Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 18
18
MORGlJNBLAÐIÐ SÚNNUDÁGUR 3. MAÍ
1992
Seltjarnarnes, Framnes
FRAMNESIÐ
Á SELTJARNARNESI
Inn á uppdráttinn er
felld tillaga sem gerir
ráð fyrir vegi milli
Bakkatjarnar og
Nesstofu og
nýbygginga utan við
núverandi byggð á
Seltjarnarnesi.
Þetta er sú tillaga sem
lengst gengur og gerir
ráð fyrir allt að 90
nýjum húsum.
Norðurtangi
Gróttuviti -£
/
vV
'Suðurnes- Uældir
^varða
' Suðurnes
Golfskáli
Helguvík
Búðatjörn
Búðir
Búðagrandi
Suðurnestangi
Smábátahöfn
500 m
„GRÓTTA er eina friðlýsta
svæðið á Seltjarnarnesi, en
Valhúsahæð, Seltjarnarnes-
fjörur og Suðurnes hafa verið
á náttúruminjaskrá síðan
1981. Óbyggðu svæðin hafa
mikið útivistargildi og njóta
sífellt meiri vinsælda af íbú-
um nessins. Framnesið er eina
heilsteypta, opna svæðið, sem
eftir er á Seltjarnamesi. Lagt
er til að stofnaður verði fólk-
vangur yst á Nesinu sem teng-
ir byggðina og friðlýsta svæð-
ið í Gróttu betur saman“,
stendur í nýútkominni skýrslu
um náttúrufar á Nesinu sem
Náttúrufræðistofnun hefur
unnið fyrir Seltjarnarnesbæ.
En komin er upp hörð deila
um skipulag, sem unnið er að,
á mörkum þessa opna svæðis.
Svo hörð að nokkrir sjálfstæð-
ismenn, þar á meðal tveir
fyrrverandi forsetar bæjar-
stjórnar og formaður fulltrú-
aráðs flokksins, hafa skrifað
flokksfélögum sínum í bæjar-
stjóm og farið fram á að þeir
stöðvi og endurskoði áform
um byggingar og vegalagn-
ingu á þessum stað. Ef þeir
geri það ekki, þá stefni það
meirihluta sjálfstæðismanna í
tvísýnu. Segja þeir viðhorfs-
breytingar hafa orðið og fólk
sé almennt komið í andstöðu
við meiri byggð í vesturátt. í
tillögunum eru hugmyndir
uppi um allt að 90 húsa byggð
vestan núverandi byggðar og
vegalagningu milli Nesstofu
og Bakkatjarnar.
Til að lesendur Morgun-
blaðsins geti áttað sig
á um hvað málið snýst
og hvar það er statt
ræddi fréttamaður við
bæjarstjórann Sigurgeir Sigurðsson
og stuttlega við þá Guðmar Magn-
ússon, sem sat í bæjarstjórn frá
1978-90, síðast sem forseti, Jón
Hákon Magnússon, sem lengi hefur
verið formaður fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjamarnesi, og
Aðalstein Sigurðsson fískifræðing,
sem fyrrum átti sæti í náttúruvernd-
arnefnd Seltjarnarness. Bn þeir hafa
allir lýst andstöðu sinni við þessi
áform.
Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar
bæjarstjóra á Seltjamarnesi snýst
málið um endurskoðun á aðalskipu-
lagi á Nesinu frá 1981, en það bygg-
ir að grunni til á aðalskipulagi sem
staðfest var 1969. Hafa verið lagðar
fram sex hugmyndir. Skv. upplýs-
ingum bæjarstjórans gengur engin
likt því eins nærri opna svæðinu og
upphaflegar hugmyndir gerðu ráð
fyrir. Á þeim tíma var þetta svæði
allt eign landeigenda, en síðan hefur
bærinn smám saman keypt upp mik-
ið af þessu landi, þ.e. Ráðagerðis-
land, Nýjabæjarland, mestan hluta
af landi Ness hf., alls fyrir um 100
milljónir króna. Þó hefur ekki allt
land verið keypt, eftir á Vestursvæð-
inu Nes 2 ( Seltjörn) og hluti af
Nesi 1, sem að fasteignamati er
metið á 95 milljónir. Segir Sigurgeir
að í þessu skyni hafi verið tekin lán,
alltaf með þá hugsun að baki að
eitthvað ætti að koma á móti í bæjar-
kassann, svo hægt sé að koma á
þeirri friðlýsingu sem allir stefni að.
T.d. sé ætlunin að í Ráðagerðislandi
og Nýjabæjarlandi verði skipulagt
útivistarsvæði. Bæjarsjóður Ieggi
upp með 340 miljónir á ári og hafi
30-40 milljónir króna til ráðstöfun-
ar. En fé sé að sjálfsögðu bundið í
þessum landakaupum.
Nú hefur bæjarstjórn tekið til
umljöllunar sex tillögur að skipulagi
og byggingu á mörkunum við ystu
byggð á Suðurnesinu, unnar af arki-
tektunum Ormari Þór Guðmunds-
syni og Örnólfí Hall, en þeir urðu á
sínum tíma hlutskarpastir í sam-
keppni á afmælisári Seltjarnarness.
Þær gera ráð fyrir mismunandi mik-
illi byggð, frá 30-40 húsum upp í
90. En vegurinn umdeildi neðan
Nesstofu, sem verður þá hluti af
hringvegi um Nesið, er á fjórum
þeirra. Frá upphafi var gert ráð fyr-
ir þessum vegi í skipulagi.
Engin byggð lengra út á Nesið
Guðmar Magnússon og Jón Há-
kon Magnússon eru alfarið á móti
þessum áformum. Guðmar kveðst
vera á móti húsabyggð á auða svæð-
inu þarna vestur á Nesinu. Ekki eigi
að hreyfa við þessu landi núna.
Bærinn hafi næg önnur aðkallandi
verkefni. Kynslóðir komi á eftir okk-
ur og þær eigi að fá að hafa eitt-
hvað um þetta að segja. Mikil við-
horfsbreyting hafi orðið síðan slíkar
hugmyndir voru uppi og í dag vilji
hinn breiði fjöldi ekki að byggð verði
látin ná lengra út á Nesið en nú er.
Kvaðst Guðmar hafa fundið víðtæk-
an stuðning við það sjónarmið eftir
að þetta kom upp. Fólk sé að verða
mun meðvitaðra og vill ekki að geng-
ið sé of nærri náttúrulegu umhverfi.
Jón Hákon tekur undir það, kveðst
daglega sjá fólk þarna að skokka
og ganga. Bendir á að þetta sé úti-
vistarsvæði og náttúruperla og vest-
asti hlutinn á höfuðborgarsvæðinu.
Það varði því höfuðborgarbúa alla.
Menn vilji einfaldlega halda þessu
náttúrusvæði sem eftir er ósnortnu.
„Við lofuðum því, sjálfstæðismenn,
í síðustu kosningum að byggja ekki
fyrir vestan Nesstofu," segir hann
og vísar í 6. liðinn í 16-loforðalista
þeirra til ársins 2000, þar sem heit-
ið er: „Verndun lands og náttúru-
gæða vestan Nesstofu." Jón Hákon
segir auk þess enga þörf á að bæta
á byggðina nú. Mörg hundruð íbúðir
standi óseldar á höfuðborgarsvæð-
inu og í hans huga verði að fara að
líta á þessi mál í heild og sameinast
um framtíðaráætlanir.
„Ég vil að gengið verði um þetta
svæði með fullri virðingu og í sam-
ráði við þá sem vit hafa á, þ.e.
náttúruvísindamenn. Við eigum að
gefa okkur góðan tíma - fram á
næstu öld. Því sem þarna yrði gert
verður ekki aftur breytt. Ein kynslóð
á ekki að fá að ráðstafa öllu land-
inu, ekki síst þar sem ekki er þörf
á því. Ef við björgum þessu ekki nú,
hvað munu komandi kynslóðir þá
segja um okkur? Viðhorfin hafa
breyst. Áður voru menn uppteknir
af því að byggja og malbika. Nú
vill fólkið sem hér býr hafa fallegt
í kring um sig, geta skokkað, hjólað
og verið úti. Og hvað er fallegra en
þetta náttúrulega umhverfi. Maður
sér orðið feikimargt útivistarfólk á
ferðinni þarna og í sívaxandi mæli.
íbúarnir á Seltjarnarnesi eru nú
4.200 og það er alveg nægilega þétt
byggð. Nú má staldra við. Auðvitað
kostar það fé. En Vestursvæðið og
Nesið þola ekki meiri umferð.“
Guðmar segir það rétt vera, sveit-
arfélagið hafi lagt í miklar ljárfest-
ingar við að kaupa þarna land, sem
sé opið og nýtist öllum. Og þá gæti
vaknað sú spurning hvort sanngjarnt
sé að Sellirningar beri þær einir.
Aðspurður hvort hann hafi skipt um
skoðun síðan hann var forseti bæjar-