Morgunblaðið - 29.07.1992, Blaðsíða 7
6 B
MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELONA '92 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
Svekktur
adþurfaad
hætfta svona
- sagði Bjarni Friðriksson eftir að hann datt úr keppni
BJARNI Friðriksson tapaði fyrir franska Evrópu- og heimsmeistar-
anum Stephane Traineau ífyrstu glímu sinni í 95 kg flokki í júdó
á Ólympíuleikunum í Barcelona í gær. Það kom ef til vill ekki svo
mikið á óvart, en hitt að sama skapi mikið að Frakkinn tapaði fyr-
ir bandarískum júdómanni í næstu umferð og þar með voru vonir
Bjarna um að fá frekara tækifæri — fá uppreisnarglímu — foknar út
í veður og vind.
Frakkinn Traineau, sem er aðeins
25 ára en gríðarlega sterkur,
mætti Indónesíubúanum Hengky Pie
1 fyrstu umferð og
Skapti vann glæsilegan
Hallgrímsson fullnaðarsigur, ipp-
skrífarfrá on, eftir eina og
Barcelona hálfa mínútu. Bjami
sat hjá í fyrstu umferð en mætti
síðan Frakkanum, sem talinn var
sigurstranglegastur í flokknum,
enda hafði hann ekki tapað í tvö ár
þar til í gær.
Bjami byijaði mjög vel, náði
Frakkanum fljótlega í gólfið en hann
varðist vel þannig að Bjami fékk
ekki stig. Þeir reyndu báðir grimmt
að sækja, og eftir nákvæmlega eina
af mínútunum fímm þurfti að gera
stutt hlé vegna þess að Traineau
meiddist á vinstri hendi; Bjami tók
um hana, snéri upp á og reyndi að
toga hann til sin með þessum afleið-
ingum. En þetta var ekkert alvarlegt
og áfram hélt slagurinn. Hart var
barist. Frakkinn náði Bjama svo í
gólfíð, hélt honum og fékk yuko.
Fljótlega voru svo dæmdar vítur á
Bjama, shito, þannig að sá franski
fékk koka, 3 stig. „Dómarinn taldi
mig þama vera í of mikilli vöm,“
sagði Bjarni við Morgunblaðið á eft-
ir. Frakkinn skoraði svo aftur yuko
og undir lok glímunnar náði Traine-
au að skella Bjarna í gólfíð og vann
fullnaðarsigur, ippon. „Það var stutt
eftir og ég var orðinn kærulaus er
hann náði mér í gólfið, og í arm-
lás,“ sagði Bjami.
Ánægður
„Ég er ánægður með glímuna.
Ég reiknaði með miklu meiri bar-
daga, meiri látum,“ sagði Bjami.
„Ég komst vel að, náði tökum á
honum. Hann vildi ekki í gólfíð, en
ég náði honum þó þangað þrisvar
eða fjórum sinnum." Bjarni tók
fram, eins og áður hefur verið haft
eftir honum, að hann hefði ekki
reiknað með að vinna Frakkann en
sagði glímuna hjá sér hafa verið
betri en hann bjóst við.
Auðvitað var hann svekktur eftir
tapið, „en ég var miklu svekktari
eftir að Bandaríkjamaðurinn vann
Frakkann. Þetta kom mjög á óvart
— enginn átti von á þessu. Já, ég
er alveg ferlega svekktur yfir þessu
því ég taldi mig eiga góða möguleika
í framhaldinu ef Frakkinn _ynni og
næði að toga mig áfram. Eg hefði
mætt Indónesíumanninum og síðan
Leo White frá Bandaríkjunum,"
sagði Bjarni sem taldi sig hafa átt
góða möguleika gegn þeim báðum.
Þess má geta að það var einmitt
Leo þessi White sem sigraði Frakk-
ann Traineau svo óvænt — fleygði
honum, með svokölluðu Harai Dos-
hi, og fékk ippon, fullnaðarsigur eft-
ir aðeins hálfrar mínútu viðureign.
„Traineau hefur greinilega vanmetið
White mikið, Frakkinn er miklu betri
júdómaður,“ sagði Bjarni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Bandaríkjamaðurinn White kemur á
óvart á Ólympíuleikunum. í Los
Angeles 1984 gerði hann sér lítið
fyrir og sigraði Belgíumanninn Van
der Walde, þáverandi Evrópumeist-
ara og Ólympíumeistara frá því í
Moskvu 1980. En Bandaríkjamað-
urinn náði ekki langt á leikunum í
heimalandi sínil því á vegi hans varð
maður að nafni Bjarni Friðriksson
ofan af íslandi og viðureign þeirra
stóð ekki lengi yfir. „Bjami skellti
honum auðveldlega og vann á ipp-
on,“ sagði Tékkinn Michal Vachun,
þjálfari íslensku júdómannanna við
Morgunblaðið, er hann rifjaði þetta
upp.
Svekktur
Bjarni Friðriksson hefur borið
höfuð og herðar yfír íslenska júdó-
menn undanfarinn einn og hálfan
áratug, en nú telur hann komið mál
að linni. Eftir Ólympíuleikana í Seo-
ul fyrir fjórum árum sagðist hann
reyndar ekki búast við að taka þátt
í stórmóti framar, en hefur þó verið
á fullri ferð síðan. „Maður á kannski
aldrei að segja aldrei, en ég reikna
þó með að vera hættur í stórmótun-
um. Ég ætla að taka þátt í íslands-
mótinu heima einu sinni enn ... og
kannski í einhveijum minni mótum
úti — því ég er svekktur að þurfa
að hætta svona. Ég fann það í glím-
unni við Traineau að þetta er svo
jafnt, það vantar svo lítið upp á, að
það kitlar mig svolítið að gera að-
eins meira. Vera með aðeins lengur.
En ég get Jofað þér því að þetta eru
síðustu Ólympíuleikamir mínir,“
sagði Bjami, sem orðinn er 36 ára.
„En það er heimsmeistaramót á
næsta ári! Nei, annars. Ég hugsa
ég nenni þessu ekki lengur,“ sagði
Bjarni og brosti.
Keppendur í flokki Bjarna voru
36 að þessu sinni, en hafa yfirleitt
verið 24 áður að hans sögn. „Þetta
er lang sterkasta júdómót sem nokk-
urn tíma hefur verið haidið. Hér em
til dæmis keppendur frá fimm lönd-
um sem áður voru í Sovétríkjunum,“
sagði Bjarni.
Þess má geta að áðurnefndur Leo
White mætti Hollendingnum Meijers
eftir að hafa sigrað Frakkann Tra-
ineau, og átti ekki möguleika. Hol-
lendingurinn er geysilega sterkur og
spáði Bjarni því að hann myndi
mæta Pólveijanum Pawel Nastula í
úrslitum flokksins. Ekki gekk það
eftir. Ungveijinn Antal Kovacs sigr-
aði Bretann Raymond Stevens í úr-
slitum, en Meijer, sem tapaði fyrir
Kovacs í fimmtu umferð, og Dmitri
Sergeyev frá Samveldinu hlutu
bronsverðlaunin.
Þaovarmögu
leikiaðsigra
- segir Sigurður Bergmann um viðureignina við Kúbverjann í íyrradag
Eg byijaði mjög vel, náði að sækja
stíft og hann komst ekki að.
Fékk á sig víti og ég náði að halda
þessari keyrslu í tvær og hálfa mín-
útu en þá kom hann meira inn í
myndina, náði tökum á glímunni og
vann," sagði Sigurður Bergmann við
Morgunblaðið í gær um glímu sína
í +95 kg flokknum við kúbversa
risann Frank Moreno í fyrradag.
Varstu orðinn þreyttur?
„Nei, engan veginn. Hann er bara
mjög sterkur og erfítt að eiga við
hann.“
En voru þetta ekki eðlileg úrslit?
„Jú í sjálfu sér, en eins og þú
sást héma áðan kom Bandaríkjamað-
urinn (Leo White) og kastaði heims-
meistaranum (Traineau, sem áður
hafði sigrað Bjama Friðriksson),
þannig að allt er hægt í íþróttum.
Ég hefði átt að reyna að halda keyrsl-
unni áfram eins og ég var búinn að
gera fyrri helming glímunnar, ég sá
fram á að það var möguleiki á að
sigra því ég var kominn með foryst-
una og hafði haldið henni í tvær og
hálfa mínútu. En þá fór ég að hugsa,
sem maður má auðvitað ekki gera í
svona stöðu. Það þýðir ekkert að
vera að velta hlutunum fyrir sér,
heldur að keyra á fullu út glímuna.
Þetta eru ekki nema fimm mínútur,"
sagði Sigurður Bergmann.
raorgunDiaoio/iov
BJarnl Frlðriksson sést hér í glímunni gegn Traineau (efri mynd) og af svip Bjama á m
myndinni má sjá að hann er langt frá því að vera ánægður með að tapa fyrir hinum frar
Evrópu- og heimsmeistara.
4-
MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELONA '92 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1992
B 7
Of seinn
ígang
- sagði Broddi Krist-
jánsson eftirtapið
gegn Tælendingnum
„ÉG fór allt of seint í gang,“
sagði Broddi Kristjánsson í
samtali við Morgunblaðið eftir
að hann hafði tapað fyrir Teer-
anun Chiangta frá Tælandi í
fyrstu umferð badminton-
keppni Ólympíuleikanna.
Broddi tapaði fyrstu hrinunni
15-2 og þeirri síðari 15-12.
Það var ekki fyrr en undir
lokin sem ég reyndi að gera
eittnvað í málinu. Ég náði að jafna
12-A í síðari hrinunni og hélt þá
að ég væri kominn í gang. Ég var
alltof bráður í byijun, og leyfði
Mlke Brown, þjálfari, Broddi Kristjánsson, Elsa Nielsen og Arni Þór Hallgrímsson. Morgunbiaðið/RAX
boltanum lítið að ganga. Ég leyfði
boltanum síðan að ganga er á leið
og náði þá að jafna, en það voru
mistök að byija ekki á því fyrr,“
sagði Broddi. Hann sagði að það
hefði háð sér hversu óvanur hann
væri að spila við Asíubúa. „Það tók
sinn tíma að læra inn á hann, því
maður fer sjaldan til Asíu að spila
og hefur því litla reynslu á móti
Asíubúum," sagði hann.
Ámi Þór Hallgrímsson leikur í
dag gegn S-Afríkumanninum An-
ton Kriel og Elsa Nielsen gegn Bi-
set frá Indlandi. Aðspurður sagði
Broddi að Árni ætti nokkuð góða
möguleika gegn Kriel. „Hann ætti
að hafa hann ef allt er eðlilegt,"
sagði Broddi. Þeir félagarnir leika
síðan á morgun gegn Hong Kong
búum í tvíliðaleik. Broddi sagði að
þeir væru sterkir en möguleikar
þeirra væm einhveijir.
BADIV31NTOIM
■ MARCUS Stephen, lyftinga-
maður frá Nauru, er fyrstur landa
sinna til að taka þátt í Olympíuleik-
um. Nauru, sem er í Kyrrahafinu
með um 8.500 íbúa, er ekki í IOC,
en forsetinn sá til þess að Stephen
fékk að vera í liði Vestur-Samoa-
eyja.
■ ALÞJOÐA lyftingasambandið
veitti leyfi fyrir því að Stephen
keppti undir öðru þjóðerni og IOC
Serði ekki athugasemd við það.
I BANDARÍSK blöð eru ekki
ánægð með framkomu Charles
Barkleys í leik „Draumaliðsins"
gegn Angólu, en þá sló hann
veiklulegasta mótheijann viljandi.
Liðið er nefnt „Nautin í Barcel-
ona“ og lagt til að Barkley verði
sendur heim, ef hann hagar sér
ekki sómasamlega.
■ PETE Hamill skrifar í New
York Post að „Draumaliðið" sé
martröð Ameríku. Yfírburðimir
komi í veg fyrir keppni og liðið
ætti að sjá sóma sinn í að hætta.
■ VATNSDRYKKJA er meiri
hjá íþróttamönnunum í Barcelona,
en gert hafði verið ráð fyrir.
„Draumaliðið" fékk senda 100
kassa til viðbótar við fyrri skammt
frá frönsku fyrirtæki og banda-
ríska blakliðið fékk 75 kassa.
■ GORAN Ivanisevic, tennis-
spilari frá Króatíu, sagði að her-
bergi sitt í þorpinu væri eins og
gufubað.
■ HEIMSBIKARKEPPNI í
sundi í 25 m sundlaugum fer fram
á þremur vikum í janúar og febr-
úar á næsta ári. Keppnin fer fram
í Shanghai, París, Malmö, Gels-
enkirchen í Þýskalandi, Sheffi-
eld og Genóa á ftalíu. Sigurvegar-
ar í hverri grein fá um 270.000
ÍSK, annað sætið gefur um
110.000 kr. og það þriðja um
55.000 krónur. Sigurvegarar í
samanlögðu fá um 270.000 kr. í
verðlaun að auki.
■ 200 áhorfendur á leikunum í
Barcelona komust að því í vikunni
að sæti þeirra voru þegar upptek-
in. í ljós kom að 200 miðar höfðu
verið tvíprentaðir, og fengu hinir
óheppnu sæti annars staðar.
■ ÞÓ sagt sé að uppselt sé á
hinar og þessar greinar eru víða
laus sæti, þegar á reynir. Ástæðan
er sú að fyrirtæki hafa keypt
marga miða til að gefa, en þiggj-
endur láta ekki nærri alltaf sjá
sig. Hugmynd er um að hleypa
fólki frítt inn í laus sæti með þeim
fyrirvara að það fari, ef rétthafi
kemur.
■ YURI Chechi var helsta von
ítala í fimleikum, en hann sleit
hásin fyrir þremur vikum og er í
Barcelona sem áhorfandi.
■ ÓNAFNGREINDUR kepp-
andi frá Spáni mældist með óvenju
mikið magn af hormóninu testost-
eron í óvæntu lyfjaprófi. Annað
sýni sýndi að magnið var innan
leyfílegra marka.
Barcelona’92
Q&P
DAGAR
Styrktaraðili
í slcóm
Olympíutilboð
10- 40% afsláttur
Kopavogs
Hamraborg 20a
Sími 641000