Morgunblaðið - 22.05.1992, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.05.1992, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 43 „I Kverju hverfi er hús sem fullorðnir tola um og börn forðast." í þessari mynd fáum við að kynnast hryllingnum sem leynist innandyra... Aðalhlutverk: Brandon Adams, Everett McGill, Wendy Robie. Leikstjóri: Wes Craven (Nightmare on Elm Streetj. ★ ★ ★ ★ L.A. Times Sýnd í A-sal kl. 5,7, 9 og 11. - Bönnuð innan 16ára. Skyggna kona slátrarans Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Komi slátrarans - “The Butcher’s Wife“ Leikstjóri Terry Hughes. Aðalleikendur Demi Mo- ore, Jeff Daniels, George Dzundza, Mary Steen- burgen, Frances McDor- mand. Bandarísk. Para- mount 1991. Einu sinni var ung og fögur snót (Moore), ein- hversstaðar á sjávarströnd Suður-Karólínu. Var amma búin að spá því fyrir stúlk- ukindinni að mannsefnið ætti eftir berast upp að ströndinni og sjálf sá blóm- arósin fyrir óorðna hluti, trúði öinmu og beið spennt á útkikkinu uppi í vita. Og svo var það einn fagran veðurdag í álandsstrekk- ingi að getspeki þeirrar gömlu rættist og úthafs- aldan skolaði kærastanum (Dzundza) - á órómantískri gúmmítuðru að vísu - í fang Suðurríkjadísarinnar. Hétu þau hvort öðru eilífri tryggð og héldu að svo búnu norður á bóginn, þar sem þetta ágæta vogrek höndlaði með kjötmeti í sinni sláturvörubúð. Nú skyldi maður ætla að þau hafi eignast börn og buru og ævintýrið endað á hefðbundinn hátt í sæluv- ímu til æviloka. En ekki aldeilis, þetta kom ekki allt heima og saman. Slátrar- inn réri nefnilega í spikinu en konan hans sannkallað- ur eðalblómi í flóru hins fínlegasta yndisþokka. Og skyggn í ofanálag - sem fór fyrir brjóstið á slátrar- anum sem vildi að hún héldi sig frekar við spaðketið en spádómana. Flutti dular- gáfan þau bæði í fang sál- fræðingsins handan göt- unnar (Daniels) - sem bæði var sætur og mjór ... Þijár hæfileikaríkar og fagrar leikkonur sem eru í miklu uppáhaldi á þessum bæ, Moore, Steenburgen og McDormand, gera sitt besta til að hafa ofanaf fyrir áhorfandanum, en aðstæðurnar eru ekkert alltof hagstæðar. Myndin nær sér sjaldan á strik, atburðarásin oftast fyrir- sjáanleg og seinnihlutinn dæmalaust ófyndið uppá- komugrín, sem aldrei ætlar að takast að slá botninn í. Reynt er að byggja upp gamansemi í kringum sál- fræðinginn en hún strand- ar ekki síst á afleitum leik Daniels sem helst hefur sýnt tilþrif í hlutverkum í The Purple Rose of Cairo og Something Wild. En það er mislukkaður ófreskifarsinn sem fellur flatastur. Hollywood hefur áður gert betur um svipað efni. Dzundza er vinalegur kjötsali, enda maðurinn góðmennskan uppmáluð. Kvenpersónur myndarinn- ar spjara sig þó efniviður- inn sé ekki uppá marga fiska og handritshöfundur- inn þurfi jafnvel að gera lesbíur úr tveim þeirra af hreinræktuðu húmorsleysi. Það liggur ekki ljóst fyrir hverjum þessi undar- lega gamansemi er ætluð. Kona slátrarans sleppur fyrir horn sem sauðmein- laus gamanmynd þegar best lætur og við skulum vona að kvennablóminn fái eitthvað bitastæðara að fást við í framtíðinni. Samkór TR. Vortónleikar Samkórs TR NÚ á Ári söngsins heldur Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur upp á tuttug- usta starfsár sitt með vor- tónleikum í Áskirkju laugardaginn 23. maí kl. 16. Stjórnandi kórsins er Kjartan Ólafsson og for- maður Magnús Ólafsson. Gestakór á tónleikunum verður Símakórinn, stjórn- andi Kjartan Siguijónsson og formaður Soffía Sveins- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.