Morgunblaðið - 19.07.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
C 3
þekkta ræðu Steins Steinars frá
árinu 1952, þar sem hann fullyrti
að: „Sumir sjá veröld sína hrynja
saman, en annarra varir eilíflega,
því enginn heimur er raunverulega
til nema persónuheimur hvers ein-
staklings ... Hvert tímabil finnur
listform við sitt hæfi, sem vex, þró-
ast, hrörnar og deyr að lokum, án
þess að nokkur fái hindrað að svo
fari.“ Meðal annars í „Hart í bak“
eru þó ríkjandi þættir sem hafa
sterka vísun til samtímans og búa
yfir lifandi samspuna orðræðu og
aðstæðna. Verkið segir frá lífinu í
húsi spákonunnar Aróru, sundur-
lyndi milli hennar og sonarins Láka,
hugarheimi föðurs hennar, Jónat-
ans skipstjóra, ástmanni spákon-
unnar (Finnbjörn skransali) og
kröfunni sem hann gerir til hennar
að lokum, Stíg skómsmiði og hverf-
istrúboði hans, Pétri kennara sem
reynir að koma Láka til manns, og
Árdísi, sveitastúlku sem fær ást á
Láka. Oþarft er að taka fram, að
hér er einfaldað stórum og farið
hratt yfir. Spákonan, sjóarinn, skó-
arinn og burgeisinn sem spratt af
arfarót, auðnuleysinginn og ímynd
sakleysis — allt eru þetta persónur
sem hafa gengið aftur í ótat höfund-
arverkum, en telja má víst að Jök-
ull sé einna fyrstur hérlendis til að
færa sumar þeirra úr veruleika yfir
á pappír. En langt lífdægur þeirra
er engin tilviljun, og hefur nokkrum
höfundum auðnast að blása mögn-
uðum lífsanda í nasir þessara per-
sónn, sem í meðförum ýmsra ann-
arra hafa sjaldan eða aldrei brotið
af sér viðjar „týpunnar," því við-
komandi hafa þá ekki skilið harm-
leikinn bak við framhliðina. Og Jökli
tekst, eins og áður sagði, að gefa
þeim líf sem stenst tönn tímans.
Það stafar af mörgu, en ef ég tíni
til hluti sem mér finnst eiga jafnvel
við lok aldarinnar og miðbik henn-
ar, má nefna að: Brúin yfir kynslóð-
argapið er nær albrunnin, heimur
aldraða skipstjórans virðist fremur
vera þjóðsaga en veruleiki í augum
æskumannsins; spákonan þykist
geta framfleytt sér á lófalestri og
viðlíku andakukli sem smogið hefur
íslenskan veruleika síðustu ára í
nýjum ham, en lifibrauðið er þó
andlegt og líkamlegt vændi; fulltrúi
nýríkra er skransalinn, hvorki með
sýn til fortíðar né framtíðar og
glámskyggn á aðra möguleika en
möguleika gróðans; skósmiðurinn
rekur sértrúarflokk í frístundum,
trúir á mátt yfirlagningar og niður-
stigningu andanna og flytur inn
erlenda predikara til að skikka heið-
ingjana — allt viðhorf og verðmæta-
mat er rígbundið kynslóðum og
kallast ekki á nema að takmörkuðu
leyti. Aðeins eðli saklausu sveita-
stúlkunnar virðist ganga á skjön
og skakk við samtímann (ekki það
að sveitastúlkurnar séu ekki í ýms-
um myndum og stærðum, en núorð-
ið virðast þær ekki vera tiltakanlega
saklausar og frómar). Tíðarandinn
er þannig orðinn svo forhertur, að
atriði sem kunna að hafa endurspe-
glað sannar og trúverðugar tilfinn-
ingar fyrir fáeinum áratugum, sýn-
ast í dag mörg hver nær því að
vera tilfinningasöm eða óekta. Þessi
atriði eru þó sem betur fer fá. Inn
í línudans tilfinninga spilar þó einn-
ig, að Jökull leitar að hætti harm-
leikjaskálda að stóru lausn vand-
ans, einu lausninni; persónum hans
er fremur búin fordæming en frels-
un. Um þetta vitnar skipstjórinn
blindi, sem á sér nokkra samsvörun
í blindum spámönnum grísku harm-
leikjanna, en öfugt við þá er tal
hans útlagt sem einskisvert óráð
öldungs. Hann þusar um skipstap
sem varð fyrir löngu, og í hugskoti
hans hljómar bergmál af óaftur-
kræfri skipun sem hann gaf þá, og
breytti lífi hans og fjölskyldunnar
samstundis. Og eins og Ólafur Jóns-
son ritaði í leikdómi í Félagsbréfí
Almenna bókafélagsins árið 1964;
„þungamiðjan í húsi spákonunnar
er þrátt fyrir alit faðir hennar, Jón-
atan skipstjóri, og í lýsingu hans
eru gleggstu mót raunsæis og tákn-
vísi í leiknum". Kveikjuna að skip-
stjóranum og strandinu má fínna
árið 1916, þegar Goðafoss steytti á
skeri 30. nóvember hjá Straumnesi
sem er „þverhníptur hamraskagi
norðanvert við Aðalvík, en út frá
odda skagans gengur stuttur urð-
artangi til sjávar, og mun vera ófær
vegur úr honum til lands á báðar
hliðar", segir í Öldinni okkar. Ekki
þykir hæfa að rekja harmsögu ein-
staklings hér, þó langt sé um liðið,
en við sjópróf kom fram að stjórn
skipsins var einhveijum málum
blandin áður en að strandinu kom,
og þótti ámælisverð. I fýrrnefndri
heimild segir að „í tvo sólarhringa
urðu farþegar að dvelja í hinu
strandaða skipi. Var það eigi
áhættulaust, því sjóarnir og brimið
gátu mölbrotið skipið á hverri
stundu." Tókst að bjarga farmi
skipsins og farþegum að lokum, en
tilraunir til að bjarga skipinu fóru
út um þúfur og það braut við skag-
ann. Þarna grandaðist annað skip
Eimskipafélags íslands, rúmu ári
eftir að það kom til landsins.
Heimur skipstjórans er ekki af
heimi hinna persónanna, það verður
líka ljóst undir lokin þegar þelið
þarna á milli slitnar til fulls. Samt
felur vendipunktur ævi hans, þ.e.
skipið og strandið (tvíhliða táknið),
kannski langfleygari skírskotun í
sér en skammlíf og haldlítil tákn
þeirra sem þau hverfast um, að við-
bættum dágóðum skammti af
sjálfslygi. Það má til dæmis spyija,
hvert það skip sé sem hann sigldi
og var „óskabarn þjóðarinnar" og
„flaggskip“, en mátti sín einskis í
niðaþoku á reginhafi, þegar röng
skipun var gefin um stefnu? Mis-
vitrir stýrimenn á skútum og skip-
um sem eru í eign þjóðarinnar hljóta
að spyija að leikslokum. En kannski
er hjal hans aðeins runnin af sömu
sjálfslygi og þrúgar þau hin, t.a.m.
spákonuna sem telur hlutskipti sitt
bærilegra en fornu vinkvennanna.
Hví? Jú, þær leituðu að rúmfélögum
og síðar fyrirvinnu, giftu sig til
stöðu og fjár og gleymdu grýttri
vegferðinni samstundis og hringn-
um var smokrað á fíngur þeirra,
en hún var elt uppi af steggjunum,
eftirsótt og hnýtti ekki sjálf tálsnör-
urnar Hún neitar að viðurkenna að
frelsi hennar er hugarburður, því
mörkin milli einnar peningarpyngju
sem þær sækja í, og hinna legíó
sem hún hefur kreist skotsilfrið úr
með herkjum, eru hverfandi ef þá
nokkur. En á þessum sandi stendur
stolt hennar þangað til Finnbjörn
mokar honum burt, vopnaður úr-
slitakostum og studdur aðgangs-
hörðum lánardrottnum. Láki,
auðnuleysinginn og landeyðan, er
líka á flótta og mátar í sífellu of
stóra skó draumhyglinnar, en neitar
að skilja að fætur hans þyrftu lág-
mark þremur númerum minni stærð
til að skila honum á áfangastað.
STRAIMDKAFTEINN NÚMER
EITT!
Skipstjórinn á Ægi skilar okkur
á áfangastað, misguggnir leikarar
og stálhressir varðskipsmenn hífa
leikmuni frá borði og upp í bílkerru
sem leikfélagið á Vopnafirði leggur
til, því þeir fagna góðum gestum í
krafti samkenndarinnar og þekkja
þá drauga sem öll áhugaleikfélög
þurfa að kljást við. Leikarar og
hafurtask þeirra er keyrt í tveimur
áföngum upp í félagsheimilið, og
þar er stillt upp leikmyndinni;
netadræsur, skáldað bárujárnsþil,
beitingaskúr klæddur tjörupappa
og hús spákonunnar, sem hefur
samkvæmt leiklýsingu Jökuls; „dyr
á gaflinum og gluggasmugu; kvist-
ur“. Oft þarf að sníða leikmyndina
að nokkru leyti eftir aðstæðum,
þannig þurfti að saga neðan af spá-
konuhreysinu í leikferð hópsins til
Egilsstaða, því þar var svo lágt til
lofts að kvistgíugginn sást ekki.
Eg fylgist með uppsetningunni
skamma hríð, en að henni lokinni
tekur við nokkurra tíma bið sem
menn þreyja á Hótel Tanga þar í
bæ, og ekki laust við að gæti tauga-
spennu hjá leikurum og öðrum að-
standendum sýningarinnar. Þar er
matast. Beðið. Ég spyr leikstjóra
sýningarinnar, Hallgrím H. Helga-
son, en hann leikur einnig Jónatan
skipstjóra, um ástæður þess að
ákveðið var að endurvekja leikfé-
lagið eftir tíu ára þyrnirósarsvefn
og einkum hví „Hart í bak“ var
valið til sýningar? „Það lágu
kannski ýmsar að baki því að ráð-
ast í Jökul,“ segir Hallgrímur, „ég
held það sé höfuðatriði fyrir félag
sem hefur ekki fundið til máttar
síns í nokkurn tíma að velja sér þá
verkefni sem einhver mynd er á og
kallar á eitthvað sem við getum
kallað raunverulega leiklist: Per-
UTSOLAN
HCFST lí MOIIGUN
5T|LL
BANKASTRÆTI 8 SÍMI 1 3069
sónusköpun, framvindu og breyt-
ingu, átök og svolitla ljóðrænu. Og
þetta er allt í þessum verkum Jök-
uls eins og við vitum. Því þó við
eigum slatta af frambærilegum
leiktextum frá þessari öld, þá reyn-
ast kannski ekki vera til svo ógnar-
mörg leikrit sem eru fyrst og fremst
leiksviðstextar, svo ekki sé nú
minnst á þau ósköp hvað þau hafa
sífellt tilhneigingu til að missa flug-
ið eftir fyrsta þátt. Við getum sagt
að þessar persónur Jökuls sem svo
margir kannast við, séu fyrirtaks
lóðsar fyrir leikfélag sem er að láta
úr höfn.“
Loksins er biðin á enda, það er
snúið aftur upp í félagsheimili og
búningarnir teknir úr töskum, farð-
anum makað á andlitið og maður
heyrir óm af bollaleggingum um
hvemig til hafí tekist. Sumir ákveða
að lýsa dökksmurða fleti og aðrir
að dekkja sig enn frekar. Loks fylla
upplitsdjarfir Vopnfirðingar salinn,
og áhöfnin á Ægi og sýningin hefst
eftir hefðbundið kurr og stólaskurk.
„Ætli maður- kannist ekki við leik-
myndina," segir gamall bæjarbúi
dijúgur sem situr fyrir aftan mig,
„ég man eftir henni frá leikferð
Leikfélags Reykjarvíkur á sínum
tíma.“ Síðan er sussað á hann.
Strákurinn Láki hvílir löt bein á
húsþakinu, horfír á afa sinn ríða
net í blindni (öldungurinn rýnir inn
í svartaþoku strandsins). Orð klæð-
ast holdi: Láki þrumar yfir fulltrúa
kynslóðar sem hann á veru sína að
þakka, en er honum þó algjörlega
framandi: „Réttur settur! Akærður,
Jónatan Jónmundsson, alræmdur
kvennabósi, drykkjuhrútur, slags-
málahundur og strandkafteinn
númer eittí Ákærður fyrir að hafa
sigit í strand flaggskipi íslenska
flotans, óskabarni þjóðarinnar. ÖI-
vaður á kvennafari í káetu sinni
meðan lífsvon almennings steytti á
skeri og sökk í hafið aðfaranótt 14.
október nítjánhundruðog ... “
eS-7700
□ 80386SX-20 örgjörvi
U 2Mb minni (st. i 16Mb)
□ 42Mb diskur
U3.5" drif 1.44Mb
□ 14" Super-VGA litaskjár
(1024x768 - 512Kb)
Ol02 hnappa lyklaborð
□ Windows 3
□ MS-DOS 5
□ Microsoft samhæfð mús
OAfgreidd tilbúin til notkunar
ásamt kynningu frá PC
tölvuklúbbnum (töflureiknir,
ritvinnsla, skák, leikiro.fi.)
kr. 109.600 stgr.
Einnig VISA raðgreiðslur
Aukabúnaður:
5.25* dril 1.2Mb.........8.000
Citizen 24ra nála prentarí.28.500
80387-20 reikniörgjörvi.19.000
'Kauþiti yeraat e66i Cetri!
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944
#=cordcitci