Morgunblaðið - 03.05.1992, Page 15

Morgunblaðið - 03.05.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992 15 Háskólafyrirlestur JONNA KJÆR, lektor í frönsku við Kaupmannahafnarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands þriðjudaginn 5. maí kl. 16.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Tristan og Indíana — nýjar íslenskar skáldsög- ur frá 18. og 19. öld um Tristan og ísold, hina frægu elskendur mið- alda. Jonna Kjær ætlar að segja frá rannsóknum sínum á því hvernig Norræn tón- list í skólum SUNNUDAGINN 3. maí verða tónleikar í Norræna húsinu kl. 17.00 á vegum verkefnis um nor- ræna tónlist í skólum. Verkefni um norræna tónlist í skólum er þriggja ára samvinnuverk- efni milli tónlistarkennara frá Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Verkefnið er tilkomið að frumkvæði norrænu ráðherranefnd- arinnar og styrkt af henni. Yfirum- sjón með verkefninu er í höndum Tónvísindastofnunar Gautaborgar- háskóla, en tónlistarkennarar annast framkvæmdina í hveiju landi fyrir sig. Verkefnið á meðal annars að efla norræna tónlist, þróa kennsluaðferð- ir sem byggja á norrænum hefðum og sjónarmiðum, mynda raunhæfan grunn í skólum fyrir norrænt kennsluefni og mynda tengsl milli skóla og kennara á Norðurlöndunum. Um 500 börn á Norðurlöndum eru virkir þátttakendur í verkefninu. Þau eru frá Stavangri í Noregi, frá Kalm- ar í Svíþjóð, Esbo og Helsingfors í Finnlandi og Svinninge á Sjálandi í Danmörku, auk íslensku barnanna sem eru frá Akranesi, Garðabæ og Reykjavík. Hér á landi eru þrír bekkir í jafn- mörgum skólum virkir þátttakendur í verkefninu og eru nemendurnir á aldrinum 8-10 ára. A tónleikunum syngja nemendurn- ir og leika lög frá þeim löndum sem taka þátt í verkefninu. Ennfremur sýna þau þá íslensku dansa sem þau hafa lært í vetur. Félagar úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur undir stjórn Kolfinnu Sigurvinsdóttur sýna dansa frá hinum Norðurlöndunum; sænskir hljóðfæraleikarar sem starfa hér á landi leika á fiðlur, sænska „nyckel- hörpu“ og „selpípu" og segja frá hljóðfærunum; harmonikkuleikar- arnir Reynir Jónasson og Þorvaldur Björnsson leika með og Óm Magnús- son leikur lög eftir Sveinbjörn Svein- bjömsson og Jón Leifs. Tónleikarnir em öllum opnir. (Úr fréttatilkynningu) íslendingar á síðari tímum tóku við goðsögninni gömlu um Tristan. Í upphafi verður gerð grein fyrir frá- sögnum af Tristan og íscjld á mið- öldum í Frakklandi og íslandi en aðalefnið eru íslenskar sögubækur samdar eftir danskri almúgabók frá 1775 sem heitir: „En Tragoedisk Historie om den ædle og tappre Tistrand, Hertugens Son af Burg- undien, og den skienne Indiana, den store Mogul Kejserens Daatter af Indien." Þótt atburðarásin sé þekkjanleg eru bæði danska almúgabókin og íslensku sögurnar eftir henni harla ólíkar miðaldasögunni. Auk þess eru íslensku gerðirnar ekki bara ólíkar þeirri dönsku, þótt þær séu greinilega eftir henni samdar, held- ur einnig hver annarri frábrugðin. Tilbrigðin eru áhugaverð og sýna mikið hugmyndaflug, og fyrirlestr- inum er ætlað að gera grein fyrir þeim. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og fyrirlesari mun tala hægt og skýrt, og blaðalaust. Fyrirlesturinn er öllum opinn. SUMARBUÐIR SKÁTA Olfuótsvatni Frábærar sumarbúðir fyrir öll böm á Markmið: - að komast ( snertingu við aldrinum 8 til 12 ára. félaga úr Sími 91-23190 fjölbreyttum hópi - að taka þátt í þroskandí starfi og leik. CmUF FRUMKYQQIASTÖRF ÞRAUTABRAUT BÁTSFERDIR SILUNQSVEIÐ! fjArsjódsleit náttOruskoðun IÞRÓTTIR t LEIKIR KVÓLDVÓKUR QRÓÐURSETNINQ VARDELDAR FÖNDURVINNA TIMABIL I. II. III. 03-.09. júní 10.-16. júní 19.-25. júní V. 07-.13. júlí VI. 16.-22. júlí VII. 24.-30. júlí IV. 30. júní - 6. júlí VIII. 04. -10. ágúst SKRÁNINQ Skráning hefst 4. mal og fer hún fram f Skátahfeinu vid Snonabraut alla virka daga á milll kL 10.00-13.00. Sfminner 91-23190. Dvalaigjald er óbreytt ftá s.l. sumri þ.e. 13.900.- lyrir viku dvöl. SUMARFRII SKOTLANDI — átta daga ferð, 44.500 kr. * Loch Achray hótelið stendur [ fögru umhverfi við rætur hins tignarlega Ben Venue fjalls í hjarta Skotlands. Hótelið er umkringt óspilltum skógi á bðkkum Achray stöðuvatnsins. Allt í kring eru víðar lendur, ótal skógarstígar og þægilegar gönguleiðir meðfram vatninu. Innifalið í ferðinni er: • Flug báðar leiðir milli Keflavíkur og Glasgow með Flugleiðum. • Flugvallarskattur. • Gisting í sjö nætur á Loch Achray hótelinu. • Hlý og notaleg svefnherbergi með baði. • Akstur. • Skoðunar- og verslunarferðir á hverjum degi. • Skemmtisigling. • Ríkulegur morgunverður að skoskum hætti • Þríréttaðar kvöldmáltíðir að eigin vali. Ferðaáætlun: 1. dagur Brottför frá Keflavíkurflugvelli til Glasgow. Þaðan flytur rúta farþegana til Loch Achray hótelsins. 2. dagur Morgunsigling á hinu fagra Katrine vatni á gufuskipinu Sir Walter Scott sem hefur siglt um vatnið í næstum heila öld. Að henni lokinni bíður hádegisverður á Inversnaid hótelinu. Síðdegis liggur leiðin um tígulegar fjallshlíðar, til Aberfoyle þorps. Loks verður komið við í bænum Callander, hliði skosku hálandanna. 3. dagur Dagsferð til St. Andrews sem stendur úti við ströndina í hinu forna konung- dæmi Fife með viðkomu í ýmsum sögufrægum smábæjum. 4. dagur Dagsferð um Hálöndin, um þorpin Dunblane og Doune, og staðnæmst í Crieff. Þar í bæ er Glenturret, elsta brugghús í Skotlandi sem verður skoðað og gestum boðið að bragða á framleiðslunni. Að loknum hádegisverði verður farið um Killin þorp, en þar steypist Dochart fossinn niður eftir aðalgötunni með miklum gný. 5. dagur Dagsferð til Edinborgar, hinnar virðulegu og þokkafullu höfuðborgar. Þar gefst færi á að skoða sig um og versla að vild. Rúta ekur farþegunum í miðborgina og bíður þeirra þar. 6. dagur Ekið um Strathyre, Lochearnhead og Brander skarð, og áð í Lochawe þorpi. Rústir Kilchurn kastala skoðaðar. Haldið áfram um bæinn Inverraray en þar stendur annar kastali líkt 6g sprottinn úr ævintýri. Loks verður ekið aftur til Achray meðfram bökkum Lomond vatns. 7. dagur Dagsferð til Stirling. Yfir bæinn gnæfir glæsilegur kastali á snarbrattri hæð. Þar gefst góður tími til a skoða sig um og líta í búðir. 8. dagur Um morguninn verður farið til Glasgow en þaðan verður flogið aftur til Keflavíkur. Brottför / heimkoma: 23. júrií - 30. júní og 28. júlí - 4. ágúst FERDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Söluaðili: Ferðaskrifstofa Islands - Skógarhlíð 18 - 101 Reykjavík - slmi 91-623300 * Miðað við gengi 01.04. 1992 AUKAFERÐIR TIL BENIDORM Við bætum við nokkrum terðum til Benidorm í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Frábærir gististaðir og tararstjórn. Tveggja og þriggja vikna ferðir: 28. maí, 4. júní, 18. júní, 9. júlí, 30. júlí og 20. úgúst. S;iiiiYii!iiiifei'úii'-Lfiiiílsi/ii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 691095 • Telex 2241 Hótel Söflu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Símbréf 96 - 24087

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.