Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992
C 15
inn, en aldrei sannaðist neitt í því
efni. Garrison bæklaðist andlega
og líkamlega við fallið. Hann
missti minni og vit, var lokaður
inni á hæli og 1975 fékk Candy
skilnað frá honum. Síðar sama ár
breytti Candy erfðaskrá sinni.
Hún gerði þijú af fjórum töku-
börnum sínum arflaus „vegna
skorts á kærleika, umhyggju og
virðingu fyrir mér“. 26. október
1976 var komið að henni látinni
í herbergi sínu í Fontainbleu Hot-
el í Miami. Hún varð 62 ára.
Krufning leiddi í ljós, að áralöng
neyzla eiturefna hafði eyðilagt lík-
ama hennar og gengið af henni
dauðri að lokum.
Gægjur og ástarleikir
í lokaðri sundlaug
En hvað varð um „litla frænda“,
Melvin Lane Powers? Eftir dauða
Jacques færði fyrirtæki Melvins
út kvíarnar. Hann fór einnig að
fást við fasteignasölu og bygg-
ingastarfsemi og varð vellauðugur
að lokum.
Árið 1981 birtist frétt í blaði
um að kona, sem var þjónustu-
stúlka hjá Mosslers-hjónunum,
þegar Jacques var myrtur, hefði
ljóstrað upp um vitneskju þjón-
ustuliðsins að ástarsambandinu.
Blaðamaðurinn hafði eftir henni,
að ein þernan hefði eitt sinn séð
til þeirra að elskast í sundlaug-
inni, eftir að Jacques var farinn á
skrifstofuna. Þau álitu sundlaug-
ina greinilega eina örugga stað-
inn, sem starfsfólkið gæti ekki séð
inn í eftir að húsbóndinn var far-
inn og börnin í skóla. Þau vissu
samt ekki af einni smugu og var
það skemmtun starfsfólksins að
njósna um þau og fylgjast með
ástarleiknum. Ráðskonan átti að
hafa sagt þjónustustúlkunum að
„þetta hræðilega og syndsamlega
samband" hefði hafizt, þegar frúin
dró drenginn á tálar, aðeins ijórt-
án ára gamlan. Sennilega hafi
húsmóðirin þó ekki verið viss um
starfsfólkið, því að hún hafí bætt
við aukagreiðslum um hver mán-
aðamót og látið þá stundum orð
falla á þann veg, að ekkert ætti
að fréttast úr húsinu. Einu sinni
hafði ein stúlkan sagt í gamni:
„Hvað ætti svo sem að fréttast
úr húsinu og hvað myndi gerast,
ef svo yrði?“ Candy hafði hvesst
á hana augun og svarað: „Ekkert
annað en það, að þá fréttist aldrei
neitt af þér meir.“ Fólkið hafði
tekið þetta sem alvöruhótun.
Reyndar hefði Jacques einnig yfír-
borgað þeim í laumi, því að hann
hafði stundum verið að leita á
stúlkumar og jafnvel fengið vilja
sínum framgengt hjá þeim. Upp-
lýsingar lögreglunnar á sínum
tíma hefðu komið frá einni her-
bergisþemunni gegn loforði um
það, að hennar yrði hvergi getið
og hún þyrfti ekki að bera vitni.
Blaðamaður, sem hafði fylgzt
með réttarhöldunum 1966, las
þessa frétt og fékk áhuga á að
vita meira. Hann hafði samband
við þann, sem skrifað hafði frá-
sögn þjónustustúlkunnar. Sá
blaðamaður sagði, að konan hefði
komið til hans og boðið honum
frásögn „af sannleikanum í Mossl-
ers-málinu“ til sölu. Upphæðin
hefði ekki verið há og þar eð rit-
stjórinn taldi, að einhveijir hefðu
áreiðanlega enn áhuga á málinu,
hefði verið gengið að þessu til-
boði. Konan hefði síðan kvatt án
þess að skilja eftir heimilisfang
eða símanúmer og gamla blaða-
manninum tókst ekki að hafa upp
á henni, þrátt fyrir auglýsingar í
blöðum og aðrar tilraunir. Enginn
veit því, hvað hæft er í þessari
sögu, en ekki hljómar hún ólíklega
miðað við annað í þessu morð-
máli, sem orsakaðist af fjárgræðgi
og lostasemi. í skjölum lögregl-
unnar kemur þetta fram: „Starfs-
stúlkur á heimili hins látna telja
af ýmsum ástæðum útilokað, að
hann hafi fellt hug til karl-
manna.“ Þá vitum við það.
Mest seldu steikur á Islandi
uii/ Ci
Jamnn
V B I T I N G A S T O F A ■
Sprengisandi - Kringlurmi
Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakaðri kartöflu,
hrásalati og kryddsmjöri.
Tilboðsverb næstu daga:
690,-
krónur.
Nýjungar í Námunni
vegna breytinga á
úthlutunarreglum LÍN
Náman markaði, fyrir fjórum árum, upphaf að sérstakri
þjónustu fyrir námsmenn. Tæplega tíu þúsund Námufélagar
hafa verið virkir í því að aðstoða við þróun þjónustunnar. Nú
boðar Landsbanki íslands tvær nýjungar í Námunni:
Námureikningslán.
Námureikningslán felst í stighækkandi yfirdráttar-
heimild á Einkareikningi. Einnig gefst Námufélögum
kostur á skuldabréfa- eða víxilláni henti það betur.
Vextir á þessum lánum eru 1% lægri en námufélögum
hefur staðið til boða hingað til. Vextir af Námu-
reikningslánum greiðast aðeins af þeirri upphæð sem
er í skuld hverju sinni. Námufélagar á 1. ári eiga kost
á láni frá bankanum sem nemur allt að 90% af áætluðu
námsláni LÍN - og þeir sem lengra eru komnir eiga rétt
á allt að 100% láni.
Sparivelta.
Leggi Námufélagi inn á Spariveltu mánaðarlega í allt
að 3 mánuði eða lengur á hann kost á láni sem nemur
tvöföldum höfuðstól sparnaðarins. Þeir Námufélagar
sem nýta sér þennan möguleika eiga kost á hagstæðari
lánskjörum.
Þjónustufulltrúar bankans veita allar nánari upplýsingar
og ráðgjöf í tengslum við lánveitingar til Námufélaga.
Einnig aðstoða þeir við gerð fjárhagsáætlunar.
Kynntu þér kosti Námunnar betur í Fróðleiksnámunni,
blaði Námufélaga, sem liggurframmi í öllum afgreiðslum
bankans.
Landsbanki
íslands
Bankl allra landsmanna
Orðsending frá Landsbanka
banka allra námsmanna.
íslands
Wc\
N • A • M • A • N