.
9) Sverrir BA 89 sökk á legunni á Patreksfirði 16. september.
Illa var gengið frá slöngum frá austurdælu og komst leki að bátnum.
10) Sunna ÍS 215 sigldi aftan á togara og sökk fyrir utan höfnina
í Bolungarvík 1. október. Skipveijinn fórst.
11) Lukka RE 86 sigldi á rekald og sökk suður af Hornafirði
12. október. Skipveijanum var bjargað um borð í Láru HF.
12) Jóhannes Gunnar GK 74 strandaði og sökk vestur af Reykja-
nesi 12. október. Skipstjórinn sofnaði eða fékk aðsvif og sigldi á
sker. Tveir menn voru um borð. Komust þeir í gúmbjörgunarbát
og var síðan bjargað af björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni í Grinda-
vík.
13) Sigrún SK 21 fylltist af sjó á leið inn til Hofsóss 17. nóvem-
ber. Björgunarsveitin á Hofsósi bjargaði mönnunum tveimur um
borð- í hraðbát. Báturinn fékk sjó yfir borðstokk og fylltist.
14) Sæli RE 31 lenti í hafvillum á Faxaflóa og strandaði í Garði
21. desember. Skipveijinn komst sjáifur í land og spurði til vegar.
1992
15) Máni AK 73 varð vélarvana og komst sjór í bátinn við Akra-
nes 11. janúar. Skipveijunum tveimur var bjargað.
16) Neptúnus AK 113 sökk við Þormóðssker 3. febrúar eftir að
fylla reið yfir bátinn að aftan. Bresi AK 101 bjargaði skipveijunum
tveimur úr gúmbjörgunarbát.
17) Jói ÞH 108 fylltist af sjó norðvestur af Garðskaga 26. mars.
Þrír menn voru um borð og var þeim bjargað í Albert Ólafsson
KE. Sjór flæddi inn í vélarrúm um miðstöðvarstút sem ekki var
gengið rétt frá.
18) Magnús ÍS 126 sökk í ísafjarðardjúpi 7. apríl. Einn maður
var um borð. Komst hann í gúmbjörgunarbát og var bjargað af
björgunarbátnum Daníel Sigmundssyni á ísafirði. Talið er að skelís
hafi skorið gat á byrðing bátsins.
19) Sigurveig ÁR 195 varð vélarvana og strandaði rétt austan
Eyrarbakka. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði þremur
mönnum sem voru á bátnum. Þeir voru grunaðir um ölvun.
20) Ingþór Helgi BA 103 fylltist af sjó norðvestur af Blakk, út
af Patreksfirði, 28. apríl. Skipveijunum tveimur var bjargað um borð
í Garra BA. Við sjópróf kom fram að allt bendir til að báturinn
hafi verið hlaðinn langt yfir uppgefið hámarksburðarþol.
Tónleikar í Hafnarborg:
Árstíðimar eftir Ólaf B.
Olafsson frumfluttar
ÞANN 6. og 7. maí verða haldn-
ir tónleikar í Hafnarborg í
Hafnarfirði klukkan 20.00 og
verður frumflutt verk eftir Ólaf
B. Ólafsson, Arstíðimar, en það
samdi Ólafur á árunum 1990-
1991. Kennarasamband íslands,
styrkti Ólaf til verkefnisins.
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Tónleikar í Norræna húsinu
ÁRLEGIR vortónleikar nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík
verða í Norræna húsinu mánudaginn 4. maí og hefjast kl. 20.30.
hefur unnið að þessu í samvinnu
við grunnskólana í Hafnarfirði í
tengslum við ár söngsins og mun
flutningur verksins á þennan hátt
vera framlag Hafnarfjarðar til
þess. Sönglög verksins eru átta
talsins en einnig verða ýmsar list-
rænar uppákomur. Börn úr grunn-
skólum Hafnarfjarðar hafa unnið
ýmis myndverk og önnur verkefni
þar sem texti sönglaganna átta
er lagður til grundvallar. Þessi
myndverk og verkefni verða einnig
til sýnis í Hafnarborg dagana
6.—11. maí nk.
Á efnisskránni eru píanóverk-
in Noktúrna í e-moll op. 72 eftir
Chopin, 3 prelúdíur eftir Gers-
hwin, Suggestion diabolique eftir
Prokofieff, Toccata eftir Poulenc
og Impromptu í As-dúr eftir
Chopin, ennfremur Klarínettuk-
vintett eftir Weber, Allegro app-
assionato fyrir selló og píanó
eftir Saint-Saens, Polonaise fyrir
fiðlu og píanó eftjr Wieniawski
og Syrinx fyrir einleiksflautu
eftir Debussy.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.