Morgunblaðið - 28.05.1992, Side 6

Morgunblaðið - 28.05.1992, Side 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 FJÁRMÁL Á FIMMTUDEGI Umskipti í vændum er viðskiptí með erlend verðbréf verða frjáls Um næstu áramót verður íslendingum heimil- að að ávaxta eignir sínar í útlöndum í fyrsta sinn í sextíu ár. Búast má við að áhrifin á fjármálalífíð verði ekki minni en þegar verð- trygging var heimiluð árið 1979. HLUTABREFAMARKAÐUR Landfræðileg skipting, 30. september 1991 MYND 1 Heimsmarkaður Kanada (2,67%) Ástralja Aðnr (1,88%) / (1,65%L Evrópumarkaður ______i- italia (1,29%) ^^p-Holland (1,64%) Bretland (11,13%) - Sviss (1,93%) Spánn (1,16%) Frakkl. (3,42%) Þýskal. (3,77%) Aðrir (2,81 %) Heimíld: Morgan Stanley Capital International HLUTABREF MYND 3 Skipting áhættu 1978-90, í dollurum á ársgrundvelli 35 Heildaráhætta Þýskal. Frakkl. Bretl. Japan Kanada Bandar. Heimur FRAMI í Bandarík LÍNUSAFN unum MYND5 28- 100% EÁA | 26 10°/ S&P/90% E/ iA l26 '20% S&P/80% EÁA o> 24 ^50% S&P/ 50% EÁA (Evr ópa, Ástr alía, Aus urlö id fj; er) 6Ó% S&P/40% ÉÁA § 80% S&P/20% E/ <A 90% S&P/10% EÁA 10 5% S&P 500 Staðalfrávik i % á ársgrundvelli 15 ,2 I I I 1 1 1 1 15,6 16,0 16,4 16,8 1/ ,2 r ',6 SAMSETNING VERÐBREFASAFNS Dæmi miðað við Bandaríkjadollara MYND 7 italskt lausafé (6,0%) Dönsk skbr. (2,6%) Bandarisk hlbr. (10,0%) \ Bresk hlbr. (3,0%) Spönsk hlbr. (3,0%) —, itölsk skbr. (8,0%) Spönsk skbr. (3,0%) Áströlsk skbr. (3,0%) á Kanadísk skbr. -'f.- (7,0%) Japönsk hlbr. (11,4%) ■ í: .) Þýsk hlbr. (7,0%) Frönsk hlbr. (7,0%) Bankarísk skbr. (15,0%) Áströlsk hlbr. (3,0%) Japönsk skbr. (3,0%) HÆKKUN ALÞJÓÐLEGRA HLUTABRÉFA í Bandaríkjadollurum, síðustu 5 ár 120----------------------■---------MYND 2 % 100 12 & .5 4S c .2 - c — .S2 — c — — ^3 — co — *3 — -S CD Q_ (O ■s —4§-S- ---é- s-**- -‘<C_ FRAMLINUSAFN Kostir alþjóðlegrar dreifingar verðbréfa t MYND4 100% ERLEND Aukin ávöxtun vegna alþjóðlegrar dreifingar verðbréfa 100% INNLEND Ahætta FRAMLINUSOFN 1987-91 MYND 6 í ísl. krónum 60 % I 50 I o> ‘<D ■-30 1 ^ 20 10 íslensk skuldabréf Islensk hlutabréf Evrópsk skuldabréf T-W Bandarísk hlutabréf —m— Bandarísk skuldabréf -t--------1- Evrópsk hlutabréf 5 10 15 20 25 Staðalfrávik í%á ársgrundvelli 30% FRAMMISTAÐA mynds HLUTABRÉFASJÓÐA í HEIMINUM Ávöxtun sjóðanna m.v. Heimsvísitölu Morgan Stanley 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 Heildar eftir Sigurð B. Stefánsson í bókinni „Random Walk Down Wall Street“ eftir Burton G. Malki- el er.frá því greint að Keynes lá- varður, hagfræðingurinn nafntog- aði og umdeildi, hafi hagnast svo milljónum (sterlingspunda) skipti á viðskiptum með hlutabréf. Á hveij- um morgni áður en Keynes fór á fætur tók hann hálftíma í að fara yfir hlutabréfaverð í London dag- inn áður (hefur sjálfsagt fengið Times eða Financial Times með teinu beint í rúmið). Síðan keypti hann hlutabréf sem hann taldi að senn yrðu vinsæl hjá fjárfestum og færu að hækka í verði en seldi á móti hlutabréf sem hann hélt að myndu lækka. Hann reyndi m.ö.o. að verða á undan fjöldanum með því að lesa í viðbrögð og viðhorf annarra fjárfesta. Með þessari spil- amennsku á hlutabréfamarkaði í London hagnaðist Keynes persónu- lega um fáeinar milljónir sterlings- punda og náði einnig að tífalda hlutabréfaeign skólasjóðsins í Kings College í Cambridge þar sem hann starfaði. Fjármálaviðskipti við útlönd gefin frjáls eftir sextíu ára einangrun Ævintýri á borð við söguna af Keynes lávarði hafa orðið til að varpa dýrðarljóma á viðskipti með hlutabréf úti í hinum stóra heimi í augum fleiri manna en íslendinga sem fá loks heimild til að kaupa og selja erlend verðbréf að nýju um næstu áramót eftir sextíu ára einangrun. En hvemig á þá að velja hlutabréf (eða skuldabréf) í útlöndum til að hafa hag af slíkum kaupum? Og hvaða erindi eiga ís- lendingar út á hinn stóra markað eftir sextíu ára einangrun? Hefur ekki ávöxtun sparifjár á íslandi Tilboð BlLDSHOFDA 16SIUI672444 T6LEFAX672560 síðustu árin verið miklu betri held- ur en í nálægum löndum? Hvers vegna skyldu einstaklingar eða ís- lenskir lífeyrissjóðir hætta fé sínu í útlöndum þar sem ávöxtun er lakari og áhætta meiri en hér heima? Ávöxtun skuldabréfa og hluta- bréfa á íslandi hefur verið mun betri en í útlöndum síðustu fimm til sjö árin. Fyrir þann tíma var hún einatt neikvæð og lengst af á árunum eftir stríð var naumast hægt að tala um ávöxtun fjármuna hér. Sparifé brann í verðbólgu og fortíðarvandi lífeyrissjóða varð til. Eftir að fjármálalegri einangrun íslands lýkur í upphafi næsta árs er ólíklegt að ávöxtun hér verði mun betri en í nálægum löndum til lengdar. Með tíð og tíma munu því íslendingar vafalaust hyggja að ávöxtun fjármuna sinna í út- löndum eins og flestar aðrar þjóðir gera. Ein fyrsta spurningin sem þá vaknar er með hvaða hætti skuli staðið að því að velja verð- bréfín, hvort velja skuli hlutabréf eða skuldabréf og frá hvaða lönd- um. Lítum aðeins á helstu aðferðir við að velja skuldabréf eða hluta- bréf. Með nokkurri einföldun mætti skipta aðferðum við val á verðbréf- um í tvennt, svonefndar grunnað- ferðir og markaðsaðferðir. í grunn- kenningunum er að fínna þann boðskap að hvert hlutabréf og skuldabréf, hver fasteign eða gim- steinn, eigi sér nokkurs konar „innra verð“ sem hægt sé að finna með nákvæmum rannsóknun á for- tíð, nútíð og horfum í framtíðinni. Þegar markaðsverð fer niður fyrir þetta innra verð er tækifæri til hagnast með því að kaupa, en selja er markaðsverð fer yfir innra verð. Api með bundið fyrir augun tekur að kasta pílum á fjármálasíður Wall Street Journal Grunnkenningarnar ásamt þeim staðfasta ásetningi fjárfesta að græða eru og verða drifkraftur hlutabréfaviðskipta. Keynes notaði afbrigði af grunnkenningum, skýjaborgaleiðina, við íjárfestingu sína. Hann reyndi að átta sig á fyrirætlunum annarra fjárfesta (hvernig þeir byggðu sér sínar skýjaborgir) og flýtti sér síðan að verða á undan þeim að kaupa eða selja. En það er ekki á margra færi að hagnast á hlutabréfavið- skiptum með þessum hætti. Markaðskenningamar komu fyrst fram á árunum eftir 1950 og leiddu til mikilla framfara í fjár- festingarfræði. Markaðskenning- amar hafa þó verið umdeildar allt frá því að þær komu fyrst fram, en hlutu loks verðskuldaða við- kenningu árið 1990 er helstu frum- kvöðlunum, Harry Markowitz og William Sharpe, voru veitt Nóbels- verðlaun í hagfræði fyrir rann- sóknir sínar sem raunar voru mest- allar unnar þrjátíu árum áður. Markaðskenningin segir einfald- lega að markaðurinn sé svo skil- virkur að verð á hlutabréfum aðlagist samstundis að nýjum upp- lýsingum. Þess vegna er erfítt að beita grunnrannsóknum eða öðmm leiðum til að finna út hvenær mað- ur eigi að kaupa eða selja - það tekst sjaldnast að hitta á rétta tím- ann. Sé markaðskenningin teygð til hins ítrasta mætti segja að api með bundið fyrir augun hafí jafn- góða möguleika á því að setja sam- an gott verðbréfasafn með því að kasta pílum á fjármálasíður Wall Street Joumal eins og helstu fjár- málasérfræðingar í teinóttum föt- um með kúluhatta. Handahófs- kennt val getur skilað jafngóðum árangri og grunnrannsóknir virt- ustu spekinga. Markaðskenningar hljóta dræmar undirtektir í bönkum og verðbréfafyrirtækjum Það má nærri geta að þessum nýju markaðskenningum var tekið með nokkrum fáleikum í verð- bréfafyrirtækjum og bönkum í London og New York var þegar þær komu fyrst fram á sjötta ára- tugnum. Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum að fjárfestar í Bandaríkjunum og síðar í Evrópu, bæði einstaklingar, lífeyrissjóðir og tryggingafélög, tóku að hag- nýta sér þessar kenningar við val á verðbréfum. Raunar er þá ekki apinn góði með píluna notaður beint heldur fjárfesta menn hlut- laust í fyrirtækjum á markaði eins og markaðsverðmæti þeirra sagði til um - kaupa sneið af markaðnum og fylgja vísitölunni eins og það er stundum kallað. Þannig veljast hlutabréf í safnið án tillits til þess hvort þau eru talin góð eða vond út frá greiningu grunnkenninga - og frá þeirra bæjardyrum séð með handahófskenndum hætti. Þeir sjóðir sem fjárfesta hlutlaust í skuldabréfum eða hlutabréfum í sömu hlutföllum og þau eru á markaði hveiju sinni (samsetning- in endurspeglast í vísitölunni) eru nefndir vísitölusjóðir (index funds). Samanburður á árangri hlut- lausrar fjárfestingar (eftir mark- aðskenningunum Markowitz og Sharpes) og fjárfestingar með vali eftir grunnkenningum er óvæginn og afgerandi. Niðurstöðurnar ná ekki aðeins til ávöxtunar í hluta- bréfum heldur einnig til skulda- bréfa. Á árunum 1965 til 1979 voru 75% hlutabréfasjóða með lægri ávöxtun en S&P 500 vísital- an í Bandaríkjunum, svo að dæmi sé tekið. Á áttunda áratugnum voru 95 af 112 sjóðum lægri en S&P 500 og þeir sjóðir sem fylgdu henni. Á árunum 1981 til 1990 voru um tveir þriðju hlutar hluta-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.