Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 8

Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 -í Eg§§3 FOSTUDEGI Evrópuhjfiða 1905-90 í FRAMHALDI af fréttum um fækk- un erlendra ferðamanna það sem af er ári og mögulegri fækkun í sumar hefur verið óskað eftir því að ég skrifaði örlítið um málið. Það er eðlilegt að það veki athygli að eftir aukningu undanfarinna ára stefni jafnvel í fækkun í ár. Og því skal reynt að nefna hér nokkrar af þeim skýringum sem líklegastar eru fyrir þessu. Verð á íslandsferðum á markaði á megin- landi Evrópu hækkaði yfir- leitt um 40% í þarlendum gjaldmiðlum milli áranna 1991 og 1992. Þetta gerðist þrátt fyrir að flugverð væri það sama í flest- um tilfellum. Hækkun á öðr- um hluta ferð- anna var því yf- irleitt á bilinu 9-18%. Þetta er veruleg hækkun á íslandsferðum og verulega umfram verðbólgu í flestum þessara landa. Þessi hækkun kemur á sama tíma og ferð- ir til tveggja af helstu samkeppnislöndum okkar á þessum markaði, Svíþjóðar og Finn- lands, lækkuðu. í Svíþjóð var virðisaukaskatt- ur lækkaður og gengi finnska marksins var fellt. Samkeppni frá löndum með aögang að EB-sjóðum og „ný“ lönd í austri Þá er yaxandi samkeppni frá löndum sem hafa aðgang að sjóðum EB. Á árunum 1989-93 er úthlutun styrkja til ferðaþjón- ustuaðila innan EB um 150 milljarðar kr. Samkvæmt könnunum meðal ferðamanna frá þessum markaði er a.m.k. eitt þessara landa, Irland, í mikilli samkeppni við okkur. írar hafa á ofangreindu tímabili fengið um 14 milljarða kr. í beina styrki til ferðaþjónustu- verkefna og kynningar úr sjóðum EB. Þá mun EB nota um 1.500 milljónir kr. til sam- eiginlegra verkefna í ferðaþjónustu á næstu 3 árum. Þetta er einungis nefnt hér sem ein af ástæðum þess að útlit er fyrir að við förum nokkuð halloka í samkeppni þetta ár, m.a. vegna þessarar niðurgreiddu ferðaþjónustu í öðrum löndum en ekki sem innlegg í umræð- una um EB. Ekki verður horft framhjá efnahagsástandi í sumum þessara landa á meginlandinu. Hækkun skatta í Þýskalandi vegna samein- ingarinnar dregur úr kaupgetu fólks. Þá höfðu verkföll og vinnudeilur einnig sín áhrif í vor. Þá má benda á að margir höfðu ákveðið að fara hvergi í sumar vegna ýmissa atburða sem tækni sjónvarps mun flytja heim í stofu. Margir Evrópubúar fylgjast nú með Evrópu- keppni í knattspyrnu og Ólympíuleikar verða síðar í sumar og eðlilega verður mikið um Þó er voxandi samkeppni frá löndum sem hafa aðgang að sjóðum EB. Á árunum 1989-93 er úthlutun styrkja til ferðaþjónustuað- ila innan EB um 150 millj- arðar króna. ferðalög innan meginlandsins vegna ofan- greindra atburða og heimssýningarinnar. Loks má nefna að ódýr samkeppni frá „nýj- um“ löndum í austri hefur freistað margra. Hér að framan hafa verið taldar upp nokkr- ar af þeim ástæðum sem komið hafa upp í umræðunni um fækkun erlendra ferðamanna. Sumar þeirra eru tímabundnar og aðrar við- varandi. En það nægir ekki að lista upp ástæðumar og nota þær sem afsökun fyrir þessu ástandi eins og einhveijum gæti sýnst af þessari upp- talningu. Nei, atvinnugreinin er ekki og þarf reyndar ekki að biðja nokkurn aðila afsökun- ar á ástandinu. 63% aukning gjaldeyristekna af ferðamönnum 1985-90 Ferðaþjónustan sem atvinnugrein hefur vaxið nokkuð jafnt og þétt frá því um 1950. Á síðustu árum hefur vöxtur verið mjög mik- ill og gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönn- um hafa t.d. rúmlega tvöfaldast milli ára 1985 og 1991 á verðlagi ársins 1991, en þá voru þær rúmlega 12,4 milljarðar kr. Ég held að hægt sé að fullyrða að engin atvinnugrein hafi aukið gjaldeyristekjur sínar hlutfallslega jafn mikið á þessu tímabili. Gjarnan er gerður samanburður á árangri okkar og annarra þjóða OECD. Gjaldeyristekj- ur af erlendum ferðamönnum milli áranna 1985 og 1990 jukust um 63% á verðlagi árs- ins 1990. Meðaltalsaukning OECD-landanna er 32% þennan sama tíma. Af Evrópuþjóðum tókst engum að auka tekjur sínar hlutfalls- lega jafn mikið og íslendingum. Þessi árangur hefur alls ekki komið af sjálfu sér. Fyrirtæki, hagsmunaaðilar, sveitarfélög, opinberir aðilar og einstaklingar hafa lagt af mörkum mikla vinnu og Qármagn til að ná þessum árangri. Ferðaþjónustan vlð sama borð og aðrir gjaldeyrisskapandl atvlnnuveglr Nú er það verkefni okkar í ferðaþjónustu að fara yfir vandamálið og leita lausna. Sú vinna er þegar hafin. Hluti af þeirri vinnu hlýtur að felast í að skapa ferðaþjónustu hlið- stæð rekstrarskilyrði og öðrum gjaldeyris- skapandi atvinnuvegum. Hér er ekki verið að ræða um forréttindi, ölmusu eða styrki heldur einfaldlega að sitja við sama borð og aðrir. Við verðum að vera samkeppnishæf ef atvinnugreinin á að verða það „ljós í myrkr- inu“ sem hún er nefnd í Hvítbók ríkisstjóm- arinnar. Atvinnugreinin sjálf þarf einnig að laga ýmislegt til að vera betur samkeppnisfær. Tilefni þessa pistils var sú spuming sem vaknaði í kjölfar upplýsinga um fækkun er- lendra ferðamanna; hvort eitthvað hefði mis- farist í markaðssetningunni. Svarið við þeirri spurningu er ekki einfalt. Það er bæði já og nei. Sumt hefur tekist vel og annað mistek- ist. Spuming gefur tilefni til enn frekari upp- lýsinga um ferðaþjónustu svo hver og einn geti svarað fyrir sig. ■ Magrnís Oddsson Höfundur er markaðsstjóri Ferðamálaráðs. Sjór, sólskin - og reiðhjól VATN, tre, groður - og solskm. Það sem dregur að sumardvalar- gesti. Allt þetta hafa Alandseyjar í ríkum mæli. Og rauðar granít- klappir, rabbakivi, í ofanálag. Sólskin höfðu þeir haft í 3 vikur og 24 stiga hita daganá sem ég heimsótti eyjarnar um mánaðamótin maí-júní. Ekki vildu heimamenn þó lofa slíku veðri alltaf svona snemma, en ætíð er maður staddur við sjó á þessum 6.400 eyjum. Líka á „fasta Álandi“ með 90% íbúanna, sem er 50 km á lengd og 45 á breidd, skorið af fjörðum. Allt frá því hæsti punkturinn stakk höfðinu upp úr hafinu mörg þúsund árum f. Kr. hefur botninn verið að lyftast og eyjarnar því að stækka. Víða eru þær tengdar með brúm, svo að hægt er að fara um á bíl, gangandi, á reiðhjóli og með feiju eða báti yfir sund. Það var einmitt það sem við gerðum, skiptum um farartæki og fórum 0 Ekki leist mér samt á blikuna J þegar á dagská fyrsta dagsins stóð að á miðri leið í bíl yrði aajl skipt yfir á reiðhjól og tekin Qg| hjólafeija til Geta. Hafði ekki ^ hjólað síðan ég var unglingur. gJl Ekki þýddi annað en að bera 0 sig vel og stíga á reiðskjótann, sem reyndist vera tiltölulega meinlaust hjól með aðeins 3 gírum. En slík reiðhjól má hvarvetna leigja fyrir 25 mörk á dag, eða 325 ISK, og jafnvel leigja pakka með öllu. Hjólreiðamaðurinn komst alla þessa 12 km leið áfalla- laust, starði að vísu obbolítið stíft á steypta brautina fyrst í stað. Enda fullyrtu fylgdarmenn í upp- hafi að á eyjunum lægju fleiri veg- ir niður en upp í móti, sú saga að allt sem fer upp kæmi niður ætti ekki við þar. Erfitt reyndist að sann- prófa þennan vísdóm, þegar við áttum seinna að klífa hæsta tind- inn, Orrdalsklint, með stórkostlegu útsýni yfir skóg, haf og eyjar, eftir endilöngu fastalandinu. reyndist hann ekki hærri en 120 m. Hjólreiðaferðin reyndist mikið ævintýri. Skyndilega birtust á veg- inum tveir furðufuglar, annar í föð- urlandi og með rússneska sígarettu lafandi í munnvikinu. Þeir æptu eitthvert hrognamál með slavnesk- um hreim og veifuðu okkur inn á grýttan skógarstíg. Þetta reyndist vera varðveittur stígur úr fyrra stríði. Eftir alllangan spöl birtist hvítklædd stúlka á kletti, líkt og álfkona í íslenskri kvikmynd, nema rússneskar leggingar voru á þessum kyrtli og hún bablaði rússnesku. Sagði: Ikke russki, kúbana! Ég trúði henni. Uppi á grýttri klettahæð blasti svo við okkur milli steina veisluborð með damaskdúk og ser- viéttum, kampavínsglösum, samo- var með köldu vatni, eldrauðum borsgraut í skálum með sýrðum ijóma og litlum gúrkum. Átti að dýfa öðrum enda í hunang og hinum í súrt. Er við sátum og borðuðum og drukkum - þessi hjólreiðamaður Nö vill Mfisambik líka lö feröamenn ÞRÁTT fyrir að Mósambik sé enn hijáð vegna langvinns stríðs sem varla hefur verið til lykta leitt, ósegjanleg fátækt og eymd sé víða, er ríkisstjórn landsins í óða önn að hvelja til að bætt verði aðstaða fyrir ferðamenn, og peningar hafa verið lagðir i að endurbyggja eða endurbæta hótel. Hið fomfræga hótel Polana í höfuð- borginni Maputo er að rísa úr ösk- unni, því S-Afríka hefur veitt fjár- magn í endurreisn þess og mun sjá um rekstur í samvinnu við innlenda. í júníhefti African Business segir frá því að síðustu 3 ár hafí verið veitt 105 millj. dollara í að byggja upp eftirtektarverða og spennandi staði. Því er nú ferðamannaþjónusta- það sem fær mest fjármagn, á eftir akuryrkju. Mósambik skartar mikilli nátt- úrufegurð, úti fyrir ströndum eru fiskimið með sjaldséðum fisk- tegundum sem sjóstangaveiðimenn gætu orðið sólgnir í og þar sem strendur og sjór eru hrein og tær ættu köfun og siglingar að verða eftirsóttar. Sem stendur koma fáir aðrir út- lendingar en kaupsýslumenn 15-20 þúsund árlega. Fyrir sjálfstæðið 1975, komu um 400 þúsund ferða- menn árlega. Ferðamálaráðið segir að til að byija með verði ferða- mannaþjónustan bundin við „örugg svæði“, þ.e. helstu borgir Jandsins og Bazaruto-eyjaklasann. í breska ferðablaðinu Business Traveller er uppgefið ódýrasta fargjald til Map- uto frá Brussel og kostar 134 þús. kr. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.