Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ Q99 BARCELONA ’92 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992 -L- SUND Hasestal senunni Reuter Ungversku stúlkurnar Krisztina Egerszegi og Tunde Szabo fagna eftir keppni í 100 metra baksundi á ólympíuleikunum í gær. Szabo sem er til vinstri hafnaði í öðru sæti en Egerzegi, hægra megin á myndinni sigraði í sundinu og hlaut þar með sín önnur gullverðlaun á leikunum. Barcelona ’92 I BANDARÍSKU keppendumir á Ólympíuleikunum eru mjög óánægðir yfír framkomu Carl Lew- is við opnunarhátíðina þar sem hann mætti með þráðlausan síma sem hann notaði á meðan að athöfn- inni stóð. Körfuknattleiksmaðurinn Earwin „Magic“ Johnson sagði að með því hefði hann sýnt leikun- um og keppendum á þeim litilsvirð- ingu. _ ■ ÞÝSKA tennisstjaman Steffi Graf er óánægð með lífið í Barcel- ona og segist ekki fá frið fyrir áhag- endum jafnt sem öðrum keppendum sem viíja fá eiginhandaráritanir hennar. Hún sló þó ekki hendinni á móti því að fá að vera á mynd með „Magic“ Johnson þegar henni stóð það til boða í vikunni. ■ LEIKMENN í bandaríska „draumaliðinu" í körfuknattleik eru óánægðir með það hvað Char- les Barkley hefur leikið fast í leikj- um liðsins. Michael Jordan, sagði að Barkley léki allt of harkalega og gæti eyðilagt ímynd liðsins á Olympíuleikunum. Barkley svar- aði fyrir sig og sagðist ekki þekkja neitt annað en að leggja sig allan fram. „Ég ólst upp í fátækrahverfi við aðstæður sem Jordan þekkir ekki.“ ■ THOMAS Brinkmann, einn af leikmönnum Þjóðverja í kylfu- knattleik var sendur heim í vik- unni. Vitað var fyrir leikana að hann væri með krabbamein og eftir að hann veiktist var ákveðið að senda hann heim. ■ KINVERJAR stefna að öðrum gullverðlaunum sínum á leikunum í dýfingum í dag, þegar keppt verð- ur til úrslita í dýfíngum af stökk- bretti. Tan Liangde var lang efstur eftir undankeppnina í gær, og ætti ekki að eiga í miklum erfíðleikum með að tryggja sér gullið. Fu Mingxia vann fyrstu gullverðlaun- in, í dýfingum kvenna af 10 m palli. ■ BANDARÍKJAMAÐURINN Kent Ferguson, sem er heims- meistari í greininni, var Iangt frá sínu besta. Hann rétt skreið í úr- slit, lenti í 12. sæti í undankeppn- inni. I DANNY Everett frá Banda- ríkjunum, sem á besta tímann í 400 m hlaupi karla þetta árið, meiddist á hægri hásin fyrir skömmu og óvíst er hvort hann muni taka þátt í 400 m hlaupinu á leikunum. sem sett var í Seoul 1988. En sigur Hase á eftir að vera lengi í minnum hafður. Hún bætti einnig bronsverð- launum í safnið, en hún var í sveit Þýskalands sem varð í þriðja sæti í 4 X 100 metra skriðsundinu. Jante Evans, þrefaldur ólympíu- meistari frá Seoul, varð að játa sig sigraða í fyrsta sinn í þessari grein síðan 1986. Hún hafði forystu í sundinu allt þar til 30 metrar voru eftir en þá fór þýska stúlkan fram- úr og stal gullverðlaununum sem Evans var talin eiga nokkuð vís. Evans sagði að hún hefði byijað of hratt. „Ef maður byijar eins hratt og Carl Lewis í spretthlaupi er maður auðvitað búin á enda- sprettinum í svona löngu sundi,“ sagði Evans sem var niðurbrotin og táraðist eftir sundið. „Ég á enn heimsmetið og gullverðlaunin frá Seoul. Það er enginn sem getur tekið það frá mér sem ég á. Þetta er ekki heimsendir. Sólin mun koma aftur upp á morgun." KRISZTINA Egerszegi frá Ung- verjalandi vann önnur gull- verðlaun sín á Ólympíuleikun- um í Barcelona er hún sigraði nokkuð örugglega í 100 meta baksundi kvenna í gær. Hún bætti ólympíumetið í greininni bæði í undanrásum og úrslitasundinu. Egerszegi sem gengur undir nafninu „músin“ er aðeins 17 ára og vann 400 metra fjórsund kvenna á sunnudag. Egerszegi er tvöfaldur heims- meistari í baksundi og vann silfurverðlaun í 100 m baksundinu í Seoul þá aðeins 14 ára gömul. Hún synti á 1:00.85 mín. í undan- rásum og bætti 12 ára gamalt ólympíumet austur-þýsku stúlk- unnar Ricu Reinisch um 0,01 sek. í úrslitasundinu bætti hún það aft- ur og synti á 1:00.68 mín. Landa hennar, Tunde Szabo, varð önnur og Lea Loveless, Bandaríkjunum, þriðja. Reyndi aftur við gull „Músin“.mun reyna við þriðju guílverðlaunin í 200 metra bak- sundi á föstudag og mun þá gera harða atlögu að heimsmetinu, sem er 1:00.31 mín. og verður þá fyrsta konan til að synda undir einni mínútu í þessari grein. DAGMAR Hase frá Þýskalandi gerði sér Irtið fyrir og sigrað í 400 metra skriðsundi kvenna, en fyrirfram var búist við að heimsmethafinn Janet Evans frá Bandaríkjunum ætti sigur- inn vísan. En Hase sýndi það og sannaði að ekki er hægt að bóka sigur fyrirfam. Hase, sem er 22 ára og frá fýrr- um Austur-Þýskalandi, varð önnur 200 m baksundi á Evrópu- mótinu í fyrra. Hún kom í mark á tímanum 4:0?.18 mín. og var langt frá heimsmeti Evans, 4:03.85 mín., Dagmar Hase frá Þýskalandi fangar hér óvæntum sigri í 400 metra skriðsundi kvenna. Á minni myndinni er bandaríska stúlkan, Janet Evan, sem getur ekki leynt vonbrigðum sínum. Reuter Sigur og sorg! „Músin“ fékk aftur gull

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Ólympíuleikarnir í Barcelona (29.07.1992)
https://timarit.is/issue/124917

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Ólympíuleikarnir í Barcelona (29.07.1992)

Aðgerðir: