Morgunblaðið - 03.05.1992, Side 29
för til hjálpar stríðshijáðum og ferð-
irnar voru orðnar svo margar, þess
vegna er þrátt fyrir allt óvænt þeg-
ar örlögin grípa svo harkalega í
taumana og gera þessa síðustu
sendiför hina hinstu.
Jón Karlsson greip ekki athyglina
þegar leiðir okkar lágu fyrst saman
í Menntaskólanum á Akureyri
haustið 1969, ekki meira en svo að
við vissum hvor af öðrum. Næsta
vetur í sama bekk og málkunningj-
ar eins og hveijir aðrir bekkjar-
bræður. Síðustu tvo veturna lukk-
aðist hins vegar svo til, að við urð-
um nábýlingar í samliggjandi kjall-
araherbergjum við Laugargötuna.
Þá fékk ég að kynnast nýjum manni
sem ég hafði ekki þekkt áður í
kunningsskap áranna á undan.
Jón var hæglátastur manna í
hinu daglega amstri og lét ekki
mikið fyrir sér fara. Mér fannst
hann vera feiminn við fyrstu kynni
og seinn til viðkynning-ar líkt og
undirritaður sjálfur. Ur fjarlægð
kunningsskaparins var ekki að sjá
stórræði búa í þessum dreng eða
ævintýramennsku af nokkru tagi,
síst af öllu hægt að ímynda sér
hann í miðri hringiðu heimsvið-
burða. Svo gerðumst við nágrannar
og þá kynntist ég sama rólega
manninum, en hinum hliðunum líka.
Þegar kvöldrápi var lokið og báð-
ir komnit' heim, var ekki alltaf tíma-
bært að leggjast í svefn. Þá var
heitt á katlinum hjá Jóni og gott
að fá sér tesopa og rabba um bók-
menntir fornar eða hlusta á Zappa
eða spjalla um heima og geima.
Og ekki þraut umræðuna. Jón var
góður sögumaður og hafði kímni-
gáfu í lagi. Helgarnar voru gleðitími
sem von var. Þá var nágranninn í
herberginu við hliðina ekki sá ein-
fari sem mér hafði upphaflega
sýnst, heldur vinmargur gestgjafi
og hrókur alls fagnaðar, selskaps-
maður.
Ekki þurfti löng kynni til að kom-
ast að raun um að Jón var ekki
allur þar sem hann var séður við
fyrstu sýn. Þótt hann virtist hlé-
drægur og feiminn var hann í reynd
áræðinn og tilbúinn til að prófa eitt-
hvað nýtt, kanna nýjar slóðir. Þann-
ig réðist hann til atlögu við leyndar-
dóma ljósmyndunarinnar með all-
góðum árangri. Hann kannaði nýja
tónlist með opnum huga, kannaði
ný lönd með öllum hugsanlegum
ferðamáta og ruddi brautina á því
sviði sem varð honum lífsstarf þeg-
ar hann var í hópi fyrstu karla í
stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi.
Honum líkaði ekki vistin í Há-
skólanum að loknu stúdentsprófi
og fór að vinna í höfuðborginni.
Þar kom að hann sagði mér frá
nýju starfi sem hann hefði fengið
og fékk mig til að verða hissa.
Hann gerðist vaktmaður á Kleppi.
Hann hafði ekki lengi unnið þar,
þegar hann fór að tala um það í
fullri alvöru, að leggja hjúkrunar-
störf fyrir sig og sérhæfa sig í að
hjúkra geðsjúkum. Nú hafði Jón
fundið sér lífsbraut sem ekki var
af snúið. Hjúkrunarfræði. Við sem
urðum fyrst hissa hættum því fljót-
lega þegar ljóst varð að full alvara
bjó að baki og undir niðri blundaði
aðdáun: Hann þorði að ganga nýja
braut og gerði ekki mikið með það,
þótt einhveijir vanafestumenn
gerðu sig hissa.
Svo kom Rauði krossinn. Hjálp-
arstörf meðal flóttamanna og
stríðshijáðra, jafnvel á miðjum
átakasvæðum. Eftir fyrstu förina
út í heim fyrir Rauða krossinn var
ljóst að ekki yrði aftur snúið ef
hann fengi einhveiju um ráðið,
þetta vildi hann gera og fór ekki
dult með það að hann biði spenntur
eftir að vita hvort hann yrði sendur
aftur af stað. Og hann fór aftur
og aftur. Það var ekki tilviljun, þar
réðu verðleikar og mannkostir. Á
þessum tíma urðu fundir okkar
stijálari, hann úti í heimi og ég að
stofna til heimilis. Hann kom stund-
um í heimsókn milli ferða og sýndi
okkur Herdísi með lifandi frásögn
sinni inn í þann undraheim sem
hann kynntist á ferðum sínum.
Ekki þurfti meira en fyrstu heim-
sóknina til að hún fyndi að hann
uppfýllti fyllilega þær lýsingar sem
eiginmaðurinn hafði gefið á félaga
sínum, heimilið hafði eignast vin.
Oft hafði Herdís á orði við mig,
MÓRGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992
að hana undraði það tómlæti kven-
þjóðarinnar að Jóni skyldi líðast að
ganga ókvæntur. Líklega hefur
hann þó skynjað, að fjölskyldulíf
færi illa saman við hans lífsstarf,
kannski lá honum einfaldlega ekk-
ert á. Það var því skemmtilegt þeg-
ar við hittum hann á förnum vegi
í Reykjavík í fyrra og hann kynnti
okkur fyrir Jenny, sem hann sagði
af hógværð sinni að væri vinkona
sín en engum gat dulist að þar
bjuggu stærri tilfinningar að baki.
Hann hafði fundið sinn lífsförunaut.
Jón Karlsson var hæglátur maður
og rólyndur, lét ekki koma sér úr
jafnvægi, hann var kurteis og hátt-
vís, hófsamur, fullur með kímni og
hlýju, umfram allt góður vinur.
Sorg okkar er mikil yfir skyndilegu
og ótímabæru fráfalli hans. Hugur
okkar er hjá fjölskyldu hans og eig-
inkonu sem svo allt of skamman
tíma naut samvista við hann og við
biðjum þeim huggunar og styrks í
þessari miklu raun sem á þau er
lögð.
Jón Karlsson lifir þó áfram í
minningu okkar. Þar er maður, sem
helgar sig köllun, þeirri að líkna
öðrum, þeim sem eiga um sárt að
binda og í engin hús að venda. Nú
er hann kominn heim úr hinstu för.
Hér var hans heima, hingað kom
hann milli sendiferða, heim á landið
sitt og í sveitina sína. Eyjafjörður
var sveitin hans, en dagsláttan ver-
öidin öll.
Þórhallur Jósepsson.
Kveðja frá Kór Langholts-
kirkju
„Wir setzen uns mit Tránen nied-
er“ — Við setjumst niður með tár
á hvarmi. Þessi hending úr lokakór
Mattheusarpassíunnar eftir Bach
ómaði enn í hugum kórfélaga eftir
tónleika okkar um bænadagana er
fregnin um lát Jóns Karlssonar
barst okkur. Sú fregn, er svo
óþyrmilega sýnir fánýti og tilgangs-
leysi stríðsátaka, sló ekki einungis
fjölskyldu hans og vinahóp heldur
vakti hún óhug víða um heim. Frið-
helgur starfsmaður líknarsamtaka
fellur í valinn, afleiðingarnar eru
ófyrirsjáanlegar bæði fyrir hjálpar-
starfsmenn og þá sem þjónustu
þeirra njóta.
Jón Karlsson gekk til liðs við Kór
Langholtskirkju árið 1983. Hann
var þá þegar reyndur söngmaður,
hafði meðal annars sungið með 24
MA-félögum og Háskólakórnum.
Hann hafði hljómmikla og þýða
bassarödd sem hann beitti af
smekkvísi og öryggi og setti falleg-
an blæ á allan samsöng. Jón tók
þátt í ýmsum stórverkefnum kórs-
ins, svo sem Jólaóratoríunni og Jó-
hannesarpassíunni eftir Bach,
Messíasi eftir Handel og Missa Sol-
emnis eftir Beethoven. Árið 1985
fór hann með kórnum í mikla tón-
leikaferð til Austurríkis og Ítalíu.
Það er hins vegar dapurleg stað-
reynd að hann er sá fimmti sem
fellur frá úr hópi ferðafélaga úr
þeirri för.
Jón var hógvær maður og lítillát-
ur en traustvekjandi framkoma
hans og hlýleg nærvera áunnu hon-
um hvarvetna einlæga vináttu og
virðingu samferðamanna hans. Þótt
þátttaka hans í kórstarfinu væri
nokkuð slitrótt hin síðari ár vegna
starfa hans erlendis - við sögðum
þá gjarnan að hann væri „okkar
maður“ í Tælandi, Pakistan eða
Afganistan - hélt hann ávallt góðu
sambandi við kórinn og söng með
okkur þegar því varð við komið,
síðast jólasöngva fyrir síðustu jól.
í dag fylgir söngur okkar Jóni
Karlssyni í hans hinstu för. Þannig
viljum við votta minningu látins
félaga einlæga virðingu og þökk
og auðsýna dýpstu samúð öllum
þeim sem um sárt eiga að binda.
Wir setzen uns mit Tránen nieder.
Ruhet sanfte, ruhet wohl.
Við setjumst niður með tár á hvarmi.
Hvíl hægt, hvíl rótt.
Fleiri greinar um Jón Karlsson
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Minning:
Pálmi Sigurðs-
son húsasmiður
Pálmi Sigurðsson húsasmiður frá
Skagaströnd er látinn. Hann fórst í
bílslysi 21. apríl. Pálmi var fæddur
á Steiná í Svartárdal í Austur-Húna-
vatnssýslu 22. febrúar 1914. Hann
var sonur Ingibjargar Sigurðardótt-
ur og Sigurðar Jakobssonar er þar
bjuggu. Pálmi var þriðja barn for-
eldra sinna en átti eldri hálfbróður,
Pétur Pétursson, síðar bónda á Höll-
ustöðum. Als-ystkini Pálma voru
Stefán bóndi á Steiná, Lilja hús-
freyja á Akureyri, Friðrik verkamað-
ur á Sauðárkróki, Sigríður húsfreyja
á Hólabaki og Jakob bóndi á Hóli.
Pálmi ólst upp á Steiná en fór
ungur að heiman, stundaði vinnu-
mennsku fyrst, en árið 1936 flytur
hann til Skagastrandar og stofnar
þar heimili með konu sinni, Hólm-
fríði Hjartardóttur. Hólmfríður hafði
áður verið gift Einari Péturssyni og
átti með honum fjögur börn, Þóri
Hauk, Ástu, Öldu og Rögnu. Pálmi
og Hólmfríður eignuðust fjögur
börn, Ingibjörgu Perlu ljósmóður,
Gunnar' byggingameistara, Sigurð
sjómann og Súsönnu.
Pálmi var róttækur í skoðunum
og gerðist á þessum árum liðsmaður
sósíalista. Valdist hann fljótlega til
forystu í verkalýðsbaráttu á Skaga-
strönd, enda var hann vel til forystu
fallinn, skarpgreindur, stefnufastur
málafylgjumaður og gjörþekkti lífs-
baráttu stéttar sinnar. I stríðslok
hófst mikil uppbygging á Skaga-
strönd. Þar var ráðist í miklar hafn-
arframkvæmdir, reist síldarverk-
smiðja og menn bundu vonir við
uppgang vegna síldveiða. Pálmi varð
formaður verkalýðsfélagsins 1945
og stjórnaði verkalýðsbaráttunni á
Skagaströnd á miklum umbrotatím-
um. Hann var formaður verkalýðs-
félagsins um 12 ára skeið og síðar
allmörg ár formaður deildar land-
verkafólks. Pálmi sat í hreppsnefnd
í fjögur kjörtímabil og skipaði nokkr-
um sinnum sæti ofarlega á fram-
boðslistum Alþýðubandalagsins við
kosningar til Álþingis.
Síldin hvarf og uppbyggingin á
Skagaströnd stöðvaðist um langa
hríð. Þessu íylgdi mikið og viðvar-
andi atvinnulaysi. Heimilisfeður
urðu að leita sér að vinnu þar sem
hana var að fá. Pálmi brá á það ráð
að sækja vinnu suður, bæði vertíðar-
vinnu svo og smíðavinnu. Fjölskyld-
an gekk frá nýlegu húsi sínu á Skag-
aströnd og bjó í Reykjavík árin
1956-61 en flutti þá aftur til Skaga-
strandar. Pálmi stundaði þó smíða-
vinnu í Húnaþingi meira og minna
öll þessi ár, byggði m.a. félagsheim-
ilið Húnaver. Síðar stjórnað Pálmi
byggingaflokki á vegum Búnaðar-
sambands Austur-Húnvetninga
mörg sumur. Mér er nær að halda
að byggingar eftir Pálma séu á flest-
öllum bæjum í sveitum Austur-
Húnavatnssýslu. Þá voru uppgangs-
tímar í landbúnaði héraðsins og
búum við mjög að verkum hans.
Segja má að hann hafi breytt hérað-
inu. Pálmi öðlaðist réttindi húsa-
smiða enda mjög fær smiður.
Árið 1973 fluttu Pálmi og Hólm-
fríður til Reykjavíkur. Gerðist Pálmi
smiður á vegum Olíufélagsins og
vann þar næsta áratug en lét þar
af störfum sjötugur.
Ég átti þess kost að kynnast
Pálma náið bæði sem föðurbróður,
húsbónda og samstarfsmanni. Ég
vann hjá honum eitt sumar við bygg-
ingu Húnavers og betri yfirmann og
ósérhlífnari félaga er vart hægt að
hugsa sér. Við vorum lengst af tveir
í verki og bjuggum i tjaldi. Síðar
hjálpaði hann mér margsinnis við
byggingar eða byggði fyrir mig.
Það sem einkenndi Pálma öðrum
fremur var ákaflega staðfastur heið-
arleiki og trúmennska ásamt mjög
næmri réttlætiskennd. Hann vildi
hag þeirra sem voru með honum í
verki eða fólu honum umboð sitt sem
bestan, jafnframt því að allir sem
hann skipti við eða vann hjá fengju
það sem þeir greiddu vel útilátið.
Starfsþrek Pálma var mikið ásamt
ótrúlegri kappsemi og elju að hvaða
verki sem hann gekk. Þar að auki
var Pálmi ákaflega skemmtilegur í
samtali og háttvís í umgengni. Pálmi
átti einlægan vilja til að bæta heim-
inn og tókst alls staðar að koma
fram af drengskap, öðlast traust
manna.
Eftir að Pálmi hætti störfum hjá
Olíufélaginu hjúkraði hann konu
sinni Hólmfríði sem orðin var sjúkl-
ingur. Annaðist hann hana af mik-
illi umhyggjusemi og þolinmæði.
Hólmfríður dó 15. desember sl.
Nú er Pálmi látinn. Eftir lifir í
hugum samferðamanna minningin
um heiðarlegan, göfugan og góðan
mann. Ég er stoltur af að hafa átt
hann að frænda, félaga og vini og
votta börnunum hans hluttekningu
mína.
Páll Pétursson.
Á morgun verður lagður til hinztu
hvílu föðurbróðir minn og gamali
verkastjóri, Pálmi Sigurðsson smið-
ur. Við ótímabært fráfall hans fýsir
mig að minnast nokkrum orðum
þess manns, sem kenndi mér ýmis-
legt það, sem síðar hefur einna bezt
gagnazt mér á lífsleiðinni í námi og
starfi.
Kynni okkar Pálma heitins hófust
strax og ég var barn að aldri. Hann
kom oft á heimili mitt og vann þar
stundum að byggingum, því þótt
hann væri ekki réttindamaður í hús-
asmíði, þótti hann í starfi jafnoki
hvaða trésmiðs sem var. Pálmi var
prúður maður, barngóður og ræðinn.
Hann var gæddur ágætri kímnigáfu
og laus við alla ertni. Á skólaárunum
þótti mér það því góður kostur að
vinna undir verkstjórn hans, en þá
stjórnaði hann byggingaflokki Bún-
aðarsambands Húnvetninga, sem
ferðaðist milli bæja og reisti penings-
hús fyrir bændur. í því starfí sem
öðrum gat hann sér hið bezta orð
fyrir heiðarleik, afköst og velvirkni.
Pálmi var ágætur verkstjóri, sem
ekki stjórnaði með hávaða, kjafta-
vaðli eða hörðum aga. Hann stjórn-
aði fyrst og fremst með fordæmi
sínu; fádæma ósérhlífni, vinnusemi,
og harðfylgi við sjálfan sig. Þetta
hafði þau áhrif á okkur undirsáta
hans, sem oft vorum að meiri hluta
unglingar, að aldrei var slegið slöku
við og gjarnan hlaupið við vinnuna.
Þó ríkti oftast nær gáski og glað-
værð á vinnustað, því Pálmi var
maður dagfarsprúður og vel lyntur.
Þó átti hann það til að verða þegj-
andalegur, þegar áætlanir hans og
áform stóðust ekki, því hann var
maður kappsfullur og stundum
bjartsýnn um of í vinnu. Þá var
haft á orði, að hann væri í steypu-
skapi, því oftast var það í sambandi
við undirbúning steypuvinnu, sem
áætlanir fóru úr böndunum. Samt
sem áður minnist ég ekki eins ein-
asta styggðaryrðis af vörum hans
þau sumur, sem við unnum saman.
Svo vel tamdi hann geð sitt.
Pálmi var ákaflega vandfýsinn á
eigin verk og vildi ekki láta sjást
eftir sig hroðvirknislega eða mis-
heppnaða smíð. Það var eitt af
29
mörgu, sem af honum mátti læra.
Þegar við minntumst liðinna daga á
síðast Iiðnu sumri, var honum ofar-
lega í huga veggjarsprunga vestur
í Vatnsdal, sem þá hafði angrað
hann í aldarfjórðung. Nagaði hann
sig þá enn í handarbökin fyrir að
hafa ekki haft vit fyrir verk-
fræðingnum, sem gerði járnteikn-
ingu hússins. Slík var hlutvendni
hans og skyldurækni.
Heiðarleiki hans og drenglyndi í
samskiptum við annað fólk aflaði
Pálma vinsælda, enda var hann fé-
lagslyndur og kunni vel að gleðjast
með glöðum, þótt allrar hófsemi
gætti hann í þeim efnum sem öðrum.
Söngrödd hafði hann ágæta líkt og
systkini hans. Hann hafði mikinn
áhuga á félagsmálum og þjóðfélags-
umbótum, og helgaðist það af sterkri
réttlætiskennd hans. Hann var heill
í öllu og átti auðvelt með að átta sig
á kjarna hvers máls og taka einarða
afstöðu í samræmi við siðgæðis-
vitund sína og réttlætiskennd. Allt
þetta aflaði honum þeirrar lýðhylli,
að erfiðisfólk á Skagaströnd fól hon-
um forsjá stéttarfélags síns í 12 ár
og hreppsnefndarsetu 5 4 kjörtíma-
bil. Enda þótt ég heyrði hann oft
rökræða stjórnmál, var hann laus
við alla tilfmningasemi og það of-
stæki, sem oft einkennir hugsjóna-
menn. Aldrei heyrði ég' hann æstan
í rökræðum. Mér þótti hann einna
ólíklegastur þeirra manna, sem ég
hef kynnst um dagana, til að selja
sannfæringu sína.
Samvizkusemi og trúmennska
voru þeir eðlisþættir, sem ég hygg
að hafi öðrum fremur skapað Pálma
örlög og lagt grunninn að gæfu
hans sem ógæfu. Segja má, að þeir
hafi einkennt allar hans athafnir.
Einkar ljóslega birtist það í einkalífí
hans. Jafnan minnist ég Pálma, þeg-
ar ég rifja upp sögu Hergilseyj-
arbóndans, sem reiðubúinn var að
fylgja vini sínum og frænda, Gísla
Súrssyni, í dauðann og slíta þar með
fötum sínum eigi gerr. Pálmi kaus
að fórna hugðarefnum sínum fyrir
það, sem samvizka hans sagði hon-
um, að væri þeim mikilvægari. Hann
var ekki þeirrar gerðar að níðast á
neinu því, sem honum var til trúað,
fremur en Kolskeggur Hámundar-
son forðum daga.
Þar sem vík var milli vina urðu
samskipti okkar minni en skyldi síð-
ustu áratugina. Ég minnist með
ánægju síðasta fundar okkar á liðnu
sumri á ættarmóti á Steiná í Svart-
árdal, þar sem rætur hans lágu alla
tíð. Þrátt fyrir háan aldur sinn hélt
hann þar ennþá skerpu sinni og reisn
og naut samverunnar við ættfólk
sitt til fullnustu í söng og gleðskap.
Þegar hann svo að morgni reis fyrst-
ur á fætur að vanda, vakti það okk-
ur fyrirheit um, að hans biðu góðir
dagar í ellinni. En Pálmi réð ekki.
sínum næturstað fremur en aðrir
dauðlegir menn.
Hðndin, sem hamrinum lyftir,
er hafin af innri þörf,
af liknsamri lund, sem þráir,
að létta annarra störf.
Sá fagri framtíðardraumur
er falinn í verkum hans,
að ðbornir njóti orku
hins ókunna verkamanns.
(Davíð Stefánsson.)
Ég kveð þennan mikla drengskap-
armann með virðingu og þökk og
votta aðstandendum hans dýpstú
samúð mína.
Pétur Pétursson.
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.