Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 4
w
C fí f./.pj í ()<■ (i-jvi'/iPQQ (HQ/ !(’/ií/OHOM
4 B MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELOMA ’92 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
Barcelona ’92
£
í
i ■ 21 ÁRS Bandaríkjamaður,
i' Mark J. Henry frá Texas er
þyngsti keppandinn á ólympíuleik-
£ unum. Henry er 176 kíló þrátt
- fyrir að vera aðeins 188 sm. Hann
keppir í lyftingum og er að sjálf-
1 sögðu í þyngsta flokknum.
■ ÓLYMPIUKEPPENDUR frá
lýðveldum Júgóslavíu eru vel að-
skildir frá hvorum öðrum í ólympíu-
þorpinu. 88 keppendur koma frá
Serbíu, 71 frá Króatíu, 51 frá
Slóveníu, 23 frá Bosníu og 13 frá
Makedóníu. Minnsta fjarlægðin á
milli keppenda frá sitthvoru lýð-
veldi er 300 metrar.
■ FREGNUM um að þijár aust-
urrískar sundkonur hefðu dansað
naktar á svölum sínum í ólympíu-
ri þorpinu aðfararnótt sunnudagsins
var tekið með ró af forráðamönnum
hópsins. „Atvikið kemur ekki til
með að hafa neinar afleiðingar þar
sem okkur hafa ekki borist neinar
kvartanir frá sendinefndum ann-
arra þjóða,“_ sagði meðlimur
Austurrísku Ólympíunefndarinnar
! um atvikið.
■ MORGUNBRA UÐIÐ hefur
áreiðanlega staðið í spænskum
blaðalesendum sl. sunnudag. Leik-
fangafyrirtækið Bennetton var
með tvær heilsíðuauglýsingar í
þremur stærstu dagblöðum lands-
ins. í auglýsingunum var mynd af
fimm risasmokkum sem mynduðu
ólympíuhringina. Auglýsingarnar
voru fordæmdar af einum stjórnar-
manna Alþjóða ólympíunefndar-
innar sem kallaði þær lágkúruleg-
ar og sagði að nefndin myndi hugs-
anlega grípa til einhverra aðgerða
vegna málsins.
■ SJÓNVARPSHÓPUR frá
þýsku stöðinni ARD fékk óboðna
gesti á hótelið til sín. Hópur
kakkalakka hafði hreiðrað um sig
í herbergjum þeirra. Keppinautarn-
ir hjá ZDF-stöðinni búa í nágrenn-
inu við gott yfirlæti í einbýlishúsi.
■ ÞAÐ er oft stutt á milli sorgar
og gieði í íþróttum og því fékk
sautján ára dönsk sundkona, Britte
Vestergárd að kynnast eftir 400
m fjórsundið á Ólympíuleikunum.
Vestergárd hoppaði af gleði eftir
sundið þegar tilkynnt var að hún
hefði synt á 3,53:60 mín sem er
undir danska metinu. Það var ekki
fyrr en nokkrum mínútum síðar
þegar hún var spurð að því hvað
hefði farið úrskeiðis að það rann
upp fyrir henni að hún hefði fallið
úr keppni. Hún gerði ógilt við snún-
ing eftir 250 metra og grét eftir
að sannleikurinn kom í ljós.
■ BRESKI júdókappinn Elvis
Gordon segist ætla að heiðra minn-
ingu bróður síns með því að vinna
gullið í þungavigt. Bróðir hans
var skotinn til bana í heimabæ sín-
um eftir að hafa handleikið leik-
fangabyssu sem lögreglan taldi
vera alvöruvopn.
■ MÓTSHALDARAR hafa farið
fram á það við hjólreiðamenn að
þeir hætti að æfa sig á vegum úti
án aðstoðarmanna, vegna slysa-
hættu. Að sögn þeirra hafa þegar
orðið fimm slys.
■ SL YSA VARÐSTOFAN í
ólympíuþorpinu hefur nú þegar
aðstoðað yfir 500 manns, mest
vegna minniháttar meiðsla eða
veikinda. Af þessum 500 voru 110
þátttakendur á leikunum.
■ HEIMSMEISTARINN í 200 m
hlaupi karla, Bandaríkjamaður-
inn Michael Johnson, segir að
hann eigi að geta slegið heimsmet-
ið í 200 m hlaupi á leikunum, en
það er elsta heimsmet sem í gildi
er í hlaupagreinunum.
BLAK
. ÆMSSmSjMM
mesimsm
ít .
á'S
Reuter
FRJALSIÞROTTIR
Þýska vikutímaritinu Spiegel um svissneskan kúluvarpara:
Tvö
andlit...
Þessi skemmtilega
mynd sýnir banda-
rísku blakmennina
Robert Samuelson og
Scott Fortune í sigur-
leik gegn Kanada.
Lyfjanotkun Giinthörs eins og
bankaieyndarmál í Sviss
SVISSLEMDINGAR eru svo til
vissir um ein gullverðlaun á
Ólympíuleikunum í Barcel-
ona. Werner Giinthör, heims-
meistari í kúluvarpi, hefur
varpað kúlunni yfir metra
lengra en helstu keppinautar
hans á leikunum og ætti ekki
að eiga íerfiðleikum með sig-
ur á föstudag. En fullyrðingar
í þýska vikutímaritinu Spiegel
nú í vikunni varpa skugga á
stolt og gleði þjóðarinnar
með væntanlega frammi-
stöðu Gunthörs. Tímaritið
fullyrðir að hann hafi árum
saman notað kraftalyf og
svissneskir læknar og
íþróttafrömuðir séu í vitorði
með honum.
Giinthör kallar fullyrðingar
tímaritsins „hreinasta kjaft-
æði“ og veltir fyrir sér hver græði
á því að slíkur
óhróður sé borinn
út um hann. Spiegel
skrifar fullyrti einmg fynr
tveimur árum að
hann notaði ólögleg lyf. Gúnthör
segir að tímaritið hafi ekki getað
sannað orð sín þá frekar en nú.
Spiegel segir að það sé farið
með lyfjanotkun Gúnthörs eins og
bankaleyndarmál í Sviss. Tímaritið
segir að Rannsóknarstofnun ríkis-
ins í íþróttaskólanum í Magglinaen
hafí aðstoðað Gúnthör og vitnar í
gamalt bréf frá fyrrverandi for-
stjóra hennar til núverandi for-
stjóra þar sem segir að hann hafi
farið að óskum þjálfara Gúnthörs
og þagað um anabólísku-meðferð
hans.
Bernhard Segesser, læknir
svissneska Ólympíuhópsins, sem
Spiegel kallar „lyfjalækni", segist
hafa gefið Gúnthör 10 til 50
grömm af „Stromba oral“ í nokkr-
ar vikur árin 1985 og 1987 þegar
hann var meiddur en ekki eftir
bakuppskurð 1990 af því að þá
var búið að banna lyflð.
Svissneskir fjölmiðlar hafa aldr-
ei fullyrt að Gúnthör notaði lyf en
hafa greint frá erlendum að-
dróttunum um það. Margir trúa
ekki öðru en að hann noti lyf og
komist með klókindum hjá því að
vera gripinn. Hann hefur staðist
lyfjapróf í Helsinki, Lille og í
Lausanne í ár. Þeir sem veittu
honum harðasta samkeppni und-
anfarin ár eru allir úr leik vegna
lyfjaneyslu. Svisslendingar vilja
trúa því að þeirra maður sé Herkú-
les af náttúrunnar hendi og eru
súrir út í Spiegel fyrir að kasta
rýrð á frammistöðu hans.
RIFFLA OG SKAMMBYSSU SKOTFIMI
RiHlaskotfiminni er skipt í þrjá aðaiflokka; léttriffla, stóra riffla og loftriffla. Síðan er skotfimi flokkuð
eftir því hvort skotið er standandi, í gleiðstöðu eða krjúpandi. Nútíma markbyssur og rifflar eru gerðar
af mikilli nákvæmni og skotin eru sérstaklega prófuð og þeim úthlutað til keppenda til að tryggja að allir
standi jafnt að vígi. Góður skotmaður þarf að hafa sterkar taugar og mikla einbeitingu.
Léttur markriffill
NOIÍma léttrifflar (22ja calibera) eru míkil nákvæmnissmíð sem gerir það að verkum að góðir skotmenn
geta náð mjög góðum árangri, nærri fullkomnum.
Skepti sem hægt er að stilla
þannig að það falli þétt að
kinn skotmannsins.
Aftara sigtið er með örfínum stillibúnaði svo skytturnar
geti tekið mið af hæðamismun og vindi. Hægt er að fá
litað gler til að útiloka endurkast sem trufað gæti miðið.
Jafnvægisstilling til að
tryggja nákvæmt mið.