Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 7

Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 7 Fornleifanefnd: fjögur leyfi til að grafa upp í sumar FORNLEIFANEFND hefur veitt leyfi til að grafa upp eftir forn- minjum á Bessastöðum á Álfta- nesi, á Stöng í Þjórsárdal, á Hof- stöðum í Mývatnssveit og í Viðey i sumar. Guðmundur Olafsson, fornminjavörður, segist reikna með að umsókn um fornleifaupp- gröft í landi Hofsstaða í Garðabæ verði tekin fyrir á næsta fundi fornleifanefndar í júní. Guðmundur sagði að stefnt væri að því að grafa upp á tveimur stöðum á vegum Þjóðmiftjasafns í sumar. Annars vegar væri um að ræða áframhaldandi uppgröft á Bessa- sstöðum og stæðu yfir viðræður milli þjóðminjaráðs og Bessastaðanefndar um kostnaðarhlið verksins. Hins veg- ar væri um að ræða uppgröft í landi Hofsstaða í Garðabæ en ekki hefði verið veitt leyfi til hans enn sem komið væri. Verið væri að vinna að kostnaðaráætlun og umsókn yrði sennilega tekin fyrir á næsta fundi fornleifanefndar í júní. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur, hefur fengið leyfi til að grafa upp á Stöng í Þjórsárdal og Árbæjarsafn til að halda áfram rannsóknum í Viðey. Ennfremur mun Adolf Friðriksson, fornleifafræðing- ur, standa fyrir uppgrefti á Hofstöð- um í Mývatnssveit. > Morgunblaðið/Sverrir Vordagar í Granda- skóla Vordagar hófust í Grandaskóla í Reykjavík í gær- morgun. Á vordög- um skólans vinna nemendur að marg- víslegum verkefn- um. Þessi hópur var að fást við gróður- setningu, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Listahátíð í Bergen: VINSÆLI FJOLSKYLDUBILLINN Heimsókn forseta lokið MITSUBISHI HEIMSÓKN forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, á hina árlegu Menningar- og listahátíð í Bergen í Noregi, lauk í fyrradag með hádegisverði í Hákonshallen í boði Haralds Noregskonungs. Heimsókn forseta á Listahátíðina hefur vakið mikla athygli í Noregi, að sögn Sveins Björnssonar forseta- ritara, enda Listahátíðin í Bergen helsti menningarviðburður ársins þar í landi, og dregur hún að sér lista- menn og þátttakendur frá fjölmörg- um löndum. Islendingar láta mikið að sér kveða á þessari stærstu menningarhátíð Norður-Evrópu, en á þriðjudag opn- aði Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra íslenska menningarviku semjialdin er í sambandi við hátíð- ina. Islenskar bókmenntir, listir, leik- sýniiigar, kvikmyndir og íslensk hönnun er meðal þess sem boðið er upp á. íslandsvikunni lýkur á sunnu- dag. -----».♦- »--- Dreginn vélarvana til hafnar MAÐUR á trillu lenti í vandræðum út af Garðskaga í gærmorgun, þegar vélin drap á sér vegna óhreininda í olíusíu. Björgunar- sveitirnar í Garði og Sandgerði fóru út á bátum og komu trill- unni, Unni EA, til hafnar. Björgunarsveitin Sigurvon í Sand- gerði var kölluð út um 5 í gærmorg- un, en þá var trillan komin upp að landi við Garðskaga. Skömmu síðar hélt björgunarsveitin Ægir í Garði á staðinn og setti út slöngubát. Trillan var þá komin upp á sker skammt frá landi. Ægir kom taug á milli trillunn- ar og Sæbjargar, skips Sigurvonar, sem dró trilluna til hafnar. Að sögn Odds Jónssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ægis, gekk greiðlega að koma tauginni á milli og trillan virtist lítið sem ekkert skemmd eftir barninginn á skerinu. ----'..»■-♦•'»------ > Handskiptur eða sjálfskiptur v> Framdrif eða sítengt aldrif > Beinbrot í vinnuslysi KONA fékk opið beinbrot á hand- legg í vinnuslysi á Smiðshöfða í gær. Slysið varð um kl. 14, við Smiðs- höfða 5. Konan var að vinna við jarð- bor, þegar hún festi handlegginn í honum, með þeim afleiðingum að hún fékk opið beinbrot. > 12 ventla hreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun • > HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN MITSUBISHI MOTORS HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.