Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992 Klara Eggerts- dóttir - Minning Fædd 8. mars 1902 Dáin 21. apríl 1992 Að morgni 2. mars hringdi sím- inn á vinnustað mínum. Ég var við störf úti í bæ en vinnufélagi minn svaraði. í símanum var kona og spurði eftir mér. Starfsfélaginn sagði sem var og hún ætlaði því að hafa samband síðar. Eftir hádeg- ið hringdi hún aftur og við ræddum saman. Þegar ég greindi kollega mínum frá því að þarna hefði verið amma mín að bjóða mér í níræðisaf- mæli sitt trúði hann því varla, hon- um þótti röddin í símanum svo ung- leg. Ef hann hefði séð hana hefði hann ugglaust styrkst í þeirri trú að ég væri að stríða honum því Klara Eggertsdóttir bar aldurinn óvenju vel, var fínleg og fríð, kvik í hreyfmgum og brosmild, ætíð vel til höfð og öll föt virtust klæða hana, gekk með hatt og passaði upp á hárgreiðsluna, en allt var þetta án tilgerðar og laust við skraut- fíkni. Andlegri reisn hélt hún alla leið, fylgdist með gangi þjóðmála til hinstu stundar og lét sig fjöl- skyldumálefni miklu varða. Hún var hæglát í tali, var ekkert að trana sér fram en þó föst fyrir og hafði sínar skoðanir. Á níræðisafmælinu var nokkuð af henni dregið sökum veikinda en hún bar höfuðið hátt og tók á móti gestum af sama myndarskapnum og einatt. Klara fæddist árið 1902 og til- heyrði því þeirri kynslóð sem varð vitni að ótrúlegum breytingum í íslensku þjóðlífi og lifði tvenna tíma. Á lífsferli hennar umbyltist samfé- lagið og heimsmyndin öll. Sem unglingur fylgdist hún með gangi heimsstyrjaldarinnar fyrri og heyrði hryllingssögur af mannskaðanum í Reykjavík af völdum spænsku veik- innar 1918, vonaði svo innilega að hún bærist ekki í heimahérað henn- ar. Tók þátt í uppgangi samfélags- ins á þriðja áratugnum og horfði upp á örbirgð kreppunnar á þeim fjórða. Upplifði góðæri seinna stríðs, höft og skömmtun fimmta og sjötta áratugarins og neyslubylt- inguna eftir 1960. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1939 og sá bæinn breytast í þá borg sem við höfum fyrir augunum. í fjölmenninu undi hún hag sínum vel og vildi hvergi ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p E R L a n sími 620200 annar staðar búa. Klara virtist eiga ótrúlega auðvelt með að aðlagast nýjum kringumstæðum. Fátt virtist koma henni úr jafnvægi og hún lét þjóðlífsbreytingarnar ekki rugla sig í ríminu. Hún hafði meiri áhuga á því sem var að gerast í samtímanum en fortíðinni, talaði sjaldan um fyrri tíð en þegar það gerðist kom í ljós að hún var minnug og gat sagt skemmtilega frá. Líkt og þorri landsmanna í upp- hafi aldarinnar fæddist Klara í sveit. Hún sleit barnsskónum á Ytri- Völlum við Miðfjörð, skammt frá Hvammstanga, elsta barn hjónanna Guðrúnar Grímsdóttm og Eggerts Elíesersonar bónda þar. Auk hennar áttu þau tvær dætur, Aðalheiði og Fannýju, og tvo syni, Grím og Lár- us. Níu ára gömul missti Klara föð- ur sinn, en eignaðist síðar stjúpa, Gunnar Kristófersson, og með hon- um átti móðir hennar eina dóttur, Þuríði. í æsku sinnti Klara öllum algengustu sveitastörfum en sér- staklega þótti henni gaman að eiga við hesta, átti sjálf hvítan fák sem hún hélt mikið upp á, sá hét Geys- ir. Gæðingurinn fylgdi henni því stór mynd af honum skipaði síðar virðingarsess á heimili hennar. Að loknu skyldunámi annaðist hún m.a. heimilisreksturinn á Ytri-Völl- um en í tómstundum greip hún oft í forláta orgel sem hún átti og spil- aði stundum á það á böllunum á Hvammstanga. Þegar Klara var 23 ára bar það til tíðinda á Hvammstanga að nýr starfsmaður kom að kaupfélaginu, Guðjón Guðnason, kennari úr Döl- unum og hafði brautskráðst úr Verslunarskólanum 1921. Ekki leið á löngu uns þau felldu hugi saman og 16. september 1926 giftu þau sig. Guðjón var nokkru eldri en Klara, fæddur 8. desember 1896. Þau stofnuðu heimili á Hvamms- tanga og eignuðust þar tvær dæt- ur, Guðrúnu árið 1928 og Heiðu árið 1935. Ári eftir að Heiða fædd- ist fluttist fjölskyldan til Vest- mannaeyja þar sem Guðjón gerðist tollvörður. I Eyjum bættist þriðja dóttirin í hópinn, Guðný Kristín, árið 1938. Fleiri urðu bömin ekki, en barnabömin urðu níu og barna- bamabörnin em orðin fjórtán. Árið 1939 fór fjölskyldan frá Eyjum og nú var förinni heitið til höfuðstaðar- ins en starf tollvarðar beið Guð- jóns. Hann gegndi því síðan til starfsloka. Klara sinnti hins vegar búi og börnum, var húsfreyja alla sína tíð og_ rak h'eimilið með höfð- ingsbrag. í Reykjavík settist fjöl- JVI a.rim.a.ra.i<d jj <aM. Legsteinagerð Höfðatúni 12, Sími 91-629955 LEGSTEINAR MOSAIKH.F. Hamarshöfða 4 —sími 681960 skyldan að á Sólvallagötu 18 en árið 1947 keyptu hjónin íbúð í Stór- holti 14. Klara bjó þar ein að Guð- jóni látnum, en hann lést árið 1980. Stórholtið varð fijótt samkomu- staður fjölskyldunnar, þar var oft þéttskipaður bekkurinn og glatt á hjalla. Gestrisni var Klöm í blóð borin. Ætíð var heitt á könnunni og heimabakað kaffibrauð fylgdi með. Hún lagði sig fram um að gera öllum jafn hátt undir höfði, var með eindæmum gjafmild og til þess var tekið hve rausnarleg hún var þegar afmælis- og jólagjafir voru annars vegar. Á hinn bóginn ætlaðist hún ekki til neins af öðr- um, var nægjusöm eins og flestir af hennar kynslóð. Á seinni árum gladdi hún afkomendur sína m.a. með ljósmyndaalbúmum sem geyma dýrmætar minningar þegar fram líða stundir. Á áttræðisaldri gerðist hún nefnilega myndasmiður hinn mesti og festi á filmu stóra og smáa atburði í lífi fjölskyldunn- ar. Hún var sérstaklega iðinn ljós- myndari í afmælum niðjanna, mundi alla afmælisdaga og lét sig aldrei vanta. En Klara sýslaði ýmis- legt fleira eftir að aldurinn færðist yfír, sumt harla óvenjulegt fyrir svo roskna konu. Hún fylgdist t.d. með ensku knattspyrnunni af miklum móð og þekkti þar betur til en margur fótboltaáhugamaðurinn; spilaði í getraunum og fékk oftar en einu sinni alla rétta; hafði yndi af að horfa á sjónvarp og talaði um suma fastagestina á skjánum eins og gamla kunningja; las tískutíma- ritin og nýjustu ævisögur ungra sem aldinna; dáði Elvis Presley og hafði mynd af honum uppi á vegg; safnaði úrklippum úr blöðum um allt milli himins og jarðar, flokkaði þær og átti orðið vænt úrklippu- safn. Og ekki er þó allt talið. Klara lét sér því aldrei leiðast og sendi Elli kellingu langt nef. Nú er sagan öll. Ævi Klöru Egg- ertsdóttur var löng og giftudijúg. Þeir sem kynntust henni minnast hennar með hlýju og þakklæti. Helgustu minningar um ömmu mína geymi ég innra með mér um aldur og ævi. Eggert Þór Bernharðsson. Nú þegar veturinn er að kveðja og sumar að ganga í garð kvaddi elskuleg tengdamóðir mín þetta líf. Hún lést á heimili okkar í Leiru- bakka 28, þann 21. apríl síðstliðinn. Alltaf kemur dauðinn jafn mikið á óvart, þó svo að við sem fylgd- umst með henni síðustu mánuðina vissum að hveiju stefndi. Mig lang- ar með þessum línum að þakka mikilli mannkostakonu þau miklu og nánu samskipti sem við höfum átt í nær 40 ár. Ég tel það mikið lán fyrir mig í lífinu að hafa fengið að vera henni samtíða og fengið að njóta hinnar miklu tryggðar og umhyggju sem hún sýndi þeim sem hún umgekkst. Mér finnst núna, þegar ég lít til baka, að samskiptin við þau hjón hafi breytt lífsmunstri og gildismati mínu til hins betra. Klara var fædd í Vestur-Húna- vatnssýslu 8. mars 1902. Foreldrar hennar bjuggu að Ytri Völlum í Miðfirði og þar ólst hún upp. Hún þurfti ung að taka til hendinni því um tólf ára aldur missti hún föður sinn, Eggert Elíeserson, en móðir hennar, Guðrún Grímsdóttir, hélt áfram búskap með börnin sín fimm. Hún var lærður klæðskeri og vann töluvert við það ásamt heimilisstörf- unum. Seinna giftist hún Gunnari á&ieytí*up4sif Opið alla daga frá kl. 9-22. 'aCía FÁKAFEN111 SÍMI: 68 91 20 Kristóferssyni og átti með honum eina dóttur. Þann 16. september 1926 giftist Klara Guðjóni H. Guðnasyni, sem þá var starfsmaður hjá Kaupfélagi V. Húnvetninga á Hvammstanga. Þar eignuðust þau tvær dætur, Guðrúnu, sem er gift Gunnari Giss- urarsyni og Heiðu, sem gift er und- irrituðum. Árið 1936 flutti ijöl- skyldan til Vestmannaeyja þar sem Guðjón hóf störf við tolgæslu. í Vestmanneyjum fæddist þriðja dóttirin, Guðný Kristín, sem gift er Ástþóri Valgeirssyni. Arið 1939 flytja þau til Reykja- víkur og stofnuðu heimili á Sólvalla- götu 18, þar sem þau bjuggu til ársins 1947 er þau fluttu í Stórholt 14 þar sem þau bjuggu til æviloka, en Guðjón lést 3. júlí 1980. Það eru margar Ijúfar minningar frá árunum í Stórholtinu þegar margir vora saman komnir í lítilli íbúð en aldrei skorti þó húsrými þar sem hjartarými var fyrir hendi og hlutunum stjórnað af mikilli tillits- semi og gæsku. Klara var mjög félagslynd kona og tók mikinn þátt í gleði og sorgum vina sinna, sem voru fjölmargir. Sterkar taugar bar hún ávallt til æskustöðvanna og minntist oft á samferðafólk frá þeim tíma. Þann 8. mars sl. hélt Klara upp á 90 ára afmæli sitt með ættingjum og vinum og naut hún þess mjög að vera meðal þeirra þó heilsu hennar væri farið að hraka, en síðasta árið átti hún við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða þó hún bæri það ekki með sér í daglegri umgengni. Að endingu vil ég þakka Klöru fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég bið Guð að blessa eftirlifandi ættingja hennar sem sjá á eftir elskúlegri systur, móður, ömmu og langömmu. Hún var mjög elskuð af börnum og litla barnið sem fær að fylgja henni til hinstu hvílu fær örugglega góða handleiðslu til annars lífs. Guð blessi minningu hennar. Guðmundur Clausen. Okkur langar að minnast elsku- legrar ömmu okkar, Klöru Eggerts- dóttur, sem lést þann 21. apríl síð- astliðinn. Amma var alltaf góð og um- hyggjusöm við okkur og var alltaf til staðar þegar við þurftum á henni að halda. Það verður mikill missir að geta ekki komið við í Stórholtinu eins og við gerðum svo oft á ferðum okkar til Reykjavíkur, það skipti ekki máli hvenær við komum eða hver var með okkur, allir voru jafn- velkomnir og amma sá um að eng- inn færi svangur frá henni því allt- af hafði hún eitthvað góðgæti fram að færa sem féll í góðan jarðveg hjá okkur, oftast fylgdi svo á eftir myndataka því ömmu þótti mjög gaman að taka myndir og skipta myndirnar hennar þúsundum í dag. Alltaf fylgdi myndavélin með ef hún fór eitthvað og sá hún um að allir merkisviðburðir innan fjölskyldunn- ar væru festir á fílmu. Það var ekki nóg að hún framkallaði mynd- irnar fyrir sig heldur lét hún taka eftir þeim og lét hvern og einn fá sem hlut átti að máli í það og það skiptið. " Þó árin hjá ömmu hafi verið orð- in níutíu þá áttu allir mjög erfitt með að trúa því, því hún var alltaf svo ungleg og fín og fylgdist mjög vel með því sem var að gerast hvort sem það voru þjóðmálin eða íþrótt- irnar. Þegar okkar lið, „Keflavík“, átti í hlut fylgdist hún spennt með og samgladdist með okkur þegar við unnum, svo má ekki gleyma getraununum á laugardögum sem hún ávallt tók þátt í. Amma var mjög réttsýn kona og ekki munum við eftir að hafa heyrt frá henni styggðaryrði í garð eins eða neins. Með þessum orðum kveðjum við elsku ömmu sem verður sárt saknað af okkur öllum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ómar, Þröstur, íris og Arnar. Tryggvi Sigurlaugs- son - Minning Látinn er Tryggvi Sigurlaugsson, góður nábúi minn og bræður hans tveir á stuttum tíma, og maðurinn minn líka. Þeir voru góðir vinir. Þessir bræður reyndust mér vel á allan hátt eftir lát mannsins míns. Svo það var mikið að missa góða nábúa, og ég þakka fyrir það sem þeir gerðu fyrir mig. Ég heimsótti Tryggva á sumar- daginn fyrsta. Hann var mikið veik- ur en síðustu orðin sem hann sagði við mig voru: „Jæja Katrín mín, nú er ég að fara úr þessum heimi.“ Ég svaraði eitthvað á þá leið að hann myndi þá hitta vini sína sem farnir eru. Ég bið Guð að blessa Tryggva. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn Iátna er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margS er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sbr. 1886 - V. Briem) Katrín Guðgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.