Morgunblaðið - 22.05.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.05.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. MAI 1992 Frumvarp um skattlagningu eignatekna: Gæti valdið óróa á pen- mgamarkaði strax í haust - segir formaður stjórnar Samtaka fjárfesta SAMTÖK fjárfesta gagnrýna mjög frumvarp um skattlagningu eigna og eignatekna, sem fjár- málaráðherra hefur lagt fram til kynningar. Stjórnarformaður samtakanna spáir að frumvarpið muni valda óróa á peningamark- aði með haustinu. „Framkomið frumvarp með fylgi- gögnum ber með sér að hér er á ferðinni mjög efnismikið og marg- slungið mál,“ sagði Sigurjón As- björnsson formaður stjórnar Sam- taka fjárfesta. „Af einstökum atrið- um má benda á, að eignarskatturinn er enn fyrir hendi. Þrátt fyrir tillög- ur um frítekjumark óttast samtökin því að stjórnvöld muni halda áfram innheimtu eignarskatts og þegar frá líður hækka skatthlutfallið aftur í núverandi horf. Þá er fyrirhuguð niðurfelling skattfrádráttar vegna hlutabréfa- kaupa óráðleg, þar sem slíkt mun draga enn frekar úr möguleikum íslenskra fyrirtækja til að styrkja eiginfjárstöðu sína, ekki síst þar sem ísienskt atvinnulíf hefur verið í lægð og þarf nú mjög á þátttöku almenn- ings í formi hlutafjárkaupa að halda. Fyrir alla sparifjáreigendur eru það geysileg vonbrigði að þessi ríkis- stjórn, sem spariijáreigendur höfðu almennt talið vera hliðholla sparnaði og ráðdeild, skuli nú birta frumvarp sem þetta með þeim flýti sem raun ber vitni, sérstaklega þegar tillit er tekið til aðstæðna í þjóðfélaginu,“ sagði Siguijón. I greinargerð með frumvarpinu eru rök færð fyrir því að sá skattur á fjármagnstekjur, sem þar er gert ráð fyrir, komi mjög lítið við al- menna spariijáreigendur, m.a. vegna þess hve frítekjumark sé rúmt, og ætti því ekki að þurfa að hafa vaxta- hækkun eða samdrátt í sparnaði í för með sér. Um þetta sagði Sigur- jón að samtökin teldu frítekjumarkið vera allt of lágt og að nefndin, sem samdi frumvarpið, gæfi sér allt of fqálsar forsendur um viðbrögð á peningamarkaðnum. „Við teljum að Softis hf; Viðræður hafnar um sölu á Louis SOFTIS hf. hefur hafið viðræður við bandarísk hugbúnaðarfyrir- tæki um sölu á Louis-hugbúnaði, sem Softis hefur sótt um einka- leyfi á í Bandaríkjunum. Ekki er gert ráð fyrir að niðurstaða fáist fyrr en eftir nokkra mánuði. Full- trúar Softis hafa verið í Banda- ríkjunum síðustu vikur og sýnt Louis og fengið jákvæðar viðtökur að sögn stjórnarformanns fyrir- tækisins. JÓhann Pétur Malmquist stjórn- arformaður Softis vildi ekki upplýsa hvaða fyrirtæki Softis væri að ræða við. Hins vegar sagðist hann vera mjög ánægður með þann árangur sem náðst hefði í Bandaríkjunum undanfarið. Sérstaklega hefðu við- tökur verið góðar á sýningu á vegum Apple-fyrirtækisins um miðjan þenn- an mánuð, sem Softis tók þátt í. Um hefði verið að ræða sýningu á for- ritunartólum í tengslum við ráð- stefnu fyrir aðila sem þróa tölvubún- að. Louis-hugbúnaðurinn einfaldar mjög forritun og gerir einnig kleift að flytja vinnsluforrit milli mismun- andi notendaumhverfa. Nokkur forrit með sömu markmið hafa undanfarið verið sett á markað. Þegar þetta var borið undir Jóhann sagði hann að ekkert þessara forrita byði upp á sömu lausnir og Louis og ekki næðist jafn víðtækur árangur með þeim. það verði örugglega töluverð við- brögð og þetta frumvarp muni þegar valda óróa hér á peningamarkaði með haustinu," sagði Siguijón. í greinargerðinni eru einnig færð þau rök fyrir skatti á eignatekjur að annars búi þegnar þjóðfélagsins ekki við jafnræði í skattlagningu. „Okkur finnst réttlætissjónarmiðið eðlilegt. Við teljum í lagi að huga að skattlagningu þegar hér hefur myndast langvarandi sparnaður og jafnvægi í efnahagslífinu, eins og er í helstu viðskiptalöndum okkar. Þar er eiginfjárstaða atvinnufyrirtækj- anna sterk en eiginfjárstaða ís- lenskra fyrirtækja er mjög veik og efnahagsumhverfið sveiflukennt. Því er um mikla einföldun að ræða, að bera okkur saman við önnur OECD- lönd eins og gert ér í röksemda- færslu nefndarinnar sem samdi frumvarpið," sagði Siguijón Ás- björnsson. Þyrla sótti slasaðan sjómann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann langt á haf út í gærmorgun. Sjómaður- inn hafði skorist illa á fæti. Landhelgisgæslunni barst beiðni um hjálp frá togaranum Víði EA 910 um klukkan 3 í fyrrinótt. Þá var skipið svo langt úti, að þyrlan náði ekki til þess. Hún lagði hins vegar af stað til móts við Víði kl. 4.05. Fljúga varð 130 sjómílur, enda skipið enn djúpt út af Breiðafirði. Greiðlega gekk að ná sjómanninum um borð í þyrluna, sem lenti við Borgarspítalann í Reykjavík kl. 6.50. VIÐ BJOÐUM YKKUR VELKOM í NÝJAN OG GRÓSKUMIKINN BÚNAÐARBANKA Föstudaginn 22. maí og mánudaginn 25. maí tökum við á móti Kópavogsbúum með kaffi og kökum, gosdrykkjum og góðgæti. Tilefnið er sannarlega ánægjulegt: Vorið 1991 efndi Búnaðarbankinn til samkeppni um nýtt útlit og skipulag í afgreiðslusölum bankans. GRÓSKA, tillaga Sigurðar Einars- sonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, bar sigur úr býtum og nú verður þessi glæsilega hönnun „frumsýnd" hjá okkur í nýjum afgreiðslusal að Hamraborg 9. Hugmyndin að GRÓSKU er sótt í íslenska flóru hreinleika og náttúrufegurð landsins. Komið í heimsókn og njótið með okkur GRÓSKU Búnaðarbankans. Paddington kemur í heimsókn kl. 11.00 og 14.00. BUNAÐARBANKINN - Traustur banki HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.