Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 20
▼ 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992 Til þess að uppbyggingin geti haldið áfram verður Happdrætti DAS að ganga vel, segir Pétur Sigurðsson fyrrverandi sjómaður og alþingismaður í 28 ár HRAFNISTURNAR LEYSA MARGAN VANDANN Eftir Svein Sæmundsson ÞAÐ ÞÓTTI tíðindum sæta þegar spurðist að stýri- maður af Gullfossi myndi að líkindum setjast, á Al- þingi að loknum kosningum árið 1959. Þótt skipsfélag- ar Péturs Sigurðssonar treystu honum til góðra verka voru þeir þó margir sem sögðu að þessi ungi sjómað- ur hefði líklega lítið að gera í þessa gamalreyndu kjaftaska sem sætu í húsinu við Austurvöll. Mynd tekin á sjómannadaginn 8. júní 1952 á Húsavík. Goða- foss til hspgri og Lagarfoss við hafnargarðinn fánum skrýddir stafna á milli. Ljósmyndari sennilega Guðbjartur Ásgeirsson matsveinnáGoðafossi. Reynslan er ólygnust er stundum sagt. Pétur var kosinn á þing og sat þar lengi og lét margt gott af sér leiða fyrir land og lýð. Ekki hvað síst fyrir sjómenn og annað alþýðufólk þessa lands. Undirritaður minnist þess heldur ekki að hann hafi látið þá gamalgrónu á Alþingi eiga neitt hjá sér í orðræðu, hvorki samflokksmenn né hina. Þó það þyki merkilegt að sitja á Alþingi í næstum þijá áratugi verður þó Péturs Sig- urðssonar Iíklega enn fremur minnst sem þess manns sem hvað atkvæða- mestur var við uppbyggingu heimila fyrir aldraða sjómenn og sjómanna- ekkjur. Og reyndar heimila fyrir fólk sem búið var að skila dagaverkinu í þágu lands og þjóðar en átti að því loknu í fá _hús að venda. Sem mannsins sem Ásgeir Jakobsson rit- höfundur segir í bókinni Siglingar- saga sjómannadagsins að hafi gert kraftaverk við byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði tvímælalaust fegursta og best búna dvalarheimili aldraðra á Norðurlöndum. Fyrir nokkrum dögum lét Pétur Sigurðsson af starfi sem forstjóri þessa stórglæsilega og fjölmenna heimilis og Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykja- víkur og alþingismaður tók við. Um það sagði Pétur í samtali við undir- ritaðan: -Það var mér metnaðarmál að við þessu starfi tæki góðviljaður ágætis- maður, röggsamur stjórnandi og for- svarsmaður sjómanna í mörg ár. Þessu var vel ráðið. Pétur Sigurðsson verður nú starf- andi formaður Sjómannadagsráðs en þeirri forystu hefir hann gegnt allt frá árinu 1962. Pétur Sigurðsson leit fyrst ljós þessa heims í Keflavík 2. júlí 1928. Hann er sá yngri tveggja sona hjón- anna Sigurðar Péturssonar skip- stjóra og útgerðarmanns og Birnu Hafliðadóttur. - Hafliði afi minn var bróðir séra Bjarna Jórissonar. Afi átti móður mína með konu austan af Héraði. Þessi amma mín hafði áður verið gift færeyskum sjómanni sem drukknaði við skyldustörf. FÓR UNGUR Á SJÓINN Pétur Sigurðsson hóf sjómennsk- una með föður sínum 14 ára gamall. - Við veiddum aðallega með snur- voð en líka með línu. Bátur föður míns var lítill, eitthvað 14-15 lestir. Þetta gekk samt sæmilega og Qöl- skyldan hafði í sig og á. í Keflavík byggði faðir minn stórt hús á tveim hæðum. Niðri voru íbúðir fyrir ver- menn en uppi íbúð fjölskyldunnar og skrifstofa hans. Það gekk á ýmsu með afkomu útgerðarinnar og stund- um urðu erfiðleikamir miklir og gjaldþrot blasti við. En pabba var útgerðin hugsjón og hann byijaði alltaf aftur, borgaði skuldirnar og hélt áfram að gera út. Svona gekk þetta þar til hann varð fyrir miklu tjóni. Hann átti orðið miklar eignir í Keflavík og var m.a. að byggja nýtt íbúðarhús. Húsið brann og þetta áfall varð til þess að hann hætti við útgerðina og flutti til Reykjavíkur. Ég var þá á unglingsaldri. MEÐ ÓLAFITHORS Ég má til að geta þess að faðir minn var mjög áhugasamur um stjómmál. Fylgdi Sjálfstæðisflokkn- um að málum og dró ekki af sér þegar kosningar voru í aðsigi. Þeir Ólafur Thors voru miklir vinir og Ólafur tíður gestur heima. Hann hélt marga fundi með stuðnings- mönnum sínum í skrifstofu pabba. Mér fannst alltaf mikið til um Ólaf. Honum fylgdi yfirbragð heims- mannsins og hann var alltaf hress og glaður. - Þú hefir strax í bernsku fengið uppeldi sem verðandi stjórnmála- maður og sjálfstæðismaður. - Sjálfstæðismaður hefi ég alltaf verið. Annað kom ekki til greina. Mikið var rætt um stjórnmál á heim- ilinu, en þá hvarflaði ekki að mér að ég yrði alþingismaður. Ég skal síðar segja þér frá hvemig það bar að. Heima á ég merkilegt borð smíð- að úr kopar. Móðir mín sagði mér sögu af þessu borði eða réttara sagt borðfótum. Það var þannig að einhveiju sinni hafði verið boðað til stjórnmálafund- ar í Keflavík og vinir og stuðning- menn Ólafs Thors létu hann vita af þessu. Ólafur kvaðst mundu koma á fundinn og það var fastmælum bundið. Andstæðingar hans í stjórn- málum fréttu af þessu, að Ólafur væri væntanlegur og höfðu við orð að hleypa honum ekki inn í bæinn. Stöðva hann á Vogastapa og halda þar meðan fundurinn færi fram. Nokkrir formenn og útgerðar- menn komu saman og ákváðu að láta þetta ekki viðgangast. Þeir hitt- ust heima hjá okkur og þar sem þeir bjuggust við að andstæðingarn- ir kæmu með barefli þyrftu þeir líka að hafa eitthvað í höndunum. Þeir tóku koparborðið og skrúfuðu undan því fæturna og fóru með þær að vopni inn á Stapa. Ekki veit ég hvað þar gerðist en til Keflavíkur komst Ólafur á fundinn og borðfæturnir komu óskemmdir til baka og voru skrúfaðir undir að nýju. Þetta eru sögulegar borðlappir. Voru á sínum tíma notaðar til varnar Ólafi Thors. Pólitíkin var hörð í þá daga. Menn stóðu fastir á sinni sannfæringu og létu ekki deigan síga. Síðar kynntist ég Ólafi en þó meira börnum þeirra hjóna. Við Margrét dóttir þeirra vorum t.d. skólasystkini um tíma. TOGARAMAÐUR Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur fór pabbi á togara, fékk skiprúm hjá vini sínum Nikulási Jónssyni tog- araskipstjóra. Hann var á sjó alla tíð þangað til hann missti heilsuna. En hann vildi ekki gefast upp. Þó togaramennskan yrði honum of erfið eftir að hann veiktist tók hann upp fyrri hætti og byijaði aftur að gera út og róa á vélbátum. Um þetta leyti var eldri bróðir minn, Guðjón Sverrir, í Menntaskól- anum í Reykjavík. Það varð því stutt í skólagöngu hjá mér. Það voru hreinlega ekki tök á að láta báða strákana læra. Slíkt kostaði mikla peninga sem ekki voru til á þessum tíma. Ég fór að vinna á eyrinni, varð Dagsbrúnarmaður og kynntist þá Eðvarð Sigurðssyni og Guðmundi jaka og fleiri góðum mönnum sem urðu vinir mínir alla tíð síðan. Ég vildi samt heldur vera á sjó. Var á vertíðarbátum frá Reykjavík sem faðir minn gerði út og fleiri skipum. Ég gekk í Sjómannafélag Reykjavíkur árið 1945. Það var fyrir kynni af Gísla og Sigurði Kolbeinssonum að ég fékk pláss á togara. Kolbeinn Sigurðsson faðir þeirra var skipstjóri á togaran- um Þórólfi og síðar á nýsköpunar- togaranum Agli Skallagrímssyni. Það var gott að vera með Kolbeini, ég var á togurum í sex eða sjö ár. Um þetta leyti fór ég í Stýrimann- askólann, tók fiskimannadeildina á einum vetri. Ég sá þá fram á að erfitt myndi verða að komast í yfir- mannsstöðu á togara. Allir stýri- menn voru á þessum árum annað- hvort synir skipstjóra eða útgerðar- manna. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að halda áfram í Stýrimannaskól- anum og að taka farmannapróf. Til þess þurfti ég siglingatíma og ég fór sem háseti á flutningaskipið Foldina. Foldin var lítið skip en fór þó nokk- uð víða og ég hafði gaman af far- mennskunni. Eg fór svo aftur í Stýri- mannaskólann og kláraði farmanna- deildina á einum vetri. Mér gekk vel að læra - varð efstur yfir skóiann þetta vor. Um þetta leyti var mér efst í huga að komast í langfart. Helst að komast til Bandaríkjanna og verða stýrimaður á amerísku skipi. Þetta höfðu margir Norðurlandabúar gert og flestum gengið vel. En þá kom ástin í spilið. Maður þurfti nú aðeins að athuga sinn gang. Og ég fór aldr- ei á amerísk skip. Á FOSSUNUM Það var svo árið 1952 að ég réðst til Eimskips og varð viðvaningur á Goðafossi. Það var þá sem við byij- uðum að sigla saman, Sveinn, segir Pétur Sigurðsson og brosir. í næstu ferð var ég gerður að bátsmanni. Undirrituðum er í fersku minni atvik sem gerðist í fyrstu ferð Pét- urs Sigurðssonar með okkur á Goða- fossi. Það var kl. 7.00 að morgni sjómannadagsins sem þá bar upp á 8. júní að við sigldum inn á Húsavík- urhöfn. Goðafoss, sem kom frá Evr- ópu m.a. með mikinn stafla af tóm- um síldartunnum á dekki, var nýlega lagstur að bryggju þegar Lagarfoss, systurskip hins fyrrnefnda, kom og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.