Morgunblaðið - 20.06.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992
B 7
FJÖLLISTAKONAN HJÖRDIS
JOHANSEN. v
RÆTT VIÐ
HALLVEIGU
THORLACIUS
OG HELGU
ARNALDS
UM LEIKFERÐ
SÖGU-
SVUNTUNNAR
UM FÆREYJAR
Listahátíðinni í Bergen nú í vor og
fylgdi þar með í fótspor Sögusvunt-
unnar, sem um páskana fór í leik-
ferð með „Söguna af músinni Rús-
ínu“ til Færeyja og sýndi alls 11
sýningar á 5 dögum — auk þess
sem þær Hallveig Thorlacius og
Helga Amalds, sem standa að brúð-
uleikhúsinu Sögusvuntan, héldu
leikbrúðunámskeið í Þórshöfn.
„Textinn var þýddur fyrir okkur
og við lærðum sýninguna á fær-
eysku,“ segja þær Hallveig og
Helga. „Fyrst fannst okkur þetta
rosalega fyndið — eins og íslending-
um finnst færeyska alltaf vera —
en það var bara fýrst. Nú finnst
okkur hún hljóma fallega eftir að
hafa dvalið í Færeyjum, þótt ekki
sé nema í viku, sjáum við Færey-
inga i allt öðru ljósi og finnst synd
að íslendingar skuli ekki líta meira
til þeirra. Við getum ýmislegt af
þeim lært.
Það sem kom okkur fyrst á óvart,
var að Færeyingar eru ekki búnir
FÆREYSK BORNhÉiLSA MÚSINNI RÚSINU.
Á NÁMSKEIÐI í LEIKBRUÐUGERÐ.
að gefast upp á að sporna við mynd-
bandamenningunni. Hið opinbera
hefur ekki einu sinni gefist upp á
því. Það kom ekki síður á óvart hve
stór liður í starfsemi Norðurlanda-
hússins barnamenning er. Jan Klöv-
stad, forstöðumaður hússins, sem
reyndar er norskur, á mikinn heiður
skilinn. Áhugi hans, dugnaður og
framsýni dyljast engum sem kemur
inn í þetta hús.“
AÐ DREIFA LIFANDILIST
í viðtali sem tekið var við Jan
Klövstad meðan á heimsókn hans
stóð, var hann spurður hvaða hugs-
un lægi á bak við það að fá ís-
lenskt leikhús til að leika fyrir fær-
eysk börn.
„Norðurlandahúsið í Færeyjum
vinnur markvisst að því að dreifa
lifandi list um Færeyjar,“ svaraði
hann. „Samkeppnin við myndband-
amenninguna er vissulega hörð.
Eitt af markmiðum okkar er að fjór-
um sinnum á ári sé boðið uppá leik-
sýningar fyrir börn, tvisvar á vori
og tvisvar á hausti, og farið með
þær eins víða um eyjarnar og kost-
ur er.
Okkur langaði til að fá gott ís-
lenskt brúðuleikhús og leituðum til-
„Sögusvuntunnar" til að leika fýrir
færeysk börn, auk þess sem við
vildum fá námskeið til að setja
færeyskt listafólk sjálft í gang. Það
má segja að við höfum fengið bæði
„poka og sekk“ eins og við segjum
í Noregi, því við fengum íslenskt
leikhús á færeyskri tungu. Þessi
heimsókn „Sögusvuntunnar" full-
nægði öllum kröfum sem við gátum
gert. Og ég heyri að áhorfendum
fannst sýningin bara meira spenn-
andi vegna íslenska hreimsins á
færeyskunni."
Hlutverk Norðurlandahússins í
Færeyjum segir Jan vera þríþætt:
í fyrsta lagi, að koma norrænni list
á framfæri í Færeyjum, í öðru lagi
að koma færeyskri list á framfæri
á hinum Norðurlöndunum og í
þriðja lagi að taka þátt í því ótrú-
lega auðuga menningarlífi sem
þrífst í Færeyjum. „Og þótt mörg-
um Þórshafnarbúum, (til dæmis
William Heinesen), finnist stundum
Þórshöfn vera nafli alheimsins, vilj-
um við ekki gleyma úteyjunum. Við
bjóðum til dæmis börnum sem búa
í afskekktum byggðum ókeypis far
á sýningar „Sögusvuntunnar" með
þyrlu. Við buðum meðal annars eina
drengnum sem býr í Gásdal, af-
skekktri byggð á Vágey — en um
hana hefur verið gerð merk heimild-
armynd, „1.700 metra frá framtíð-
inni“.
HORNSTEINN LAGÐUR
Þótt íslenskt brúðuleikhús eigi
sér ekki langa sögu hér á landi,
hefur það öðlast þó nokkra viður-
kenningu erlendis og ég spurði þær
Hallveigu og Helgu hvernig fær-
eyskt brúðuleikhús sé statt.
„Það er ekkert brúðuleikhús í
Færeyjum. Þó hefur Hjördis Jo-
hansen, mikil fjöllistakona þar í
landi, aðallega myndlistarkona, sett
upp brúðusýningar. Við héldum
þriggja daga námskeið með tuttugu
konum, meðal annars Katrínu
Nolsoy, sem lærði í Leiklistarskóla
íslands og hefur brennandi áhuga,
og settum upp sýningu með þeim.
Það voru fjórir stuttir þættir úr
norrænni goðafræði. Þarna var sáð
fræi og svo er að sjá hvað sprettur
upp af því.“
En nú sýnduð þið „Söguna af
músinni Rúsínu," mjög víða; á San-
dey, Vogey og Straumey. Hvernig
tóku bömin ykkur?
„Þau tóku okkur vel eins og ís-
lensk börn. Við byijuðum að sýna
um leið og við komum til Þórshafn-
ar. Þessi vikuferð var öll mjög vel
skipulögð og sýningamar voru vel
auglýstar. Aðsóknin var miklu meiri
en við var búist og strax varð að
bætta við 3 aukasýningum. Fær-
eyska sjónvarpið tók upp hluta af
sýningunni og sendi út í barnatím-
anum, strax fyrstu dagana. Það var
atriði þar sem Helga kemur fram
og talar við börnin. Af þessu varð
hún vitanlega þekkt um allar Fær-
eyjar. Það vissu öll börn hver hún
var og það var mikið hvíslað og
bent, þegar hún gekk um göturn-
ar,“ segir Hallveig.
Þær eru sammála um að færeysk
börn séu mjög skemmtilegir áhorf-
endur. „Við vorum búnar að æfa
okkur „mjög“ mikið í marga mán-
uði að flytja textann á færeysku
og vorum ánægðar með að færeysk-
an okkar þótti alveg frambærileg.
íslenski hreimurinn okkar var ekk-
ert til trafala, kannski vegna þess
að byggðir eru svo dreifðar í Fær-
eyjum að þar eru margar mállýsk-
ur.“
SÉRSTAKUR HEIMUR
„En það var svo margt annað
sem var skemmtilegt. Þetta land
er svo sérkennilega samsett. Það
er stutt síðan hver eyja var heimur
út af fyrir sig og það er ekki langt
síðan þær komust í þjóðbraut. Því
heldu Færeyingar langar veislur ef
þeir á annað borð komu saman.
Brúðkaup stóðu lengi og voru vand-
lega undirbúin. Mannlífið á eyjun-
um er því einhvers konar sambland
af bóhemlífi og sveitalífi. Við höfð-
um því miður ekki tíma í þetta skipt-
ið en eihvern tíma látum við áreið-
anlega verða af því að stíga fær-
eyskan dans um bjarta sumamótt.
Við sýndum í einu pínulitlu þorpi á
Sandey — og á þessum afskekktu
stöðum koma foreldrarnir líka. Það
kom okkur ekki lítið á óvart að i
þessu litla þorpi bjuggu sjö íslensk-
ar konur, sem allar höfðu gifst
þangað. Færeyingar segja líka allt-
af að einhleypar konur þurfi að
vara sig þegar þær koma þangað,
vegna þess að færeyskir karlmenn
séu svo myndarlegir að þær eigi
ekki afturkvæmt," segja þær Hall-
veig og Helga hlæjandi.
Og er eitthvað til í því?
„Já,“ svara þær, án þess að
hugsa sig um, „og Færeyingar eru
yfírleitt mjög „sjarmerandi“ fólk —
sem er virkilega gaman að heim-
sækja.“
hennar almennt í íslensku listalífi.
Umræða um leikhúsgagnrýni hér-
lendis hefur verið afskaplega tak-
mörkuð og einkennst af miklum til-
fínningahita, oftast reiði í garð
ákveðinnar gagnrýni. Mér finnst því
löngu kominn tími til að leikhúsfólk
sem og gagnrýnendur reyni að ræða
saman á hófstilltum nótum um gagn-
rýni. Frjó umræða getur aldrei verið
til vansa og eitt er víst gagnrýnin
batnar ekki þótt menn andskotist út
í hana sí og æ, það hefur engin
uppbyggjandi áhrif. Það felst oft
meiri og betri leiðbeining f því að
benda á það sem vel er gert, þannig
verða til æskilegar fyrirmyndir sem
hægt er að taka mið af. Ég myndi
gjaman vilja sjá leikhúsfólk stinga
niður penna í rólegheitum og tjá sig
um leikhúsgagnrýni, hvaða tilgangi
þeim fyndist hún ætti að þjóna,
hvernig henni yrði best sinnt, hvaða
þætti henni bæri að rækta o.s.frv.
HLUTVERK
BLAÐAGAGNRÝNI
Víkjum aftur ögn að erindi Raiju.
Það er augljóst að rýmið sem gagn-
rýni er ætlað gefur ekki færi á löng-
um og ítarlegum hugleiðingum um
verkin. Menn hafa því oft á tíðum
hneigst til þeirrar skoðunar að blaða-
gagnrýni hafi tæpast neinu alvar-
legu hlutverki að gegna og að gagn-
rýnandinn væri frekar í hlutvcrki
upplýsingafulltrúans en rann-
sakandans. Ástráður Eysteinsson,
bókmenntafræðingur, sagði í grein
sem hann skrifaði í Tímarit Máls og
menningar fyrir tíu ámm um bók-
menntagagnrýni dagblaðanna, að
blaðagagnrýni ætti heima á milli
fréttamennsku og fræðistarfa. Hann
taldi jafnframt að íslensk blaðagagn-
rýni væri á tíðum hættulega höll
undir það fyrrnefnda. Hann afneitar
ekki upplýsinga- og kynningarhlut-
verki ritdómanna en segir það óæski-
lega oft hlutverk þeirra. Þeir verði
því líkari fréttum en ella og bókaum-
fjöllunin verði að flutningi óskeikula
staðreynda. Þannig telur hann að
hið rétta eðli ritdómsins sé dulið þar
sem hann sé mun persónulegri skrif
en fréttaflutningur. Ólafur heitinn
Jónsson, gagnrýnandi, tók upp þessa
umræðu Ástráðar í grein sem hann
skrifaði í DV í nóvember 1982 og
þar sagði hann meðal annars: Gagn-
rýni er blaðamennska, gagnrýnand-
inn blaðamaður, það er sjálfgefíð
mál ... Hans verk er meðal annars
að miðla upplýsingum, segja frá og
lýsa bók sem hann hefur lesið og
leggja í framhaldi þeirrar frásagnar
sitt eigið mat á hana í samhengi
annarra bókmennta, segja í stystu
máli kost og löst á bókinni."
PERSÓNULEG GAGNRÝNI
Þessi umræða á auðvitað allt eins
við um leiklistargagnrýni og bók-
menntagagnrýni. í raun eru þeir
Ólafur og Astráður að lýsa því sama;
gagnrýnandanum ber að gera ljósa
grein fyrir afstöðu sinni þannig að
ljóst megi vera hver sé forsenda nið-
urstöðu dómsins eða með orðum
Ástráðar: „því þegar ritdómarar
gera ekki grein fyrir persónulegri
afstöðu sinni er erfítt fyrir lesenda
að vita á hvaða forsendu niðurstaða
hans byggist. Ekki síst þegar niður-
stöðurnar koma eins og „þruma úr
heiðskíru lofti“ og virðast hreinlega
miðaðar við trúgirni lesenda."
Ég get fúslega tekið undir þá
skoðun Ástráðar að gagnrýni verði
að vera persónuleg en um leið verð-
um við að vara okkur á því að fara
ekki út í algert afstæði. Ef við teljum
að gagnrýni sé einhvers virði (og ég
vona að það geri einhveijir ennþá)
þá hljótum við að gera ráð fyrir því
að til sé réttari gagnrýni en önnur.
Þar á ég við gagnrýni sem byggir
niðurstöðu sína á sem flestum þátt-
um þess verks sem verið er að
greina. Það er tæpast hægt að kom-
ast hjá því að fella dóma um verk
vilji maður taka afstöðu til þess en
þeir verða þá helst að koma í kjölfar
skilmerkilegrar greiningar og vera
studdir með dæmum.
RÝMIGAGNRÝNINNAR
Þá komum við aftur að rýminu
sem gagnrýninni er ætlað. Það er
ekki óendanlegt þannig að fara verð-
ur sparlega með löng og ítarleg
dæmi máli sínu til stuðnings sérstak-
lega ef það á að nást að minnast á
allt sem virðist þurfa að koma fram
í leiklistargagnrýni. Raunar held ég
að formið sé dulítill óvinur gagnrýn-
innar. í henni verður að koma fram
lýsing á öllum þáttum sýningarinn-
ar; það þarf að fjalla um verkið sjálft,
framvindu sýningarinnar, leikinn
(frammistöðu leikara), lýsingu, tón-
list, leikmynd, búninga, leikstjóm.
Ef eitthvað er skilið útundan hey-
rast raddir um að þama sé nú gagn-
rýnandanum rétt lýst og hann skilji
ekki mikilvægi þessa eða hins
þáttarins í sýningunni. Að sjálfsögðu
spila allir þessir þættir saman í leik-
sýningu en þegar þessari upplýs-
ingaskyldu er sinnt þá er oft lítið
rými eftir til vangaveltna og greining-
ar. Kúnstin er auðvitað sú að reyna
að flétta í eitt lýsingu, greiningu,
túlkun og mat sem getur reynst allt
annað en auðvelt á emni næturstund
eftir frumsýningu. Ég er ekki að
segja þetta til þess að lesendur kom-
ist við og vorkenni aumingjans gagn-
rýnendunum heldur til þess að benda
á að mér finnst að endumýja þurfi
þetta form og að mínu áliti er einnig
megnasti óþarfí að birta gagnrýnina
strax eftir framsýningu. Þarna kem-
ur hins vegar markaðslögmálið til
sögunnar, því eins og Raija sagði þá
er sýning sem ekki fær umfjöllun
tæpast til í huga fólks. Þess vegna
er, þrátt fyrir neikvætt álit leikhús-
fólks á gagnrýni, alltaf gifurleg
pressa frá leikhúsunum að fá umfjöll-
un í fjölmiðlun, bæði fýrir sýningu
(kynning) og eftir (gagnrýni).
BIRTING GAGNRÝNI
Það sama gildir auðvitað um bók-
menntagagnrýnina sem verður helst
öll að líta dagsins ljós áður en bless-
uð jólin eru hringd inn en samhliða
er fussað og sveiað yfír gagnrýnend-
unum sem ritdæma hveija bókina á
fætur annarri og talað um fljótvirkn-
isleg vinnubrögð og þar fram eftir
götunum. Þessi aðferð, að birta
gagnrýnina helst í gær, er held ég
einn helsti dragbítur vel ígrundaðar
og skapandi gagnrýni. Þar með erum
við líka að tengja gagnrýni meira
við fréttir en nauðsynlegt er. Með
þessu móti er ég alls ekki að fría
gagnrýnendur allri ábyrgð, það er
hægt að skrifa góða gagnrýni þrátt
fyrir þessi ytri skilyrði, það hafa
margir góðir bókmennta- og leiklist-
argagnrýnendur sýnt og sannað (jú,
þeir era til!) en þessi skilyrði stuðla
tæpast að vandaðri og skapandi
gagnrýni sem ég tel að öll okkar sem
fáumst við að skrifa gagnrýni vilji
gera.
Ég held að tæpast sé til sá leikhús-
gagnrýnandi sem ekki er að þessu
vegna ástar sinnar á leikhúsi og eins
og þeir þekkja sem einu sinni hafa
verið ástfangnir þá vill maður allt
gera til þess að ástin manns taki á
móti og finni þann kærleika sem
maður ber til hennar.
Að svo skrifuðu óska ég leikhús-
fólki ánægjulegs sumarleyfís.