Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 47

Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 47 foúm FOLK ■ NICK Gillinghnm frá Bret- landi var nálægt því að bæta heims- metið í 100 m bringusundi í gær er hann synti á 1:01,33 mín. í riðla- keppni úrtökumóts Breta fyrir Ólympíuleikana. Heimsmet Ung- verjans Norbert Rozsa er fjórum hundruðustu úr sekúndu betra. ■ DON Nelson, þjálfari Golden State Warriors, hefur verið valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni bandarísku. Hann varð þar með fyrsti þjálfarinn til að hljóta nafn- bótina þrívegis. Wk NELSON varð einnig fyrir val- inu 1983 og 1985. Pat Riley, fyrr- um þjálfari LA Lakers sem nú stýr- ir liði New York Knicks varð ann- ar í kjörinu. Það eru 96 íþróttaf- réttamenn sem kjósa — Nelson fékk 26 atkvæði en Riley 21. ■ PHIL Jackson, þjálfari meist- ara Chicago Bulls, varð þriðji í kjörinu með 17 stig og Larry Brown, sem kom Los Angeles Ciippers í fyrsta skipti í úrslita- keppnina, fjórði með sjö. H GUNNAR Jóhannsson var endurkjörinn formaður Borðtennis- sambands íslands á ársþingi þess um síðustu helgi. Tómas Guðjóns- son kom inn í aðalstjóm í stað Björns Ingólfssonar, sem gaf ekki kost á sér. Aðrir í aðalstjóm eru Árni Siemsen, Halldór Haraldz og Hrafnhildur Sigurðardóttir. 9 GIANLUCA Vialli, miðhetji ítalska landsliðsins, lék sennilega' í síðasta sinn með Sampdoría á Wembley í fyrrakvöld. Hann er sagður á förum til Juventus fyrir metfé. H JUVENTUS á að hafa boðið andvirði 18 milljóna dollara í hann — ríflega milljarð ÍSK — en Ro- berto Baggio, sem er dýrasti knattspyrnumaður heims var seldur frá Fiorentina til Juventus á sín- um tíma fyrir andvirði 13 milljóna dollara. H DAVID Feherty, kylfingurinn snjalli frá Norður-írlandi var flutt- ur á sjúkrahús á miðvikudaginn eftir að snákur beit hann. Feherty var að leika æfingahring fyrir mót í Englandi þegar hann var bitinn. H FEHERTY og Sam Torrance voru að hefja leik á 12. holu þegar snákurinn beit Feherty í fingur. Þeir luku leik en þá var fingurinn orðin svo bólginn að farið var með kappann á sjúkrahús. Talið er að það hafi verið höggormur sem beit kylfinginn. H KEVIN Keegan, knattspyrnu- kappinn kunni, hefur látið undan þrýstingi forráðamanna enska 2. deildarliðsins Newcastle og ákveð- ið að þjálfa liðið áfram. Hann tók við liðinu seint í vetur, bjargaði því frá falli og hefur nú gert þriggja ára samning við félagið. Jóhann Ingibergsson úr FH sigraði í Kaldalshlaupinu, hann er hér annar frá yinstri, en fremstur fer Daníel S. Guðmundsson úr KR. MorgunblaÖið/KGA Jóhann vann Kaldalshlaupið ENGINN náði ólympíulágmarki á Vormóti ÍR í frjálsíþróttum sem fram fór á Varmárvelli í gærkvöldi, enda kannski ekki von þar sem þeir sem helst voru taldir koma til greina mættu ekki til leiks. Jóhann Ingibergsson úr FH sigraði í Kaldalshlaupinu, 3.000 m hlaupinu sem þreytt er til minn- ingar um Jón Kaldal, annað árið í röð. Jóhann hljóp 3.000 metrana í Kaldalshlaupinu á 8 mínútum, 44,58 sekúndum og sigraði annað árið í röð. Hann og Daníel S. Guð- mundsson úr KR skiptust á um að leiða hlaupið en þegar nær dró markinu var Ijóst að Jóhann yrði fyrstur. í öðru sæti varð Gunnlaug- ur Skúlason, UMSS, á tímanum 8:50,92. Tíu hlauparar luku keppni en talsvert fleir hófu hlaupið. Þess má geta að Martha Ernst- dóttir tók þátt í Kaldalshlaupinu, en aðeins sem gestur og tími henn- ar þar með ekki gildur, þar sem hlaupið er einungis ætlað körlum. Einna bestur árangur náðist í langstökki karla. Jón Arnar Magn- ússon úr HSK stökk lengst allra, 7,40 metra og var vindur ekki of mikilll þegar hann stökk. Jón Odds- son úr FH varð annar með 7,10 metra stökk, en vindur var aðeins yfir mörkum er hann stökk. Keppnin í spjótkastinu var ekki spennandi. Einar Vilhjálmsson, IR, sigraði örugglega, kastaði 71,22 metra og var eins og um æfinga- kast væri að ræða hjá honum. Hann kastaði nánast úr kyrrstöðu. Unnar Garðarsson, einnig úr ÍR, varð ann- ar og kastaði 67,88 metra. Sigurður Matthíasson, sem ætl- aði að taka þátt í mótinu, var ekki kominn heim frá Bandaríkjunum og sömu sögu er að segja af nafna hans Einarssyni. Búist hafði verið við að Pétur Guðmundsson myndi reyna við ólympíulágmarkið í kúlunni, en liann mætti ekki til leiks. Hann og bróðir hans, Andrés, báru við eymslum og hættu við að vera með. Egill Eiðsson, KR, sigraði í 100 metra hlaupi karla, hljóp á 11,45 sekúndum og Geirlaug Geirlaugs- dóttir, Ármanni, sigraði í sömu vegalengd kvenna á 12,53 sekúnd- um. Hulda Pálsdóttir úr ÍR kom fyrst«»A í mark í 1.500 metra hlaupi kvenna á 4 mínútum 53,52 sekúndum. Ásdís M. Rúnarsdóttir, ÍR, var fljótust í keppninni um Kristinsbik- arinn, en það er bikar sem Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns gaf fyrir nokkrum árum. Keppt er i 400 metra hlaupi og sigraði. Ásdís á 65^23 sekúndum. í hástökki kvenna sigraði Þuríður Ingvarsdóttir frá Selfossi, stökk 1,60 metra. IMorskur kúluvarparí öðru sinni í bann vegna lyQanotkunar NORSKI kúluvarparinn Jan Sagedal verður líklega settur íkeppnisbann íannað skipti á fimm árum fyrir lyfjanotkun. Hann var settur í bann 1987 og fyrr á þessu ári féll hann aftur á lyfjaprófi. Sagedal, sem er 31 árs, var úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann 1987 eftir að upp komst að hann hafði notað lyf til að fela notkun anabólískra stera. Hann féll síðan á lyijaprófi fyrr á þessu ári — þá kom í ljós að hann hafði notað steralyfið met- andienone á æfingatímabilinu. „Bæði sýnin reyndust jákvæð. Anabólskir sterar fundust," sagði Ida Dypvik, talsmaður norska íþróttasambandsins í gær. Sage- dal, sem gæti fengið eins til tveggja ára bann að þessu sinni, sagði hins vegar við norska blaðið Verdens Gang í gær að hann væri ekki flæktur í lyfjamál, en útskýrði mál sitt ekki frekar. Sagedal hefur kastað kúlunni lengst 20,67 metra, árið 1986. Þess má geta að frægasti kúlu- varpari Norðmanna, Georg And- ersen, silfurverðlaunahafí á heimsmeistaramótinu í Japan í fyrra, féll á lyljaprófi í janúar og er nú að taka út eins árs bann, sem gilti frá september 1991. Hann neitar hins vegar enn að hafa notað steralyf. FRJÁLSÍÞRÓTTIR ARSÞING HANDKNATTLEIKSSAMBANDSINS j| KNATTSPYRNA Jón Hjaltalín úti- lokar ekki framboð Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, segir ekkert hafa breyst síð- an fyrir um tveimur mánuðum er hann tjáði uppstillinganefnd á vegum sambandsins að hann sæktist ekki eftir endurkjöri, og ef formannsefni fyndist væri hann tilbúinn að hætta. Hann sagðist þó í gær ekki útiloka neitt og það kæmi sér á óvart að uppstillinganefnd, sem hefði haft þijá mánuði til starfa, hefði enn ekki til- kynnt framkvæmdastjórn sambands- ins nöfn þeirra sem hún legði franij nema í formannskjöri. Ársþing HSI hefst í dag og er að þessu sinni hald- ið í húsakynnum ÍSl í Laugardal. Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri óg útvarpsmaður, gaf sem kunnugt er kost á sér til formennsku eftir að uppstillinganefnd leitaði til hans. „Það kom mér á óvart þegar Jón lýsti því yfir að hann væri fulltrúi lýðræð- isafla innan HSÍ, eins og hér hefði ríkt eitthvert einræði,“ sagði Jón Hjaltalín við Morgunblaðið í gær. „En við þekkjumst vel og ég veit að hann er mikill grínisti. Eg tók þetta því ekki mjög alvarlega." Jón Hjaltalín sagðist í gær ekki útiloka að hann byði sig aftur fram til formanns, en bætti við að þó hann yrði ekki áfram formaður HSÍ væri hann tilbúinn að vinna fyrir hand- knattleikshreyfinguna í landinu. „Ef menn óska eftir er ég reiðubúinn að vinna að því að heimsmeistarakeppn- in 1995 verði haldin hér með sóma. Það hefur verið talað um að undirbún- ingsstarf vegna mótsins verði aðskilið frá starfsemi HSÍ.“ Jón Hjaltalín Eystrasaltsríkm og Færeyar í EM LIÐfrá Eystrasaltsríkjunum þremur sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum; Eistlandi, Lettlandi og Litháen, verða með í Evrópumótum félags- liða íknattspyrnu næsta keppnistímabil. etta var ákveðið á fundi Knattspyrnusambands Evr- ópu [UEFA] í London í vikunni. Jafnframt var ákveðið að lið frá fjórum öðrum nýstofnuðum lýð- veldum gætu verið með að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Félög frá Eystrasaltsríkjunum verða með í Evrópukeppni meist- araliða, bikarhafa og UEFA- keppninni. Þátttaka liða frá Slóve- níu og Króatíu, sem áður tilheyrðu Júgóslavíu og Úkraínu og Georg- íu, tveimur fyrrum Sovétlýðveld- um, er háð því að lýðveldin hljóti viðurkenningu alþjóða knatt- spyrnusainbandsins, FIFA, á fundi í júlí. Þá var ákveðið að Færeyingar verði með í Evrópukeppni félags- liða í fyrsta skipti næsta vetur og staðfest að ísrael sendi lið í Evrópukeppni meistaraliða og keppni bikarahafa, auk þess sern lið frá Liechtenstein verði með í keppni bikarhafa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.