Morgunblaðið - 03.05.1992, Side 48

Morgunblaðið - 03.05.1992, Side 48
Bögglapóstur um ollt lofld MORGUNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Samningur- inn um EES undirritaður Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GERT VAR ráð fyrir að ráð- herrar Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) undirrituðu samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði í borginni Óportó í Portúgal síðdegis í gær. Flestir utanríkisráðherrar aðildarríkja EB voru staddir í Óportó í gær auk Jacques Delors forseta framkvæmdastjórnar EB. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er umfangsmesti viðskiptasamningur sem gerður hefur verið. Með honum eru rúm- lega 380. milljón manns í nítján þjóðríkjum skapaðir möguleikar til óheftra samskipta. Samningurinn tryggir íbúum aðildarríkjanna við- skiptafrelsi, atvinnufrelsi, fjárfest- ingafrelsi og frelsi til að stofna fyrirtæki innan ríkjanna nítján. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Hákarlar fyrir þorrablótið Það þykir ekki tíðindum sæta þó einn og einn hákarl slæðist með í aflann, en skipverjum á Sigurbjörgu ÓF frá Ólafsfírði þótti nóg um að fá sex stóra hákarla í síðustu veiðiferð. Skipið var að veiðum á grálúðuslóð út af Víkurál og kom inn til löndunar í vikunni, en auk hákarlanna voru þeir með rúm 100 tonn af frystum afurðum. Hákarl- arnir verða verkaðir á Ólafsfirði og skipshöfnin mun væntanlega gæða sér á þeim á næsta þorrablóti. Það er ung Ólafsfjarðarmær, Hólmfríður Vala, sem er að skoða þessa vænu hákarla á myndinni. Fjórtán trillur sokkið eða hlekkst alvarlega á 1 vetur FJÓRTÁN smábátum hefur hlekkst alvarlega á í vetur og flestir sokk- ið. Elr þetta veruleg aukning frá því sem verið hefur. Frá því í byrjun síðasta árs hafa tuttugu smábátar farið. Af þeim 28 mönnum sem voru á bátunum fórust 2. 26 mönnum var bjargað, mörgum naumlega af Hótun fest kattarhræ SÍ AMSKÖTTUR, sem hafði ver- ið drepinn og kveikt í, lá á tröppum húss í Garðabæ þegar telpur sem eiga heima þar fóru út úr húsinu á föstudag. Hjá hræinu lá hótunarbréf þar sem þess var krafist að 50 þúsund krónur yrðu afhentar á til- teknum stað og tíma ella myndi einhver hljóta verra af. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er hótunarbréfíð prentað út úr tölvu og er talið að því hafi verið komið þama fyrir á tímanum frá því um miðnætti og fram und- morgun 1. maí. Bréfínu er ekki ^^ueint gegn nafngreindu fólki og kötturinn sem drepinn hafði verið tilheyrði ekki fólki í húsinu. Lögreglan í Hafnarfírði stað- festi í gær að þetta mál hefði kom- ið upp og væri þar til rannsóknar. RLR hefði verið tilkynnt um málið og tæki líklega við rannsókn þess. nærstöddum batum. í mörgum tilvikum hefur ekki tek- ist að skýra óhöppin til fulls. Skip- veijar telja sig oft hafa brotið gat á bátana með því að sigla á trjá- drumba en ofhleðsla er líka stundum talin meðorsök. Þá hefur í nokkrum tilvikum verið hægt að rekja óhöppin til slæms frágangs á búnaði bát- anna. Páll Hjartarson siglingamála- stjóri segir að flest slysin megi rekja til mannlegra mistaka. Hann segir ekki óeðlilegt að slysum og óhöppum hafí íjölgað í takt við stækkun smá- bátaflotans, en óhöppin væru allt of mörg. „Við erum alla daga að vinna að því að tryggja öryggi báta og sjó- farenda en árangurinn er ekki betri en þetta,“ segir Páll. Kristinn Ing- ólfsson slysaskráningamaður hjá Siglingamálastofnun segir að eig- endur smábáta ofmætu stundum sjó- hæfni þeirra. Þeir færu á sjó í verra veðri en eldri trillukarlar hefðu treyst sér til og í góðu fískeríi væri hætta á að menn hlæðu bátana meira en þeir þyldu með góðu móti. Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að samtökin hafí verulegar áhyggjur af fjölgun óhappa, ekki síst þar sem rannsóknaraðilum hefði ekki tekist að leiða í ljós viðhlítandi skýr- ingar. Nauðsynlegt væri að finna hugsanlega galla á bátunum og lag- færa þá. í þeim tilgangi að auka öryggið hefur verið ákveðið að í sumar þurfi allir bátar undir 30 tonrium að til- kynna staðsetningu tvisvar á dag, eins og í vetur. Undanfarin sumur hafa einungis opnir bátar þurft að tilkynna sig tvisvar, um miðjan dag- inn og aftur á kvöldin, en þilfarsbát- ar aðeins þurft að tilkynna sig á daginn. Sjá Af innlendum vettvangi á bls 14. Eldur borinn að Faxamarkaði ELDUR var borinn að rusli sem safnað hafði verið í fiskikar við gafl Faxamarkaðarins við Reykjavíkurhöfn síðdegis í fyrradag. Við gaflinn stóðu nokkur hundruð fiskikassar í all- hárri stæðu og náði eldurinn að læsa sig í þá. Lögreglumaður af miðborgarstöð ruddi fiskikassastæðunum um koll og dreifði þeim svo eldurinn náði ekki að læsast í húsið. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra; Islensku stafimir verði í sam- ræmdu hugbúnaðarkerfi EES Gæti kostað okkur milljarða í breytingar og aðlögun á hug- búnaðarkerfum á næstu tveimur áratugum ef svo verður ekki JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur beint því til sendihei-ra íslands í Evrópurbandalagsríkjunum og innan EFTA að þeir leggi ríka áherslu á það gagnvart öllum samstarfsþjóðum okk- ar innan Evrópska efnaliagssvæðisins að séríslenskir bókstafir eins og þ og ð verði í því samræmda hugbúnaðarkerfi sem þar er í undirbúningi. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið að það gæti kostað milljarða útgjöld vegna breytinga á hugbúnaðarkerfum á næstu tveimur áratugum til dæmis, ef íslensku bókstafirnir yrðu útilokaðir. Jón Baldvin sagði að innan mjög skamms tíma stæði til að taka ákvörðun um samræmingu á stafa- gerð í hugbúnaðarkerfinu sem yrði notað innan Evrópubandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Reyna ætti að ná allsheijarsam- komulagi um stafagerðina. Þetta sýndist við fyrstu sýn vera tiltölu- lega sakleysislegt en ef íslensku sérstafirnir yrðu ekki inn í stöðlun- um gæti þetta varðað milljarða útgjöld burtséð frá öllu öðru. Ef þyrfti að gera breytingat' á öllum hugbúnaðarkerfum vegna þessa gæti það kostað á næstu áratugum ófyrirsjáanlega fyrirhöfn og fjár- muni. „Við höfum falið sejndiherrum okkar, sérstakleg^. í EFTA-ríkjum og Evrópubandalagsríkjum, að taka upp þetta mál. Við erum að semja við 19 þjóðir um samræmt efnahagskerfí. Á okkar öld þýðir það ekki hvað síst upplýsingakerfið og það er lykilatriði að allt sem varðar upplýsingasamskipti og upplýsingamiðlun, sem öll fer fram í tölvukerfum nú þegar og gerir það í enn vaxandi mæli á komandi árum, sé á sameiginlegu tungu- máli. Þess vegna munum við reyna til hins ýtrasta að fá þessar aðildar- þjóðir til að fallast á að innan hins Evrópska efnahagssvæðisins hljót- um við að reyna að tryggja sameig- inlegttölvumál," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að ef okkur mistæk- ist þetta væri það ekki aðeins spurning um óhemjumikil útgjöld vegna aðlögunar og breytinga á þessu alþjóðlega tungumáli heldur beinlínis áfall fyrir stöðu okkar í framtíðinni gagnvart umheiminum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.