Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 38

Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 38
I 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 l< IK f fréttum UPPATÆKI Hefðbundin gifting kom ekki til greina Ekki er öll vitleysan eins, né er fólk al- mennt sammála um það hvað er vitleysa og hvað ekki. Á þetta við í brúðkaupum rétt eins og öðrum uppákomum. Á myndinni sem þessum línum fylgir eru þau Beth Shreves og Mark Pastore frá Denver að gifta sig þótt annað mætti ef til vill ætla. Víða, beggja vegna Atlantsála, á það vaxandi vinsældum að fagna að steypa sér úr mikilli hæð með teygju eina mikla áfasta. Teygjan kippir fólki hastarlega í loft upp á ný, í þann mund sem það myndi ella skella á jörðina. Þykir þetta spennandi mjög og ofurhugar flykkjast að teygjunum sem útsjónarsamir peningamenn hafa komið upp fyrir lítinn pening. Oft er stokkið úr 20 til 30 metra hæð og reyna þetta margir sem eru í leit að sjálfum sér. Hvað þau Beth og Mark varðar, þá segjast þau hafa verið saman í 10 ár og því ekki komið til greina að láta hefðbundna giftingu Beth og Mark ganga í það heilaga. duga. „Það hefði verið svo óspennandi,“ sagði Beth og bætti við að þegar sú hugmynd kom upp að hoppa af palli með teygju um sig, andi heldur en sjálft hjónabandið sem þau hefði það ekki orkað á þau meira ógnvekj- voru að stofna til. Glitberar Eyrarbakka 1992 Morgunblaðið/Óskar Magnússon SKOLASTARF Glitberar á Eyrarbakka. Bamaskólanum á Eyrar- bakka var slitið í 139. sinn föstudaginn 15. maí sl. Á þessu starfsári stunduðu 94 nemendur við skólann í 1. til 10. bekk. Það var til nýmælis í vetur að allan marsmánuð starfaði danskur kennari við skólann, sendur hingað okkur að kostnaðarlausu frá vinabæ Eyrarbakka í Danmörku, Ka- lundborg. Árangri heimsókn- arinnar er best lýst með orðum kennarans, Maríönnu Fowler Níelsen; að nemendur upp- götvuðu að „dansk er et sprog der tales“. Samhliða slitum barnaskól- ans fóru fram slit Eyrarbakka- deildar Tónlistarskóla Árnes- inga ásamt nemendatónleik- um. Það er orðin hefð að slíta báðum skólum samtímis. Við skólaslitin fór fram af- hending verðlauna til þeirra bekkja skólans sem bestum árangri náðu í að bera endurskinsborða í skammdeg- inu. Fengu nemendur 1., 2. og 3. bekkjar pening, með ále- truðu nafni sínu, ártali og sæmdarheitinu glitberi. Slysa- vamadeildin Björg gefur nem- endum endurskinsborða og við mætingu í skólann fer fram skráning glitberanna. Fram- angreindir bekkir náðu nær 100% árangri að þessu sinni. Slysavarnadeildin færði að þessu sinni öllum nemendum í þrem yngstu árgöngunum öryggishjálma við skólaslitin. Hyggjast þeir framvegis gefa yngstu nemendunum hjálma. Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn 25. október 1852 og því verða lið- in 140 ár frá fyrstu setning- unni á komandi hausti. - Oskar. Söngfélag Skaftfellinga á tónleikum í Hofgarði í Öræfum. Morgunbiaðið/Sigurður Gunnarsson SÓNGUR mm Skaftfellingar á heimaslóðum Hnappavöllum. Félagar í Söngfélagi Skaftfellinga í Reykjavík lögðu land undir fót fyrstu helgina í maí og heimsóttu heimaslóðir. Söng kórinn vel ágæta efnisskrá undir stjóm Violetu Smid við undirleik Pavel Smid. Söngskemmtanir voru á Kirkjubæjarklaustri, Hofgarði í Öræfum og í Mýrdal, en auk þess heimsótti kórinn dvalarheim- ili aldraðra á Kirkjubæjarklaustri og í Vík og skemmti heimil- isfólki þar með söng. - S.G. skemmta Opiðfrákl 19ti!03 -lofargóðu! Hljómsveitin Sýn leikur fyrir dansi í kvöld Opiðfrákl. 19.00-03.00. Snyrtilegur klæðnaður. Aðgangseyrir 500 kr. í tilefni afmælis Siglufjarðar eru allir Siglfirðingar sérstaklega velkomnir. Munið sunnudagskvöldið BARIW VIÐ (.KIÍiVSÁSVEGIiW • SÍMI 33311 KVOLD-- vimA STJÖRNUHUÖIHSVEIT GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR HIN EINA OG SANNA SKAGFIRSKA SVEIFLA HOTftgLAND Miðasala og borðapantanir á Hótel íslandi frá kl. 13-19, sími 687111. Eyrarbakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.