Morgunblaðið - 19.06.1992, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
C 3
Reykingafólk þarf
mun oftar á læknisaðstoð
að halda en þeir sem ekki reykja
REYKINGAFÓLK þarf í
50% fleiri tilvikum á heil-
brigðisaðstoð að halda held-
ur en fólk sem ekki reykir,
segir Louise M. Nett þjúkr-
unarfræðingur sem stödd
var hér á ráðstefnu lungna-
lækna fyrir skömmu. Louise
hefur undanfarin ár kennt
hjúkrunarfólki á sjúkrahús-
um víðs vegar um Bandarík-
in að skipuleggja námskeið
fyrir sjúklinga sem reykja
til að kenna þeim að hætta
á meðan þeir eru undir
læknishendi á sjúkrahúsi.
Louise segir í samtali við Morg-
unblaðið að reykingafólki megi í
grófum dráttum skipta í tvo hópa,
annars vegar þá sem hafí þann
slæma vana að reykja en séu ekki
háðir reykingunum. Þetta fólk
segir Louise að geti hætt að reykja
sé því kennt tiltekið hegðunar-
mynstur. Hins vegar séu þeir sem
séu haldnir nikót.ínfíkn en sá hóp-
ur fólks segir hún að geti ekki
hætt nema með því að nota nikót-
íntyggjó eða nikótínplástra.
Námskeiðin sem Louise kennir
eru löguð að læknismeðferð hvers
sjúklings. „Ég hvet til þess að all-
ir sjúklingar sem reykja, óháð því
hvaða sjúkdómi þeir þjást af þegar
þeir eru lagðir inn, séu settir í
meðferð til að hætta reykingunum
en sú meðferð verður þá eins og
hver önnur læknismeðferð við hlið
þeirrar sem sjúklingurinn er í
vegna síns sjúkdóms. Með þessu
móti er hægt að ná til mjög mik-
ils fjölda fólks,“ segir Louise.
Að sögn Louise eru námskeiðin
fjölþætt. „Byijað er á því að láta
sjúklingana svara ýinsum spurn-
ingum um reykingavenjur sínar,
til dæmis hversu oft þeir hafi reynt
að hætta að reykja og hvernig,
þeim hafi liðið á meðan. Það segir
okkur til um hversu háðir þeir eru
nikótíninu," segir Louise.
Hún segir að hafi þeir reynt að
hætta og fundist það auðvelt þurfi
Lousie Nett
einungis að þjálfa þá í að forðast
reykingarnar. Þjáist þeir hins veg-
ar mikið á þessum tímabilum, hafi
líkamleg vanlíðunareinkenni eins
og eirðarleysi eða einbeitingarerf-
iðleika, þá séu þeir haldnir nikótín-
fíkn. Þetta fólk segir hún að þurfi
nikótíntyggjó eða nikótínplástra
til að geta hætt að reykja.
„Á námskeiðunum er kennd
ákveðin hegðun til að forðast reyk-
ingarnar. Þegar reykingamaður
sem er að reyna að hætta sest við
borð með öskubakka finnur hann
oft ósjálfrátt löngun til að reykja.
Til að forðast löngunina á hann
að ijarlægja öskubakkann eða
færa sig og draga andann djúpt.
Með því að fá fólk til að fara eft-
ir ýmsum slíkum hegðunarreglum
sem virðast einfaldar getur það á
auðveldari hátt látið af þessari
venju,“ segir Louise. „Einnig reyn-
um við að komast að því við hvaða
aðstæður sjúklingurinn er líkleg-
astur til að fá sér
sígarettu og finna
út önnur viðbrögð
sem hann geti beitt
í þessum aðstæð-
um.“
Þær fullyrðingar
heyrast mjög oft
að fólk sem notar
tóbak sé hættara
við kvillum hvort
sem er kvef eða
annar krankleiki.
Mótstöðuafl þess
sé miklu minna
gegn sjúkdómum
en hjá þeim sem
reykja ekki.
Louise segir að
reykingafólk þurfi
mun oftar að leita
til lækna og noti
meira magn af lyfj-
um en fólk sem
ekki reykir. „Hætti
það að reykja spa-
rast því mikið fé
fyrir heilbrigði-
skerfið svo ekki sé
minnst á þá líkam-
legu vellíðan og
minni hættu á sjúkdómum sem
því fylgir fyrir fólkið sjálft," segir
Louise. ■
Inga Dóra Sigfúsdóttir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ekki mikið mál að
láta barnið hætta með snuð
SUM BÖRN vilja snuð, önnur ekki. Foreldrar kvíða því stundum
mánuðum saman að taka snuð af barni sem getur helst ekkert
án „duddunnar" farið. En samkvæmt Muriel Wolf sem er yfir-
maður barnaspítala í Washington í Bandaríkjunum þarf það
ekki að vera svo mikið mál að venja barn af snuði.
„Það er mikilvægt að gagn-
rýna ekki barnið fyrir að vera
með snuð eða rífa það úr munni
þess í tíma og ótíma. Foreldrar
ættu frekar að hrósa baminu
þegar það er ekki með snuðið
og tala um hvað það sé duglegt
að gera hitt og þetta án snuðs-
ins.“
Wolf leggur áherslu á að for-
eldrar taki eftir því við hvaða
aðstæður barnið biðji um snuðið.
„Venjulega er það fyrir svefninn,
þegar barnið er grátandi, þreytt
eða huggunar þurfi. Þegar barn-
ið er þreytt eða pirrað er ráðið
að dreifa huganum frá snuðinu
og finna upp á einhveiju öðru
sem því þykir skemmtilegt. Það
er líka spurning hvort hægt er
að fínna eitthvað annað sem
getur komið í staðinn fyrir snuð-
ið eins og bangsi eða leikfanga-
dýr. Það kemur sér oft vel,
kannski sérstaklega fyrir svefn-
inn. Þegar barnið er farið að
nota snuðið lítið er kominn tími
til að tala við barnið og sann-
færa það um að henda snuðinu
í ruslafötuna. ■
1 BYLl ‘1 N G
r i BARÁTTUNNI
GEGN HRUKKUM
Birki
dæmis við hunangsflugur?
Svar: Mér finnst ástæða til að
staldra við og íhuga hvort nokkur
ástæða sé til að drepa hunangs-
flugu. Þær eru meinlausar nema á
þær sé ráðist og gegna mikilvægu
hlutverki við fijóvgun blóma.
Sólber má úða með lyfjum sem
eyða skordýrum. Það er einkum
gert til að fækka blaðlúsum og lifr-
um. Eflaust falla einhveijar hun-
angsflugur við slíkar aðgerðir. Ég
mæli með að öll eiturefni séu notuð
í hófí og með gætni.“
Hanna spyr að lokum hver sé
munur á birkitré sem er með mikið
af fijókornum sem vísa beint upp
og hinum sem eru mikið laufguð?
Svar: Birki hefur einkynja blóm,
karl- og kvenblómin eru á sama
plöntueinstaklingi.
Kvenreklarnir eru uppréttir eða
lítið eitt útsveigðir og sívalir. Þeir
eru oft áberandi á vorin og sé fjöldi
þeirra mikill virðist mér sem lauf-
blöðin fari sér hægar í vexti, að
minnsta kosti framan af. Gífurlegur
munur getur verið á einstaklingum
í lögun, hæð, blaðstærð og einnig
má sjá dagamun á laufgunartíma.
Tveir einstaklingar geta verið mjög •
ójíkir þegar grannt er skoðað.
Blákvístur
Þórunn í Reykjavík spyr:
Getur verið að blákvisti sem komn-
ir voru vel af stað í vor mygli núna
allt í einu, fúni og deyi?
Svar: Ekki minnist ég þessa að
hafa heyrt þess getið að mygla legð-
ist á kvisti undir berum himni. Ég
hef hinsvegar séð plöntur illa farnar
eftir að hafa verið pakkaðar inn í
plast tii sendingar milli landshluta.
Illa var þá staðið að pökkuninni,
plönturnar mygluðu og dóu fljótlega
eftir gróðursetningu. ■
Lipósóm voru merk nýjung,
en framtíðin erfalin í Nanópart
Þú þarf ekki lengur að
vera hrædd við hrukkur,
því nýr kafli í umhirðu
húðarinnar er hafinn
með Profutura. Kremi, sem notar
stórkostlegt flutninga-kerfi,
Nanópart, sem er 30 sinnum
öflugra en Lípósóm og ber A og
E vítamín inn í húðina. Arangur:
Húð þín verður unglegri, frískari
og einfaldlega fallegri.
Af hverju getur Profutura
flutt svo mikið af
vítaminum? Hugsaðu þér
Nanóparts sem blöðru,
fulla af oliu. Allt
innihaldið er fullt af
vitaminum. Lipósóm er
hins vegar blaðra full af
vatni og aðeins blaðran
sjólf getur flutt vítamínin.
Nanópart Lípósóm
Afhverju myndast hrukkur?
Þegar við eldumst, missir húðin
hæfileikann til að geyma vatn.
Afleiðingin verður: Þurrari og
grófari húð. Fyrstu yfirborðs-
hrukkurnar myndast. Mengun
og aðrir utanaðkomandi þættir
flýta þessari þróun.
MARBERT
O G Þ Ú LÍTUR VEL ÚT
Greini/egur munur
Reynið Profutura og finnið
muninn. Vítamínin fara þangað
sem húðin raunverulega þarfnast
þeirra. Það þýðir: Meiri vörn og
aukinn raka fyrir þurra og
strekkta húð. Dýpt hverrar
hrukku minnkar á mjög
skömmum tíma.
Fæst aðeins hjá:
Spes, Miðbæ Háaleitisbraut,
Brá, Laugavegi,
Clara, Austurstræti,
Clara, Kringlunni,
Bylgjan, Kópavogi,
\ Snyrtihöllin, Garðabæ,
Apótek Ólafsvíkur,
Krisma, Isafirði,
Apótek Siglufjarðar,
Amaró, Akureyri,
Hilma, Húsavik,
Hafnarapótek,
Ninja.Vestmannaeyjum.
Vöruhús K.Á., Selfossi,
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkrók,
Apótek Dalvíkur, Dalvik,
Kaupfélag Borgarness, Borgarnesi.