Morgunblaðið - 19.07.1992, Qupperneq 2
-
2 C
MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
_ mér blundar sjóhræðsla.
Þessi gamla grýla hvolf-
Iist yfir mig á bryggju-
nefnunni á Borgarfírði
eystri (eða í Bakkagerði
eins og plássið heitið
bókum samkvæmt) þeg-
ar ég er búinn að spenna
björgunarvestið yfír frakkann úr
finnska Vetrarstríðinu. Ég fæ mér
lakkrístöflu til að róa taugarnar,
krumpa pakkann saman og fleygi
honum í ruslagám með margvíslegu
drasli sem stendur þar rétt hjá.
Nærstaddir líta þessa athöfn heift-
araugum og einhver hvæsir: „Ertu
vitlaus maður, þetta er leikmynd-
in!“ Ég sæki pakkann og sting hon-
um í vasann. Upphrópunin kom úr
röðum áhugaleikhópsins Vöku þar
í bæ, sem er á leið í leikför til
Vopnafjarðar með uppsetningu sína
á „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobs-
son, og ég er í föruneyti manna,
kvenna og bama sem hyggst fylgja
þeim þangað og beija sýninguna
augum. „Hart í bak“ var annað leik-
verk Jökuls, frumsýnt í Iðnó í leik-
stjóm Gísla Halldórssonar í nóvem-
ber fyrir réttum þijátíu ámm og
sló þá í gegn. Rúmlega 200 sýning-
ar í Iðnó og annars staðar mörkuðu
upphaf velgengni Jökuls sem leik-
skálds — því frumraunin, Pókók,
fékk ójafnar viðtökur gagnrýnenda
og gjaman afgreitt sem lítilsiglt —
og þær vinsældir entust höfundin-
um til dauðadags 1978 og verkun-
um mun lengur, það sannar t.d.
þetta flan. Aðdragandi ferðarinnar
er annar en venja er, og að mínu
mati eins viðeigandi og hugsast
getur í ljósi tilgangs hennar. Fyrir
höndum er liðlega tveggja tíma sigl-
ing með varðskipinu Ægi, sem gef-
ur sér tíma frá hefðbundnu eftirliti
á miðunum til að þjónusta leiklistar-
gyðjunni, enda er landleiðin til
Vopnaflarðar illfær þó sumarið sé
gengið í garð. Hjálpsemi Landhelg-
isgæslunnar teygir raunar anga
sína víðar en til menningarstarfsemi
á AustQörðum, því eins og glögga
lesendur rekur minni til, birtist fyr-
ir fáeinum vikum greinarstúfur í
Morgunblaðinu um flutning Ægis
á fermingarbömum og presti í
geistiegum erindagjörðum. Þar var
rakin ósvikin hetjusaga, en innan
tíðar verður mér ljóst að ég geng
ekki eins greitt á guðs vegum og
sá ágæti hópur.
Ægir getur ekki lagst að bryggju
sökum grynninga, og tveir gúmmí-
bátar selflytja hóp og leikmynd um
borð í skipið sem lónar við íjarðar-
mynnið. Eftir að fólkið hefur
kiöngrast upp kaðaistigann, sest
það upplitsdjarft í messann og skip-
ið siglir. Brátt fínn ég að innbyrgt
loftið og þrengslin, auk veltings sem
færist í vöxt, hentar ekki líkamlegu
atgervi mínu á þessari tilteknu
stund og stekk út á ganginn í leit
að útgönguleið. Fumið hefur ófýrir-
sjáanlegar, afleiðingar í för með
sér, en loks fæ ég leiðsögn út í
ferskt loft og fóma Nirði morgun-
verðinum án tafar, eða eins og sjó-
liðamir á Ægi orðuðu það vafninga-
laust; „ældi eins og múkki bölvað-
ur“. Þar sem ég rígheld mér í borð-
stokkinn og mæni gulfölur ofan í
ölduna sem skipsstefnið hrindir frá
sér, verður mér ljóst að fleiri farþeg-
ar hafa orðið fýrir sömu röskun á
jafnvægisskyninu. Mannvinurinn
ég get ekki stillt mig um að glotta
í barminn, því það er aumum manni
huggun að vera ekki einn um ræfíl-
dóminn. Þetta illfýsna glott víkur
þó skjótt fyrir frekari fómum í sjó-
inn. Grillan um frískandi sjávarloft
og hugdrægt „hafíð bláa hafið“,
hefur beðið skipbrot í iðmm mér
enn á ný.
„OG RISU FJALLHÁIR SJÓIR“
Hafíð var áberandi þáttur í verk-
um Jökuls frá fyrstu tíð, en frekar
sem bakgrunnur eða skírskotun í
aðra veröld heldur en sjálft sögu-
sviðið. Öft gegnir það hlutverki
nokkurs konar útópíu, eða sælurík-
is, sem komið er frá eða stefnt er
að án þess að væntingamar rætist.
Hvarvetna skín í gegn um textann
ástúð á sjávarplássinu, sjónum og
sjómennskunni: að komast á vertíð
er æðra takmark en ekki neyðar-
„Hart í bak“ var frumsýnt hjá Leikfélagi Reylgarvíkur í nóvember 1962, hér getur að líta Jökul Jakobs-
son og nokkra leikara sýningarinnar, f.v. Birgi Brynjólfsson, Helgu Valtýsdóttur, Gerði Guðmundsdótt-
ur, höfund og Gísla Halldórsson.
Áróra spákona (Ásta S. Geirsdóttir)) reynir að forfæra Stíg skósmið
(Bjarni M. Helgason ) honum til mikillar hrellingar.
brauð í blankheitum eða á flótta.
Um sama leyti og nokkru síðar tóku
ýmsir höfundar hins vegar í æ rík-
ara mæli að útmála sjómennskuna
sem hæli vansvefta og vitgrannra
hálftrölla, þar sem helsta dyggðin
var hnefaréttur og að hafa þver-
brotið vökulögin í aflahrotum. En
sýn Jökuls gengur þvert á þessa
nöturlegu túikun, hún er rómantísk
og mettuð virðingu fyrir aflaklóm
og rúnum ristum sægörpum, sömu
hetjum og íslensk dægurlög gerðu
skil áratugum saman. Svo sterkur
er þessi leyniþráður milli hafs og
höfundar, að ástæða þykir að drepa
á nokkur dæmi sem mér er kunn-
ugt um, auk nokkurra annarra
áberandi þátta í verkunum:
í fyrstu bók Jökuls, „Tæmdur
bikar“ (1951), sem kojn út þegar
hann var aðeins sautján ára gam-
all, siglir uppburðarlítil söguhetjan,
Hróar Flosason, inn með ms. Ljósa-
fossi í borgarsollinn með sveitapilts-
ins „bjánalega furðusvip" og glatar
vitaskuld sakleysinu og sveindómin-
um. Fleiri æskuverk Jökuls tæpa á
glötuðu sakleysi, fyrirfram dauða-
dæmdri ást og brostnum draumum.
Þannig kemst Ormar Amijótur í
bókinni „Orrnar" (1956), sonur
stórkaupmanns og þingmanns, í
kynni við vafasama menn og hverf-
ula ást og tileinkar sér pólítískar
skoðanir sem ganga í berhögg við
flokksbundna afstöðu föðursins, og
brennir að lokum „lífsbókina" er
inniheldur „hugleiðingar mínar á
andvökunóttum, drauma mína og
spár, óskir og hugsjónir, gleði og
harma, henni einni hef ég trúað
fyrir ástríðu minni að sigra heiminn
(bls. 126)“. Óttar í „Fjallinu" (1958)
gengur í hafíð eftir tryggðarrof
stúlkunnar sem hann telur sig
elska, og þannig verða orð sjó-
manns sem Óttar hittir skömmu
áður og telur hann vera sjórekinn
félaga sinn, óvænt að áhrínisorðum.
Aðalpersónan í „Dyr standa opnar“
(1960) er nýkomin af rýrri síldar-
vertíð fyrir norðan og kveðst í sögu-
lok ætla að reyna að komast á
Grænlandsmið, og „kannski norður
á síld í vor (bls. 225)“. Þetta minnir
ögn á kafla í bókinni „Suðaustan
fjórtán", sem dregur upp rrtynd af
aðstæðum og mannlífínu í Vest-
mannaeyjum, en þar lýsir Jökull
sjóferð sem hann fer í með togaran-
um Halikon. Ferðin verkur minn-
ingar um það þegar hann „var á
síld hér um sumarið 1949, þá varð
að setja út tvo báta ef sfld sást
Aórir höf-
undar útmál-
uóu sjó-
mennsku
sem hæli
vansvefta ©g
vitgrannra
hálftrölla, en
sýn Jökuls
var róman-
tísk ©g mett-
uó viróingu
lýrir
aflaklóm ©g
sægörpum
vaða og nótina varð að draga á
höndunum; þá var asdikið ennþá
hernaðarleyndarmál stórveldanna
og engum hafði dottið kraftblökk í
hug. Já, seisei. Enda var þetta síld-
arleysissumar og við urðum að gera
útgerðarmanninum fyrirsát á götu-
hornum á Siglufírði til að meija út
úr honum fáeinar krónur. Við
drýgðum ögn tekjumar með því að
draga þorsk úr Axarfirði og selja
sama aflann tvisvar sama kaupand-
anum, kaupfélaginu á Húsavík, og
notuðum þá einnig tækifærið og
tókum upp allar rófumar í rófu-
garði sjúkrahússins eftir að dimmt
var orðið af nóttu (bls. 122).“ í
sömu bók greinir hann frá óveðri í
vændum og það tendrar minningu
um þegar hann „þvældist líka á
togara suður fyrir Hvarf á Græn-
landi um hávetur en lengra varð
ekki komist, þar var látið flatreka
í tvo sóiarhringa og risu fjallháir
sjóir en síðan sást ekki út úr augum
fyrir sjávarlöðri og fjúki. Skipið
valt ekki, það lá því sem næst á
hliðinni allan tímann, því ekkert lát
varð á storminum, og þeir sem voru
fram í lúkar urðu að dúsa þar, því
ófært var aftur á (bls. 101).“ Veðr-
ið brestur á og gengur yfír, og þá
segir með óttablandinni ástúð og
nánast örlagahyggju: „Sjórinn er
þykkjuþyngri en skýin. Enn er brim
við klappirnar, öldunni er enn órótt
í skapi þótt ofsinn sé úr henni mest-
ur. Þó skýjafar sé ekki lengur, virð-
ist briminu ekki mnnin reiðin, að
hafa ekki tekist að mola þetta út-
sker. En sjórinn hefur unnið um
aldir og enn á hann aldir framund-
an; hann virðist mettur í bili þó
hann dangli refsivendinum á klapp-
irnar enn um stund. Hann á tímann
fyrir sér (bls. 102).“ Raunar má
þræða sjóleiðina í höfundarverki
Jökuls að lokabindinu sem út kom
að honum látnum, „Skilaboð til
Söndm“, þar sem rithöfundurinn
og sögumaður hefur leigt „lítið hús
við hafíð, skammt utan við höfnina,
þar vora einmana trillur á ferli út
og inn og stundum stoltaralegur
fískibátur í glæstum lituifi, einstöku
sinnum dmngalegir togarar með
úthafsseltu í dapurlegum kýraugum
og þar komu risavaxin olíuskip sem
gnæfðu upp úr sjónum eins og há-
timbmð hús og á skut þeirra vom
letmð framandi tákn ... Auðvitað
gjálfraði aldan við fjöruborðið og
mótorskellimir í fískibátunum vom
í takt við hjartað í bijóstinu á mér
(bls. 7).“
Einna sterkast er þó hafíð sem
teikn og minni í leikverkunum
„Hart í bak“ og „Sjóleiðin til
Bagdad", sem hafa ýmsa sameigin-
lega fleti. Bæði gerast í lágstéttar-
umhverfí í Reykjavík, á hafnar-
svæðinu í grennd við Slippinn og
em um margt, eins og Sigurður
A. Magnússon sagði í leikdómi í
Morgunblaðinu 28. október 1965
um síðamefnda verkið: „Svo ein-
kennilega lík um persónumótun,
efnistök, umhverfí og andrúmsloft,
að það orkar næstum ankanna-
lega.“ Bæði fjalla um átök milli
orða og breytni, draumóra og vem-
leika, ólíkra samfélagsaðstæðna
sem eiga sér holdtekju í ýmsum
persónum, og hverfast að nokkru
leyti um þá vissu, eins og Halldór
segir í „Sjóleiðinni til Bagdad", að
„sá sem er laus við vonina úr sjó-
pokanum sínum, hann einn fer fijáls
um allan sjó (bls. 145)“. Hafíð sem
leiðarminni dofnar þó síðar meir,
en þá urðu töluverðar efnisþreyt-
ingar á skrifum Jökuls, og varð
broddurinn áberandi, hann færðist
í átt til ádeilu á borgaralega lífs-
hætti og hræsni þeim samfara.
Ásýnd síðari verkanna er bölsýnt
raunsæi, þó samtölin taki fremur
mið af ýmsum aðferðum leikskálda
eins og Harold Pinters o.fl. absúrd-
ista á skyldri línu, þ.s. kaldhæðnis-
legur textinn er viðfang í sjálfu sér
og lausnir éngar.
BRIMSÖLT BÁRAN
Eftir að hafa tæmt magann
leggst greinarhöfundur milli
gúmmíbátanna tveggja sem standa
á þyrlupallinum, og finnur kalt stál-
ið leiða þægilegan doða upp í húð-
ina. Ógleðin hverfur með hægð.
Aðvífandi háseti, líklegast sá sami
og vísaði mér á útgönguleið stundu
fyrr þegar maginn umturnaðist,
spyr hvort ég vilji ekki halla mér á
mýkri stað inni í skipinu? Ég muldra
eitthvað um að vilja aðeins sólina
og fríska loftið og nálægðina við
hafíð, og hann glottir og fer. Já,
það er sól og yfírborð sjávar logn-
kyrrt að mestu, þannig að ég hlýt
að rekja uppköstin til skæðrar
undiröldu. Verð að rekja orsökin
þangað, því þótt ég sé tæpast efni
í sæfara, myndu aðrar skýringar
brytja sjálfsmyndina af íslendingi
með sjó í æðum í spað. Það þarf
fjandakomið að veija síðustu vígin,
nú þegar öll þjóðareinkenni em að
glatast í hafsjó alþjóðahyggjunnar.
Og enginn Jökull eða annar slíkur
til að vitna um báruna sem marar
brimsölt í vitundinni.
HART í BAK, HART í STJÓR
Höfundarverk Jökuls (greinar,
smásögur, skáldsögur, leikverk fyr-
ir svið, útvarp og sjónvarp,
ferðabækur og heimildarmynd o.fl.)
er stórt í sniðum miðað við þann
árafjölda sem honum áskotnaðist
til verka. Má segja að tíminn hafi
farið misblíðum höndum um nokk-
urn hluta þess, að minnsta kosti í
augum þess sem hér lemur lykla-
borð. Engar sérstakar furður stýra
slíkri þrótm, og má t.a.m. vitna í