Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 23

Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ sMnsimmmm SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 C 23 SÍMTALID... ER VIÐ TINNUKAREN GUNNARSDÓTTUR KNATTSPYRNUKONU Skátamótíð á Þingvöllum 1962 sett við hátíðlega athöfn. Myndin er tekin er forseti íslands og verndari skátahreyfingarinnar á íslandi, herra Ásgeir Ásgeirsson, gekk inn á mótssvæðið í fylgd með Jónasi B. Jónssyni, skáta- höfðingja og Aðalsteini Júlíus- syni, aðstoðarmótsstjóra. Inn á skátamótíð voru bornir 50 fánar og var á hverjum þeirra mynd, sem táknræn var fyrir hvert það ár, sem liðið var síðan skátahreyfingin var stofnuð á íslandi. Fyrsta fánann bar Bene- dikt Waage, en hann var annar af tveimur þálifandi upphafs- mönnum hreyfingarinnar. Búið að tjalda og allt klárt fyrir setningarathöfnina. Stelpur á vellinum 76125 Halló. — Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, er Tinna Karen Gunn- arsdóttir við? Þetta er hún. — Jú, sæl, ég var að frétta að þú værir góð í knattspymu. Nú? — Já, ertu búin að æfa lengi? Sex ár. — Þú hefur þá byrjað sex ára gömul. { hvaða flokki ertu núna og í hvaða liði? Ég er í Val, 4. flokki. — Og af hveiju byijaðir þú að æfa knattspymu? Vinkona mín sem þá var sjö ára bað mig um að koma á æfingu. Þá vom engir yngri flokkar til svo við æfðum með 12 ára stelpum. — Hvernig gekk það? Svona. Þær tóku alltaf af manni boitann ef þær gátu, nema þegar ég var í marki auðvitað. En ég spila vöm núna. Svo breytti þjálfarinn þessu, bjó til yngri flokka þannig að nú eru auk meistaraflokks fjórir aðrir flokkar, yngstu stelpumar em í 5. flokki. í mínum flokki eru um 20 stelpur en ég held að þær séu fieiri í hinum flokkunum. — Og hvað æfíð þið oft í viku? Þrisvar í viku, en tvisvar á vet- urna, á laugardögum og sunnudög- um. — Era einhver mót haldin þar sem þið getið keppt? Já, já, það er íslandsmótið, Reykjavíkurmót- ið, gull- og silfur- mótið og svo pæjumótið. — Pæjumót? Hvað er nú það? Það er mót sem er haldið í Vest- mannaeyjum fyrir kvennaflokka. — Em þær góðar þar, stelp- umar? Ágætar. En við unnum mótið. — Hvernig verða steipur góðar í knattspymu? Með því að æfa nógu mikið og hlusta á þjálfarann. Láta hann kenna sér. — Er þjálfarinn kona? Nei, við eram með karlmann, útlending. Hann er góður, hefur tekið A-liðið sérstaklega og kennt okkur ýmsar leikaðferðir. — Segðu mér, ertu alltaf með boltann milli tánna, svona dagsdag- lega? Já, maður verður að æfa sig, hlaupa með hann. — En inni, ertu nokkuð að æfa þig í stofunni heima? Það er alltaf verið að banna mér það. — Voða grimmd er það. En spil- arðu við strákana í nágrenninu? Já, oft, það er ekkert öðravísi að spila við þá- — Eruð þið stelpurnar ánægðar með allan aðbúnað og fyrirkomu- lag? Ja, okkur fínnst að það mætti gera meira fyrir okkur. Strákamir í yngstu flokkunum fengu nýjan keppnisbúning, en ekki við stelp- urnar í 4. og 5. flokki. Svo era miklu fleiri mót haldin fýrir þá. Þeir eru valdir í landslið og pressu- lið en ekki við. — Það er ekki nógu gott. En hvað er svona skemmtilegt við knattspymuna? Það er bara gaman að spila, svo hefur félags- skapurinn mikið að segja. Við erum nú að fara á Þingvöll á eftir, á knattspymumót, — Ætlarðu að halda áfram að spila knattspyrnu? Alveg pottþétt. — Gaman að heyra það. Gangi ykkur stelpunum vel og þakka þér fyrir rabbið. Sömuleiðis. Tinna Karen Gunnarsdóttír. i FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍÐ París Match- eyjOj Vestur- ey, Surtsey NÝ EYJA reis úr úfnu hafi und- an suðurströnd Islands í vetrar- byrjun 1963. Örnefnanefnd gaf eyjunni nafnið Surtsey og kallaði gíginn Surt. Mörgum Vest- mannaeyingum þóttí nafnið ljótt. Vildu þeir sjálfir ráða einhverju um nafngift þessarar viðbótar við Eyjarnar og völdu nýburan- um nafnið Vesturey. Meðan landsmenn þráttuðu um nafn- giftina fóru þrír háskafrétta- menn franska blaðsins Paris Match í land á barmi neðansjáv- argígsins og nefndu eyjuna Par- is Aíate/i-eyju. Frönsku ofurhugamir gengu á land um hádegi 6. desember 1963. Daginn eftir var landtökunni slegið upp á forsíðu Morgunblaðs- ins og viðtal við Frakkana á bak- síðu. Þar kom fram að hér var ekki um að ræða neina viðvaninga í svaðilföram. „Gerard Gery er það sem þeir hjá ^stórblaðinu Paris Match kalla „sjokkfréttaritari“, en þeir annast skyndiferðir um víða veröld til að ná í efni og er þá Surtsey engin hætta svo mikil að hún sé ekki tekin til að ná myndum, sem önnur blöð hafa ekki.“ Fylgdar- menn hans voru tveir frægir fjalla- menn. Gery var spurður um land- gönguna í goseyna. „Við höfum verið þar í u.þ.b. 20 mín., og settum þar upp franska fánann og fána Paris Match, eins og við eram allt- af vanir að gera, ef við komumst fyrstir á einhvern stað.“ Brátt heyrðu Frakkarnir sprengingu í gignum og flýttu sér úr eyjunni. „Ur iðrum jarðar spýttist upp gufa og aska, sem vafalaust er nú búin að hylja þessa útlenzku fána,“ seg- ir í blaðinu. Ferð Frakkanna vakti takmark- aða hrifningu og þótti mörgum þeir hafa skotið landsmönnum ref fyrir rass. Eyjamenn bjuggust nú til landgöngu í eyna og 21. desem- ber 1963 segir fréttaritari Morg- unblaðsins frá leiðangri sem farinn var 13. desember: „Tilgangur far- arinnar var fyrst og fremst að mótmæla nafngift örnefnanefndar, því að Vestmannaeyingum þykir nafnið Surtsey mesta óhæfa. Einn- ig mun metnaður hafa ráðið för- inni, því að ýmsa_ langaði til að vera í hópi fyrstu íslendinga, sem stíga á land á eynni .. . Með í för- inni var íslenski fáninn, skjald- armerki Vestmannaeyja og spjald með nafninu VESTUREY." Far- kosturinn var vélbáturinn Júlía, einnig slógust þrír ungir menn á - hraðbáti með í för. Þegar ieiðangursmenn bar að eynni voru mikil gos með stuttum hléum. Biðu þeir átekta um stund, en um síðir var sett út julla og fóra fimm menn í hana. Jullunni hvolfdi i lendingunni og fóru báts- veijar allir í sjóinn, en tókst að krafsa sig í land. Skjaldarmerkið og nafnspjaldið týndist, þegar jull- unni hvolfdi. í sama bili skaust einn hraðbátsmanna í land. Setti hann upp íslenzkan fána um leið og fímmmenningarnir hófu sinn fána á loft. Hraðbátsmaðurinn synti strax aftur út til félaga sinna, en fimmmenningarnir misstu julluna frá sér og urðu strandaglópar. Það gekk ekki þrautalaust að ná leiðangursmönnunum til baka. Tveir menn reru gúmbáti frá Júlíu í land. Þegar kom að fjöranni stukku fimmmenningarnir í bátinn. í sama mund reið yfir holskefla, gúmbátnum hvolfdi og lentu allir í sjónum. Komust mennimir í land við illan leik en gúmbátinn rak frá. Gerði nú mikið gos og rigndi ösku og glóandi grjóti yfír mennina. Vora þeir orðnir illa á sig komnir, blautir og hraktir. Þeim á Júlíu tókst að ná gúmbátnum og skjóta línu í land. Var báturinn dreginn tvisvar á milli og fimm mönnum bjargað. í seinni ferðinni féllu tveir útbyrðis í öldurótinu og komust við krappan leik aftur í eyna. Nú kom að vélbáturinn Straum- ur úr Höfnum og var áhöfn hans beðin um aðstoð. Tveir vaskir menn reru gúmbáti frá Straumi og tókst að komast í land. Um borð í, Straumi var blaðamaður Morgun- blaðsins sem lýsti atvikum þannig: „Mennirnir í landi vora mjög hrakt- ir . .. og voru þeir miður sín af kulda og vosbúð ... Þeir settust síðan allir í gúmbátinn, sem dreg- inn var á kaðlinum yfir í Straum ... Var piltunum tveimur hjálpað upp í Straum og síðan yfir í Júlíu, sem stímaði sem hraðast heim.“ Surtseyjamafnið festist við eyna og er nú öllum tamt í munni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.