Morgunblaðið - 28.05.1992, Síða 4
w
4 C
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKDPTI/ATVINNVLÍF fimmtudagur 28 maí 1992
Lífeyrissjóðir
Markmiðið er að dreifa betur
áhættu ogná niður kostnaði
— segir Jóhannes Siggeirsson framkvæmdastjóri hjá hinum nýstofnaða
Lífeyrissjóði málm- og skipasmiða og byggingamanna
SAMEINING Lífeyrissjóðs byggingamanna og Lffeyrissjóðs málm- og
skipasmiða sem hlaut samþykki á stofnfundi hins sameinaða sjóðs í
gær markar nokkur þáttaskil á íslenskum vinnumarkaði. Þetta í fyrsta
sinn sem svo stórir lífeyrissjóðir renna saman í einn sjóð en hingað
til hafa eingöngu minni sjóðir verið yfirteknir af öðrum stærri eða
þeim lokað. Gert er ráð fyrir að nýi sjóðurinn verði sá fjórði stærsti
hvað eignir snertir en þær voru um síðustu áramót samtals um 8 millj-
arðar króna. Þar átti Lífeyrissjóður málm- og skipasmiða tæpa 4,8
milljarða og Lífeyrissjóður byggingamanna rúma 3,2 milljarða. Sjóðirn-
ir greiddu 174 milljónir í lífeyri og iðgjaldatekjur námu 663 milljónum.
Rekstrargjöld voru um 36 milljónir. Fjöldi virkra sjóðfélaga var fjögur
þúsund taJsins og lífeyrisþegar um eitt þúsund.
Jóhannes Siggeirsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja
sjóðs en hann hefur gegnt starfi
framkvæmdastjóra hjá Islandsbanka
frá stofnun hans árið 1989. Hann
þekkir vel til starfsemi lífeyrissjóða
því á árunum 1985-1989 var hann
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
málm- og skipasmiða. „Það þurfti
að ná fram meira hagræði í rekstri
sjóðanna," segir Jóhannes þegar
hann er spurður um tildrög samein-
ingarinnar. „í fyrsta lagi knýr sú
staðreynd á að eignir sjóðanna
brunnu upp í verðbólgu á árunum
1970-1980 þannig að þeir eiga við
vissan fortíðarvanda að etja. Einnig
sjá menn fyrir sér að áhættudreifíng
er lítil vegna þess að einingamar
hafa verið litlar og sérhæfðar eftir
stéttum. Markmiðið er að dreifa bet-
ur áhættunni svo og að ná niður
rekstrarkostnaði. Starfsmenn voru
10 í 9 'h stöðugildi en stefnt er að
því að þeim fækki á næsta ári.“
í upphafí hófu þrír sjóðir viðræður
um sameiningu, þ.e. lífeyrissjóðir
byggingamanna, málm- og skipa-
smiða og rafíðnaðarmanna. Dr. Pétur
H. Blöndal, tryggingastærðfræðing-
ur, var fenginn til að gera úttekt á
sjóðunum sem lá fyrir í júlí 1991 og
um haustið sama ár hófust viðræð-
ur. Þá drógu rafiðnaðarmenn sig út
úr viðræðunum en hinir héldu þeim
áfram. Þeim lauk með skriflegum
samningi milli stjómar Lífeyrissjóðs
byggingamanna, stjómar Lífeyris-
sjóðs málm- og skipasmiða og Vinnu-
veitendasambands íslands. Samein-
ingin var síðan staðfest á þingi
Málm- og skipasmiðasambands ís-
lands sem haldið var 7. til 9. maí sl.
og á fulltrúaráðsfundi Lífeyrissjóðs
byggingamanna 23. maí sl. Stofn-
fundur sjóðsins var síðan haldinn í
gær.
Þrír áfangar í sameiningunni
Sameiningin mun gerast í þremur
áföngum. 31. maí nk. verða Lífeyris-
sjóður byggingamanna og Lífeyris-
sjóður málm- og skipasmiða lagðir
formlega niður og gerðir að deildum
í hinum nýja lífeyrissjóði. Eftir það
taka þessar deildir eingöngu við ið-
gjöldum fram að 1. júní 1992 en ið-
gjöld vegna tímabila eftir 1. júní
1992 verða greidd til hins nýja sjóðs.
Tryggingafræðileg úttekt mun síðan
fara fram á sjóðunum miðað við 31.
desember nk. og á grundvelli hennar
tekin ákvörðun um meðferð skuld-
bindinga og eigna deildanna. Þriðji
áfangi sameiningarinnar fer fram í
árslok 1993 þegar deildimar verða
lagðar niður og sjóðirnir endanlega
sameinaðir.
Undirbúningur að sameiningunni
hefur verið í höndum sérstakrar
nefndar sem skipuð var 4. mars sl.
en í henni eru þeir Benedikt
Davíðsson, Guðmundur Hilmarsson,
Hannes G. Sigurðsson og Þórleifur
Jónsson.
Fyrir liggur að sjóðimir eiga ekki
eignir á móti sínum skuldbindingum
sem á rætur sínar að rekja til rýrnun-
ar á eignum þeirra í óðaverðbólgu á
árunum 1970-1980. Hinsvegar hef-
ur staða sjóðanna batnað á síðustu
ámm. „Lífeyrissjóðirnir hafa notið
góðs af verðtryggingu og háum vöxt-
um hér á landi á síðustu áram,“ seg-
ir Jóhannes. „Staðan hefur því batn-
að veralega en þrátt fyrir það eiga
þessir sjóðir ekki eignir á móti skuld-
um. Bilið þarna á milli er hins vegar
háð því hver raunávöxtunin verður
á næstu áram. Með kaupum á hús-
bréfum að undanfömu hafa sjóðimir
verið að læsa inni háa raunávöxtun
næstu 10 árin. Það er ekki gert ráð
fyrir að jafngóð ávöxtun muni bjóð-
ast á næstu áram.“
Stærsta markaðshlutdeild
tölvugagnagrunnskerfa
á heimsvísu: 30%
- Gartner Group
ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími 91-618131 Fax 91-628131
Frumvarpi um lífeyrissjóði
stungið ofan í skúffu
Sérstök nefnd skilaði fullbúnu
framvarpi um starfsemi lífeyrissjóða
árið 1987. í því eru gerðar strangar
kröfur til lífeyrissjóðanna sem talið
er að hefðu leitt til fækkunar sjóð-
anna og lækkunar á rekstrarkostnaði
þeirra. Stjómendur þeirra tveggja
sjóða sem nú era að sameinast benda
á að framvarpið hafí nú legið í skúffu
fjögurra fjármálaráðherra en vegna
andstöðu ýmissa sérhagsmunahópa
hafí það ekki verið tekið til meðferð-
ar á Alþingi. „Það er ekki í gildi
heilstæð löggjöf um starfsemi lífeyr-
issjóða eins og gildir t.d. um starf-
semi banka og sparisjóða þó svo
heildareignir sjóðanna séu líklega
meiri en innlán bankakerfisins," seg-
ir Jóhannes. „Stjórnendur sjóðanna
ákváðu því að fara sjálfír af stað og
hafa lýst því yfír að þeir séu reiðu-
búnir til viðræðna um sameiningu
við Lífeyrissjóð rafíðnaðarmanna eða
aðra hliðstæða sjóði. Það er almennt
talið að lífeyrissjóðirnir í landinu séu
of smáir og of margir þó svo það sé
ekki yfírlýst stefna að hafa einn sjóð
fyrir alla landsmenn. E.t.v. mætti
fækka sjóðunum úr 85 í um 10.“
Jóhannes var spurður hvort ekki
megi ætla að hinn nýi sjóður muni
eiga hægara um vik við að ná hag-
stæðum kjöram en fyrirrennarar
hans. „Það segir sig sjálft að svona
sjóður hefur sterkari samningsstöðu
á markaðnum. Stjórnir sjóðanna hafa
einnig horft fram á það að 1. janúar
1993 opnast möguleikar fyrir þá til
að fjárfesta erlendis. Ég tel nokkuð
ljóst að litlir sjóðir á Islandi geta
ekki gert mikið á eigin spýtur á er-
lendum markaði. Þeir hljóta því að
taka upp samstarf við verðbréfafyrir-
tæki og aðra lífeyrissjóði. Sjóður af
þessari stærðargráðu hefur hins veg-
ar burði til meiri sérhæfíngar sem
nýtist í samningum við verðbréfafyr-
irtæki og aðra aðila á markaðnum."
En í hve miklum mæli telur Jó-
hannes að lífeyrissjóðimir muni fjár-
festa erlendis í framtíðinni?
„Ég sé fyrir mér bæði aukin hluta-
bréfakaup lífeyrissjóða í íslenskum
fyrirtækjum og aukin verðbréfakaup
hjá erlendum aðilum. Breskir lífeyris-
sjóðir eru t.d. með um 70% af sínum
eignum í hlutabréfum meðan íslensk-
ir lífeyrissjóðir era almennt með
1-2% af eignum sínum í hlutabréf-
um. Ég geri hins vegar ráð fyrir að
íslenskir lífeyrissjóðir muni fara
hægt af stað í kaupum á erlendum
verðbréfum vegna sjóðanna sjálfra
en einnig myndi það hafa mikil áhrif
á fjármagnsmarkaðinn ef þeir færa
með allt sitt fjármagn úr landi. í
framtíðinni sé ég fyrir mér að ís-
lenskir aðilar kaupi erlend verðbréf
og erlendir aðilar kaupi íslensk verð-
bréf þannig að straumurinn fari í
báðar áttir.“
Stefnt að lækkun kostnaðar
Til að mæla rekstrarkostnað líf-
eyrissjóða er gjarnan litið til hlut-
falls kostnaðar af eign annars vegar
og hins vegar hlutfalls kostnaðar af
iðgjöldum. Hjá Lífeyrissjóði málm-
og skipasmiða var kostnaðurinn á
sl. ári 0,3% af eignum og 4,3% af
iðgjöldum. Hjá Lífeyrissjóði bygg-
SAMEINING — „Égtei
að þegar þessi sameinmg hefur
gengið í gegn muni fleiri lífeyris-
sjóðir sameinast," segir Jóhannes
Siggeirsson.
ingamanna var kostnaðurinn 0,6%
af eignum og 6,8% af iðgjöldum.
„Auðvitað fylgir sameiningunni
nokkur kostnaður þannig að útgjöld-
in gætu orðið meiri á þessu ári en í
fyrra,“ segir Jóhannes. „Þegar frá
líður er þess vænst að rekstrarkostn-
aðurinn verði á bilinu 0,2-0,3% af
heildareign og um 3% af iðgjöldum.
í þjóðfélaginu era menn almennt
að vakna til vitundar um að ekki
dugar lengur að velta öllum kostnaði
út í verðlagið. í fyrirtækjarekstri
hefur verið ráðist í sameiningu sjáv-
arútvegsfyrirtækja t.d. í Vestmanna-
eyjum og í bönkunum. Það er ljóst
að lífeyrissjóðir verða að taka á sín-
um vandamálum m.a. með því að
lækka rékstrarkostnaðinn. Ég tel að
þegar þessi sameining hefur gengið
í gegn muni fleiri lífeyrissjóðir sam-
einast. Við sem stöndum að henni
erum reiðubúnir að ræða við aðra
aðila um að sameinast hinum nýja
sjóði. Menn geta ekki beðið lengur
eftir að löggjafinn setji leikreglur,"
sagði Jóhannes Siggeirsson.
Stefnt að formlegri sameiningu átta
lífeyrissjóða á Norðurlandi íhaust
STEFNT er að því að taka formlega ákvörðun um sameiningu átta
lífeyrissjóða á Norðurlandi næsta haust og stofna þá um leið Lífeyr-
issjóð Norðurlands sem tæki við hlutverki þeirra. Sérstök fram-
kvæmdanefnd hefur annast gerð sameiningarsamnings sem lagður
verður fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna og er gert ráð fyrir að endan-
leg afstaða þeirra liggi fyrir í haust. Markmiðið er að sjóðurinn
taki til starfa um næstu áramót en þá um leið verði hinum átta
sjóðum lokað. Þessir sjóðir eru Lífeyrissjóðurinn Björg á Húsavík,
Lífeyrissjóðurinn Sameining, Lífeyrissjóður Iðju, Lífeyrissjóður
trésmiða, Lífeyrissjóður KEA, sem allir eru á Akureyri, Lífeyris-
sjóður verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra, Lífeyrissjóður verka-
lýðsfélaga í Skagafirði og Lífeyrissjóður verkamanna á Hvamm-
stanga.
Fyrst var farið að huga að sam-
einingu lífeyrissjóðanna árið 1987
en endanlega var samþykkt að
hefja undirbúning undir lok ársins
1990. Vinna við undirbúning fór
hins vegar ekki í gang fyrr en
1991. Að sögn Kára Amórs Káras-
onar hjá Lífeyrissjóðnum Björgu á
Húsavík liggur fyrir áætlun um
hvemig staðið verður að samein-
ingunni. Markmiðið er að nýi sjóð-
urinn taki til starfa um næstu ára-
mót en til að byija með munu
gömlu sjóðimir taka við iðgjöldum
fyrir hinn nýja sjóð. Á árinu 1993
verður endanlegt skipulag og þjón-
ustunet mótað og er gert ráð fyrir
að frá 1. janúar 1994 verði það
komið í endanlegt horf. Hinn 1.
janúar 1995 er stefnt að því að
búið verði að meta eignir og skuld-
ir gömlu sjóðanna þannig að end-
anleg sameining geti farið fram.
Kári sagði að með sameining-
unni væri stefnt að lækkun á
rekstrarkostnaði. Við sjóðina störf-
uðu 14 manns en reiknað væri
með að þeim fækkaði í 7-8. Jafn-
framt myndi nást fram aukin
áhættudreifing. Hann sagði eignir
sjóðanna hafa verið 5,1 milljarður
í árslok 1989 og mætti reikna með
því að þær hefðu numið um síð-
ustu áramót 6-6,5 milljörðum. Þá
mætti reikna með að greiðendur
iðgjalda í sjóðinn væru alls nálægt
10 þúsund manns.
to
z
LU
--I
co
s
3
—,
—I
LU
>
3
Z
z
>
5
3
Q
Z
cá
RAÐSTEFNA
NÁMSKEIÐ EÐA FUNDIR Á DÖFINNI?
I Múlalundi færS þú fundarmöppur, barmmerki
(nafnmerki) , áletranir, merkingar og
annaS sem auðveldar skipulag og eykur
þægindi og árangur þátttakenda.
Allar gerðir, margar stærðir, úrval
lita og áletranir að þinni ósk!
Hafóu samband við sölumenn okkar
í síma 68 84 76 eða 68 84 59.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c
Símar: 68 84 76 og 68 84 59.