Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ S.UNNUDAGUR 3. MAl 1992
Þórður Maríasson,
Suðureyri - Minning
Fæddur 5. nóvember 1896
Dáinn 22. apríl 1992
Laugardaginn 2. maí var borinn
til grafar á Suðureyri afi minn,
Þórður Maríasson, er lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 22. apríl sl. á 96.
aldursári, og var hvíldinni áreiðan-
lega feginn þegar kallið kom.
Afi var sonur hjónanna Herdísar
Þórðardóttur frá Vatnadal í Suður-
eyrarhreppi og Maríasar Þórðarson-
ar, en hann lést um aldamótin.
Herdís var þá ein með þijú ung
börn. Síðar giftist hún Guðmundi
Júlíusi Pálssyni frá Látrum í Mjóa-
firði og eignuðust þau átta börn
saman.
Afi og amma, Margrét Svein-
björnsdóttir, fædd 31. desember
1901, dóttir hjónanna Sveinbjörns
Pálssonar og Guðmundínu Jónsdótt-
ur frá Laugum, Suðureyrarhreppi,
gengu í hjónaband árið 1921 og
bjuggu þau á Suðureyri allt til árs-
ins 1984 er þau fluttu á Hrafnistu
í Reykjavík sökum heilsubrests
ömmu. Hún lést þar þremur árum
síðar eða 23. október 1987 þá rúm-
lega 85 ára að aldri.
Afí og amma eignuðust átta börn,
en aðeins fimm þeirra komust á legg
og eru þau öll á lífí í dag. Þau eru:
Páll Janus, f. 23. febrúar 1925,
maki Sigrún Þorleifsdóttir, búsett í
Reykjavík. Marías, f. 17. júní 1930,
ókvæntur, búsettur á Suðureyri.
Elísabet, f. 24. apríl 1932, maki
Guðjón Jónsson, búsett í Reykjavík.
Björgvin, f. 30; mars 1934, maki
Jónína Ásbjarnardóttir, búsett á
Flateyri. Guðrún, f. 8. júlí 1942,
maki Óli M. Lúðvíksson, búsett á
ísafirði.
Afí og amma voru mjög samhent
og þegar afi varð níræður áttu þau
65 ára hjúskaparafmæli sama ár.
Ástin sem skein úr augum þeirra
þá sagði sína sögu um það hvemig
þessi 65 ár hefðu verið.
Afí var mikil félagsvera og mikill
tónlistarunnandi. Einnig var hann
bókhneigður í betra lagi. Hann var
mjög hjartahlýr og gefandi maður.
Hann var göður hlustandi en um
leið var hann óspar á ráðleggingar
til unga fólksins. Allar hans ráðlegg-
ingar fólu í sér að við ættum að
rækta okkur sjálf og fjölskyldur
okkar,’ því fjölskyldan væri það mik-
ilvægasta sem við ættum. Afí var
sjálfur dæmi um þetta því hann lagði
mikla rækt við að efla fjölskyldu-
tengslin og ef nýr fjölskyldumeðlim-
ur var í vændum var afi ekki langt
undan. Hann elskaði börn og varð
stoltur í hvert skipti sem fjölgaði í
fjölskyldunni og leit á barnabörnin
og barnabarnabörnin sem sín eigin.
Afi var mjög trúaður maður og
voru þau amma mjög virk í öllu
starfi er tengdist kirkjunni. Afi var
í sóknamefnd og bæði voru þau í
kirkjukómum í fjölda ára.
Afi var sjálfmenntaður í skóla
b'fsins og var þvílíkur hafsjór af
fróðleik að það var með ólíkindum.
Hann var vel að sér um allt sem
laut að sjómennsku og veðurfari,
enda var hann á sjó á sínum yngri
árum og fylgdist síðan vel með afla-
brögðum og öllu því sem tengdist
sjónum allt til dauðadags. Afi var
veðurathugunarmaður á Suðureyri
í fjölda ára og var svo veðurglöggur
að ef einhver úr fjölskyldunni ætl-
aði í ferðalag þótti vissara að hringja
til afa áður en farið var af stað.
Eg vil að lokum þakka afa sam-
fylgdina. Hans verður sárt saknað
en minningin um hann lifir áfram.
Ég veit að nú líður honum vel þar
sem þau amma hafa sameinast að
nýju, því það var það sem hann
þráði.
Jesús mælti: „Ég er upprisan og
lífíð. Sá sem trúir á mig mun Iifa
þótt hann deyi. Og hver sem lifir
og trúir á mig mun aldrei að eilífu
deyja." (Jóh. 11, 25:26.)
Margrét Þóra Óladóttir.
TYÍ
HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1992 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ.
Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll
stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum
og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og er inntökuskil-
yrði stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Verið er að endurnýja tölvubúnað skólans. Á haustönn verður kennt á tölvur
af gerðinni Victor 386MX, IBM PS/2 90 með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000
340 og IBM AS/400 B45.
Nemendur við Tölvuháskóla VI verða að leggja á sig mikla vinnu til þess að
ná árangri. Þeir sem vilja undirbúa sig í sumar geta fengið ráðleggingu hjá
skólanum. Mikil áhersla er lögð á forritun og er því gagnlegt ef nemendur
hafa kynnst forritun áður. Á fyrsta ári eru kennd tvö námskeið í viðskiptafög-
um sem nýtast best þeim sem áður hafa lært bókfærslu. Aðrar greinar fjalla
annars vegar um vinnubrögð við hugbúnaðargerð.
Eftirtaldar greinar verða kenndar auk raunhæfra verkefna sem unnin eru í lok
hverrar annar:
Fyrsta önn:
Forritun í Pascal
Kerfisgreining og hönnun
Stýrikerfi
Fjárhagsbókhald
Þriðja önn:
Gluggakerfi
Kerfisforritun
Hlutbundin forritun
Fyrirlestrar um valin efni
Önnur önn:
Fjölnotendaaumhverfi og RPG
Gagnasafnsfræði
Gagnaskipan með C++
Rekstrarbókhald
Fjórða önn:
Staðbundin net
Tölvugrafík
Hugbúnaðargerð
Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1992 er til 26. júní. Umsóknir sem berast
eftir þann tíma verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla hefst 31.
ágúst.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Verzlunarskólans
frá kl. 8-16 og í síma 688400.
TÖLVUHÁSKÓLIVÍ,
Ofanleiti 1,
103 Reykjavík.
Bjöm Jónsson, Ytra-
Hóli - Kveðjuorð
Sumarið var rétt ókomið sam-
kvæmt íslenskri hefð þegar mér
barst fregnin um andlát Björns
Jónssonar frá Ytra-Hóli og það
skyggði. Um all langan tíma hafði
Björn mátt finna mátt sinn dofna
æ meir. Nú hefur öldungur kvatt
sem var gæddur þeim eiginleikum
að virðing og vinahugur lifir áfram
þegar hans er minnst. I huga mín-
um er mikið þakklæti til vökuls
manns sem mér fannst gott að
kynnast og mega telja til vina.
Það eru örlátir einstaklingar sem
megna að veita öðrum mildi þrátt
fyrir sársauka í eigin brjósti og sem
geta leitt hugi hærra þrátt fyrir að
hallar á eigið þrek. Björn var gædd-
ur slíku örlæti.
Reynsla langra og strangra líf-
daga og auðmýkt gegn yfirburðum
óvæginnar náttúru, gerðu vonina
meiri, gleðina ríkari, þakklætið
meira í fari Björns. Allt þetta
streymdi frá honum til þeirra er
nálægt honum voru.
Fyrir mig, sem glími við það h'kt
og fjölmargir aðrir að eiga í kapp-
hlaupi við tíma og amstur svo of
lítið verður um kyrrð hugans, var
það ætíð eftirsóknarvert að geta
rætt við Björn um menn og mál-
efni. Þá varð kyrrð og auðvelt að
gleyma sér við að hlusta á hann
segja frá. Mál hans heiðskírt og
ríkt, skoðanir ljósar og settar fram
af sannfæringu en stillt frásögnin
bar vott um djúpa hugsun fróðleiks-
manns. Galsi og glettin tilsvör hans
rifu upp hláturinn en næmnin og
viðkvæmnin voru ekki langt undan.
Þá var hann líkt og tengiliður þess
sem er liðið og þess sem koma skal
og Iíðandi stundin spannaði innsýn
í hvort tveggja. Stundum flaug mér
í hug að ef til vill gæti ég orðið ögn
vitrari ef ég hlustaði nóg vel og
lengi. Ég hef heyrt um daga Björns
þar sem gleði og sorg tókust á, oft
með litlum hléum. Ég hef heyit um
ábyrgðar- og trúnaðarstörf sem
Birni voru falin lengst af. Ég hef
heyrt um trygglyndi hans, vinarþel
og greiðvikni við vini og vanda-
lausa.
En ég hef séð stolt hans og gleði
vegna barnabarna sinna nær og
ijær og ég hef fundið þakklæti
hans og kærleika til fjölskyldu sinn-
ar.
Þessi vetur sem nú hefur kvatt
færði minni vetrar'nörkur en þeir
sem á undan voru. En þennan vetur
varð mæðin og máttleysið kröfu-
harðara og rúmlega Björns varð
meiri og lengri en áður. Það hindr-
aði samt ekki það að bóndinn á
Ytra-Hóli fylgdist grannt með mál-
efnum líðandi stundar hvort heldur
var í blöðum, bókum, útvarpi eða
sjónvarpi og sem fyrr var margt
skeggrætt.
Nú, þegar ástríkur faðir og afi
er ekki lengur til að taka lófa í
heita hönd sína, stofan er tóm og
ómur málróms hans þagnaður, eru
minningarnar perlur sem aldrei
glatast.
Björn naut mikillar ástúðar og
umhyggju nánustu fjölskyldu sinn-
ar að Ytra-Hóli sem nú harma góð-
an föður og afa.
Gráttu ekki af því að ég er dáin
ég er innra með þér alltaf,
segir í erlendu ljóði.
Ég sendi kærum vinum á Ytra-
Hóli og öðrum ástvinum mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Björns Jónssonar.
Rannveig Jóhannsdóttir.
Einar Guðmunds-
son — Kveðjuorð
Einar Guðmundsson, Heiðargerði
18, Reykjavík, andaðist að heimili
sínu 22. apríl sl. Þegar vetur kveð-
ur fagnar maður sumri, en þegar
góður vinur frá bernsku kveður
setur að manni sorg og hjartað fyll-
ist söknuði.
Þegar fjölskylda Einars fluttist í
Arnarbælishverfið kom hún með vor
og sumar í það samfélag sem þar
var og hefur fylgt okkur öllum sem
þar vorum fyrir æ síðan.
Við andlát Guðmundar, föður
Einars, hætti Guðrún móðir hans
búskap og þau fluttu til Reykjavík-
ur. Einar stundaði bifreiðaakstur,
keypti sér sendibíl og það var hans
átvinna mörg síðastliðin ár. Hann
tók þátt í félagsstörfum síns félags
og var þar í stjórn.
Ég, eins og Éinar, flutti úr þessu
góða samfélagi sem var í Arnarbæl-
ishverfinu og skildu því leiðir um
sinn. En þegar við hjónin fluttum
til Reykjavíkur leið ekki langur tími
þar til við endurnýjuðum okkar
góðu kynni frá bernskuárunum.
Einar og fjölskylda hans voru alveg
einstakt sómafólk og ég hlakkaði
alltaf til að hitta þessa fjölskyldu,
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
hún var svo einstaklega hlý og góð
svo að maður fann alltaf fyrir vellíð-
an af að vera í návist hennar.
Eins og áður er getið tókum við
upp þráðinn frá fyrri árum þegar
við áttum báðir heima hér í Reykja-
vík. Guðrún móðir Einars og móðir
mín urðu miklar vinkonur og Einar
kom alltaf með móður sína á hveiju
ári í heimsókn í Kirkjufeijuhjáleigu,
þeim báðum til mikiliar ánægju.
Einar var ávallt léttur í lund og
hann kom oft með vörur til Hrefnu
á Grundarstíginn. Við hlógum oft
að því sem kom upp á þegar hann
kom þar. Einu sinni sem oftar þeg-
ar hann kom með vörur þurfti
Hrefna að bregða sér frá og bað
Hrefna hann að standa fyrir sig í
sjoppunni á meðan. Þá kom maður
inn og spurði hann Einar hvort
hann var að afgreiða. Einar sagðist
vera hér í forföllum því hann væri
sonur Hrefnu, en á þeim var tveggja
ára aldursmunur. Svona var Einar
alltaf, fullur af léttu gríni og það
er einmitt svona fólk sem maður
saknar mest.
Einar var með afbrgðum dugleg-
ur, alltaf sívinnandi og það var al-
veg furðulegt hvað hann vann, eins
veikur og hann var sl. 2 ár. Hann
lét ekki mikið eftir sér en greiðvikn-
ari maður var ekki til, um það get-
um við hjónin vel borið.
Þegar aldur færist yfir finnst
manni lífið svo ótrúlega stutt, en
þegar svo góður vinur sem Einar
var okkur hjónum, kveður, gerir
maður sér ljóst að allt tekur enda.
Við þökkum fyrir alla góða viðkynn-
ingu, bæði Einari og hans íjöl-
skyldu. Megi hann hress og glaður
fara á fund feðra sinna.
Ég vil fyrir hönd okkar hjóna
votta eiginkonu, systrum og öðrum
vandamönnum okkar dýpstu sam-
úð.
Sigurður Gísli Guðjónsson.