Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1992, Blaðsíða 5
C 5 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1992 UMHVERFISMAL//ft;<?^ berframtíbin í skauti sérf Umhveifið í nýju Ijósi UM VÍÐA veröld er mikill og almennur áhugi á umhverfisvernd og því ekki að undra að merkir vísindamenn á sviði náttúruvís- inda láti til sín heyra. Nýjar kenningar sjá dagsins ljós sem full þörf er á að ræða. Síðan kemur í ljós hvort þær standast tímans tönn eða falla í gleymsku. Frægur bandarískur umhverfis- og lífeðlisfræðingur, Daniel Botkin að nafni, hefur skrifað margar bækur um umhverfismál og borið fram nýstárlegar kenningar. Nýlega birtist eftir hann athyglisverð grein í tímaritinu Dialouge þar sem hann gerir að umtalsefni úrelt viðhorf til eðlisþátta náttúrunnar. Til dæmis telur hann það jaðra við gamla kreddu að besta lausnin á varanlegri umhverfisvernd sé friðun sam- kvæmt uppskrift samtímans. Hún byggist á ranghugmyndum um að náttúran sjálf nái hinu ákjósanlegasta jafnvægi fái hún til þess frið. Þessi trú hamli því hins vegar að rædd séu ný viðhorf um eðli lífríkisins. Að hans dómi er lífríkið svo flókið fyrirbæri, samofið og samþætt á svo margvíslegan máta þar sem hver þátt- ur lýtur sínu eigin lögmáli, að maðurinn eigi langt í land þar til hann kann að lesa hina sönnu heildarmynd út úr þeim „búta- saumi“. Þó sé heldur ekki nóg að komast að sannleikanum um þetta flókna kerfi og samspil þess, heldur verði líka að gera ráð fyrir „hinu óvænta“ sem sé í raun eðlislægur þáttur í framvindu jarðar. Daniel Botkin andmælir líka þeirra skoðun, að maðurinn sé óvelkomið aðskotafyrirbæri á jörðinni. Hann sé í raun óaðskilj- anlegur þáttur lífríkis jarðar og sé þar jafnrétthár og aðrar lífver- ur. Ennfremur heldur hann því fram að hið ákjósanlegasta og varanlega jafnvægi milli teg- unda í náttúrunnar ríki náist ekki sjálfkrafa með friðun vissra teg- unda. Slík þróun hafi aldrei verið til sanns vegar færð nema í rannsóknarstof- um. Þessu til sönnunar nefnir hann Tsavo- þjóðgarðinn í Kenya, þar sem er sérstakt friðland fíla. Þar átti fílastofninn að ná eftir vissan tíma hinni æskilegustu stærð til eilífð- ar. Nú hafa gervihnattamyndir hins vegar sýnt að gróður á þessu svæði er svo til uppurinn en gróð- urbeltið í sókn utan girðingarinn- ar. Þarna gleymdist að taka með í reikninginn burðarþol annarra þátta í lífríki svæðisins. í fyrrnefndri grein er líka farið nokkrum orðum um stjórn fisk- veiða og mistök á alþjóðavettvangi að því er þær varðar. Tekið er dæmi um ansjósuveiðarnar við Perú. Árið 1970 veiddust 8 millj- ónir tonna af ansjósum undan ströndinni þar. Samkvæmt út- reikningum sérfræðinga var það talið hæfilegt magn. Tveim árum síðar var veiðin komin í 2 milljón- ir tonna og hún hefur minnkað árlega síðan. Engin fullnægjandi skýring er til á þessu. Enda þótt kenningin um mann- gerða friðun hafi sína annmarka er hún þó skásta úrræði umhverf- isverndaryfirvalda um allan heim. Þessi höfundur segir að lélegan árangur slíkrar friðunar sé ekki að rekja til reikningsskekkju held- ur séu grundvallar-viðmiðanir um hið flókna þróunarferli í ríki nátt- úrunnar rangar og um of einfald- aðar. Þetta komi æ betur í ljós með nýjum vísindalegum rann- sóknum. Þessi viðhorf gilda líka að hans mati að nokkru um vernd- un skóga. Nú væri það almenn skoðun að fengju skógar algeran frið, muni þar nást hið ákjósanleg- asta, varanlegasta og fjölbreytt- asta tegundaríki. Dæmin hafí hins vegar sannað að þessi kenning er ekki algild. Jafnvel hafi sannast að staðbundnir skógareldar hafi flýtt fyrir endurnýjun og stuðlað að því fjölskrúðuga lífríki sem fylgir skógum I vexti. Hugmyndir manna um um- hverfi og náttúru hafa tekið breyt- ingum í aldanna rás. Á 16. öld var t.d. sú skoðun ríkjandi að mati hins vestræna heims að allir þættir náttúrunnar væru hver um sig sköpunarverk guðs. Færi eitt- hvað úrskeiðis til dæmis vegna náttúruhamfara, töldust það elli- mörk á móður jörð,. sem byijaði að eldast þegar Adam og Eva voru gerð brottræk úr Paradís. Á 17. öld komu ný viðhorf til sögunn- ar með Newton og Kepler, hinum merkustu vísindamönnum þess tíma. Gufuaflvélin varð til — véla- öldin hófst. Þá varð sú skoðun ofan á að jörðin og sólkerfið gengju sinn örugga gang eins og vel smurð klukka — hin fullkomna aflvél sem staðfesti mátt guðs. Sú skoðun hefur að mestu gilt fram á okkar daga. I krafti henn- ar hafa menn ekki sést fyrir — treyst um of á gangverkið. Daniel Botkin telur mannkyn standa nú á tímamótum. Nú sé öld hins vélræna viðhorfs að líða undir lok. Við muni taka nýjar hugmyndir um náttúruna og eðli hennar sem munu styðjast við þróun geimvísinda og hátækni. Þá muni opnast nýir heimar flók- inna útreikninga, sem eru okkur ekki tiltækir enn. Sá heimur muni taka jafnt mið af hinum lífræna sem ólífræna efnisheimi. Reyndar telur hann að fyrst hafi verið bryddað upp á þessum nýju við- horfum fyrir tæpum 80 árum, þegar lífefnafræðingurinn Lawr- ence Henderson benti á þá algeru sérstöðu sem jörðin hefur saman- borið við aðra hnetti, sem sé vatn- ið. Það er vatninu, sjó eða fersk- vatni, að þakka að á jörðinni er ekki óbærilegur hiti og yfirleitt nokkurt líf. Allt líf er samofið umhverfinu í þess flóknu mynd og það getur ekki viðhaldist nema umhverfið sé því hliðhollt. Vissar afdrifaríkar breytingar hafa átt sér stað á jörð- inni af óþekktum orsökum sem má rekja árþúsundir eða milljónir ára aftur í tímann, en þær breyt- ingar sem hægt er að rekja sögu til, hafa alltaf verið afar hægfara samkvæmt okkar tímaskyni og ekki valdið skjótri alhliða röskun. Sjálft lífríki jarðar, gróður, dýr eða örverur, hafa litlu breytt þar um fram til þessa, enda er hinn líf- ræni massi ekki nema örlítið, pínu- brot af heildarmassa jarðarinnar. Landrekskenningin er eitt dæmi þessa. Daniel Botkin vill að hætt verði að líkja framvindu á jörðinni við vel smurða klukku. Hann segir málið miklu flóknara. Framvindan sé háð samþættingu flókinna kerfa, sem eru bæði sjálfsstæð og hvert öðru háð og taka mismiklum breytingum á misjöfnum tíma. Formúlan fýrir því ferli hefur bara ekki fundist enn! Meðan svo er beri manninum að forðast að valda of mikilli röskun eða fyrirvaralaus- um breytingum í ríki náttúrunnar — og sérstaklega beri að forðast allar þær breytingar sem sam- ræmast ekki því sem við þekkjum þó um náttúrulögmálin. Á meðan ekki hafa náðst tök á nýjum sann- indum um heildarmyndina megum við ekki kasta fyrir róða því sem áunnist hefur. Við getum nú þeg- ar skilgreint einföld lífkerfi og skiljum orsakir og afleiðingar að vissu marki. Eftir er að tengja og setja. í allsheijar samhengi. „Nú þurfum við að eignast afburða- snillinga á borð við Newton og Einstein" ;segir Daniel Botkin í lok greinarinnar og litur vonaraugum til örtölvunnar, sem hann telur að muni gegna mestu hlutverki við vísindaiðkanir framtíðarinnar. Hann lítur líka vonaraugum til ungu kynslóðarinnar sem hefur alist upp við tölvuleiki. Hann seg- ir að hún muni ef til vill verða hæfari til að feta nýjar slóðir sem felast í þeirri tækni og muni kunna að bregðast við „því óvænta" sem upp kann að koma með skjótum hætti. Hver veit nema hann hafi rétt að mæla. Sagt er að ánamaðkur heiti ánamaðkur af því að það eigi að kasta honum í ána! enn fór laxinn að japla á tuggunni. Ég gætti þess að hreyfa hvorki legg né lið og bjóst við ákveðnari kippum á hverri stundu. Sú von brást, lax- inn birtist með agnið milli tannanna og sá fór nett með það. Ég leit á klukkuna, hún var al- veg að verða eitt. Nú eða aldrei yrði ég að fínna ráð sem dygði, slak- aði út línu, lét strauminn taka bug- inn niður fyrir fiskinn ef vera mætti að öngullinn kræktist í kjaftvikið á honum þegar hann sleppti. Laxinn synti upp að sama steininum og hann var vanur, opnaði skoltinn — ég lyfti ósjálfrátt stangartoppnum, vonaðist til að finna átakið og sjá stöngina svigna — en ekkert gerð- ist. Grár gljúfurveggurinn blasti við andspænis mér. Klukkan var orðin eitt. Ymsar sögur eru sagðar af for- ystulöxum sem taldir eru svo gáfað- ir að þeir sjá hættu í agni veiði- mannsins og vilja bægja henni frá félögum sínum með því að fjar- lægja hana á svipaðan hátt og hér er greint frá. Litla trú hef ég á því að svo hafi verið í þessu tilviki. Mér sýndist þessi lax svo sem ekk- ert gáfulégri en aðrir. Erfitt að vita með vissu hvað liggur að baki enda mörgum spurningum ósvarað um hegðun laxins. é= cordata Suðurlandsbraut 12 - stmi 688944 MICROTÖLVAN 486 Sumartilboð Aðeins í 5 dagal Til að rýma fyrir nýjum vörum í toll- /örugeymslu höfum við ákveðið að bjóða nokkrar Cordata 486 tölvur á ein- stöku sumartilboði. Afslátturinn í 5 daga samsvarar því að þú fáir lita- skjáinn ókeypis! Þetta er tilboðið: Cordata 486DX-33 tölva með 64Kb flýtiminni, 4Mb minni, 3.5" drifi, 102 hnappa lyklaborði, MS- DOS 5, Windows 3 og mús á aðeins kr. 124.900 staðgreitt. Þetta er frábær og örugg tölva á ótrúlegu verði! Lággeisla Super-VGA litaskjár (1024x768) kostar aðeins kr. 27.600 og harðir diskar eru frá kr. 17.900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.