Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 46

Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 22. MAI 1992 KNATTSPYRNA Johan Cruyff þjálfari Barcelona er hetja þar í borg þessa dagana. GOLF Cmyff hetja í Barcelona HOLLENSKI þjálfarinn hjá Barcelona, Johan Cruyff, og landi hans með stáltaugarnar, varnarmaðurinn Ronald Koe- man, geta nú andað léttar og borið höfuðið hátt. Lið þeirra er Evrópumeistari og nú fá þeir félagar frið fyrir stuðn- ingsmönnum liðsins sem hafa heimtað Evróputitil. Ekki er ólíklegt að Cruyff verði tekinn í dýrðlingatölu meðal stuðn- ingsmanna liðsins. Barcelona hefur tvívegis leikið til úrslita í Evrópukeppninni en tapaði báðum viðureignunum. Það hefur ekki skipt stuðnings- mennina máli hversu marga titla liðið hefur unnið heimafyrir — Evr- óputitillinn varð að koma til Barcel- ona til að hægt væri að líta á félag- ið sem jafningja Real Madrid. Mikilvægi sigursins sést ef til vill einna best á þjálfaranum, Johan Cruyff, en þessi dagfarsprúði mað- ur sleppti sér gjörsamlega þegar flautað var til leiksloka. Hann rauk út á völlinn með trefil félagsins um hálsinn, beint að landa sínum Ron- ald Koeman og faðmaði hann inni- lega. Venjulega læðist Cruyff til búningsherbergja strax eftir leik, Ballesteros þreyttur SEVERINO Ballesteros, einn f rægasti kylfingur síðari ára, er að hugsa um að hafa keppn- istímabilið hjá sér í styttra lagi að þessu sinni og sleppa nokkrum stórmótum síðari hluta sumars. Eins og staðan er núna langar mig ekki mikið til að leika golf. Ég er andlega þreyttur og er að hugsa um að taka þátt í nokkr- um mótum til viðbótar og taka mér síðan frí það sem eftir er ársins," sagði Ballesteros í gær en hann er í Englandi þar sem hann tekur þátt í PGA mótinu sem hefst um helgina. Ballesteros sigraði á þessu móti í fyrra og hefur því til að veija. Hann hefur oftast leikið vel á Wentworth-vellinum. „Það er rétt, ég Ieik oftast vel á þessum velli og vona svo sannarlega að ég finni mig á nýjan leik og ef það gerist þá er alveg eins líklegt að ég skipti um skoðun og haldi áfram að keppa. En eins og staðan er núna þá er ég að hugsa um að taka mér frí frá golfi í lok september. Ég fór að leika vel í júní.í fyrra og þá fór ég að njóta þess að leika golf. Ég lék of mikið — allt of mik- ið — og keppti í 32 mótum. Það er um fimm mótum meira en meðal- talið hjá mér síðustu tíu árin. Móta- röðin í Evrópu verður stöðugt lengri og erfiðari og það tekur á,“ sagði hinn 35 ára Spánverji. íþróttakennarar - þjólfarar Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd óskar að ráða íþróttaþjálfara til starfa frá 1. júní- 15. ágúst 1992. Iþróttagreinar: Frjálsíþróttir, knattspyrna og sund. Upplýsingar gefa Ingólfur í símum 95-22669, 95-22788 og Kristinn í símum 95-22837,95-22747. Seve Ballesteros segist vera orð- inn þreyttur á golfi og er að hugsa um að taka sér frí frá keppni. VALSMENN TAKIÐ EFTIR! A morgun, laugardag, verður HREINSUNARDAGUR Á HLÍÐARENDA Allir Valsmenn eru hvattir til að mæta frá kl. 10-14 og taka þátt í fegrun svæðis síns. Margar hendurvinna létt verk. - Pylsur á línuna. Aðalstjórn - Svæðisnefnd en ekki að þessu sinni. Hann virtist hafa gleymt því að fyrir aðeins 15 mánuðum fékk hann hjartaáfall og þurfti að fara í hjarta- þræðingu. A miðvikudaginn skráði hann nafn sitt á spjöld íþróttasög- unnar í Katalóníu og veitti loksins íbúum Barcelona ástæðu til að fagna á götum borgarinnar. Cruyff var búinn að jafna sig þegar hann mætti á blaðamanna- fund eftir leikinn, en var engu að síður mjög brosmildur. Hann stýrði Ajax þrívegis til sigurs í Evrópu- ENGLAND keppni, en; „þetta er eitt ánægju- legasta kvöld lífs míns, sérstaklega vegna þess að ég vinn fyrir borg sem þarfnaðist titils. Fólkið hefur beðið nógu lengi eftir þessu,“ sagði Cruyff. „Sigurinn róar okkur. Við höfum alltaf verið minntir á að Real Madrid hafi orðið Evrópumeistari en við ekki. Nú höfum við einnig unnið allt sem hægt er að vinna og getum farið að snúa okkur að framtíðinni," sagði Cruyff. ITV missir sjón- varpsréttinn ENSKA knattspyrnusambandið hef ur gert samning við bresku Sky-sjónvarpsstöðin (BSkyB) um einkarétt á beinum útsend- ingum frá hinni nýju 22ja liða úrvalsdeild næsta vetur. Enn á eftir að semja um hvenig mál- um verður háttað varðandi sendingar til annara landa. Breska einkastöðin ITV hefur haft einkaréttinn á beinum sendingum frá leikjum í Englandi frá því árið 1988 en á mánudaginn var gengið frá samningum við BSkyB til fímm ára og greiðir stöð- in um 3,2 milljarða ÍSK fyrir einka- réttinn. Samkvæmt samningum mun BBC aðeins taka upp tvo leiki á viku og sýna þá, en ekki í beinni útsendingu. Forráðamenn ITV segja að þeir hafí verið dregnir á asnaeyrunum á meðan á samning- um stóð. „Einhverra hluta vegna Dregiðí Bikarnum í gær var dregið í aðra umferð Mjólkurbikarkeppninnar og fara leikirnir fram þriðjudag- inn 26. maí. SV-riðill: Selfoss - Njarðvík ÍBK - Ármann HK - Stjaman Grindavík - Fylkir BÍ - Víðir Grótta - Þróttur R. N-riðill: SM/UMFL - Völsungur Tindastóll - Magni KS - Leiftur Kormákur - Neisti H. Ikvöld Knattspyrna Islandsmótið 4. deild Valbjarnarvöllur: Leiknir-Ármann..........20 Reyðarfjarðarv.: Valur - Huginn Fellabæ..20 Golf LEK mót verður haldið á golf- velli GK á Hvaleyri í dag, föstudag 22. maí kl. 14. J FÉLAGSLÍF Arsþing Badminton- sambands íslands Ársþing Badmintonsambands ís- lands verður haldið á morgun, laug- ardaginn 23. maí, í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal. Þingið verður í fundarsal ISÍ á efstu hæð. Aðalfundur fatlaðra Aðalfundur íþróttafélags fátlaðra í Reykjavík verður haldinn laugar- daginn 30. maí kl. 14 í íþróttahúsi fatlaðra við Hátún. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða afhentir bikarar á fundinum. vissu forráðamenn BSkyB um tilboð okkar og gátu því hækkað sitt á meðan verið var að opna tilboðin," sagði Greg Dyke stjóri á íþrótta- deild ITV og fór framá að sjón- varpsstöðvunum væri gefíð annað tækifæri til að bjóð í réttinn. Enskir hafa nokkrar áhyggjur af þessu því þeir sem vilja ná BSkyB verða að kaupa sérstakan móttöku- disk til að ná stöðinni. Ekki er enn frágengið hvaða áhrif samningur- inn hefur varðandi sýningu á leikj- um til annara landa, en verið er að semja um slíkt. Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri Ríkisúvarpsins, sagði við Morgun- blaðið að þessi samningur hefði ekki áhrif hér heima. RÚV hefði .gert samning við fyrirtæki í Eng- landi sem sæi um sölu á ensku knattspymunni til annara landa en Englands og sá samningur rynni úr í lok næsta keppnistímabils. ítfúmR FOLK ■ ÞÝSKA handknattleiksliðið Bad Schwartau vildi fá íslenskan þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Félagið hafði samband við Gunnar Einarsson og Jóhann Inga Gunn- arsson, en þeir gáfu afsvar, þar sem þeir voru búnir að ráða sig sem - þjálfara hér á landi - hjá Stjörn- unni og Haukum. ■ MIKLAR líkur eru á því að Stefán Kristjánsson handknatt- leiksmaður leiki í Þýskalandi næsta vetur. Stefán mun þá vænt- anlega leika með liði í 2. deildinni, en á nýloknu keppnistímabili lék hann með KA á Akureyri. ■ ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, fór ekki til Svíþjóðar á miðvikudag til að sjá Ungveija leika þar vináttulands- leik, eins og fram kom í blaðinu. Fréttin var fullsnemma á ferðinni, því hann fer eftir helgina, þar sem leikurinn verður miðvikudaginn 27. maí í Stokkhólmi. ■ SUÐURNESJALIÐIN þijú verða ekki saman í riðli á íslands- mótinu í körfuknattleik næsta vetur eins og við sögðum frá í gær. Lið Tindastóls og Grindavíkur voru í röngum riðlum hjá okkur. ■ RIÐLARNIR verða því þannig að í öðrum verða ÍBK, UMFN, Tindastóll, Ilaukar og UBK. í hinum verða Valur, KR, Grinda- vík, Skallagrímur og Snæfell. ■ STEFAN Edbevg tapaði óvænt fyrir Frakkanum Guy Forget þeg- ar Svíar voru slegnir út úr heims- bikarkeppni landsliða (World Team Cup). Edberg tapaði 7:5 og 6:4.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.