Morgunblaðið - 22.05.1992, Page 12

Morgunblaðið - 22.05.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 11991 útgdfon of mest lesnu bóh londsins er homin út Þú getur fengið símaskrána innbundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. .Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. I Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið s í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og •s tilkynntar hafa verið símnotendum fara fram | laugardaginn 23. maí. Að þeim breytingum s loknum hefur símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 23. maí nk. Fyrir þá sem óska verður tekið við gömlu símaskránni á póst- og símstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á Suður nesjum. Þá er einnig komin út ný Götu- og númeraskrá yfir höfuðborgarsvæðið og kostar hún kr. 1500.- PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin Fallegur söngur ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Kór Fjölbrautaskóla Suður- lands, undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar, hélt tónleika í Langholtskirkju sl. miðvikudag. Á efnisskránni voru íslensk og erlend lög, m.a. Smávinir fagrir, eftir Jón Nordal, Heyr himna- smiður eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Úr útsæ rísa íslandsfjöll, eftir Pál ísólfsson, Land míns föður, eftir Þórarinn Guðmunds- son, Manvísa eftir Pál P. Pálsson og Átthagaljóð Inga T. Lárusson- ar. Af íslenskum þjóðlögum voru það ísland farsæla frón, Gloría tibi og Vinaspegill. Af erlendu lögunum var mest bragð af finnska þjóðlaginu Hilu, hilu og þýsku þjóðlagi sem frægast hefur verið í búningi Jóhannesar Brahms, en var hér sungið í nokk- uð yfirhlaðinni en ágætri útsend- ingu eftir Ríkharð Órn Pálsson. Hveijum er söngur minn sunginn? var frábærlega vel sungið og í síðasta lagi tónleikanna, Sicut locutus est úr Magnificat, eftir J.S. Bach, sýndi kórinn að hann getur tekist á við erfið verkefni. Jón Ingi hefur oft áður leitt saman ungmenni og fengið þau til að syngja fallega og að þessu sinni brást honum ekki „bogalist- in“ því söngur kórsins er með því fallegasta sem undirritaður hefur heyrt, bæði hvað snertir radd- gæði, jafnvægi á milli kven- og karlradda og mótun laganna. Það eina sem taka mætti til, var að „endatónninn" var stundum ein- um of stuttur, eða nákvæmur samkvæmt nótunum, svo að sum lögin vantaði hina mikilvægu niðurlags andtakt. Þetta var samt ekki til lýta og ef til vill nokkuð sem tilheyrir stíltilfinningu söng- stjórans og sérkennir stjórn hans. Allar raddir kórsins eru mjög góðar, sópraninn bjartur, altinn þýður og það sem gefur þessum kór sérstakan lit, umfram marga aðra blandaða kóra, er fjöldi og sönggæði karlaraddanna. Það er engum vafa undirorpið að Jón Ingi Sigurmundsson er einn af okkar bestu söngstjórum. Hirðmenn Þórs nefnist lítill sönghópur innan kórsins og sungu þau Yesterday og íslenska þjóðlagið Ég af öllum háska hlæ, í raddsetningu Hallgríms Helga- sonar og var söngur þeirra í sama gæðaflokki og söngur kórsins. Nokkrir kórfélaga sungu einsöng og sérstaka athygli vakti söngur Kristjönu Stefánsdóttur. Krist- jana söng af sérstökum þokka, Sally gardens í raddsetningu Brittens og Hvert örstutt spor, barnagæluna frægu eftir Jón Nordal. Ekki verður annað sagt en að þar er á ferðinni efni í góðan söngvara. Auk Kristjönu sungu Sölvi Rafn Rafnsson, Odd- geir Sigurðsson og einn af kennurunum skólans. Ásmundur Sverrir Pálsson, sem hefur verið virkur kórfélagi frá upphafi. Kol- brún B. Grétarsdóttir lék á píanó og þverflautu en aðrir sem einnig léku á hljóðfæri voru; Sigmundur Páll Jónsson, Ólafur Unnarsson, Sigmundur Sigurðarson og Vign- ir Þór Stefánsson. WOODEX VIÐARVÖRN SKAGFJORÐ n i m- J JJ s i\ j í> # ii v i j i jj Kristján Ó. Skagfjörð hf. Umboðs- og heildverslun * WOODEX viðarvörnin frá Hygæa erfrábærlega endingargóð og áferðarfalleg auk þess sem hún fellur vel að íslenskum aðstæðum. Woodex fæst bæði sem grunn- og yfirborðsefni úr acryl- eða olíuefnum. WOODEX MULTITRÉGRUNNUR er vatnsblendin grunnviðar- vörn á allt tréverk. Hann gengur vel inn í viðinn og eykur stöðugleika hans og endingu. WOODEX HYDRA er hálfþekjandi, vatnsblendin, lyktarlítil viðar- vörn með Ijósþolnum litarefnum sem nota má úti sem inni. WOODEX ACRYL er yfirborðsefni á allt tréverk. Það myndar þunna en seiga og mjög veðrunarþolna húð. WOODEX ACRYL þekur mjög vel og er iétt að vinna með. WOODEX INTRA smýgur djúpt í viðinn og veitir góða vörn gegn fúa, sveppum og raka. Góð grunnvörn. WOODEX ULTRA er lituð en gagnsæ viðaravörn úr olíuefnum sem nota má innanhúss sem utan. Fæst í flestum málninga- og byggingavöruverslunum um allt land. FYRIR AUGAO- FYRIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.